Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 ERLEIUT INNLENT Breytingar á ríkisstjórn ÖSSUR Skarphéðinsson verður umhverfisráðherra í byrjun vik- unnar í • stað Eiðs Guðnasonar. Guðmundur Ámi Stefánssson tek- ur sæti heilbrigðisráðherra í ríkis- stjóm og Sighvatur Björgvinsson tekur við embætti Jóns Sigurðs- sonar í viðskipta- og iðnaðarráðu- neytinu. Fram fóru leynilegar kosningar í þingflokki Alþýðuflokksins um hvort Össur eða Rannveig Guð- mundsdóttir yrði umhverfisráð- herra. Hlaut Össur sjö atkvæði og Rannveig fimm. SVR verði hlutafélag MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík í borgarstjórn leggur til að Strætisvögnum Reykjavíkur'verði breytt í hlutafé- lag á næsta borgarstjórnarfundi. Hann gerir ráð fyrir að þjónusta SVR verði óbreytt þrátt fyrir breytinguna. Steinboginn brotinn TÍU erlendir ferðamenn urðu var- ir við að steinboginn yfir Ófæm- foss hafði brotnað þegar þeir gengu um Eldgjá í Vestur-Skafta- fellssýslu á fímmtudag. Allar líkur benda til að boginn hafí brotnað á síðustu tveimur vikum. Álitið er að vatn hafl sorfíð hann í sund- ur vinstra meginn og fellt hann. Umsátursástand MIKILL viðbúnaður lögreglu, vík- ingasveitar og sprengjusérfræð- inga var við hús Veðdeildar Landsbankans á Suðurlandsbraut 24 um hádegi á þriðjudag. Mað- ur, sem samkvæmt upplýsingum lögreglu á við geðræn vandamál að stríða, hafði komið inji á skrif- stofu Veðdeildarinnar og sagst hafa 50 kfló af sprengiefni í bfl fyrir utan húsið, sprengiefni í tösku og innanklæða. Öll umferð í nágrenninu var ERLENT NATO-flug- vélar til Bosníu VORFUNDUR utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Aþenu á fímmtudag samþykkti að senda herflugvélar til Bosníu til vemdar gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Var nokkur ágreiningur um hvort þeim skyldi aðeins beitt á griðasvæðun- um, sem ætluð éru múslimum, eða alls staðar þar sem gæslul- iðamir eru að störfum en svo virðist sem síðar- nefnda sjónarm- iðið hafí orðið ofan á. Þessi ákvörðun getur leitt til raunverulegra hernaðaraf- skipta vestrænna þjóða af átökun- um í Bosníu enda halda Serbar uppi stórsókn víða á griðasvæðun- um og mikil átök hafa einnig ver- ið með Króötum og múslimum. Afhroð gömlu flokkanna SÓSÍALISTAR og kristilegir demókratar, sem haft hafa töglin og hagldirnar í ítölskum stjóm- málum eftir stríð, guldu mikið afhroð í sveitarstjórnarkosningum á Ítalíu sl. sunnudag. Eru úrslitin sögð marka tímamót í undanhaldi flokkanna vegna spillingarmál- anna að undanfömu en Norður- sambandið, sem vill skipta Ítalíu í þijú sjálfstjórnarsvæði, jók fylgi Ófærufoss SVONA lítur Ófærufoss þá út þegar steinboginn er farinn. stöðvuð og húsnæðið rýmt. Eftir hálfa aðra klukkustund handtók lögregla manninn án þess að til sviptinga kæmi. Engan sakaði og í ljós kom að sprengja mannsins var óvirk. Bátur brennur HANDFÆRABÁTURINN Torfí ÍS varð alelda á svipstundu 4 sjómílur suðvestan við Malarrif á sjötta tímanum á þtriðjudag. Tveir skipveijar komust í gúmíbát og var skömmu síðar bjargað í Haf- örninn AK. Tilkynningaskyldan