Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Stríð sem útflutning’svara SEINT í vetur var ég á ferð við homið á Nýhöfn og höfninni. Það var orðið rökkvað og hinum megin við höfnina blasti við uppljómuð fimm hæða blokk. Ég horfði undr- andi á húsið og mundi ekki eftir að hafa séð það áður. Skipulag hafnarinnar er í bígerð þessa mán- uðina, en framkvæmdir ekki hafn- ar. Sem ég horfði á húsið sá ég að það var einhvem veginn laust frá landi. Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði heyrt um húsið, en bara ekki áttað mig á að það lægi ná- kvæmlega þama. Þetta er hótel- skip, sem hýsir flótamenn frá fyrr- um Júgóslavíu og á því hangir fáni Rauða krossins. Um áramótin vom um þijú þús- und flóttamenn frá fyrrum Júgó- slavíu komnir til Danmerkur. Nú hafa reglur um landvistarleyfi til bráðabirgða verið rýmkaðar, því Danir vilja leggja sitt af mörkum til flóttamannahjálpar, svo búist er við að þeir verði um tíu þúsund á árinu. Af þeim verða milli tvö og þrjú þúsund böm á skólaskyldu- aldri. Flóttamennirnir búa í flótta- mannabúðum, sem hefur verið kom- ið upp víða um landið. Gamlir skól- ar, íþróttamiðstöðvar, gömul sjúkrahús, og hótel, sumarbúðir og annað tilfallandi húsnæði hýsir þá, auk þess sem verið er að reisa fjórt- án flóttamannabúðir. Hugmyndin er að þegar hægist um heima fyrir verði hægt að flytja búðimar á heimaslóðir flóttamannanna, með- an verið er að koma upp varanlegu húsnæði þar. Bygging búðanna hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig. Verk- takinn, sem tók að sér að reisa þær, hefur fengið hótunarbréf frá dönskum samtökum, sem em hvorki gestrisin né hjálpfús í garð flóttamannanna. Þeir sem hótuðu hafa hlotið dóm fyrir vikið. í vik- unni vom fýrstu búðimar opnaðar í Ebeltoft á Jótlandi. Húsin líta út eins og braggar og í hveijum bragga búa 35 manns, sem deila baðherbergi, klósettum og eldhúsi með tveimur eldavélum, þar sem þeir elda sjálfír. Plássið er ekki yfír- þyrmandi, en hjartarýmið vonandi því meira. Fjögurra manna fjöl- skylda hefur 13 fermetra herbergi, með fjórum rúmum, borði og fjómm stólum og ekki öðm. Hver fullorðinn fær um 2.500 íslenskar krónur í fæðispeninga á viku, böm upp að fjórtán ára fá um 1.600 krónur. Þar við bætist tæpar 2.000 krónur í vasapeninga á viku fyrir hvem fullorðinn, böm fá um 300 krónur. Eftir fímm mánaða dvöl fær hver og einn um 1.700 krónur á mánuði í fatapeninga. Flóttamenn í setuverkfalli Fyrir skömmu neitaði hópur flóttamanna að flytja sig úr einum búðum í aðrar. Þeim hafði verið tilkynnt með nokkurra klukku- stunda fyrirvara að þeir yrðu að rýma búðirnar, þar sem hver fjöl- skylda hafði herbergi og flytja á annan stað, þar sem allir áttu að sofa saman í einum stómm sal. Þessi hópur hafði verið fluttur fjór- um eða fímm sinnum á nokkmm mánuðum og fólkið var aðframkom- ið, bömin rótlaus og öllum leið illa. Þetta er því miður ekki eina dæmið um að skipulagið sé ekki alltaf eins og best verður á kosið. Lanija Tanovic er bosnísk kona, sem er gestaprófessor við Hafn- arháskóla um þessar mundir. Eftir að hún hafði kynnt sér aðbúnað landa sinna hér sá hún að ýmislegt mætti betur fara, án þess það kost- aði meira. Hún reyndi í nokkra mánuði árangurslaust að ná sam- bandi við Birte Weiss, innanríkis- ráðherra, og benda henni á að heppilegra væri að reyna að fá flóttamennina sjálfa til að taka til höndunum í stað þess að allt sé gert fyrir þá. Þeir hafa ekki þörf fyrir að allir dagar séu eins og sunnudagar, segir hún. Eitt vandamálið er skólaganga bamanna. Mismunandi reglur hafa gilt um skólaskyldu bamanna, eftir því hvenær þau koma til landsins. Nú hefur verið ákveðið að þau eigi öll að ganga í skóla, en þeim verð- ur kennt á eigin máli og