Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Ertu svona kona? er samin af Auði Bjarnadóttur við tónlist eftir Hákon Leifsson. Listahátíð í Hafnarfirði Tónlist Svöluleikhúsinu boðið að sýna í Bonn og Kuopio SVÖLULEIKHUSINU hefur verið boðið á tvær erlendar listahátíðir nú í júní, dans- og tónlistarhátíðina í Kuopio í Finnlandi og Reykja- víkurdaga í Bonn, Þýskalandi. Flokkurinn fer með sýningu sem ber yfírskriftina „Ertu svona kona?“, en hún var sýnd á Listahátíð í Reykjavík í fyrra og er samsett af tveimur sjálfstæðum einþáttung- um. Annar einþáttungurinn ber heiti sýningarinnar „Ertu svona kona?“ en hinn heitir „Andinn í rólunni". Sýningin er samin af Auði Bjarnadóttur við tónlist eftir Hákon Leifsson. Sýningin er samvinnu- verkefni við Þjóðleikhúsið. Hópurinn sýnir verkið „Andinn í rólunni" í Kuopio, sem er ljóðrænt verk um minningar gamallar konu sem sækja á hana á síðasta degi lífs síns, sumar ljúfar, aðrar sárari. Herdís Þorvaldsdóttir dansar þar á móti Auði Bjamadóttur. Listahátíð- in í Kuopio er ein virtasta dans- hátíð í Evrópu. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á norræna danslist og varð sýning Svöiuleik- hússins fyrir valinu af hálfu íslands. Á hátíðinni koma fram margir af þekktustu „dans-prelátum“ Skandinavíu, þar á meðal Jorma Utonen sem er íslendingum að góðu kunnur frá því á Listahátíð í fyrra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Auður dansar í Kuopio, því árið 1979 tók hún þátt í keppni ungra dansara þar í borg og hlaut fyrstu verðlaun. Eftir hátíðina í Kuopio er för Svöluleikhússins heitið til Bonn þar sem hópurinn sýnir auk „Andans í rólunni" sólo-dansverkið „Ertu svona kona?“ á svokölluðum Reykjavíkurdögum þar í borg. Einþáttungurinn „Ertu svona kona?“ íjallar um drauma og vænt- ingar ungrar konu í leit að sjálfs- mynd. Sýningin þótti eftirtektar- verður leikhúsviðburður, því þar mættust í senn, dans, leikur, tónlist og myndlist. í sýningunum báðum annast Björn Bergsteinn Guð- mundsson ljósahönnun, en Elín Edda Árnadóttir sá um sviðs- og búningahönnun. Dönsk doktorsritgerð um íslendingasögurnar Sögnrnar eru sann leikur á sinn hátt Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. í NÝRRI bók um íslendingasög- urnar freistar höfundurinn Preb- en Meulengracht Sörensen þess að varpa ljósi á hugarheim ís- lendingasagna með því að gera sérstaklega grein fyrir tilurð þeirra annars vegar og hugtak- inu virðingu hins vegar. Preben Meulengracht Sörensen kennir við Árósaháskóla, en tekur í haust við prófessorsembætti við Þjóðarbókhlaðan fær leik- bókmenntasafn Lárusar Sigurbjömssonar að gjöf MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur veitt viðtöku gjafabréfi til Þjóð- arbókhlöðunnar frá börnum Lárusar heitins Sigurbjörnssonar, rithöf- undar, fyrrum skjala- og minjavarðar Reykjavíkurborgar. í bréfinu, sem dagsett er á nítugasta afmælisdegi Lárusar 22. maí 1993, lýsa systkinin Árni Ól. Lárusson, Valgerður Lárusdóttir, Kirstín G. Lárus- dóttir, Ólafía L. Lárusdóttir og Guðrún H. Lárusdóttir yfir því að þau færi Þjóðarbókhlöðunni að gjöf leikbókmenntasafn föður síns. í greinargerð sem fylgir segir m.a. á þessa leið: „Lárus Sigurbjömsson lét eftir sig sérstætt og einstakt safn leik- og leikhúsbóka, handrita, leikskráa, úrklippa og fleira tengt leiklist. Yfir- lit yfir safnið er að fínna í meðfylgj- andi bókaskrá, er telur 20 blaðsíður undir yfirskriftinni: „Bókasafn Lár- usar Sigurbjömssonar, skrá dags. í maí 1993.