Morgunblaðið - 13.06.1993, Side 22

Morgunblaðið - 13.06.1993, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ OG SAMBÍÓIN sýna þessa dagana myndina Siðlaust til- boð, Indecent Proposal, en henni er ætlað að vekja upp ýmsar spumingar hjá áhorfendum varðandi siðferði, kynlíf og peninga og hversu langt fólk er reiðubúið að ganga í þessum efnum Siðlausu tilboði tekið HJÓNIN David og Diana (Woody Harrelson og Demi Moore) eru hamingjusamlega gift, en samband þeirra hefur staðið allt frá ungl- ingsárunum þegar þau voru saman í skóla. Hann er arkitekt og hún er fasteignasali, og bæði njóta þau velgengni í starfi. Rómantíkin blómstrar og þeim finnst þau vera ósigrandi, en þau ala með sér draum um að ráðast í miklar bygg- ingaframkvæmdir þar sem hæfi- leikar hans fái notið sín. Skyndi- lega standa þau þó uppi atvinnu- laus vegna efnahagslægðar og samdráttar, og þá halda þau til spilaborgarinnar Las Vegas þar sem þau ætla að freista þess að detta í lukkupottinn með síðustu aurana sína. Þau eru þó fljótlega farin að leggja fleira undir en peningana sína þegar þeim berst tilboð sem gæti gert alla drauma þeirra að veruleika. Ákvörðunin sem þau taka byggist á þeirri sann- færingu þeirra að þau muni alltaf hafa hvort annað, sama hvað á dynji. Allt er falt Milljarðamæringurinn fær vilja sínum framgengt þegar hann býður hjónunum niilljón dollara fyrir að fá að eyða með eiginkonunni einni nótt. að er milljarðamæring- urinn og fjárhættuspil- arinn John Gage (Robert Redford) sem kemur með hið „siðlausa tilboð" um að greiða þeim hjónum eina milljón dollara fyrir að fá að eyða nótt með Diönu. Málið snýst hins vegar ekki um það að hann þurfi að kaupa sér konu til að sænga hjá heldur er þetta spuming um völd. Hann segist kaupa fólk á hveijum degi og það sé bamalegt að álfta að það sé ekki hægt. Hjónin slá til og ganga að tilboði milljarða- mæringsins, en þau telja bæði að ást þeirra sé það mikil að hún þoli þetta hliðar- spor. Diana segist líta svo á að þetta muni ekki hafa nein eftirköst þar sem það sé að- eins líkami hennar sem sé boðinn falur, en ekki hugur hennar, hjarta eða sál. Eigin- maðurinn kemst hins vegar aldrei að því hvað raunveru- lega gerðist nóttina sem þau eyða saman, konan hans og milljarðamæringurinn, og hann sér þau sífellt fyrir sér í huganum og getur ekki hætt að hugsa um hvað hugsanlega gerðist. Þannig hrynja stoðir hjónabandsins smátt og smátt og afbrýði- semi og valdabarátta ná yfír- höndinni í sambandi þeirra hjóna. Kvennafantasía og myndlíking Mjmdin er byggð á skáld- sögu Jack Engelhard, en höfundur handritsins er Amy Holden Jones, sem m.a. er handritshöfundur Mystic Pizza og Beethoven. Hún hefur lýst þeirri skoðun sinni að Siðlaust tilboð sé bæði kvennafantasía og áhrifa- mikil myndlíking. Þannig séu samskipti hjónakomanna og milljarðamæringsins mynd- líking þess hvemig gift fólk svíkur hvort annað. Diana sofí ekki hjá Gage pening- anna vegna heldur vegna þess að hana langar til þess. Hún hrífst af öðrum manni en eiginmanni sínum. Hana langar til að sofa hjá honum, og þótt hún telji sjálfri sér trú um að hún geri það fyrir eiginmanninn, þá er það bara ekki ástæðan. Þetta er henn- ar ákvörðun. Jones segir fantasíuna í myndinni ekki eiga að fara framhjá neinum, en myndin sé einnig um afleiðingar. Diana taki ákvörðun sem sé siðferðilega brengluð og það komi niður á hjónabandi hennar og hamingju. Hún sé því ekki fyrirmynd, heldur sé hún flókin mannvera og það geri hana mun áhuga- verðari. Góð aðsókn en slakir dómar Siðlaust tilboð hefur notið gífurlegra vinsælda áhorf- enda hvarvetna sem hún hef- ur verið sýnd síðan myndin var frumsýnd í Bandaríkjun- um um miðjan apríl. Hins vegar hafa ýmsir gagnrýn- endur gefíð henni frekar slaka einkunn. Myndin halaði inn 25 milljónir dollara fyrstu vikuna eftir að hún var frum- sýnd og í lok maí voru komn- ar tæpar 100 milljónir dollara í kassann. Myndin var þar með komin í fímmta sæti á listanum yfír mest sóttu myndir ársins eftir aðeins fímm vikur. Þá voru við- brögðin í Evrópu ekki síðri, og fyrstu helgina sem mynd- in var sýnd í Bretlandi skil- aði hún inn sem svarar 2,5 milljónum dollara. Spáð í sambönd Leikstjóri myndarinnar