Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 40
'40
'MOR'GtlNBLAÐÍÐ' FÖB'TÓÖA'GtJK l'i /jÚNí lt)93
Jónas frá Hriflu er ennþá hér
eftir Eirík Eiríksson
i
Þeir blaðabræður Tíminn og
Dagur á Akureyri ríða ekki við
einteyming á sagnfræðinni þessa
dagana. Tilefnið er sjónvarpsþátta-
röð Baldurs Hermannssonar „Þjóð
í hlekkjum hugarfarsins". Tíðkast
þar hin breiðu spjótin, hömruð úr
mýrarrauða.
Strax eftir að fyrsti þáttur Bald-
urs hafði birst á skjánum fann einn
skríbent Tímans Egill Ólafsson
(EÓ) upp á því að búa til andlits-
þvottakerfi fyrir dr. Gísla Gunnars-
son og viðra það á forsíðu. Allir
þeir sem lesið hafa hina stórsnjöllu
doktorsritgerð dr. Gísla, „Upp er
boðið ísaland“ sjá þó á augabragði
að þvottakerfi Egils er ónýtt enda
blandað ómerkilegum ensímum.
Það undraði mig ekkert þótt
menn eins og Egill Ólafsson, sem
hafa atvinnu af atkvæðaveiðum,
héldu sér fast við glansmynda-
sagnfræði Jónasar frá Hriflu.
Meir fékk á mig þgar barna-
fræðarinn á Finnbogastöðum,
Torfi Guðbrandsson, skrifaði eins
og hann gerði í Tímann 5. maí sl.
Torfi Guðbrandsson er búinn
með lífsstarfi sínu að skila ágætis
efni í fallegar afmælisgreinar og
mjög þokkalega minningargrein,
þegar þar að kemur.
En þá tekur hann upp á því á
efri árum að auglýsa fáfræði sína
á íslandssögunni. Sannast hér enn
einu sinni þau orð skáldsins að
ellin hallar öllum leik.
I grein sinni tínir Torfi til þijú
atriði sem hann telur níð um ís-
lenska bændastétt.
í fyrsta lagi telur hann gróður-
rannsóknir okkar færustu náttúru-
fræðinga og niðurstöður bull og
vitleysu, róg og níð um bænda-
stéttina, jafnvel þótt þær nái upp
í öll þrep hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
í öðru lagi hafa allir flokkar á
Alþingi keppst við að skera niður
framlög til landbúnaðar á undan-
förnum árum. Þetta rennir stoðir
undir þá hagfræðikenningu að við
höfum ekki efni á að eyða milljörð-
um í offramleiðslu búnaðarvara.
Og mér hefur skilist að bænda-
stéttin sjálf hafi fallist á þennan
niðurskurð og skipulagt hann.
I þriðja lagi talar svo Torfi um
það að vörur bænda hafi verið
rægðar og sagðar valda sjúkdóm-
um og ótímabærum dauða. Það var
dálítið lengi að kvikna á perunni
hjá mér þegar ég las þessi orð
Torfa um óhollu landbúnaðarvör-
umar en þá rann það upp fyrir
mér að hjartasérfræðingar og nær-
ingarfræðingar, sem varað hafa
við of fituríkri fæðu, voru orðnir
bandamenn Baldurs Hermanns-
sonar í rógsherferðinni gegn bænd-
um.
Og auðvitað þarf barnafræðar-
inn frá Finnbogastöðum að minn-
ast á menningararfleifðina. En
hann skýrði ekkert frá því hvernig
„Bændur nefndu hunda
sína og önnur húsdýr
eftir skáldinu og hafa
haldið þeim sið fram á
þennan dag þegar ein-
hver fer í taugarnar á
þeim.“
sveitamannasamfélagið tók á móti
kveðskap Jónasar Hallgrímssonar
í upphafi og blaði hans Fjölni.
Bændur nefndu hunda sína og
önnur húsdýr eftir skáldinu og
hafa haldið þeim sið fram á þenn-
an dag þegar einhver fer í taugarn-
ar á þeim. Stórbóndinn á Grund í
Eyjafírði, timburmeistarinn Ólafur
Briem, hefur sagt frá því að bænd-
ur hafí talið Fjölni svo ómerkilegan
að hann væri ekki til annars brúk-
legur en að skeina sig á honum.
Það voru saddir 20. aldar kaup-
staðarbúar sem kölluðu Jónas
listaskáldið góða og töldu blað
hans, Fjölni, ómetanlegt framlag
til íslenskrar menningar.
