Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
53
(
(
(
(
(
<
i
(
<
(
(
(
(
(
f
Lýðréttíndi fótum troðin
Frá Aðalheiði Jónsdóttur:
Hefir virðingu Alþingis nokkum
tíma verið misboðið jafn. átakanlega
og á síðasta þingi, þegar gengið
var til atkvæða um EES-samning-
inn, sem þingmenn hljóta að hafa
vitað að ekki var hægt að sam-
þykkja nema svíkja gefin dreng-
skaparheit? - Þeir hafa að sjálf-
sögðu vitað að óhætt var að trúa
orðum þeirra virtu prófessora í
stjórnarfarsrétti og þjóðarrétti sem
sögðu að samningurinn stæðist ekki
íslensku stjómarskrána... Er ekki
fullveldi þjóðarinnar verðmætara
en svo að hægt sé að gera það að
markaðsvöru?
Margir hygg ég að óttist að þetta
geti haft hörmulegar afleiðingar
fyrir land og þjóð... Og er nokkur
afsökun til fyrir því að leyfa ekki
þjóðaratkvæðagreiðslu, sem marg-
sinnis var farið fram á? Ég hygg
að fyrir því sé enga afsökun hægt
að finna. Og er þetta ekki vítavert
gagnvart komandi kynslóðum?
Hafa núverandi valdhafar leyfi til
að versla með þessa arfleifð þeirra
sem koma til með að byggja þetta
land? - Þeir tóku við fijálsu full-
valda ríki og það er óafsakanlegt
ef þeir gera eitthvað sem skerðir
fullveldi komandi kynslóða. Þetta
vesalings fólk þarf að reyna að
skilja að það hefur ekkert leyfi til
slíks. Fullveldi þjóðarinnar er ekki
þeirra eign, sem það getur ráðskast
með og lagt undir í áhættusömum
skollaleik. Og naumast er hægt að
trúa því að nokkur geri slíkt alls-
gáður og ef menn haga sér eins
og þeir séu alls ekki gáðir sýnist
varla önnur leið fær en að láta þá
segja af sér, ef þeir gera það ekki
sjálfviljugir.
Valdhafar á villigötum
Þó að þetta hefði verið góður
samningur, þá er ljóst að lýðrétt-
indi vom fótumtroðin og það er
alvarlegt mál. Þetta fólk heldur
kannski að það sé hafíð yfír alla
gagnrýni en það er mikill misskiln-
ingur... Á íslandi eru engar heilag-
ar kýr, sem betur fer og ekki hefur
heyrst að málfrelsi hafí ennþá verið
afnumið.
Alþingi fékk ekki umboð frá þjóð-
inni til að versla með fullveldið og
ýmsir þingmenn, sem samþykktu
lögin um EES-samninginn lofuðu
þjóðinni því tveimur dögum fyrir
kosningar, að ef þeir næðu kjöri
skyldu þeir ekki gera slíkt. - Og
þar sem nær helmingur þingsins
var andvígur samningnum og.lagði
fram tillögu um þjóðaratkvæða-
greiðslUj sýnist mér fátt afsaka, að
forseti Islands skyldi hundsa vilja
þjóðarinnar í þessu örlagaríka
máli... .Það er dapurlegt ef fólk í
ábyrgðarmestu embættum þjóðar-
innar skilur ekki hlutverk sitt.
Drengskaparheit aðeins í orði
En ég trúi því að enn sé hægt
að hnekkja þessum samningi. Eg
trúi orðum þeirra manna sem sagt
hafa að samningurinn bijóti gegn
stjórnarskránni. Þó að þetta fólk
taki ekki drengskaparheit hátíð-
lega, trúi ég því að lög sem bijóta
gegn stjórnarskránni í slíku stór-
máli, séu ómerk og að engu haf-
andi... Að samþykkja slík lög og
þykjast um leið vera að efna dreng-
skaparheit við þjóðina og gæta sam-
einingarhlutverksins sýnist mér
ótrúlegur skortur á réttlætiskennd
svo ekki sé meira sagt... En hvað
varðar sameiningarhlutverkið, vil
ég þá vona, að það sameini þjóðina
í að fordæma öll þessi yinnubrögð.
Hvort hefír forseti íslands vald
sitt frá þjóðinni eða sitjandi ríkis-
stjórn?... Hvort ber honum að hlusta
á raddir umbjóðenda sinna og hafa
í heiðri lýðræðisleg vinnubrögð eða
lúta vilja ríkisstjórnar, sem knýr
fram slíkan samning með vald-
níðslu?
Þessi gjörningur gleymist ekki
Til eru lög og réttarreglur, sem
gilda milli menningarþjóða og til
er alþjóðamannréttindadómstóll,
sem margir einstaklingar hafa skot-
ið máli sínu til, ef þeir hafa fengið
rangláta dóma og fengið leiðrétting
sinna mála. - En stendur þjóð sem
stjómvöld hafa framið á mannrétt-
indabrot uppi varnarlaus? Ekki
mundi þýða að vísa þessu máli til
Hæstaréttar íslands, það eitt er
víst. - En samt verður þjóðin að
beijast fyrir rétti sínum og kom-
andi kynslóða.