kallaði út þyrlu Landhelgisgæsl- unnar en afturkallaði beiðnina fímm mínútum síðar þegar búið var að bjarga mönnunum. Hvalfjarðargöng SAMKOMULAG hefur náðst milli Spalar hf. og stjórnvalda um breytingar á skattakafla þeirra um gerð jarðgangna undir Hval- fjörðinn. Virðisaukaskattur af umferðinni fer í lægra skattþrep, eða 14%, og telur Gylfí Þórðar- son, stjómarformaður Spalar hf., að með því sjái fyrir endann á fjármögnun verkefnisins. Fjarlæg rækjumið FIMM íslensk skip eru lögð af stað tii veiða á rækjumiðum um 260 mflur út af Nýfundnalandi. Þau halda þangað í kjölfar frétta af góðum aflabrögðum Norð- manna, Færeyinga og Kanada- manna. Þar hafa þeir samkvæmt upplýsingum blaðsins fengið mik- inn afla stórrar og góðrar rækju. sitt mikið og er nú stærsti stjórn- málaflokkurinn í norðurhluta landsins. Major í ólgusjó HART er nú vegið að John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, einkum innan hans eigin flokks, íhaldsflokksins, og em honum kenndar óvin- sældir ríkis- stjómarinnar. Hugðist hann ráða nokkra bót á því þegar hann veik Norman Lamont úr emb- ætti ijármála- ráðherra en Lamont hefndi sín grimmilega með eitraðri árás á forsætisráð- herrann á þingi á miðvikudag. Sagði hann ríkisstjómina „sitja en stjórna ekki“ og kvað Major taka ákvarðanir með tilliti til skoðanakannana hveiju sinni. Naumur sigur sósíalista SPÆNSKI Sósíalistaflokkurinn og Felipe Gonzalez forsætisráð- herra sigruðu naumlega í þing- kosningunum á Spáni um síðustu helgi og mun að líkindum mynda stjórn aftur. Hann er þó ekki í meirihluta lengur og verður að semja við einhvem litlu þjóðemis- flokkanna. Stjómarandstöðu- flokkurinn, Þjóðarflokkurinn, sem er hægriflokkur, fékk minna fylgi en skoðanakannanir höfðu gefið til kýnna en samkvæmt þeim naut hann sama eða jafnvel meira fylg- is en sósíalistar. Hann jók þó fylgi sitt verulega frá síðustu kosning- um. Rafsanjani glatar fylgi en sigrar Tehran. Reuter. ALLT benti til þess í gær að Has- hemi Rafsanjani hefði tryggt sér sigur í forsetakosningunum í íran, sem fram fóru í fyrradag, en með mun minna kjörfylgi en fyrir fjór- um árum. Búist er við að úrslitin verði ekki kunn fyrr en í dag en tölur sem birt- ar voru í gær bentu til þess að Raf- sanjani fengi tæplega 70% atkvæða en hann var kosinn forseti 1989 með 94,5% atkvæða. Næstur forsetanum að fylgi kom hægri sinnaður hagfræðingur og rit- stjóri, Ahmad Tavakkoli, með um 19% atkvæða og er það mesta fylgi mótframbjóðanda frá þvi íranska keisaranum var steypt og klerkaveldi hófst í íran. Tveir frambjóðendur aðrir, Abdoilah Jasbi rektor einkahá- skóla og Rajabali Taheri fyrrum þingmaður, virtust einungis ætla fá um 9% og 2% atkvæða. íranska stjórnin rak mikinn áróður fyrir því að kjósendur neyttu kosn- ingaréttarins en kjörsókn var lengst af dræm og höfðu tölur um þátttöku ekki verið birtar síðdegis í gær að staðartíma. Að sögn stjórnmálaskýrenda og erlendra stjómarerindreka ríkir al- menn óánægja meðal landsmanná vegna vanefndra loforða stjómarinn- ar um að bæta kjör þegnanna stómm eftir lok stríðsins við Iraka sem