Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
+
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
29
Jltargiinftlftfeffe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
S VR hf.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarstjóm mun
leggja fram tillögu um að breyta
rekstrarformi Strætisvagna
Reykjavíkur, þannig að fyrirtæk-
ið verði gert að hlutafélagi.
Samkvæmt þessari tillögu yrði
SVR í raun skipt upp í tvo hluta,
annars vegar Strætisvagna
Reykjavíkur hf. og hins vegar
Stjórnarnefnd um almennings-
samgöngur. Stjórnamefndin
myndi móta almenna stefnu í
samgöngumálum, sjá um sam-
skipti við SVR hf. fyrir hönd
borgarinnar en ekki skipta sér
af daglegum rekstri strætisvagn-
anna.
Þessi áform vom kynnt starfs-
mönnum fyrirtækisins á fundum
nú í vikunni og því lýst yfír að
breytingamar myndu ekki leiða
til uppsagna eða skerðingar á
kjömm núverandi starfsmanna
fyrirtækisins.
Nýja hlutafélagið verður strax
frá upphafí stórt og öflugt fyrir-
tæki. Strætisvagnar Reykjavíkur
em annað stærsta fólksflutninga-
fyrirtæki landsins, næst á eftir
Flugleiðum. SVR rekur 73 stræt-
isvagna og starfsmenn telja um
200. Selur fyrirtækið árlega 7
milljónir ferða.
Fjölmargir íbúar höfuðborgar-
svæðisins, á öllum aldri, treysta
alfarið á þjónustu SVR hvað
varðar ferðir á milli staða í borg-
inni. Allar breytingar á starfsemi
fyrirtækisins hljóta því að vekja
athygli og þess vegna mikilvægt
að þær verði kynntar vel, jafnt
þeim sem starfa hjá fyrirtækinu
og þeiM sem njóta þjónustu þess.
Hefur þegar komið fram að
breytingin í hlutafélag mun ekki
hafa áhrif á almenn fargjöld þar
sem ákvarðanir um hámarksfar-
gjöld verða áfram í höndum
Reykjavíkurborgar, sem og
ákvarðanir um tíðni ferða og
leiðakerfi.
í Morgunblaðinu í gær er haft
eftir Sveini Andra Sveinssyni,
formanni stjórnar SVR, að með
þessum áformum sé verið að
skera á miðstýringu embættis-
manna og afskipti stjórnmála-
manna af daglegum rekstri fyrir •
tækisins. Reykjavíkurborg myndi
hins vegar halda áfram að greiða
með strætisvagnakerfinu eftir
breytingarnar og yrði SVR hf.
fyrst og fremst verktaki fyrir
Reykjavíkurborg og í eigu
Reykjavíkurborgar.
Þó að eðli málsins samkvæmt
sé varla hægt að fara fram á að
almenningssamgöngur séu rekn-
ar án halla, hvað þá með hagn-
aði, ætti tvímælalaust að gera
sömu kröfur tii reksturs þess fyr-
irtækis, sem sér um framkvæmd-
ina, og annarra fyrirtækja. Til
að svo megi verða er hlutafélags-
formið nauðsyn.
Líkt og stjórnarformaðurinn
bendir á yrði þar með skorið á
hin beinu pólitísku afskipti af
rekstri fyrirtækisins og því gert
auðveldara að taka sjálfstæðar
ákvarðanir út frá rekstrarlegum
forsendum.
Þessi breyting er líka í takt
við þá þróun sem á sér stað alls
staðar í kringum okkur. Til að
bæta rekstur og þjónustu opin-
berra fyrirtækja er þeim breytt
í hlutafélög, sem óneitanlega er
það form sem best tryggir að
starfsemi þeirra sé í takt við þær
kröfur sem nútíminn gerir. Þetta
er einnig að gerast hér á landi í
æ ríkara mæli og má nefna sem
dæmi að í vikunni var á Akra-
nesi stofnað hlutafélag um rekst-
ur Sementsverksmiðju ríkisins.
