Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Kálfatjarnarkirkja lOOáraaf- mælishátíð Vog-urn KÁLFATJARNARKIRKJA á Vatnsleysuströnd verður 100 ára föstudaginn 11. júní. Þann dag árið 1893 var kirkjan vígð eftir að hafa verið aðeins 14 mánuði í smíðum. Kirkjan hefur fyrr og nú þótt afar glæsilegt hús, einkum hið innra. Hún var teiknuð af Guð- mundi Jakobssyni byggingameist- ara, sem einnig stjórnaði smíðinni. Tréverk er fagurt og stílhreint, svo er einnig um málningu sem er unn- in af Nicolai Sofus Bertelsen mál- arameistara sem er talinn fyrsti íslenski málarameistarinn. Frá árinu 1975 hefur kirkjan verið á varðveisluskrá Þjóðminja- safns íslands og jafnframt verið í endursmíð og viðgerðum í 5 stórum áföngum. Sunnudaginn 13. júní verður haldin afmælishátíð sem jafnframt verður árlegur kirkjudagur safnað- arins og hefst með guðsþjónustu í Kálfatjarnarkirkju kl. 14. Þar mun biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, predika og séra Bragi Friðriks- son prófastur þjóna fyrir altari ásamt séra Bjama Þór Bjarnasyni héraðspresti. Kirkjukór Kálfatjarn- arkirkju syngur undir stjórn Franks Herlufsens organista, auk þess verður einsöngur og hljóðfæraleik- ur. Eftir messu verður boðið til kaffí- drykkju í Stóru-Vogaskóla, þar sem hinar rómuðu kvenfélagskpnur í Fjólu annast veitingar. Þá hefur sóknarnefnd ráðist í útgáfu á veg- legu afmælisriti. - E.G. ----♦ ♦ ♦ Nýr íslenskur tölvuleikur sem á að nota til kennslu í barnaskólum erlendis Búkolla á er- lendan markað HAFIST hefur verið handa við að búa til íslenskan tölvuleik byggð- an á ævintýrinu um Búkollu. Vonast er tii að leikurinn verði notaður til kennslu í barnaskólum í Englandi, Ást.ralíu, Nýja Sjá- landi og Kanada. Fimm Islendingar vinna alla undirbúnings- vinnu, svo sem texta og myndir. Forritið verður skrifað og mark- aðssett af Englendingnum Mike Matson, sem hefur í 10 ár gert svipaða leiki og leiknum um Búkollu er ætlað að vera. Nýlega voru tveir af leikjum hans þýddir yfir á íslensku. Ævintýrið um Búkollu þekkja flestir. Ungur bóndasonur er sendur út af örkinni til að finna einu kú fjölskyldunnar, hana Bú- kollu. Lendir hann í miklum ævin- týrum við að finna hana og koma henni heim. í þessari sögu sér hópur kennara og áhugamanna um tölvur, sem kallar sig Tölvu- vinafélagið, möguleika á að gera góðan kennsluleik um íslenska sögu og íslenska staðhætti. Kennt með tölvum Mike Matson var aðstoðar- skólastjóri í bamaskóla í Englandi áður en hann sneri sér að því að gera tölvuleiki ætlaða til kennslu. Hverjum leik fylgja verkefnablöð og upplýsingar, sem eiga að auð- velda kennaranum notkun leiksins við kennslu. Hugmyndin að baki leikjanna er, er að sögn Mike, að krakkar sjái eitthvað á skjánum, sem veki forvitni þeirra og hvetji þau til að komast sjálf yfir meiri upplýsingar. Garðar Runólfsson hjá Tölvuvinafélaginu segir að þessi notkun á tölvum við kennslu sé þáttur í stefnu, sem félagið aðhyllist; að kenna með tölvum en ekki bara á tölvur. Leikirnir í skóla erlendis Leikurinn um Búkollu verður gerður fyrir tölvur frá Acorn, eins og allir aðrir leikir Mikes. Mike segir að útbreiddustu tölvurnar í skólum í Englandi séu tölvur frá þessu fyrirtæki og mikið af hug- Morgunblaðið/Þorkell Forritari við skjáinn TÖLVULEIKUR um Búkollu er í bígerð. Mike Matson, sem hér sést, hefur í 10 ár búið til leiki, sem aðallega eru ætlaðir til kennslu í grunnskólum. Eitt af næstu verkefnum hans verður að setja saman Ieik eftir forskrift fimm íslendinga um Búkollu. Mike mun einnig markaðssetja hann. búnaði í