Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993
Lionsklúbburinn styrkir
Björgunarsveitina Sæbjörgu
Ólafsvík.
LIONSKLÚBBUR Ólafsvíkur
á 20 ára afmæli á þessu ári. í
tilefni af því styrkti klúbbur-
inn Björgfunarsveitina Sæ-
björgu með 150 þúsund kr.
framlagi.
Ennfremur gaf Lionskúbburinn
Slökkviliði Ólafsvíkur andvirði
þriggja handtalstöðva og bílasíma
allt að 200 þús. kr. til minningar
'infi Hjálmtý Ágústsson, fyrrum
slökkviliðsstjóra sem dó af slysför-
um fyrir fáeinum árum.
Afhending gjafanna fór fram
11. maí sl. en þann dag hefði
Hjálmtýr heitinn orðið fimmtugur.
Núverandi formaður Lions-
klúbbs Ólafsvíkur er sr. Friðrik
J. Hjartar.
- Helgi.
Morgunblaðið/Alfons
Minningargjöf afhent
Fulltrúar Slökkviliðs Ólafsvíkur eru til vinstri, tveir stjórnarmenn
Lionsklúbbs Ólafsvíkur fyrir miðju en til hægri fulltrúar Björgunar-
sveitarinnar Sæbjargar.
BARRUECO
Tónlist
Jón Ásgeifsson
Listahátíðin í Hafnarfirði held-
ur áfram með miklum glæsibrag
og líklega verða tónleikar Barru-
ecos meðal hápunkta hátíðarinn-
ar. Hann er mikill tekniker, bæði
í leik og túlkun. Túlkun og tilfínn-
ing fyrir því dulda, er grunduð á
tækni, sem ekki verður lærð og
þar á Barrueco gildan sjóðinn.
Fyrsta verkið á efnisskránni
var svíta nr. 7 í d-moll, eftir Silv-
ius Leopold Weiss (1686-1750)
en hann var þýskur lútu- og þeor-
boleikari er starfaði með Scarl-
atti, Lotti, Hasse, Opoora, Quants
og Fux og samdi nokkur verk
fyrir lútu. Svítan er fallegt verk
og var ágætlega leikin, þó
gleymska kæmi fyrir í fyrsta
þættinum. Inngangur og tilbrigði
yfir stef eftir Mozart, er eitt af
frægari gítarverkunum eftir snill-
inginn Fernando Sor og var þetta
skemmtilega verk frábærlega vel
leikið.
Fjögur smáverk eftir Lou
Harrison (1917) eru skemmtilega
samin fýrir gítar og eitt af því
sem einkennir þau er eins konar
píanóstíll, þar sem undir stefinu
er sérstakur undirleikur, oft þrá-
stefjaður en ávallt skemmtilega
unninn og var leikur Barrueco
afburða blæbrigðaríkur og fallega
úrfærður. Harrison er Bandarísk-
ur og lærði bæði hjá Henry Cow-
ell og Arnold Schönberg.
Sjö barnalög, eftir Chich Corea
(1941) eru áferðafalleg og voru
glæsilega leikin og sama má segja
um lögin eftir Rodrigo og Al-
beniz, sem eru meðal frægustu
gítarverka samtíðarinnar.
Barrueco er óumdeilanlegur
snillingur, því tæknileikur hans
verður að fallegri og litbrigðaríkri
tónlist og þá hættir tæknin að
skipta meginmáli, vegna þess að
það mikilvæga er fegurðin sjálf.
RAÐA UGL YSINGAR
Höfðabakki 9
Á næstu mánuðum verður laust til leigu
húsnæði í sambyggingunum á Höfðabakka.
Hér er um að ræða húsnæði af ýmsum
stærðum, bæði í hábyggingu og lágbygging-
um, sem hentar ýmiss konar atvinnurekstri
og skrifstofum.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
okkar.
íslenskir aðalverktakar sf.,
Höfðabakka 9,
sími 676166.
Til leigu
Höfum til leigu nokkur skrifstofuherbergi á
mjög góðum stað við Skeifuna. Leigjast öll
saman eða hvert fyrir sig.
Upplýsingar í síma 679999 á skrifstofutíma.
Leigulistinn
leitar að 250-300 fm atvinnuhúsnæði fyrir
opinbera stofnun. Húsnæðið þarf að skiptast
til helminga í skrifstofur, lager, pökkun o.fl.
Langtímaleigusamningur í boði.
Leigulistinn - leigumiðlun,
Borgartúni 18,
sími 622344.
Skrifstofuhúsnæði
Suðurlandsbraut
Við Suðurlandsbraut í Reykjavík er til leigu
164,5 fm bjart og vistlegt skrifstofuhúsnæði
á 6. hæð í einu glæsilegasta skrifstofuhúsi
borgarinnar. Svalir á þrjá vegu. Fallegt út-
sýni til norðurs og austurs. Lyfta er í húsinu.