í kjölfar breytingar af þessu
tagi opnast sá möguleiki að hlut-
ir í fyrirtækjunum verði seldir á
almennum markaði. Ekki hefur
enn komið til tals að hlutir í SVR
hf. verði seldir úr eigu Reykjavík-
urborgar. Það er hins vegar kost-
ur sem vel mætti taka til athug-
unar þegar hið nýja hlutafélag
hefur fest sig í sessi. Þó að yfir-
stjórn almenningssamgangna
yrði áfram í höndum Reykjavík-
urborgar er alls ekki óhugsandi
að fyrirtæki í einkaeign sjái um
framkvæmdina. Slíkt fyrirkomu-
lag er þegar við lýði varðandi
strætisvagnasamgöngur við ná-
grannasveitarfélög Reykjavíkur.
Strætisvagnar Reykjavíkur
eru fyrirtæki sem Reykvíkingar
bera sterkar taugar til. Það yrði
eflaust til að ýta sterkari stoðum
undir rekstur fyrirtækisins ef
þeim gæfíst einnig kostur á að
eignast hlut í því.
Erfiðleikar
Majors
Ræðu Normans Lamonts, fyrr-
um ijármálaráðherra Bret-
lands, sem hann flutti í breska
þinginu á miðvikudag, hafði verið
beðið með mikilli eftirvæntingu.
Hefð er fyrir því að breskir ráð-
herrar flytji ræðu eftir að þeir
láta af embætti og skýri þar sína
hlið mála.
Lamont gagnrýndi stjórn
Johns Majors harkalega og sagði
stefnu hennar taka of mikið tillit
til skammsýnissjónarmiða. Sagði
hann stjómina sitja en ekki
stjóma.
íhaldsmenn hafa setið við völd
á Bretlandi undanfarin fjóú-án
ár. Þessa löngu valdasetu má
fyrst og fremst þakka því að
flokkurinn og leiðtogar hans hafa
þorað að taka á málum af festu
jafnvel þó að það hafi kostað
tímabundnar óvinsældir. Bretar
standa nú frammi fyrir gifurleg-
um erfiðleikum, ekki síst í ríkis-
fjármálum.
Þar eins og annars staðar
væri voðinn vís ef skammtíma-
sjónarmið yrðu íátin ráða þegar
kemur að þvf að leysa þann
vanda.
Stjórn Spalar hf. tilbúin
að ráðast í gerð Hval-
fjarðarganga
BMð eigri-
ast göngin
að öllu leyti
eftir 16 ár
STJÓRN Spalar hf. telur að
ekkert sé því til fyrirstöðu að
ráðast í framkvæmdir við Hval-
fjarðargöng. Kemur það fram
í bréfi sem afhent var Halldóri
Blöndal samgönguráðherra í
gær en hann hafði spurst form-
lega fyrir um áform fyrirtækis-
ins. Gert er ráð fyrir því að
ríkið eignist göngin eftir 16 ára
rekstur Spalar hf. á þeim.
Fyrir liggur framkvæmdaáætlun
um undirbúning gangagerðarinnar.
Geri samgönguráðherra eða ríkis-
stjórn ekki athugasemdir við hana
fær Spölur hf. 50 milljóna króna
langtímalán hjá ríkissjóði til að
ljúka við rannsóknir í sumar. Jafn-
framt verður unnið að fjármögnun
þannig að hægt verði að bjóða út
verkið í haust. Framkvæmdir munu
síðan taka tvö og hálft til þijú ár.
Nýjar áætlanir
Samkvæmt nýju áætlununum,
sem meðal annars byggjast á því
að vegtollur af umferð verði í lægra
skattþrepi virðisaukaskatts og að
verkið verði fjármagnað að mestu
með lánsfé, styttist endurgreiðslu-
tími ganganna. Nú er gert ráð fyr-
ir því að það taki 16 ár að greiða
lánin og þá strax afhendi Spölur
hf. ríkinu göngin.
Tímaþröng
Þórhallur Jósefsson, deildarstjóri
í samgönguráðuneytinu, sagðist í
gær búast við því að afstaða ráð-
herra og ríkisstjómar lægi fljótlega
fyrir enda væri málið í tímaþröng
vegna rannsóknanna sem þurfa að
fara fram í sumar.