“ Hugur Lárusar Sigurbjömssonar stóð til þess, að leikbókmenntasafn þetta yrði aðgengilegt á einum stað þeim, sem áhuga kynnu að hafa til að nýta sér það í fróðleiksskyni, til úrvinnslu, söguritunar og hvers kon- ar annarra nota, sem gagnast gæti áhugafólki um leiklist í víðustum skilningi. Hann vann að þessari hugsjón sinni síðustu æviárin, m.a.a með því að flokka og skrásetja safn- ið og búa því húsnæði, þar sem hann gæti sjálfur leiðbeint áhuga- fólki í efnisöflun úr safni sínu. Þá vann hann að skrásetningu á vísi að leiklistarsögu íslands, en safnið hefur einmitt að geyma einstakt safn leiksráa, sem út hafa verið gefnar á íslandi. Honum var um- hugað um að safnið væri aðgengi- legt notendum um leið og þess væri gott, að það dreifðist ekki með út- lánum eða skiptist upp í smærri ein- ingar. Lárusi entist ekki ævi til að láta þennan draum sinn rætast. Hins vegar hillir nú undir að draumur þessi eða hugsýn, sem hann oftlega tjáði sig um, verði að veruleika. Þessi hugsýn Lárusar er Þjóðarbók- hlaðan, með sameiningu Lands- bókasafns og Háskólabókasafns og annarra sérsafna, aðgengileg og í viðeigandi húsnæði. Á slíkum stað taldi hann safni sínu best komið, bæði til varðveislu, umhirðu og að- gengi fyrir þá, sem þess óskuðu. Auk þess, og ekki síst, til að mynda þann grunn, sem til þarf til að byggja upp gott íslenskt leikbók- menntasafn." Lárus Sigurbjörnsson lést 5. ág- úst 1974. Hann var einn af braut- ryðjendum íslenskrar leiklistar á þessari öld. Starf hans á þeim vett- vangi mun bera ávöxt um langa framtíð, ekki síst með þeim hætti, að leikbókmenntastarf hans verður ómetanleg stoð öllum þeim sem leggja rækt við þennan þátt ís- lenskrar menningarsögu. Óslóarháskóla. Ritgerð- ina varði hann við Árósaháskóla í siðustu viku. Ritgerðin heitir „Fortælling og ære. Studier i Islendingesaga- erne“ og er gefin út af háskólaforlaginu í Árós- um. í samtali við Morgun- blaðið sagði Preben Meu- lengracht Sörensen að til- gangur sinn með bókinni væri að reyna að gera sögurnar aðgengilegri og hún væri framlag sitt til lausnar á hefðbundnum vandamálum varðandi ís- lendingasögurnar, eins og hvort lífsskoðun þeirra væri kristin eða heiðin og hvort þær væru afrakstur munnlegra frásagna eða skrifaðar bókmenntir. Nútímalesendur gætu að sjálfsögðu ekki vitað hvetjum skilningi þær voru skildar á sínum tima, en hægt væri að leita svars við hvers vegna þær voru skrifaðar og nálgast skilning þeirra á þann hátt. Preben Meulengracht Sörensen sagðist líta svo á að íslendingasög- uraar væru skrifaðar niður sem sannar frásagnir, þó sannleikshug- tak 13. aldar væri vitaskuld annað en okkar. Hugtakið „virðing" væri lykilhugtak til skilnings á sögunum, ekki af því að þær fjölluðu um það, heldur væri það grunnþáttur í gild- ismati Sturlungaaldarinnar. Hug- takið einkenndi íslenskt samfélag á þessum tíma og yrði að skiljast í samhengi við þjóðfélag, þar sem ekki var neinn kóngur. Frelsi manna einkenndist af því sem í Grágás kallaðst „mannhelgi" og hver maður varð að veija, svo nú- tímahugmyndir um frelsi