Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JLINÍ 1993
37
Sj ómannadagur-
inn á Tálknafirði
Tálknafírði.
HALDIÐ var upp á sjómannadaginn í blíðskaparveðri á Tálkna-
firði. Björgunarsveitin Tálkni sá um að skipuleggja hátiðardagskrá
og hefur hún gert það um árabil.
Dagskráin hófst með guðsþjón-
ustu undir berum himni við höfnina
en sr. Karl Matthíasson, sóknar-
prestur, predikaði. Að lokinni at-
höfninni var boðið til skemmtisigl-
ingar um fjörðinn á Tálknfirðingi
BA 325 og boðið var upp á kaffi
og veitingar á meðan á siglingu
stóð.
Eftir hádegi fjölmenntu síðan
bæjarbúar til frekari skemmtunar
og tóku bæði ungir og aldnir þátt
í hinum ýmsu leikjum sem efnt var
til. Það má nefna pokahlaup, reip-
tog o.m.fl. í sundlauginni öttu sjó-
menn kappi í flotgallasundi, kodda-
slag og ýmsu öðru. í lokin fengu
síðan bæjarbúar að njóta baksturs
kvenfélagskvenna í Hörpu en þær
sáu um kökuhlaðborð í tilefni dags-
ins.
- Helga.
Umhverfiskoðun-
Frá hátíðarhöldunum á Tálknafirði.
Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir
i arferð í Krýsuvík
FARIN verður umhverfiskoðunarferð í Krýsuvík laugardaginn 12.
júní nk. Þar, við bæjardyr höfuðborgarssvæðisins, er margt forvitni-
legt að sjá af góðum og illum gerðum mannsins við náttúruna, áhrif-
um náttúrunnar á mannanna verk og eyðingaröfl hennar sjálfrar.
Sérstök áhersla verður lögð á uppblástur Krýsuvíkurheiði, undir
Ieiðsögn Guðrúnar Gísladóttur, landfræðings, sem hefur rannsakað
uppblásturinn þar.
Auk þess verður litið á málar-,
bólstraberg- og gjallnám, gömlu
brennisteinsnámurnar og göngu-
stíga í Seltúni, bæjartottir í Gömlu-
Krýsuvík, ummerki um Fomu-
Krýsuvík, þar sem hún lenti undir
hrauni í Húshólmanum, afleiðingar
hrossabeitar í Lambafellunum og á
Austur-Engjum og sitthvað fleira.
Fararstjórar verða Freysteinn Sig-
urðsson og Guttormur Sigbjarnar-
son.
Lagt verður upp frá Umferðarm-
iðstöðinni kl. 9, en stefnt er að
endurkomu um kl. 18. Komið verð-
ur við á ýmsum stöðum á suður-
leið, en hádegishlé verður gert í
Gömlu-Krýsuvík eða þar í grennd.
Eftir það verður gengið niður í
Húshólma, út á Krýsuvíkurberg og
upp um Krýsuvíkurheiði. Á heim-
leiðinni eftir kaffí verður komið við
á fleiri stöðum. Gjald fýrir ferðina
er 1.800 kr. Þátttaka í ferðinni er
öllum opin, en skráning fer fram
við brottför. Venjulegir gönguskór
eiga að duga, en ekki sakar að
hafa með stígvél. Minnt er á að
hafa með sér nesti, því að lystar-
auki verður af gönguferðunum í
förinni, en það á heldur enginn að
þurfa að fara sér að voða í svona
ferð. Frekarj upplýsingar má fá á
skrifstofu HÍN á Hlemmi 3 (í húsa-
kynnum Náttúrufræðistofnunar).
(Fréttatilkynning)
Safnaðarferð á veg-
um Grensáskirkju
FARIÐ verður í safnaðarferð nk. sunnudag 13. júní um Hvalfjörð,
Svínadal og verið við guðsþjónustu í Saurbæjarkirkju.
Brottför verður frá Grensás-
kirkju við Háaleitisbraut kl. 10.
Áætlað er að koma til Ferstiklu
rúmlega ellefu og stoppað þar smá-
stund. Síðan verður farin hringferð
um Svínadalinn og sveitin skoðuð.
Hádegisverður, sem kvenfélags-
konur Saurbæjarkirkju annast
verður snæddur kl. 12.30 í Félags-
heimiiinu Hlöðum. Þá verður haldið
að Saurbæ og tekið þátt í guðsþjón-
ustu sem sr. Jón Einarsson, prófast-
ur og sr. Gylfí Jónsson annast, en
auk þess mun sr. Jón segja frá kirkj-
unni og sr. Hallgrími Péturssyni,
sálmaskáldi.
Lagt verður af stað heim eftir
guðsþjónustuna og áætlað að koma
til Reykjavíkur kl. 16. Fargjald er
1500 kr. og er allt innifalið.
(Fréttatilkynning)
Honda er auðveldur í
endursölu og heldur sér
vel í verði. Hugleiddu það,
nema þú sért að kaupa
þér bíl til Ufstíðar.
Það er mikill munur á því hversu
vel bílar halda sér í verði. Munurinn
á endursöluverði ársgamallrar
Honda og annarra bíla getur verið
töluverður. Að ári liðnu getur
1 Honda verið allt að 25% verðmeiri
« en aðrir bílar í sama verðflokki.
4
z
z
HONDA
VATNAGÖRÐUM - SÍMl 689900
-góð fjárfesting
Það sést strax
að húsið er málað
með Max
Max utanhússmálningin er þrælsterk akrylmálning frá Jotun.
— Max er með 7% gljáa sem gerir það að verkum að óhreinindin festast
síður í henni.
— Max er vatnsþynnanleg og því sérlega þægileg í notkun.
— Max er fáanleg í hundruðum litatóna.
— Max er árangur áratuga þróunarstarfs og hefur reynst
einkar vel á Islandi.
Max utanhússmálningin situr sem fastast og verndar verðmæti. HUSASMIÐJAN
Skútuvogi 16, Reykjavík, sími 687710
Helluhrauni 16. Hafnarfinði, sími 650100