er Reynt á þolrifin Ungu Iijónin standa í þeirri meiningu að eitt hliðar- spor geti ekki haft ógnandi áhrif á samband þeirra, en þegar á hólminn er komið kemur annað í (jós. Dæmalausa Demi DEMI Moore er orðin eitt af stóru nöfnunum í Hollywwod, en skemmst er að minnast leiks hennar í kvikmyndinni A Few Good Men þar sem hún Iék á móti Tom Cruise og Jack Nicholson. Það var hins vegar hin geysivinsæla Ghost sem skaut henni fyrir alvöru upp á stjörnuhimininn, og þá hefur hún verið afar lag- in við að vekja á sér athygli með ýmsum uppátækjum sem sum hver hafa þótt dæmalaus. Þannig varð nafn hennar til dæmis á allra vörum fyrir fáum árum þegar hún lét birta af sér nektarmynd á forsíðu tímarits þeg- ar hún gekk með annað barn sitt og eiginmannsins, kvikmyndaleikarans Bruce Willis. Nóg að gera hjá Woody ÞAÐ hefur verið nóg að gera hjá Woody Harrelson upp á síðkastið, en þessi 31 árs gamli leikari er fyrir löngu orðinn heimilisgestur víða um heim eftir að hafa leikið barþjóninn treggáfaða í Staupasteini undan- farin átta ár. Hann hefur leikið í nokkrum kvikmynd- um á undan Siðlausu tilboði, og um þessar mundir leikur hann í mynd Olivers Stone, Natural Born Kill- ers, sem gerð er eftir handriti Quentins Tarantinos (Reservoir Dogs), en í henni leikur Woody raðmorð- ingja. Demi Moore er fædd í Nýju Mexíkó, dóttir komungra foreldra. Eftir nokkuð erfíða æsku fékk hún hlutverk í sápuóperunni Gen- eral Hospital, en fyrsta kvik- myndahlutverkið fékk hún 1984 þegar hún lék dóttir Michaels Caines í myndinni Blame it on Rio. í kjölfarið fylgdu hlutverk í myndunum No Small Affair og St. Elm- o’s Fire, og hlaut hún nokkuð lof fyrir leik sinn í þeim. Því næst komu nokkrar myndir sem juku ekkert sérstaklega hróður hennar og þar á með- al eru spennumyndin The Seventh Sign og gaman- myndin We’re No Angels, en í henni lék hún með Sean Penn og Robert De Niro. Þá lék hún í Mortal Thoughts með Glenne Headley og Bruce Willis og The Butc- her’s Wife með Jeff Daniels, en sú mynd kolféll. Það var svo Ghost sem gerði útslagið, en vinsældir hennar urðu gíf- urlegar og hefur hún skilað i-úmlega 500 dollurum í kass- ann. Þar með var Demi kom- in í þá aðstöðu að fá hlut- verk í myndum sem eitthvað bragð er að eins og sýnt hefur sig með A Few Good Men og þá nýjustu sem gest- ir Háskólabíós og Sambíó- anna geta barið augum þessa dagana. Woody Harrelson er fæddur í Texas en ólst hins vegar upp í Ohio. Eftir að hafa lokið háskóla- prófí í ensku og leikhús- fræðum fluttist hann til New York þar sem hann reyndi fyrir sér sem leikari. Stóra tækifærið kom síðan þegar hann var með á Broadway í uppfærslu á leikritinu Biloxi Blues eftir Neil Simon. Hann hefur leikið á sviði samhliða leik sínum í Staupasteini í nokk- ur ár og smáhlutverk fékk hann í kvikmyndunum L.A. Story og Doc Hollywood. Fyrsta aðalhlutverkið fékk hann svo í fyrra í gaman- Englendingurinn Adrian Lyne, sem fyrst vakti veru- lega athygli þegar hann gerði hina vinsælu Flas- hdance árið 1983. Sú mynd hlaut einnig frekar slaka dóma, en hins vegar mjög mikla aðsókn. í myndum sínum fjallar Lyne einatt um tilfinningaleg sambönd og kynlíf persónanna, en næsta mynd hans var hin umdeilda 9>/2 vika (1986), sem Mickey Rourke og Kim Basinger léku aðalhlutverkin í, en sú mynd fjallaði um ofsafengið kynlífssamband aðalpersón- anna. Árið eftir kom svo Fatal Attraction, eða Hættuleg kynni, með Mich- ael Douglas og Glenn Close í aðalhlutverkum, en það varð ein mest sótta mynd ársins 1987. Sú mynd aflaði Adrian Lyne óskarsverð- launa fyrir bestu leikstjóm, en alls var myndin tilnefnd til sex óskarsverðlauna. Sál- fræðitryllirinn Jacob’s Ladder með Tim Robbins í aðalhlutverki var svo frum- sýndur 1990, og aftur liðu þijú ár í næstu mynd sem er einmitt Indecent Propo- sal. myndinni White Men Can’t Jump og þar með var hann kominn á fullt skrið í kvik- myndaleik. Hann sinnir þó ýmsum öðrum verkefnum og í vor leikstýrði hann og lék í leikriti eftir sjálfan sig sem sýnt var í Tiffany leik- húsinu í Hollywood, og einn- ig er hann lagasmiður og kemur fram með eigin hljómsveit sem kallast Manly Moondog and the Kool Kats.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.