Englandi sé gerður fyrir þær. Þessar tölvur séu einnig nokkuð útbreiddar í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Kanada og því séu þessi fjögur lönd aðallega inni í myndinni. Félagar í Tölvuvinafélaginu hittast eina helgi á ári til að þýða forrit og tölvubæklinga. Þeir hafa nú nýlokið við að þýða tvo af leikj- um Mikes. Margir skólar á íslandi nota BBC-tölvur, sem eru frá Acom, og því er raunverulegur möguleiki á útbreiðslu hér. Áætl- að er að leikurinn um Búkollu verði tilbúinn eftir ár. 5,5 milljóna bótagreiðslur vegna mistaka við fæðingu SJÚKRAHÚS Suðurlands hefur verið dæmt í Héraðsdómi Suður- lands til að greiða 6 ára dreng og foreldrum hans um 5,5 milljón- ir króna í miska- og skaðabætur vegna mistaka sem urðu við fæð- ingu drengsins á sjúkrahúsinu í ágúst 1986. Dómurinn byggist á því að orsakasamband sé milli þess að ekki hafi verið rétt staðið að fæðingu drengsins á sjúkrahúsinu og þess að hann hlaut heila- skaða sem leitt hefur til þess að mælanlegur þroski drengsins jafn- gildir nú þroska 2-5 mánaða gamals barns og útilokað er talið að breyting verði þar á í framtíðinni. í dóminum kemur fram að Læknaráð hafi fjallað um málið að tilhlutan landlæknis, en þangað sneru foreldrarnir sér. Læknaráð var sammála um að ekki hafi verið tilhlýðilega staðið að fæðingunni. BSRB gefur út bindi um einkavæðing’u BSRB hefur gefið út bækling, Með einkavæðingu er stefnt að því að umbylta samfélaginu, og er um að ræða þýðingu á erindi sem Mike Waghome, starfsmaður Alþjóða- sambands opinberra starfsmanna, hélt á fundi á vegum BSRB í Átt- hagasal Hótel Sögu 18. nóvember sl. (Fréttatilkynning) í niðurstöðum dómsins segir að lok meðgöngu og fæðing móður- innar hafí verið áhættusöm vegna hækkaðs blóðþrýstings, bjúgs og líkamsþyngdar, sem krafíst hafi aukins eftirlits af hálfu lækna en Magdalena Schram blaðakona látin MAGDALENA Schram, blaða- kona, lézt á Landakotsspítala í fyrrakvöld, 9. júní, 44 ára að aldri. Magdalena var fædd í Reykjavík 11. ágúst 1948, dóttir hjónanna Aldísar Þorbjargar Brynjólfsdóttur og Björgvins Schram. Magdalena Iauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og BA-prófi í sögu og heimspeki frá University of Lancaster í Eng- landi 1971. Heimkomin lagði hún stund á blaðamennsku við dagblöð og tíma- rit, ritstýrði meðal annars 19. júní og var ein af stofnendum kvenna- blaðsins Veru og sat í ritstjórn þess í mörg ár. Hún var umsjónarmaður sjónvarpsþátta, flutti pistla í útvarp og fleira. Magdalena var virk í kvenfrelsis- og mannréttindabaráttu hvers kon- ar og gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum í þágu kvennahreyfingar- innar. Hún var meðal annars vara- borgarfulltrúi Kvennaframboðsins 1982 til 1986 og sat fyrir hönd Kvennalistans í útvarpsráði frá i, 1987 til dauðadags. Hún rak ásamt manni sínum, Herði Erlingssyni, ferðaskrifstofu um árabil. Magdalena lætur eftir sig maka sinn, Hörð, og þijár dætur, Höllu, Katrínu og Guðrúnu. það hafi brugðist. „Af framlögðum gögnum verður ekki annað ráðið én að [konan] hafi einungis verið skoðuð einu sinni af lækni, fjórum dögum áður en gangsetning var ákveðin. Yfirlækni bar að gefa nákvæm fyrirmæli um hvernig staðið skyldi að fæðingunni, áður en hann yfirgaf spítalann, þar á meðal á hvaða stigi leitað skyldi til hans, eða annarra, sem hæfir voru til að grípa inn í fæðinguna. Slík fyrirmæli komu ekki fram . .. Gott eftirlit og markviss ákvarðanataka gat skipt höfuð- máli um framgang fæðingarinnar. Við áhættusama fæðingu eins og hér var um að ræða var ófullnægj- andi það