íslendingar þurftu að líða margra
alda kúgun og ánauð áður en full-
veldi var náð. Og þegar Alþingi
ákvað sambandsslitin við Dani,
ákvað það einnig að þjóðaratkvæða-
greiðsla skyldi fara fram um málið.
Og það var einróma ósk þjóðarinnar
að vera fijáls og fullvalda.
En nú ákveður ríkisstjórnin og
forseti lýðveldisins að taka ekkert
tillit til þjóðarvilja... Það verður
ógleymanlegt í Islandssögunni. -
Aldrei hefír heyrst að sagan minn-
ist með virðingu þeirra manna, sem
brugðist hafa þjóð sinni. Það mega
þeir hugleiða, sem slíkt hafa gert.
Aðalheiður Jónsdóttir
Kaplaslgólsvegi 55, Reykjavík
VELVAKANDI
RUSLAHAUGUR A
FRÍKIRKJUVEGI
Auður Guðmundsdóttir hringdi
og sagðist búa í næsta nágrenni
Fríkirkjuvegar 11 og Hallar-
garðsins. „Ég hefði gaman af
að vita hvað ég þarf að horfa
lengi upp á svartan ruslahaug-
inn á túninu þama, á sama tíma
og almenningur má búast við
sektum ef hann stendur sjálfur
fyrir ruslasöfnun á eigin lóðum.
Þetta er víst „listaverk" eftir
erlendan Iistamann, en í mínum
augum er þetta ekki annað en
mengun. Það leggur af þessu
reyk í tíma og ótíma og barna-
börnin mín hafa verið að eyði-
leggja fötin sín á því að snerta
þennan ófögnuð. Vonandi er
stutt í að þetta verði fjarlægt,"
sagði Auður.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Gullarmband glataðist
GULLARMBAND af Bismark
gerð, sem eiganda var afar kært,
tapaðist á þriðjudaginn var. Það
gæti hafa týnst í Kringlunni, á
Geirsnefi eða við verslunarmið-
stöðina Glæsibæ. Finnandi er
góðfúslega beðinn um að setja
sig í samband við Arnbjörgu í
síma 814200 eða 650864 eftir
klukkan 21. Góðum fundarlaun-
um er heitið.
Levis gallajakki tapaðist
BLÁR merktur Leviá gallajakki
tapaðist á lúðrasveitamóti í
Hafnarfírði helgina 5.- 6. júní
sl. Einnig er lýst eftir hjólkopp-
um sem stolið af Saab bifreið
um miðjan maí í Breiðholti.
Finnandi hvors um sig er beðinn
að hringja í síma 76026 um
daginn en 74492 á kvöldin.
Húslyklar töpuðust
HÚSLYKLAR töpuðustu í síð-
ustu viku, þeir hanga saman
fímm á leðurkippu með bók-
stafnum S. Ef einhver hefur
fundið þá, þá vinsamlega hring-
ið í síma 39901.
Hjól tapaðist
BLÁTT Muddy Fox fjallahjól
með svörtum doppum hvarf frá
Víðimel aðfaranótt sunnudagins
29. maí s.l. Hafí einhver orðið
hjólsins var er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma 16757.
GÆLUDÝR
Mallý týndist
MALLÝ sem er ung læða hvarf
að kvöldi 31. maí frá Hjalta-
bakka. Hún er svört en háls og
loppur eru hvítar. Hún er jafn-
framt eyrnamerkt: R 2126. Þeir
sem kynnu að hafa séð hana til
að mynda í efra eða neðra Breið-
holti eru beðnir að hafa samband
við Björku á kvöldin í síma
677058.
Högni leitar að
“fósturforeldrum“
ÞESSI ungi, greindi og góðlyndi
högni leitar að góðum “fóstur-
foreldrum". Hafíð samband við
Önnu í síma 22906.
LEIÐRÉTTING
Heimilisfang vantaði að hluta í
pennavinatilkynningu í blaðinu í
gær. Bandarískur læknir, sem gat
ekki um aldur en á móður sem er
af íslensku bergi brotin og vill skrif-
ast á við ungar konur:
Robert G. Manolakas,
3715 Dauphin Street,
Building 2, 7th floor,
Mobile,
Alabama 36608,
U.S.A.
LTW
Vinningstölur miðvikudaginn:[
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n63,6 1 (á ísl. 0) 87.440.000,-
2 .HfH 0 1.991.684,-
11 84.225,-
EJ 4af6 699 2.108,-
3 af 6 Cí+bónus 2.677 236,-
BÓNUSTÖLUR
Heildarupphæó þessa viku
92.463.423,-
á ísi.: 5.023.423,-
UPPLVSINGAR. SlMSVARI 91 - 68 15 11
LUKKULINA 99 10 00 ■ TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIBVARA UM PRENTVILLUR
Núer
Vertu með
- draumurinn gæti orðið að veruleika !
GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF