Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 54
AUK/SÍAk10d11-338 o4 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Opna Sandgerðismótið í golfi verður haldið á Vallarhúsavelli, Sandgerði, sunnudag 13. júní. Ræst verður út frá kl. 08.00. Skráning verð- ur föstudag 11. júní frá kl. 16.00 til 20.00 og laugar- dag 12. júní frá kl. 16.00 til 18.00 í síma 37802. Golfklúbbur Sandgerðis. Sparisjóður Hafnarfjarðar, Garðabæ Opiú gollmól íSarðáæ Opna sparisjóðsmótið verður haldið laugardaginn 12. júní nk. ~ á Vífilsstaðavelli, Garðabæ. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Mótið hefst kl. 9.00. Skráning er í golfskála frá kl. 16.00 í dag. Glæsileg verðlaun. Þátttökugjald 1.500 kr. Sparisjóðurinn sér um sína Sparisjóður Hafnarfjarðar GKG UIUCVERJALAIUD Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 15. júní kl. 11:00- 18:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKIAFHENTIR FYRIR _____________UTAN ÞENNAN TÍMA,_______________ Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSÍ þriðjudaginn 15. júní kl. 08:00 - 12:00 og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. ISHOKKI Roy bestur Patrick Roy, markvörður Montreal, lyftir hér Stanley-bikamum eftirsótta eftir sigurinn á Los Angeles Kings í úrslitum. Roy var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar í annað sinn. Stanley-bikarinn til Montreal í 24. sinn Montreal sigraði í NHL-deild- inni og vann þar með Stan- ley-bikarinn í 24. sinn í fyrrinótt eftir að hafa unnið Los Angeles Kings 4:1 í fimmta úrslitaleik lið- anna sem fram fór í Montreal. Kings vann fyrsta leikinn en kanad- íska liðið hina fjóra. Íshokkílið Mon- treal er án efa sigursælasta lið Norður-Ameríku og lék nú í 35. skipti til úrslita um NHL-titilinn. Þetta var í fyrsta sinn sem Kings nær að komast í úrslit. Liðið náði að velgja Montreal verulega undir uggum og þurfti að framlengja þijá leiki, en það var markvörðinn Patrick Roy, sem réð úrslitum. Hann var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar eins og árið 1986 og er fimmti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur tvívegis hlotnast þessi heiður. Los Angeles Kings átti 19 skot að marki Montreal í leiknum í fyrri- nótt en Roy varði 18 þeirra. Hann fékk aðeins átta mörk á sig í úrslita- leikjunum öllum. „Þetta var frábært og það má þakka þennan góða árangur fyrst og fremst góðri liðs- heild. Allir unnu vel fyrir liðið og það er þess vegna sem Montreal vann Stanley-bikarinn,“ sagði Roy. Tap Kings gæti þýtt að mögu- leikar Wayne Gretzky á að vinna Stanley-bikarinn aftur væru úr sög- unni, en hann vann bikarinn fjórum sinnum með Edmonton Oilers. „Við höfðum mikið fyrir þessu. Það er erfiðara að tapa í úrslitum en í fyrstu umferð. Það var sárt að tapa þremur leikjum í framlengingu," sagði Gretzky, sem ihugar að leggja keppnisskautana á hilluna. ISLANDSMOTIÐ 