_
*
Avöxtunarkrafa spariskírteina á Verðbréfaþingi hækkar um allt að 0,3%
Tíð útboð húsnæðisbréfa
talin þrýsta upp vöxtum
TÍÐ útboð Húsnæðisstofnunar á svonefndum húsnæðisbréfum að
undanförnu eru talin eiga þátt í þeirri hækkun raunvaxta sem
kom fram í útboði á spariskírteinum á miðvikudag. Lífeyrissjóðirn-
ir hafa beint fjármagni sínu að talsverðu leyti til kaupa á siíkum
bréfum það sem af er þessu ári. Þetta hefur m.a. valdið deyfð í
eftirspurn eftir húsbréfum sem valdið hefur hækkun ávöxtunar-
kröfunnar og endurspeglaðist það í hækkun á ávöxtun spariskír-
teina. Sömuleiðis hefur verið töluvert framboð af skuldabréfum
sveitarfélaga á markaðnum sem talið er ýta undir þessa þróun.
Verðbréfamiðlarar benda einnig á að hagstæð kjör á skammtíma-
verðbréfum síðustu misseri eigi hér hlut að máli.
Hellulagning við Reykjavíkurhöfn
GATNAFRAMKVÆMDIR við Reykjavíkurhöfn, á gamla bakkastæðinu og við Miðbakkann, ganga samkvæmt
áætlun og verður frágangi á Hvalnum svokallaða, inni á hafnarsvæðinu, lokið í lok þessa mánaðar. Verður
Geirsgata svo opnuð í september þegar öllum framkvæmdum við hana á að vera lokið, að sögn Sigurðar
Skarphéðinssonar gatnamálastjóra.
Húsnæðisstofnun hefur boðið út
húsnæðisbréf hálfsmánaðarlega
meðal lífeyrissjóða og verðbréfafyrir-
tækja að undanförnu en áður voru
slík útboð mánaðarlega. Kaup sjóð-
anna í þessum útboðum dragast frá
kaupskyldu þeirra gagnvart stofnun-
uninni. Það sem af er árinu hafa
verið seld húsnæðisbréf fyrir um 2,3
milljarða í útboðum. Að mati verð-
bréfamiðlara þykir það einnig hafa
aukið þrýstinginn á markaðnum að
Mælingar Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins á fráveituvatni við Reykjavík
Magn PCP meira en vænta mátti
HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reylgavíkur hefur ítrekað lagt það til
við umhverfisráðuneytið að sett verði ný reglugerð um leyfilegt
magn PCP-efnasambanda í varningi sem fluttur er hingað til
lands. Meira magn þessara efna hefur mælst í fráveituvatni við
Reykjavík en vænta mátti, en mælinguna annaðist Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins.
Rannsóknin fór að mestu leyti
fram árið 1991 og skýrsla með nið-
urstöðum hennar kom út { desem-
ber 1992. Ólafur Pétursson hjá
mengunarvarnadeild Heilbrigðis-
eftirlits Reykjavíkur sagði að mælst
hefði talsvert mikið PCP í fráveitu-
vatninu og hefði það komið á óvart.
„Það er í gildi reglugerð hér frá
1988 sem leyfir nokkuð há gildi
PCP. Reglugerðin er meira miðuð
við þá sem umgangast PCP en
umhverfið. Við höfum í tvígang
skrifað heilbrigðis- og umhverfis-
ráðuneytinu og óskað eftir því að
þessi mörk í reglugerðinni verði
lækkuð, en það hefur ekki verið
gert ennþá,“ sagði Ólafur.
Samkvæmt reglugerðinni er
heimilaður innflutningur á vöru
sem inniheldur PCP upp að 0,2%.
Heilbrigðiseftirlitið hefur gert til-
lögu um að mörkin verði 40 sinnum
lægri, eða 0,005%, en það telur að
mörkin ættu í raun að lækka hundr-
aðfalt.
Ólafur sagði að ekki væri vitað
hvemig PCP kæmist í fráveituvatn-
ið, en efnið væri víða að finna í
ýmsum framleiðsluvörum. PCP
gæti hins vegar ekki mælst í frá-
veituvatninu nema það væri I notk-
un einhvers staðar.
