Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 Fjölskylduferð til Danmerkur í eina viku 16. júní Innifalið flug, gisting í Bork Havn sumarhúsunum, akstur til og frá flugvelli og öll flugvallagjöld. 24.875 31.850 Sértilboð á vikuferð. Brottför 16. júní. Flug 19.900 Þriggja vikna ferð 16. júní -7. júlí 26.900* Þriggja vikna ferð 23. júní - 14. júlí 26.900* *öll flugvallagjöld innifalin. Bamaafsláttur 2-11 ára, 6.180. **Verð á mann ef 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. ***Verð á mann ef 2 fullorðnir ferðasj saman. Ferðaveisla sumarsins - ALISsími 652266 FERÐASKRIFSTOFA FJÖLSKYLDUNNAR TILBOD! KEW Hobby háþrýstítæki Verá frá kr. 19.918,- st.gr. Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur Fjölmiðlalíf Margir afglapar yrkja kvæði án _þess að geta það. A Ingólfskaffi ég er í fæði, án þess að éta það, svo vit'nað sé í upprunalegu útgáfuna af vísu Leifs Haralds- sonar, áður en hún var færð upp á ungskáldin. Ekki skaut henni upp í hugann í sambandi við mat eða afglapa, þótt líkinguna megi kannski heimfæra upp á lyst og glappaskot. Tilefnið var bandarísk könnun, sem vakið hefur umtal. Ekki af því sem þar kom fram, öllu heldur það sem hún gat ekki fundið. Þarna er um að ræða hina margróm- uðu kynlyst karlmanna eða rétt- ara sagt mannfólk í óaflátanleg- um bólförum. Það er að segja í blöðum, á skjánum og á kvik- myndatjaldinu. Svo kynlegt sem það kann að hljóma er þessi könnun, sem nýlega voru gerð skil í tíma- ritinu Newsweek, fyrsta alvarlega og vandlega unna könn- unin á þessu máli í Bandaríkjunum. Aðr- ar „kannanir" hafa mest verið unnar af tímáritum, sem senda út fjölda bréfa og fá svör frá þeim sem hafa mestan áhuga og fá tækifæri til að tíunda kyngetu sína samkvæmt tískukenningu nú- tímans, að því er virð- ist. En spumingin er semsagt: Hve oft á nóttu ætti maður að geraða? Þ.e. hvað er raunveru- legt og normalt? Svörin komu mörgum á óvart. Þó ekki svo mjög þeim sem starfa við mann- leg samskipti. Má segja að tími sé til kominn að finna þetta út. Ef menn vilja vita eitthvað sem stjórvöld telja mikilvægt eins og got þorsksins eða stofnstærð ýsunnar, þá er hægt að fletta því upp á fáum mínútum. Það er, eins og Newsweek bendir á, vegna þess að fólk borgar fyrir fískinn, en samfarir kosta ekk- ert - að minnsta kosti er ekki borgaður af þeim skattur, svo yfirvöld hafa enga ástæðu til að láta sig það varða. Þrotlaus tölfræðisöfnun á öllum sviðum hleypur yfir kynlífið og reiknar bara út viðkomu fisks og kinda. Það gat í uppfræðslu þjóðarinn- ar fylla fjölmiðlar, sem gefa mönnum kost á að grobba af kyngetu sinni og kvikmyndimar á skjánum, sem alltaf era að sýna fólk í stöðugum bólföram. En það er svona ámóta eins og að fylgjast með fiskistofnunum með viðtali við sjómann sem hefur dregið rosa golþorsk. Nú er semsagt í þessari yfir- gripsmiklu könnun, þeirri mestu síðan Kinsley-skýrslan fræga var birt, komin tölfræðileg nið- urstaða um hvemig þetta geng- ur raunveralega til í hversdags- lífinu. Ogfivað kemur ekki í ljós? Meðaltíðni bólfara er um það bil einu sinni í viku, hjá giftu fólki aðeins meira. Fólk á sínar góðu stundir og slakari í þessu, en 57 sinnum á ári er meðaltíðn- in. Þarna var miðað við karl- menn á þrítugs- og fertugsaldri. Líklega mun mörgum karlin- um líða betur að vita þetta. Með því að hafa alla sína vitneskju lenskar konur lausari á kostum. íslendingar vita miklu meira um fengitíma