Bifreiðastæði fyrir starfsmenn á lokuðu bif-
reiðastæði.
Upplýsingar veita Einar eða Sigurður í síma
689560.
Fjárheimtan hf.,
Suðurlandsbraut 4A,
Reykjavík.
Garðsláttur
Ertu í vandræðum með garðinn?
Við leysum úr vandanum.
Geri föst verðtilboð.
Uppl. í síma 73555.
Læknamiðill
er starfandi
Upplýsingar í síma 675344.
Menningarmiðstöðin
Laugarland, Holtum
Tjaldstæði, svefnpokapláss,
sundlaug, heitur pottur, gufu-
bað, íþróttahús, veitingar. Góð
aðstaða fyrir ættarmót og stóra
hópa.
Simi 98-76533.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Auðbrekka 2 . Kópavogur
Sunnudagur:
Almenn samkoma kl. 16.30.
Þriðjudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Laugardagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.00. Ræðumaður Sheila Fitz-
gerald. Barnagæsla. Allir hjart-
anlega velkomnir.
fíunhjálp
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00.
Mikill söngur. Vitnisburðir Sam-
hjálparvina. Kórinn tekur lagið.
Barnagæsla. Ræðumaður Þórir
Haraldsson. Kaffi að lokinni
samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Ungt fólk
05^-2] með hlutverk
YWAM - Ísland
Samkoma í Breiðholtskirkju
í kvöld kl. 20.30.
Vitnisburðir og mikil lofgjörð.
Lofaður sé Drottinn sem einn
gerir furðuverk!
Allir velkomnir.
UTIVIST
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjuttræti 2
Hjálpræðisherinn
[ kvöld kl. 19.30: Bæn. Kl. 20.00:
Hjálpræðissamkoma.
Kapteinarnir Elbjörg og Thor
Narve Kvist stjórna og tala.
Allir velkomnir.
KFUM/KFUK, SÍK
Háaleitisbraut 58-60
Almenn samkoma á Háaleitis-
braut kl. 20.30 í kvöld.
„Þér munuð öðlast kraft - (
SAMFÉLAGINU." Guðrún Gísla-
dóttir og Gísli Friðgeirsson.
Lofgjörðarstund. Fyrirbæna-
stund eftir samkomuna.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hallveigarstig 1 • sími 614330
Dagsferð sunnud. 13.júní
Kl. 10.30 Móskarðshnúkar.
Dagsferðir fimmtud. 17.júní
Gengið verður úr Bláfjöllum í
Hljómskálagarð. Þátttakendur
geta valið sér lengd ferðar.
Kl. 8.00 Bláfjallaskáli.
Kl. 11.00 Heiðmörk.
Kl. 13.00 Árbæjarsafn.
Dagsferð sunnud. 20. júní
Kl. 10.30 Hestfjall í Grímsnesi.
Brottför í ferðirnar frá BSl
bensínsölu, miðar við rútu.
Helgarferðir 18.-20. júni
Snæfellsjökuli - sóistöðuferð
Gengið á Snæfellsjökul og einnig
farið í styttri gönguferðir. Gist í
tjaldi/húsi á Arnarstapa. Farar-
9tjórar: Þráinn Þórisson og Anna
Soffía Óskarsdóttir.
Básar við Þórsmörk
Fjölbreyttar gönguferðir um
Goðalandið og Þórsmörkina
með fararstjóra. Gist í skála eða
tjöldum. Nánari uppl. og miða-
sala á skrifstofu Útivistar.
Útivist.
Miðlarnir af Bylgjunni
Julia Griffiths og Iris Hall eru
komnar til landsins. Tímapant-
anir í síma 688704.
Silfurkrossinn.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI Ó82533
Sunnudagur13. júní-
dagsferðir:
Kl. 10.30 Kaldársel - Bollar -
Þríhnúkar (B-6a). Ekið eftir Blá-
fjallavegi vestari, gengið um
Selvogsgötu í Grindarskörð og
síðan tekin stefna til norðurs á
Þríhnúka. Verð kr. 1.100. Ath.
Breyting á röð áfanga í Borgar-
göngu (þessi ferð féll niður
16. maO.
Kl. 13.00 Kristjánsdalir - Þrí-
hnúkar (B-6b). Gengið af Blá-
fjallavegi í Kristjánsdali og síðan
á Kristjánsdalahorn og áfram að
Þríhnúkum. Verð kr. 1.100.
Brottför frá Umferðarmiðstööinni,
austanmegi, og Mörkinni 6.
Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn
í fylgd fullorðinna.
