Morgunblaðið - 11.06.1993, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
GARÐAPANILL
Ný falleg viðhaldsfrí
húsKlæðning!
Héðinn Garðastál hefur hafið framleiðslu á nýrri
viðhaldsfrírri panilklæðningu úr stáli með PVC-húð,
klæðningin nefnist GARÐAPANELL.
Garðapanillinn er auðveldur í uppsetningu, samsetningar
eru þéttar og festingar faldar. Hann er framleiddur í þrem
stöðluðum breiddum en lengdir eru eftir óskum kaupenda,
ailir fylgihlutir fást í söludeild. Hvort sem þú ert með íbúðar-
eða iðnaðarhúsnæði, nýtt eða gamalt þá er GARÐAPANILL
ódýr og hagkvæm lausn á klæðningu bæði úti og inni.
Kynntu þér þessa íslensku hönnun og
framléiöslu á sýningarstandi í
verksmiöju okkar.
= HEÐINN =
GARÐASTÁL
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000
OG IBflfl TOLVUR
ÁBÆttU VERÐI
AÐEiNS PAÐ BESTA
ER NÓGU GOTT FYRIR l»IG
Nýherji leggur metnaö sinn í aö bjóða
viðskiptavinum sínum aðeins það besta
sem völ er á í tölvubúnaði hverju sinni.
Okkur hefur tekist að verða við krefjandi
óskum viðskiptavina okkar með því að
bjóða gæðavörur á verði sem allir ráða
viö.
Kröfuhörðum viðskiptavinum okkar
bjóðum hinar tæknilega fullkomnu tölvur
frá IBM en IBM hefur frá upphafi verið
brautryðjandi á sviði tölvubunaðar. Við
bjóðum einnig hinar geysivinsælu
AMBRA tölvur frá dótturfyrirtæki IBM
sem hafa fengiö frábærar móttökur hér
á landi sem annars staðar. AMBRA
tölvurnar fást í miklu úrvali, allt frá
smærri tölvum sem henta skólafólki og
upp í stórar og hraðvirkar tölvur til
notkunar í fyrirtækjarekstri.
Ef þú ert í þeim hugleiðingum að
fjárfesta í tölvu skaltu líta við í verslun
okkar í Skaftahlíð 24 eða hjá umboðs-
mönnum okkar því hjá okkur fara
saman bestu gæði og gott verð. Við
vitum að aðeins það besta er nógu gott
fyrir þig!
FHERJI
SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00
Alltaf skrefi á undan
Morgunblaðið/Alfons
Viðurkeimingar
PÉTUR Jóhannesson, formaður sjómannadagsráðs, ásamt heiðurs-
mönnunum Haraldi Guðmundssyni og Jóni Steini Halldórssyni en
þeir voru sæmdir viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu sjó-
mennsku sem þeir hafa stundað frá blautu barnsbeini.
Sjómannadag-
urinn í Olafsvík
Ólafsvík.
SJÓMANNADAGURINN í Ólafsvík var haldinn hátíðlegur dagana
5. og 6. júní. A laugardeginum fóru fram keppnisgreinar við höfn-
ina, keppt var kappróðri, flotgallasundi og koddaslag. Einnig kom
þyrla Landhelgisgæslunnar og sýndi björgun úr sjó.
Á sunnudeginum var farin
skemmtisigling og í sjómanna-
garðinum voru ræðuhöld í tilefni
dagsins. Ræðumaður dagsins var
Gunnar Már Kristófersson. Þá
voru eldri sjómenn heiðraðir en
það voru þeir Haraldur Guðmunds-
son og Jón Steinn Halldórsson.
Þá var Þorgrími Benjamínssyni
veitt heiðursmerki sjómannadags-
ráðs fyrir björgun úr sjávarháska
en hann bjargaði syni sínum sem
féll útbyrðis hinn 9. desember sl.
er Skálavík SH 208 var á drag-
nótaveiðum. Þá var haldið til
messu þar sem sr. Friðrik Hjartar
messaði og einnig söng sjómanna-
kórinn Rjúkandi í Ólafsvíkur-
kirkju.
Um kvöldið var efnt til sjó-
mannahófs í félagsheimilinu Klifi
og voru heimatilbúin skemmtiat-
riði þar á boðstólum og einnig
söng Bergþór Pálsson þar við góð-
ar undirtektir viðstaddra. Einnig
voru tvær sjómannskonur heiðrað-
ar, þær Guðbjörg Elín Sveinsdóttir
og Árný Bára Friðriksdóttir.
Hátíðarhöldin voru vel sótt af
bæjarbúum þessa daga.
Vogar
Skemmtisigling
á smábátum
Vognm.
HÁTÍÐAHÖLD sjómanna-
dagsins í Vogum voru með
hefðbundnu sniði og fóru vel
fram í góðu veðri.
Fjöldi fólks fór í skemmtisigl-
ingm með átta smábátum sem
sigldu undir Vogastapa og gat
fólkið skoðað hinar miklu bjarg-
fuglabyggðir sem þar eru af sjó.
Hinir elstu í hópnum segja miklar
breytingar hafa orðið á fugla-
byggðinni þar sem nær eingöngu
fýll verpir þar nú, en elstu menn
muna ekki að fýll hafi sést þar.
Skemmtidagskrá var við höfn-
ina þar sem keppni fór fram í
stakkasundi, koddaslag og fleiri
þrautum. Þá var óvænt atriði sem
í fyrstu vakti undrun, síðan hrifn-
ingu og að lokum sár vonbrigði.
Það var þegar Hannes Jóhanns-
son, formaður björgunarsveitar-
innar, gerði tilraun til að hjóla á
línu frá hafnargarðinum og yfir á
gijótgarð við smábátahöfnina.
Hann komst aðeins hálfa leið og
lenti í sjónum.
- E.G.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Hannes Jóhannsson, formaður
björgunarsveitarinnar, á hjólinu,
farþeginn heitir Guðmundur Ás-
geir Olafsson.