Veikir ónæmiskerfið
í skýrslu Guðjóns Atla Auðuns-
sonar hjá Rannsóknarstofnun fisk-
iðnaðárins kemur fram að PCP
samanstendur af 209 mismunandi
efnasamböndum. Þau eru ákaflega
þrávirk og safnast fyrir í fituvefjum
lífvera. Þau veikja ónæmiskerfí og
valda ófijósemi lífvera. Eitraðasta
PCP-efnasambandið er aðeins 10
sinnum minna eitrað en næst
eitraðasta efni sem menn þekkja,
sem er díoxínið 2,3,7,8-TCDD.
PCP var aðeins mælt í fráveitu
við Laugalæk. Styrkur efnasam-
bandanna mældist á bilinu frá því
að vera minni en 0,05 milligrömm
í lítra í að vera 6,6 milligrömm í
lítra.
útboðin fara nú fram degi á undan
útboðum Lánasýslu ríkisins í fyrstu
og fjórðu viku hvers mánaðar.
Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækk-
aði í gær úr 7,46-7,5% í 7,5-7,55%
en til samanburðar má nefna að
krafan var 7,2% að meðaltali í mars-
mánuði. „Það er fyrst og fremst
deyfð í eftirspurn eftir húsbréfum
sem valdið hefur hækkun ávöxtun-
arkröfunnar. Þetta þarf í sjálfu sér
ekki að koma á óvart því í fyrra
náðu vextir lágmarki í apríl og fóru
síðan hækkandi. Ef að líkum lætur
ættu vextir að lækka aftur og
vera orðnir rúmlega 7% í árslok,"
sagði Gunnar Helgi Hálfdánárson,
forstjóri Landsbréfa. Hann sagði
það valda áhyggjum að raunvextir
af skammtímaverðbréfum hefðu
verið viðvarandi mjög háir og ef
til vill óþarflega háir miðað við
það samkeppnisástand sem ríkti
meðal útgefenda. „Spurningin er
sú hvort þetta hafi leitt til þess
að fjármagnið leiti síður inn á
langtímamarkaðinn og stuðli
þannig að hærri vöxtum þar en
þyrftu að vera. Ýmsir hafa haldið
að langtímamarkaðurinn eigi að
vera ákvarðandi fyrir kjör á
skammtímamarkaði. Það má al-
veg eins halda fram hinu gagn-
stæða þar sem útgangspunktur
vaxta í landinu á hveijum tíma
eru vextir ríkisvíxla. Stjórnvöld
þyrftu að athuga hvað sé orsök og
afleiðing í þessu sambandi."
Ávöxtunarkrafa á nýjasta flokki
spariskírteina til 5 ára hækkaði í gær
á Verðbréfaþingi úr 7,05% í 7,35%
í framhaldi af niðurstöðu útboðs
spariskírteina á miðvikudag. Minni
hækkun varð á mörgum eldri flokk-
um og engin hækkun á þeim flokkum
þar sem styst er í innlausn.
Seðlabankinn með 3,2 millj-
arða í spariskírteinum
Seðlabankinn, sem er viðskipta-
vaki spariskírteina, átti um síðustu
áramót 2,8 milljarða í spariskírtein-
um en með sölu skírteina eftir ára-
mótin lækkaði eignin í 1,6 milljarða
í lok febrúar. Frá þeim tíma hefur
bankinn verið að kaupa skírteini og
á nú um 3,2 milljarða.
Eiríkur Guðnason, aðstoðarseðla-
bankastjóri, sagði að með kaupum
Seðlabankans á spariskírteinum að
undanförnu hefði hann haldið niðri
vöxtum á þeim og langtímabréfum
yfirleitt. Hann benti á að ávöxtuna$(r-
krafa skírteinanna hefði verið 7,05%
síðan í mars en á sama tíma hefði
húsbréfaávöxtun farið hækkandi.
Bankinn hefði stutt við markaðinn
en þurft hefði að bregðast við vax-
andi þunga í framboðinu síðustu
daga með því að hækka ávöxtunar-
kröfuna. „Hins vegar höfum við náð
talsverðum árangri á skammtíma-
markaðnum og höldum áfram að
lækka vexti á eftirmarkaði til dæmis
á ríkisbréfum," sagði Eiríkur.
Rekstur Flugleiða fyrstu þrjá mánuði ársins
Afkoman lakari um
tæpar 300 milljónir
HEILDARAFKOMA Flugleiða fyrstu þijá mánuði þessa árs var
um 278 miiyónum kr. lakari en í fyrra. Um 739 milljóna kr. tap
varð af heildarstarfseminni, en tapið I fyrra varð 461 milþ’ón
kr. reiknað á verðlagi þessa árs.
Tap af reglulegri starfsemi fé-
lagsins, þ.e.a.s. rekstri og Tjár-
magnsliðum, varð um 891 milljón
kr. en var um 872 milljónir kr. á
sama tíma í fyrra. Rekstrartap án
ijármagnsliða nam um 594 milljón-
um kr. Velta Flugleiða fyrstu þijá
mánuði ársins var rúmlega '2,2
milljarðar kr. sem er svipað og í
fyrra.
Misvægi gengis og verðlags
í fréttatilkynningu frá Flugleið-
um segir að jafnan sé verulegt tap
á starfseminni fyrstu mánuði árs-
ins. Félagið flytur að jafnaði fjórum
sinnum fleiri farþega í júlí en í febr-
úar. Versnandi afkomu milli
megi að mestu leyti rekja til mis-
vægis gengis og verðlags. Áhrif
gengis og verðlagsbreytinga voru
jákvæð um 148 milljónir kr. fyrstu
þijá mánuði ársins í fyrra en nei-
kvæð um 7 milljónir á sama tíma
á þessu ári.
Eigið fé Flugleiða var um 3,3
milljarðar kr. 31. mars sl. Hlutafé
félagsins er 2.057 milljónir kr.
Heildarskuldir á sama tíma námu
hins vegar 19,7 milljörðum kr. en
bókfært veð eigna 23 milljörðum kr.
Veruleg aukning á ráðstöfunarfé sjóðs Rannsóknarráðs ríkisins
96 verkefni fengn um 175
milljóna kr. styrkveitingn
TÆPLEGA 175 milljónir króna voru veittar úr rannsóknarsjóði
Rannsóknarráðs ríkisins i ár. Umsóknum fjölgaði mikið en alls
voru 96 verkefni styrkt. Flest þeirra eru á sviði tækniþróunar í
fiskvinnslu og fiskeldi en einnig voru mörg rannsóknarverkefni á
sviði líftækni og lyfjaframleiðslu styrkt. Að þessu sinni jókst ráð-
stöfunarfé sjóðsins til muna frá fyrra ári eða um 60% og ennfrem-
ur er ljóst að ráðstöfunarfé sjóðsins verður enn meira á næsta ári
eða um 200 milljónir króna.
í ár voru nýjar starfsreglur við
úthlutun teknar í notkun og var
reynt að styrkja þau verkefni sem
þóttu hafa hagnýtt gildi. Matsnefnd
naut aðstoðar sérfræðinga á hveiju
sviði sem könnuðu gildi verkefn-
anna. Rúmur helmingur þeirra er
nýr af nálinni en hin fá framhalds-
styrki til frekari rannsókna.
Samstarf í styrkveitingum
Vilhjálmur Lúðvíksson fram-
kvæmdastjóri ráðsins benti á að
tekist hefði að útvega mótfjár-
mögnun við sum verkefnanna í
samstarfi við stofnanir og ráðu-
neyti. Framleiðnisjóður landbúnað-
arins og Húsnæðisstofnun ríkisins
styrktu til að mynda átján verkefni
til samans. Þá hefur sjávarútvegs-
ráðuneytið heitið viðbótarframlög-
um til nokkurra verkefna.
Víðtækt Evrópusamstarf
í nánd
Greint var frá því að samfara
gildistöku EES-samningsins muni
hefjast víðtækt samstarf Evrópu-
þjóða sem stuðli að eflingu vísinda.
Aætlunin nefnist EUREKA og er
runnin undan rifjum Evrópubanda-
lagsþjóða. Framlag íslendinga í
þetta samstarf hafði þegar verið
ákveðið en þar sem gildistaka EES
dróst var ákveðið að því framlagi
yrði bætt við 160 milljóna króna
framlag ríkisstjórnarinnar.