stóð yfír á ámnum 1980-88. Reuter Fimmti bítillinn kominn fram ? BRESKI bítillinn Paul McCartney er nú á tónleikaferðalagi og sló í gegn á konsert á knattspyrnuvelli New York Giants í East Rutherford í New Jersey í fyrrakvöld. Á sama tíma og hann heillar Bandaríkja- menn er kominn fram í Bretlandi nýr tónlistarmaður sem gengur undir nafninu fímmti bítillinn. Er um að ræða þingmanninn Derek Enright sem situr á þingi fyrir Verkamannaflokkinn en hann hefur sent frá sér hljómplötu þar sem hann syngur mörg af frægustu lögum The Beatles á latínu. Ruku plötuútgefendur til og buðu honum samn- ing eftir að hann kyijaði bítlalagið Yellow Submarine á latínu við umræður í breska þinginu. Yilja Thatcher aftur London. Reuter. STUÐNINGSMENN íhaldsflokksins i Bretlandi vilja flestir að Marg- aret Thatcher fyrrum forsætisráðherra leysi John Major, eftirmann hennar, af hólmi að því er fram kemur i niðurstöðum skoðanakönnun- ar sem birtar voru í gær. Könnunin var gerð af ICM-stofn- uninni fyrir blaðið Daily Mail og kemur þar fram að 66% þjóðarinnar hafa misst tiltrú á Major forsætisráð- herra og vilja að hann verði settur af. Mest kom á óvart að flestir vildu að við starfí Majors tæki annað hvort forveri hans í embætti, Margaret Thatcher, eða sá maður sem mestan þátt átti í að koma henni frá, Mich- ael Heseltine. Fjölmiðlar hafa fjallað um veika stöðu Majors og velt vöngum yfír hugsanlegum eftirmanni. Flestir hafa þeir veðjað á Kenneth Clarke nýskipaðan fjármálaráðherra. í skoðanakönnun Daily Mail sögðu 66% aðspurðra að Major hefði glatað trúnaði og þyrfti íhaldsfiokkurinn að setja mann í hans stað. Meðal stuðningsmanna íhaldsflokksins sögðu 48% að Major væri nú rúinn nauðsynlegu trausti til þess að stjórna og bæri honum að víkja. Er stuðningsmenn flokksins voru spurð- ir hvern þeir kysu sem eftirmann hans komu úrslitin á óvart: Thatcher var afgerandi sigurvegari því 28% stuðningsmanna vildu að hún leysti Major af hólmi í Downingstræti 10, 20% nefndu Kenneth Clarke og 13% Douglas Hurd utanríkisráðherra. Thatcher var forsætisráðherra Bretlands frá því vorið 1979 þar til í nóvember 1990 er Heseltine lagði til atlögu gegn henni. Hafði hún reyndar betur gegn Heseltine í fyrstu umferð leiðtogakjörs en dró sig í hlé og lýsti stuðningi við Major sem bar sigurðorð af Heseltine og Hurd í næstu atrennu. Reuter Þjóðaratkvæði um lýðræði í Malawi EFNT verður til þjóðaratkvæðagreiðslu í Afríkuríkinu Malawi á mánudag um hvort afnema eigi einflokks- kerfíð í landinu og efna til lýðræðislegra kosninga. Kamuzu Banda einræðisherra, „lífstíðarforseti" eins og hann er titlaður, hefur verið við völd í landinu frá því það hlaut sjálfstæði frá Bretlandi árið 1964. Hann hvetur'Malawi-búa eindregið til þess að hafna fjölflokkalýðræðinu og vísar á bug ásökunum Evr- ópubandalagsins um að fylgismenn hans hafí gerst sekir um mannréttindabrot í baráttunni fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna. Á myndinni dansa konur á fundi sem stuðningsmenn einræðisherrans efndu til í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.