Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 39 EVRÓPUMOTIÐIBRIDS HEFST A SUNNUDAG í FRAKKLANDI 32 þjóðir beijast um Evróputitil Brids Guðmundur Sv. Hermannsson EVRÓPUMÓTIÐ í brids hefst á sunnudaginn í bænum Menton í Frakklandi. Þar keppa 32 lið um Evrópumeistaratitilinn í opnum flokki og 22 lið í kvennaflokki, og að auki gefa fjögur efstu sætin í hvorum flokki þátttöku- rétt á heimsmeistaramótinu í Chile í haust. Þátttökuþjóðunum í Evrópumótinu er sífellt að fjölga og að þessu sinni hefur verið gripið til þess ráðs að stytta leikina í stað þess að skipta liðunum í riðla. Því verður spiluð einföld umferð með 24 spila leikjum í báðum flokkum. ísland tekur þátt í báðum flokk- unum. Fyrirfram má búast við því að íslendingar verði með í toppbar- áttunni í opna flokknum og slagur- inn um verðlaunin standi að venju einkum við Frakka, Pólveija, Breta og Svía. Þessi lönd senda öll sína þekktustu spilara til leiks. Frakk- amir verða með geysisterkt iið, skipað þeim Chemla, Perron, Moui- el og Lávy sem unnu Ólympíumeist- aratitilinn á síðustu ári, að viðbætt- um Lebel og Corn sem eru marg- reyndir landsliðsmenn. Pólska liðið er nánast það sama og spilaði til úrslita við ísland í Japan sællar minningar: Balikci, Zmudzinski, Gawrys, Lasocki og Martens; en í stað Szymanovski kemur Lesni- ewski sem hefur oft áður spilað í pólskum landsiiðum. Bretar eru núverandi Evrópu- meistarar og þeir Forrester, Rob- son, Kirby og Armstrong freista þess að veija titilinn. Með þeim í liði verða Shenkin og Steel. Og Svíar senda gömlu refina Morath, Bjerregaard, Brunzell, Nielsen og Sundelin sem spilar að þessu sinni við ungan mann að nafni Johan Sylvan. Aðrar þjóðir sem gætu blandað sér í toppbaráttuna í opna flokkn- um eru ísraelsmenn sem unnu Evrópubandalagsmótið fyrir skömmu, Hollendingar sem senda liðið sem spilaði hér á Bridshátíð í vetur og Norðmenn sem senda ungt lið að venju. Þá er ekki hægt að útiloka ítali, Rússa, Dani og Grikki. Það er að minnsta'kosti ijóst að það verður ekki auðveld göngu- leið í fjögur efstu sætin. I kvennaflokki má búast við að baráttan standi milli Breta, Frakka, Hollendinga, Þjóðvetja og Austurríkismanna. í breska liðinu spila margfaldir heimsmeistarar kvenna, Landy, Horton og Smith og Bretar unnu kvennaflokkinn á fyrmefndu Evrópubandalagsmóti. Hollendingar senda sama liðið og hefur náð verðlaunasætum á öllum helstu kvennamótum heims og Þjóðveijar senda sama lið og vann síðasta Evrópumót. Austurríkis- menn eru núverandi Ólympíumeist- Morgunblaðið/Einar Falur Eiga heimsmeistaratitil að verja ISLENSKA landsliðsins í opna flokknum á Evrópumótinu bíður það erfiða verkefni að ná einu af fjórum efstu sætunum, ætli það að verja heimsmeistaratitil íslendinga. Á myndinni eru frá vinstri Sævar Þorbjörnsson, Guðmundur Páll Arnarson, Björn Eysteinsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson og Karl Sigurhjartarson fyrirliði. arar kvenna en að þessu sinni vant- ar Mariu Erhard sem er af mörgum talinn besti kvenspilari heims. Það er ekki gott að segja fyrir um hvernig íslandi muni vegna þar sem íslenskt kvennalið hefur ekki keppt á Evrópumóti síðan 1987 og varð þá