Skyldu menn vera búnir að
gleyma því hvemig sveitamanna-
samfélagið íslenska tók á móti
„Sjálfstæðu fólki“ Laxness árið
1936? í dag er þetta skáldverk
talið stolt íslenskrar þjóðmenning-
ar út um allan heim.
II
Torfa fannst þó bændaníð og
rógsherferð náttúrufræðinganna,
hagfræðinganna, hjartalæknanna
og næringarfræðinganna smá-
munir hjá þeim höfuðglæp Baldurs
Hermannssonar að reyna að læða
því inn hjá fólki að íslenski jarða-
eigendur hafi staðið á móti bæja-
og þéttbýlismyndun gegnum aldir.
Mikið væri nú gaman ef Torfi
Guðbrandsson aflaði sér stuðnings
við þessa kenningu hjá öllum
sagnagunnörum, sagnadórum og
sagnamundum sem hafa látið ljós
sitt skína út af þætti Baldurs Her-
mannssonar. Egill Ólafsson væri
viss með að vera honum hjálplegur
við þetta eins og svo margt annað.
Þessir sagnameistarar ætla
hvort sem er að biðja Torfa, Þórð
safnvörð í Skógum og Hauk Hall-
dórsson, form. Stéttarsambands
bænda, að leggja blessun sína yfír
boðaða endurskoðun íslandssög-
unnar sem þeir þykjast vera að
vinna að þótt Baldur Hermannsson
sé búinn að eyðileggja þar mikið.
Frændi Tímans, blaðið Dagur á
Akureyri, var lengi undarlega þög-
ull um sjónvarpsþátt Baldurs. Það
var ekki fyrr en í dag að Bragi
Bergmann ritstjóri fann skyndilega
hvöt hjá sér að skjóta úr launsátri
og bregður Baldri um hatur til
bændastéttarinnar og notar tæki-
færið til að níða hann og Hrafn
Gunnlaugsson, menn sem hann
þekkir ekki nema af afspurn.
Ég veit að það er tilgangslaust
að biðja Braga Bergmann að gera
grein fyrir haturskenningu sinni.
Og sama er mér þótt hann uni í
flokki með þeim sem gerðu lítið
úr kveðskap Jónasar og skáldskap
Halldórs Laxness forðum. En ég
er ekki viss um að sá félagsskapur
verði honum til sæmdarauka.
En Bragi Bergmann er barna-
fræðari eins og Torfi Guðbrands-
son. Mikill er orðstír þeirrar stétt-
ar.
í öllu því moldviðri sem þyrlað
var upp eftir umræddan sjónvarps-
þátt Baldurs Hermannssonar var
mér hugsað til þess hvað íslensk
tunga er útsmogin tjáningarmiðill.
Royal
LYFTIDUFT
Notið ávallt bestu
hráefnin í baksturinn.
Þér getið treyst
gæðum ROYAL
lyftidufts.
Doktorspróf í
heilsufélagsfræði
RÚNAR Vilhjálmsson varði dokt-
orsritgerð í heilsufélagsfræði við
félagsfræðideild Wisconsinhá-
skóla í Madison í Bandaríkjunum
þann 5. maí sl. Ritgerðin nefnist
„Social Support and Mental Heal-
th“ og hyggir á rannsókn sem
Rúnar framkvæmdi meðal 1200
íbúa á Stór-Reykjavíkursvæðinu
árið 1987.
Rannsóknin fjallar um eðli sam-
hjálpar (social support) og tengsl
samhjálpar og fjögurra þátta geð-
heilbrigðis, þ.e. kvíða, þunglyndis,
sállífeðlislegrar vanlíðunar og já-
kvæðrar líðanar (þ.e. hamingjusemi
og lífsángæju). I rannsókninni er
samhjálp skilgreind sem skipti á
björgum (resources) til fyrirbygg-
al *!
& Camfloi .
y ?ifihr v?.
' f II t
tm v\m m œ m
1 ffi • ff f
[ ■ *lO i-J-W . .SB i
'' ■■''■'66 M 'í **' ‘
UTSALA - UTSALA - UTSALA
RAUÐI SÖLUVAGNINN í BORGARKRINGLUNNI
Allir okkar gtillfallegu skartgripir með
50% afslætti.
ingar eða lausnar á vanda. Slík
skipti draga úr vanlíðan og stuðla
að vellíðan með því að uppfylla
þarfir tengdar ástúð, verklegri
hjálp, efnisaðstoð og ráðgjöf. Greint
er á milli samhjálpar sem stefnir
til einstaklingsins frá öðrum (feng-
in/fáanleg hjálp) og samhjálpar sem
stefnir til annarra frá einstaklingn-
um (veitt/veitanleg hjálp). Eins er
greint á milli raunverulegrar sam-
hjálpar (veittrar/þeginnar) og
mögulegrar (veitanlegrar/þiggjan-
legrar).