kinda, kúa og hrossa og kynhegðun fískanna í sjónum en mannfólksins. Raunar ekki kjami þessa máls. Það liggur semsagt fyrir að margir nútímakarlar era þar í fæði - samkvæmt kenningunni - án þess að éta það. Þeim hef- ur verið talin trú um þeir eigi að vera það. Þeir verði að setj- ast að hlaðborði vilji þeir ekki sýnast einhveijir vesalingar. Hvað á fólk líka að halda? Lífíð á skjánum, sem fólk horfír á daglega, gengur þannig til. Ein- kennist af sífelldum bólföram. Það er sú mynd sem kvikmynd- ir og fjölmiðlar hafa dregið upp af lífínu í nútímaþjóðfélagi og þá venjulegu kynlífí. Og svo rembast menn eins og ijúpan við staurinn að uppfylla ímynd- ina. En þegar raunveralega er að gáð, eins og menn tóku sig til og gerðu í Bandaríkjunum, rímar þessi mynd illa við venju- legan lífsstíl. Fólk er ekkert allt- af í bólinu, bara stundum. Ætti ekki að vera óskemmtilegra fyr- ir það, sbr. að fágætt er dýr- mætt. En stóra spurningin er: Að hve miklu leyti draga ljósvakam- iðlar, kvikmyndir og fjölmiðlar, sem daglega mata mannskap- inn, upp ranga mynd af mannlíf- inu? Era ekki að túlka það sem raunveralegt fólk upplifír heldur tilbúna tískumynd. Og að hve miklu leyti hefur þessi gervi- mynd áhrif á hegðun og líf fólks? Ruglar fólk í ríminu? Stöðugt tilefnislaust ofbeldi á skjánum er þegar talið vera f arið að verka á mannlega hegðun. Ætli ekki sé svo á fleiri sviðum? úr blöðum og af skjánum trúa því víst margir að alíir aðrir séu miklu umsvifameiri á þessu sviði. Líður kannski miklu betur að vita að þeir duga vel eins og þeir era og þurfa ekki að vera að herða sig. Og mörg konan kemst að því að ekkert er að þótt karlinn sé ekki á hverri nóttu í þörf fyrir það. Þetta er að vísu ekki íslensk könnun, en ætli mannskepnan sé ekki nokkuð söm við sig. í tilbót kom m.a. fram í þessari miklu bandarísku könnun að meðalmaðurinn hefur um ævina kynferðislegt samband við 7,3 konur. Þar af hefur meira en ijórðungur aðeins átt vingott við þijár konur eða færri. Lítill hóp- ur er auðvitað mun fjölþreifnari og hækkar meðaltalið. Ekkert liggur fyrir um það að íslenskir karlar séu fjölþreifnari eða ís- Þekking - Úrval - Þjónusta \W REKSTRARVORUR Réttarhálsi 2 - Sími: 91-685554 - Fax: 91-687116 ■AK RIANT '93, kr. 371.875,- m/vsk. MVSKAKDUET '93, kr. 387.900,- m/vsk* AK *PARADE '93, kr. 399.700,- m/vsk.* AK GT '93, kr. 425.525,- m/vsk. með frönskum og sósu =995- TAKIÐMED ilill TAKIÐMEÐ -tilboð! SAriAr -tilboð! Þessir stóru, 4 gerðir, vegleg eidhús, 3ja hellna eldavél, vaskur, matborð o.m.fl. fylgir. Nýjar árg. 1993 til sýnis að _______Lágmúla 9, alla daga. *Takmarkað magn. Alpen Kreuzer umboðið, Lágmúia 9, simi 625013. Ennþá gerast DANMERKUR ævlntýrl Aukaferðir til Billund á Jótlandi Dagsferðir í Lególand. Sprengitilboð 9.900 Inmfalið flug, oll flugvallagjold og aðgangur i Legoland. Flogið er með þotu ATLANTA FLUGFÉLAGSINS frá Keflavík kl. 7.00 16. júní og 23. júní. Rétt fyrir hádegið er lent á flugvellinum í Billund og haldið á vit ævintýraheims Lególands. ( Lególandi má sjá hvernig milljónir Legókubba verða að stórum, ógleymanlegum ævintýraheimi. Matsölustaðirnir í Lególandi sjá til þess að enginn fer svangur heim. Þegar rökkvar er svo haldið út á flugvöll og kl. 22.30 fer flugvélin heim á leið og fyrir miðnætti er lent í Keflavík. Pabbar, mömmur, afar og ömmur ,nú er tækifæri á skemmtilegri fjölskylduferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.