væru ólík- ar J)ví. I bókinni er einnig komið inn á hefðbundið vandamál sagnanna, Preben Meulengracht Sörensen sumsé munnlega geymd og ritun. Preben Meulengracht Sörensen sagðist álíta að frásagnarlegt yfir- bragð væri hluti af áhrifamætti þeirra, en það væri þróaður stíll eins og Sigurður Nordal og Jónas Kristjánsson hefðu bent á, en væri ekki sprottinn beint úr munnlegri geymd. í sögunum væri dreginn upp heill heimur, sem hefði verkað mjög raunverulegur allt fram á þessa öld, meðal annars vegna sagnastíls- ins. Preben Meulengracht Sörensen hefur skrifað margar greinar um íslensk efni, meðal annars í Skími. Af bókum hans má nefna „Saga og samfund" 1977 og „Norrönt nid“ 1980. í haust tekur hann við pró- fessorsembætti í norrænni texta- fræði í Ósló eftir Eyvind Fjeld Hal- vorsen. ingi, en Bryndís Halla skilaði því svo að oft sýndust mörg sverð á lofti í einu. „La nuit presque", fyrir klarínett og strokkvartett, er eftir ungan Fransmann, Thi- erry Blondeau, mjög forvitnilegt verk og lofar góðu frá þessum höfundi. Strengjakvartett nr. 7 eftir Dimitry Shostakovich, skrif- aður í minningu fyrri konu höf- undar, var þó kannske kóróna kvöldsins. Þessa fjóra þætti kvart- ettsins, sem lýsa húmor eða gleði, söknuði, ofsa og í lokin ljóðrænu, lék hópurinn afburða vel. Hér var um flutning að ræða, sem hægt er að bjóða hvar sem er og von- andi verður framhald á samstarfi þessa ágæta listafólks. Ragnar Björnsson Þegar inn í sal Hafnarborgar kom var það fyrsta sem maður rak augun í, að stólunum var rað- að upp þvers á salinn, ekki langs eins og verið hefur. Hvers vegna ekki? Hvers vegna ekki að prófa eitthvað nýtt? Salurinn hefur hvort eð er ekki alltaf skilað vel því sem boðið hefur verið upp á og viti menn, kannski er þetta einmitt lausnin, að spila þvert á salinn, ekki langs, a.m.k. var svör- un salarins í kvöld mjög góð. Þijú stykki fyrir strengjakvartett, inn- byrðis mjög ólík, eftir Stravinsky var upptakturinn að, má ég segja, óvenjulegum tónleikum. Hér var hver nóta vandlega unnin, enda frábær tónlistarmaður í hveiju rúmi. Fiðluleikarar Auður Haf- steinsdóttir og Zibigniev Dubik, á víóluna Guðmundur Hafsteinsson og Bryndís Halla Gylfadóttir á sellóið. Andstæðunum í þessum þremur stykkjum Stravinskys náðu þau fram mjög sannfærandi. Snorri Sigfús Birgisson og Guðni Franzson fluttu Elegi eftir Witold Szalonek, pólskur, fæddur 1927. Verkið er skrifað í minningu um látinn vin tónskáldsins. Þrátt fyrir að vel væri flutt af þeim félögum varð minningin nokkuð langdregin, a.m.k. fyrir þá sem Caput hópurinn ekki þekktu til. Áhugaverðir hlut- ir hætta að verða áhugaverðir ef þeir eru endurteknir of oft. Al. Skriabins „Vers la Flamme", fyrir píanó, er byggt á örstuttu mótívi, sem vefur sig upp styrkleikastig- ann og er, þrátt fyrir einfaldleik- ann, töluvert stemmningsríkt og því skilaði Snorri Sigfús vel. „Actio“ eftir Atla Ingólfsson, samið fyrir selló eitt sér, á að lýsa látbragði ræðumanns og samið sérstaklega að beiðni Listahátíðar í Hafnarfirði. Verkið er verulega fyndið og auðvelt er að sjá fyrir sér ræðumanninn sem vissi í raun og veru aldrei um hvað hann var að tala og skildi því ekkert eftir. Actio er áreiðanlega erfitt i flutn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.