I samræmi við þessa skilgrein-
ingu leiðir þáttagreining (factor
analysis) í ljós að hvort sem sam-
hjálpin er fengin, fáanleg, veitt, eða
veitanleg, skiptist hún ávallt í fjóra
efnisþætti, þ.e. andlegan stuðning
(emotional support), verklega hjálp
(task support), efnisaðstoð (mater-
ial support) og ráðgjöf (informatio-
nal support).
Að því er varðar tengsl samhjálp-
ar og geðheilbrigðis bendir rann-
sóknin m.a. til að raunverulega
fengin hjálp hafí aðeins óbein (indi-
rect) áhrif á kvíða, þunglyndi og
sállífeðlislega vanlíðan, í gegnum
fáanlega (mögulega) hjálp. Þannig
felst gagnsemi samhjálpar ekki í
að fá aðstoð eða hjálp út af fyrir
sig, heldur að telja-sig eiga kost á
henni ef á þarf að halda. Hins veg-
ar virðist raunverulega fengin hjálp
geta haft sjálfstæð áhrif á jákvæða
líðan (hamingjusemi og lífsánægju).
Samanburður á samhjálparaðilum
sýnir að maki/sambýlismaður hefur
mest áhrif á jákvæða líðan (ham-
ingjusemi og lífsángæju), en
maki/sambýlismaður og vinir eru
mikilvægustu samhjálparaðilar í til-
viki kvíða, þunglyndis og sállifeðlis-
legrar vanlíðunar.
Jafnframt bendir rannsóknin til
að samhjálp hafi ekki aðeins sjálf-
stæð áhrif á geðheilbrigði heldur
Eiríkur Eiriksson
Um miðja átjándu öld orti ís-
lenskt skáld svona:
„Þér sudda-drunga daufir andar
sem dragist gegnum myrkra loft!“
Skáldið var Eggert Ólafsson,
eftirlæti íslenskrar jarðeigenda-
stéttar og fyrirmynd Gunnars
Karlssonar sagnfræðiprófessors í
málfarslegri framsetningu. Þannig
orti Eggert þegar honum fannst
íslenskir leiguliðar vera helst til
miklir dofningjar. Þeir voru 90%
þjóðarinnar á dögum hans og höfðu
hvorki getu né vilja til fram-
kvæmda á jörðum sem þeir áttu
ekki.
Sumir myndu segja þessi um-
mæli skáldsins um íslenska bænda-
stétt vera aðfinnsluorð, en sam-
kvæmt framsetningu Torfa Guð-
brandssonar, Egils Ólafssonar hjá
Tímanum og Braga Bergmann hjá
Degi eru þau rógur og níð um fá-
tækt og eignalaust fólk.
Höfundur er Akureyringur og
áhugamaður um sagnfræði
Dr. Rúnar Vilhjálmsson.
mildi einnig neikvæð geðheilbrigðis-
áhrif umhverfisálags (þ.e. nei-
kvæðra atburða og langvinnra erf-
iðleika). Þessara mildunaráhrifa
samhjálpar verður aðeins vart þeg-
ar samhjálpin snertir það lífssvið
þar sem álags verður vart hveiju
sinni.
Aðalprófessor Rúnars var James
R. Greenley (geðheilsufélagsfræði),
en aðrir í dómnefndinni voru pró-
fessorarnir Odin W. Anderson
(heilsufélagsfræði), Doris Slesinger
(lýðfræði, félagsfræði), Joy P. New-
mann (félagsráðgjöf) og Robert M.
Hauser (aðferðafræði).
Rúnar Vilhjálmsson er fæddur í
Reykjavík 14. desember 1958. For-
eldrar hans eru Gerður Unndórs-
dóttir og Vilhjálmur Einarsson,
rektor. Rúnar lauk stúdentsprófi
við Menntaskólanum í Hamrahlíð
1978, BA-prófi í félagsfræði við
Háskóla íslands 1982 og MSc.-
prófi í heilsufélagsfræði við Náms-
braut í hjúkrunarfræði í Háskóla
íslands 1986 og dósent 1991. Rún-
ar hefur einkum fengist við rann-
sóknir á þáttum tengdum geðheil-
brigði fullorðinna og heilbrigðis- og
áhættuhegðun unglinga.