2. D E I L D KOPAVOGSVOLLUR - AÐALLEIKVANGUR Breiðablik - Stjarnan í kvöld kl. 20.00 Sjóið toppslaginn RYK2 í deildinni! NBA Öruggt hjá Chicago Chicago Bulls sýndi meistara- takta í fyrsta úrslitaleik NBA- deildarinnar í körfuknattleik gegn Phoenix í fyrrinótt. Michael Jordan gerði 31 stig og Scottie Pippen 27 í 100:92 sigri Bulls. Leikurinn fór fram á heimavelli Phoenix. Chicago náði yfirhöndinni í byijun, hafði 20 stiga forskot eftir annan leikhluta og hélt forystunni út leik- inn. Phoenix náði reyndar að minnka muninn í tvö stig í fjórða ieikhluta en lengra komust heimamenn ekki. Jordan, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar síðustu sjö árin, fór rólega af stað en gerði 14 stig í síðasta leikhluta þegar á þurfti að halda og var stighæstur. Chicago tók þar með fyrsta skrefið í áttina að þriðja meistaratitlinum í röð. „Við erum með reynslumikið lið. Við höfum verið hér áður og þekkjum vel hvað þarf til að sigra,“ sagði Jordan. „Við ætlum að bijóta blað í sögu NBA. Ég held að ég tali fyrir alla leikmenn Chicago og vonandi alla stuðningsmenn er ég segi að við trúum því að Chicago verði meist- ari,“ sagði Jordan sem talaði við fréttamenn eftir tveggja vikna bögn. Charles Barkley (21 stig) og Rich- ard Dumars (20 stig) fóru fyrir Pho- enix, sem var lengi í gang. Barkley, sem viðurkenndi að lið sitt hefði leik- ið illa, gerði níu af 21 stigi sínu í fjórða leikhluta. Hann tók einnig 11 fráköst. Liðin mætast aftur í nótt. ÚRSLIT Fram - ÍA 4:2 Laugardalsvöllur, fslandsmótið 1. deild, 4. umferð, fimmtudagur 10. júní 1993. Aðstæður: Eins og best verður á kosið. Mörk Fram: Valdimar Kristófersson 2 (10., 52.), Ólafur Adolfsson (62. - sjálfsmark), Ingólfur Ingólfsson (74.). Mörk ÍA: Mihajlo Bibercic (84.), Alexander Högnason (90.). Gul spjöld: Jón Sveinsson, Fram, brot (53.), Valdimar Kristófersson, Fram, brot (57.) og Ólafur Adolfsson, ÍA, brot (78.). Dómari: Eyjólfur Ólafsson. Línuverðir: Gísli Jóhannsson og Kári Gunnlaugsson. Áhorfendur: 1.914 greiddu aðgangseyri. Fram: Birkir Kristinsson - Helgi Björgvins- son, Jón Sveinsson, Kristján Jónsson - Steinar Guðgeirsson, Ágúst Ólafsson, Krist- inn R. Jónsson, Ingólfur Ingóifsson, Guð- mundur P. Gíslason (Rúnar Sigmundsson 81.) - Valdimar Kristófersson, Helgi Sig- urðsson. ÍA: Kristján Finnbogason - Ólafur Adolfs- son, Luca Kostic, Theódór Hervarsson - Haraldur Hinriksson (Pálmi Haraldsson 77.), Alexander Högnason, Ólafur Þórðar- son, Sigurður Jónsson, Haraldur Ingólfsson - Mihajlo Bibercic, Þórður Guðjónsson. ÍBV-FH 2:2 Helgafellsvöllur, 4. umferð, 10. júní 1993. Aðstæður: Völlurinn dálítið háll enda rign- ingarúði. Örlítil gola en annars góðar að- stæður. Þó vel blautt þegar á leið. Mörk ÍBV: Bjami Sveinbjömsson (16.), Tryggvi Guðmundsson (54.) Mörk FH: Jón Erling Ragnarsson (24.), Andri Marteinsson (88.) Gult spjald: Þorsteinn Halldórsson (5.) fyr- ir brot, Hallsteinn Arnarson fyrir mótmæli (9.), Tryggvi Guðmundsson fyrir brot (24.), Jón Erling Ragnarsson fyrir mótmæli (25.), Davíð Garðarsson fyrir mótmæli (77.), Petr Mrazek fyrir brot (90.) Áhorfendur: Um 800. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson. Línuverðir: Gísli Guðmundsson, Gísli Björgvinsson. ÍBV: Friðrik Friðriksson - Yngvi Borgþórs- son, Jón Bragi Amarsson, Magnús Sigurðs- son - Martin Eyjólfsson, Anton Bjöm Mar- kússon, Nökkvi Sveinsson, Tryggvi Guð- mundsson, Rútur Snorrason - Steingrímur Jóhannesson, Bjarni Sveinbjörnsson. FH: Stefán Árnarson - Þorsteinn Halldórs- son, Petr Mrazek, Ólafur H. Kristjánsson - Jón Erling Ragnarsson, Davíð Garðarsson, Þórhallur Víkingsson, Hallsteinn Arnarson, Þorsteinn Jónsson - Hörður Magnússon, Andri Marteinsson. ÍBK-Valur 1:3 Keflavíkurvöllur, 4. umferð, 10. júni 1993. Aðstæður: Norðvestan gola og þurrt. Mark ÍBK: Kjartan Einarsson (64.). Mörk Vals: Kristinn Lárusson (25.), Gunn- ar Gunnarsson (49.), (57.). Gult spjald: Steinar Ádolfsson (40.), fyrir brot, Gunnar Oddsson (58.) fyrir brot, Sæv- ar Jónsson (58.), fyrir brot. Áhorfendur: Um 1000. Dómari: Gunnar R. Ingvarsson. Línuverðir: Einar Sigurðsson og Egill Már Markússon. ÍBK: Ólafur Pétursson - Jakob Jónharðs- son, Jóhann B. Magnússon, Steinbjöm Logason - Gestur Gylfason, Sigurður Björg- vinsson, Gunnar Oddsson, Marko Tanasic, Róbert Sigurðsson (Karl Finnbogason 59.) - Kjartan Einarsson (Georg Birgisson 78.), Óli Þór Magnússon. Vals: Bjami Sigurðsson - Jón G. Jónsson, Steinar Adolfsson, Sævar Jónsson, Hörður M. Magnússon (Jón S. Helgason 88.) - Bjarki Stefánsson, Ágúst Gylfason, Sigur- bjöm Hreiðarsson, Kristinn Lárusson - Gunnar Gunnarsson (Antony Karl Gregory 77.), Þórður Birgir Bogason. Valdimar Kristóferssyn, Helgi Sigurðsson, Ingólfur Ingólfsson, Ágúst Ólafsson, Fram. Gunnar Gunnarsson, Val. Birkir Kristinsson, Helgi Björgvinsson, Kristján Jónsson, Jón Sveinsson, Kristinn R. Jónsson, Guðmundur P. Gíslason, Stein- ar Guðgeirsson, Fram. Luca Kostic, Sigurð- ur Jónsson, Haraldur Ingólfsson, IA. Frið- rik Friðriksson, Magnús Sigurðsson, Jón Bragi Amarsson,_ Tryggvi Guðmundsson, Rútur Snorrason, ÍBV. Ölafur H. Kristjáns- son, Jón Erling Ragnarsson, Þorsteinn Jóns- son, Hörður Magnússon, Andri Marteins- son, FH. Gestur Gylfason, Sigurður Björg- vinsson, Gunnar Óddsson, Marko Tanasic og Steinbjörn Logason, ÍBK. Bjami Sig- urðsson, Kristinn Lárusson, Jón Grétar Jónsson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason og Steinar Adolfsson, Val. Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍA 4 3 0 1 9: 4 9 ÍBK 4 3 0 1 7: 6 9 KR 3 2 0 1 9: 3 6 VALUR 4 2 0 2 7: 5 6 FRAM 4 2 0 2 8: 7 6 ÞÓR 4 2 0 2 4: 5 6 FH 4 1 2 1 6: 7 5 ÍBV 4 1 1 2 5: 6 4 FYLKIR 3 1 0 2 3: 7 3 VÍKINGUR 4 0 1 3 4: 12 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.