fyrirkomulag að sækja þurfti aðstoð um langan veg, væri hennar þörf... verður að telja, að ekki hafi verið rétt staðið að fæðingu drengsins [. . .], einkum að því er varðar öryggisráðstafanir og ákvarðanatöku.. Af læknis- fræðilegum gögnum málsins kem- ur ekki fram svo öruggt sé, hvenær skaði sá sem olli örorku [. ..] hafi orðið, fyrir, í, eða eftir fæðingu. Sömu gögn benda hins vegar til þess, að orsakasamband geti verið milli þess, sem úrskeiðis fór og heilaskaða drengsins. Sönnunar- reglur leiða til þess að [Sjúkrahús Suðurlands] beri halla af óvissu í þessum efnum. Óskipt skaðabóta- ábyrgð á tjóni stefnenda verður því lögð á stefnda, Sjúkrahús Suðurlands, í máli þessu.“ Bótakröfur foreldra vegna miska drengsins, eigin miska og kostnaðar við umönnun drengsins námu alls 21,3 milljónum króna en í dóminum voru alls samþykkt- ar kröfur að fjárhæð 5.456.655 krónur, m.a. að teknu tilliti til bóta- réttar úr almannatryggingum, að því er fram kemur í dóminum. Dóminn kváðu upp Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari og meðdómsmennirnir Jón Þorgeir Hallgrímsson yfirlæknir og Arnar Hauksson yfirlæknir, sérfræðingur í kvensjúkdómum. Erlendur Garðarsson markaðsstjóri Lambakjötið á mikla möguleika Hvammstanga. Á FUNDI um stöðu og horfur sauðfjárræktar sem landbúnaðarráðu- neytið og Búnaðarsamband Vestur-Húnvetninga stóðu fyrir á Hvammstanga í dag kom fram athyglisverð umræða um möguleika á markaðssetningu íslensks lambakjöts erlendis. Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra, setti fundinn, en alls voru tólf frummælendur og var allt sviðið spannað, frá framleiðendum, afurða- og vinnslustöðvum til neytenda. Fram kom í máli margra að sterk- ari markaðsstaða lambakjöts er mikilvægasta mál sauðfjárbænda og nánast eina vonin til að byggð hald- ist í fjöimörgum sveitum landsins. Fram kom að bændur hafa hagrætt verulega í rekstri, en augu þeirra beinist nú að milliliðum, sláturhúsum og verslunum, og er gerð þar krafa um hagræðingu og sparnað þannig að verðlækkunin komi til neytenda. Ullargæði aukast og skinnaiðnaður- inn leitar leiða til að greiða heims- markaðsverð fyrir hráefnið. Jón Viðar Jónmundsson, ráðu- nautur BÍ, sagði íslenska sauðfjár- rækt hafa vakið mikla athygli er- lendis, einkum rannsóknir og rækt- unarstörf. Brynjólfur Sandholt, yfir- dýralæknir, sagði staðreynd, að mið- að við alþjóðlega staðla væri íslenska lambakjötið nánast hreint, þ.e. laust við aðskotaefni, lyf og sýkla. í mark- aðssetningu, sem sérstaka hollustu- vöru, væri þetta lykilatriði. Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, sagði lambakjötsneyslu vera vaxandi í nokkrum nágrannalöndum, svo sem Bretlandi og Þýskalandi, og væru það góðar fréttir fyrir sauðfjárbænd- ur á íslandi. Erlendur Garðarsson, markaðs- stjóri, sagði frá undirbúningsvinnu sinni til að markaðssetja kjötið sem sérstaka gæðavöru, bæði hvað varð- ar bragð og hreinleika. Taldi hann að gefa þyrfti þessu verkefni nokkur ár til úrvinnslu en ljóst væri þó að aðstæður í sauðfjárbúskap ýttu mjög á eftir. Sagði hann frá væntaniegu samstarfí við hollenskt fyrirtæki, sem hefði þróað sérstaka gerð steik- ingarofna fyrir hótel og veitingahús. Ofnarnir steiktu lambaskrokka í heilu lagi og sérstakt markaðsátak yrði gert, þar sem kaupendum byð- ust góð kjör á ofnunum, gegn bind- andi samningi um kaup á íslensku lambakjöti til lengri tíma. Fundinn sóttu á þriðja hundrað manns úr nágrannabyggðum og allt frá Þingeyjarsýslum til Suðurlands. - Karl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.