Miðvikudagur 16. júní kl. 20.
Heiðmörk, skógræktarferð
(frítt).Brottför frá Umferðarmið-
stöðinni og Mörkinni 6.
Fimmtudag 17. júní kl. 8.00.
Dagsferð til Þórsmerkur.
Til Þórsmerkur verða ferðir
hvern miövikudag frá og með
23. júní og út ágúst.
Helgarferðir FÍ í júní:
17. -20. júní - Þórsmörk (4 dagar)
17. -18. júní - Þórsmörk (2 dagar)
18. -20. júni - Þórsmörk (3 dagar)
Lægra verð í júní. Gist í Skag-
fjörðsskála/Langadal, þar er allt
sem þarf fyrir gesti meðan á
dvöl stendur - gönguferðir - frá-
bær náttúrufegurð.
18.-20. júní- Eiríksjökull (aðeins
þessi ferði sumar).
25.-27. júní - Þórsmörk.
Allar upplýsingar á skrifstofu Fl'
Mörkinni 6.
Sumarleyfisferðir FÍ íjúní:
1) 17.-20. júní (4 dagar):
A. Skaftafell - Öræfasveit. Gist
í tjöldum og húsi. Gönguferðir
um Þjóðgarðinn. Gróður og
fuglalíf í blóma.
B. Skaftafell - Öræfajökull. Gist
í tjöldum og húsi.
C. Skaftafellsfjöll. Göngutjöld.
Gengið inn Morsárdal í Kjós.
D. Núpsstaðarskógar. Gist (
tjöldum. Frábært gönguland.
Brottför kl. 9.00 fimmtudag. All-
ar þessar ferðir tengjast efni
Árbókar FÍ 1993.
2) 17.-20. júni (4 dagar)
Breiðafjarðareyjar - Látrabjarg
um sumarsólstöður. Siglt meö
Eyjaferðum um' Breiðafjörð -
skelfiskveisla. Komið við í Flatey,
siglt þaðan að Brjánslæk. Gist i
svefnpokaplássi á Birkimel og
Örlygshöfn. Fararstjóri: Sigurður
Kristinsson.
3) 23.-27. júní (5 dagar Esju-
fjöll). Gengið upp Breiðamerkur-
jökul og gist í skála Jöklarann-
sóknafélagsins í Esjufjöllum. Fá
sæti laus. Fararstjóri: Benedikt
Hálfdanarson.
4) 27.-29. júní (3 dagar) Grims-
ey - Hrísey. Flogið til Grímseyj-
ar á sunnudag. Góður tími til
gönguferða um eyjuna. Siglt til
baka með ferju til Hríseyjar og
þaðan uppá Ársskógsströnd
með ferju og síðan rútu til Akur-
eyrar.
Ath. breytta dagsetningu! Farar-
stjóri: Þórunn Þórðardóttir.
5) 30. júní - 4. júli (5 dagar).
Skemmtiferð um Skagafjörð og
Kjöl. Gist f sveitagistingu að
bænum Lónkoti í Sléttuhlíð. Siglt
til Málmeyjar, ekið fyrir Skaga,
til baka um Kjöl. Fararstjóri:
Ólafur Sigurgeirsson.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu FÍ.
Ferðafélag (slands.
Ferð í ævintýradal
á Vestfjörðum 18.-25. júlí
Gengið um fjöll og dali.
Svefnpokagisting.
Ótrúlega hagstætt verð.
Upplýsingar í síma 91-17982.
Orð lífsins,
Grensásvegi 8
Almenn samkoma í dag kl. 11.
Allir hjartanlega velkomnirl
Sjónvarpsútsending á OMEGA
kl. 14.30.
J
Nýja
I , postulakirkjan,
\h íslandi,
_ Ármúla 23,
108 Reykjavík
Guðsþjónusta sunnudag kl.
11.00. Axel Kollmann prestur
messar. Ritningarorð: „Sá, sem
þetta vottar, segir: Já, ég kem
skjótt. Amen. Kom þú Drottinn
Jesú" (Opb.22.20).
Verið velkomin í hús Drottinsl
Safnaðarprestur.
Kaupmannahöfn -
heimilishjálp
Læknafjölskylda leitar að þrosk-
aðri og sjálfstæðri ungri stúlku
til að passa 2 skóladrengi (9 og
12 ára) og til að sinna léttum
hússtörfum. Gjarna m. ökuskír-
teini. Möguleiki að stunda nám-
skeið 1-2 morgna á viku, meðan
drengirnir eru í skóla. Góð laun,
stórt herbergi með baði, Skrifið
eða hringiö til:
Charlotte Lund-Andersen,
Dyrehavevej 45, 2930
Klampenborg, Danmörk.
S. 9045 31640257 e. kl. 18.