Það er mat stjórnenda ráðsins
að geysimörg verkefni séu álitleg
en nokkur þeirra voru sérstaklega
rikisíns a rannsóknasvið 1993
5 10 15 20 25
LANDGRJSKÓGRÆKT
:D
30 millj. kr.
ELDILAXFISKA
\ '
'HMímmnn
FISKVINNSLAISJAVARFANG
FRAMLEIÐSLA LYFJA
LIFTÆKNI
EFNISTÆKNI
FISKVINNSLUTÆKNI
BYGG.STARFSEMI
E
Alls voru veittír styrkir fyrir
175 milljónir króna
kynnt. í einu þeirra starfa Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins og
Skógrækt ríkisins saman að könnun
á sameinda- og frumuerfðafræði
plantna. Vonir standa meðal annars
til þess að hægt verði að fram-
Morgunblaðið/Kristinn
Niðurstöður kynntar
PÉTUR Stefánsson formaður Rannsóknarráðsins og Vilhjálmur Lúð-
víksson framkvæmdasljóri ráðsins kynntu hveijir hefðu hlotið styrki
árið 1993, en alls hlutu 96 verkefni styrki.
kvæma kynbætur á Alaska-lúpínu
á þann hátt að hún geti í ríkari
mæli verið fóður búpenings í land-
inu.
Iðntæknistofnun fékk einnig
styrk til að taka þátt í hönnun sér-
stakrar hitahlífar í vélar en hönnun-
in er þáttur í evrópsku samvinnu-
verkefni. Markmiðið er að búa til
vélar sem þola meiri hita og að
sögn Guðmundar Gunnarssonar hjá
Iðntæknistofnun mun slík vél
minnka orkunotkun og jafnframt
mengun.
Rannsóknarráð ríkisins
____________________ %
Áhersla á hag-
kvæm verkefni
SAMHLIÐA úthlutun styrkja úr rannsóknarsjóði Rannsóknar-
ráðs ríkisins í gær var ný úthlutunarstefna ráðsins kynnt. Að
sögn Péturs Stefánssonar formanns ráðsins er óhjákvæmilegt
að taka tillit til breyttra aðstæðna í efnahagslífi landsins. Þyngri
áhersla verður framvegis lögð á að verkefni, sem styrki hljóta,
beri árangur og séu líkleg til að vera þjóðhagslega hagkvæm.
Það er einkum fullnýting nátt-
úruauðlinda, litlar rannsóknir hjá
fyrirtækjum og lítill hagvöxtur sem
veldur þessum breyttu áherslum.
Ráðið telur að áherslu verði að
leggja á íslenskan raunveruleika og
vaxtarbrodda í atvinnulífi en að
jafnframt verði að huga að mögu-
leikum í alþjóðlegu asamstarfi.
Heildstæð vísindastefna
Ráðið leggur til í fyrsta lagi að
mótuð verði heildstæð vísindastefna
sem oþinberar stofnanir og fyrir-
tæki muni starfa að í sameiningu.
Það bendir á að nauðsynlegt sé að
stjórn efnahagsmála _ sé samofin
mótun vísindastefnu. í annan stað
hvetur ráðið til þess að mannauður
þjóðarinnar verði virkjaður. Sem
dæmi er bráðnauðsynlegt að mati
stjórnarmanna ráðsins að hlutur
fyrirtækja í rannsóknum og þróun-
arstarfi verði aukinn.
Alþjóðlegt samstarf
Loks telur ráðið alþjóðlegt sam-
starf vera lykil að sóknarfærum
fyrir íslenska framleiðslu. Því beri
að efla slíkt samstarf um leið og
hvers konar kynning og skipulegt
mat á árangri í rannsókna- og þró-
unarstarfi er aukið.
Samkvæmt nýjum starfsreglum
ráðsins verður fímmtungi af aflafé
sjóðsins varið til uppbyggingar-
starfs og öflunar upplýsinga.
Meginhluta sjóðsfjár verður aftur á
móti einungis varið til verkefna
með skýr hagræn markmið.