neðarlega. Liðið nú er hins vegar skipað þremur úr liðinu sem vann Norðurlandatitilinn fyrir þremur árum og gæti vel sett mark sitt á mótið nú. Slemmugleði Landsliðin hafa æft vel undan- farið og um síðustu helgi var sam- eiginleg lokaæfing. Þar sáust oft jágæt tilþrif, meðal annars tókst Aðalsteini Jörgensen og Bimi Ey- steinssyni að komast í þessa punktalitlu slemmu, en þeir Aðal- steinn og Bjöm eru með slemmug- löðustu pörum hérlendis. Tilbúnar í slaginn KVENNALANDSLIÐIÐ er tilbúið í slaginn á Evrópumótinu í kvennaflokki. Frá vinstri eru Anna G. ívarsdóttir, Gunnlaug Ein- arsdóttir, Esther Jakobsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Iljördís Eyþórsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir og Guðmundur Sv. Her- mannsson fyrirliði. Norður ♦ Á43 VK72 ♦ 2 ♦ AK8532 Vestur Austur ♦ KD876 ♦ G95 ¥G4 VD83 ♦ DG96 ♦ 8743 ♦ 94 Suður ♦ 102 ♦ G106 V Á10965 ♦ ÁK105 ♦ D7 Björn og Aðalsteinn sátu NS en AV sátu Anna G. ívarsdóttir og Gunnlaug Einarsdóttir. Vestur Norður Austur Suður AGl BE GE AJ 2 spaðar 3 lauf pass 3 hjörtu pass 3 spaðar pass 3 grönd pass 4 hjörtu pass 4 grönd pass 5 lauf pass 6 hjörtu/ Opnun Önnu sýndi 5 spaða og 4-lit í láglit hið minnsta og veik spil. Bjöm sýndi stuðning við hjart- að og góð spil með því að segja lit andstæðinganna áður en hann studdi hjartað og Aðalsteinn sá þá að spilin komu vel saman. Hann spurði um ása og sagði slemmuna ■þegar Björn sagðist eiga engan eða þijá af fímm. Það eru rúmlega helmingslíkur á að slemman vinnist; það em ákveðnir möguleikar á vinningi þótt bæði hjartað og laufíð liggi ekki 3-2. Og í þetta sinn gekk allt upp. Aðalsteinn tók spaðaútspilið með ás, tók ás og kóng í trompi og spilaði síðan laufunum og henti spaða heima. Eini slagur vamar- innar var á hjartadrottningu. Morgunblaðið/Særún Sæmundsdóttir Fá sýningu skólabarna í Barnaskóla Þykkvabæjar. 100 ára skólahaldi í Þykkvabæ fagiiað Hellu. VIÐ skólaslit í Barnaskóla Þykkvabæjar nú í vor var þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að skólahald hófst í Þykkvabæ en Páll Briem, sýslumaður Rangæinga, lét byggja skólastofu í Hábæ í Þykkvabæ og hófst kennsla þar veturinn 1892-93. Nemendur skólans unnu af þessu tilefni verkefni og luku starfinu með sýningu fyrir hreppsbúa þar sem áherslan var lög á að rifja upp gamla tímann og bera saman við nútímann. Tek- in voru viðtöl við eldri borgara, stórátak gert í að safna örnefnum og sett var upp leiksýning í tengsl- um við þjóðsögur. Þá voru til sýn- is gömul leikföng sem fengin voru að láni hjá Þjóðminjasafninu og við hlið þeirra nútíma leikföng til samanburðar. Boðið var upp á kaffi og kleinur og hátíðin þótti takast mjög vel. Bamaskólinn er nú til húsa í nýju skólahúsi sem tekið var í notkun sl. haust. - A.H. IN FUTURA st. 5-11 PU GULLIT PRIMO k st. 31/z-12 GO MADRID JR. ^ st. 28-39 VINCI st. 6-12 RADIANT HIGH JR. st. 30-39 Hagkaupbýður viðsldptavinum sínum frábæra íþróttaskó frártalska fyrirtækinu LÓTTÓ. cvrsta flokks iprottaskór sem margir íþróttamenn í fremstu röð leika í - svo og liðsmenn ÍA, Akranesi og Þórs, Akuneyri. SYN STABI st. 5-0,12 HAGKAUP KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.