með eigin námsefni, því skólagangan miðast ekki við að innlima þau í danskt samfélag. Þau komast vonandi heim á endanum. Lanija Tanovic benti á að kennsla sé eitt af því sem flótta- mennirnir sjálfír ættu að fá stuðn- ing við að koma á. Ýmis dagleg störf gætu líka verið viðfangsefni flóttamannanna sjálfra. Eftir að önnur sjónvarpsstöðin sagði frá ár- angurslausum tilraunum hennar til að ná fundum ráðherrans tókst það loksins og ráðherrann hyggst reyna að nýta ábendingar gestsins til að bæta aðbúnað flóttamannanna og þær geta líka falið í sér spamað fyrir gestgjafana. Bæjarbúarnir sem mótmæltu komu og seinna brottför flóttamannanna Sambúð innfæddra og flótta- mannanna er upp og ofan. í fyrra komst danskt þorp í fréttimar, því þar mótmæltu íbúamir hástöfum að fá flóttamannabúðir í nágrennið. Blaðamenn fóru unnvörpum í heim- sókn í bæinn til að hitta fyrir þetta ógestrisna fólk og ábyrgir Danir spurðu sig hvers lags hegðun þetta væri eiginlega. Mótmæli bæjarbúa voru þó virt að vettugi, en nú mót- mæltu íbúarnir aftur. í þetta skipt- ið af því þeir vilja ekki missa flótta- mennina. Það stóð nefnilega til að senda þennan hóp á brott til að rýma fyrir öðrum hóp. íbúamir segja hins vegar að það sé ómann- eskjulegt, því það fari vel á með þeim og flóttamönnunum. Þeir við- urkenna fúslega að þeim hafi skjátlast í upphafí. Nú hafí þeir kynnst flóttamönnunum og vilja ekki að þeir þurfí að líða þá pínu að vera rifnir upp með rótum enn á ný. Öðm hveiju er haft í hótunum við flóttamennina og stundum er það meira en orðin tóm. Það var fremur heppni en forsjá að Hels- ingjaeyri komst ekki í heimspress- una fyrr í vetur á sama hátt og Mölln og Solingen í Þýskalandi. Flösku með bensíni var kastað að flóttamannabúðum á Helsingjaeyri. Flaskan sprakk á svölum, þar sem þvotturinn brann, en fjölskyldan sem svaf inni slapp með skrekkinn. Svipað hefur gerst annars staðar. Við einar búðir voru brenndir krossar líkt og viðkomandi hefðu horft á Ku Klux Klan-myndir frá Ámeríku. Þetta hefur orðið til þess að víða í flóttamannabúðum eru einhveijir íbúanna á næturvakt, svo hinir geti sofíð rólega. En önnur hlið mála er sú að Rauði krossinn er að drukkna í umsóknum fólks, sem vill vinna í sjálfboðavinnu í búðunum. Um tvö þúsund störf eru laus og umsækjendum hefur fjölg- að úr fímmtán í þijátíu þúsund á einu ári. Töluvert hefur verið um fréttir af þjófnuðum og innbrotum í ná- grenni við nokkrar flóttamanna- búðir. Sums staðar hefur verið gerð húsleit og þá fundist þýfi fyrir dijúgar upphæðir. Þetta hefur auð- vitað alið á úlfúð í garð flóttamann- anna. Dæmi eru um að flóttamönn- um hafí verið bannað að versla, en flóttamennimir sjálfír hafa reynt hvað þeir geta til að hafa vitið fyr- ir þeim gripdeildarsömu. Fimm eða sex flóttamönnum var vísað úr landi eftir að upp komst um skipu- lögð innbrot og sölu á þýfí. Sem stendur eru haldin nám- skeið fyrir starfsmenn búðanna til að kenna þeim að takast á við þjófnaði og hnupl. Á einhvern hátt þarf að koma flóttamönnunum í skilning um að í Danmörku gilda ákveðnar reglur og venjur, sem þeir verða að laga sig að. Þeir sem standa að námskeiðunum benda einnig á að gera verði flóttamen- inna ábyrgari, svo þeir sjái að sér og láti af þjófnaði og hnupli. Sambúð flóttamannanna inn- byrðis hefur einnig orði fjölmiða- matur, því komið hefur fyrir að slegið hefur í brýnu milli flótta- manna af ólíku þjóðerni. Serbar og Króatar beijast heima fyrir og þeir hafa líka slegist hér. Talað hefur verið um að skilja hópana að, en það er varla rétta leiðin. Betra að flóttamennirnir átti sig á að þeir séu komnir í burtu frá ósköpunum og betra að reyna að ná áttum að nýju í stað þess að festast í hatri og illdeilum. Pjönkur þeirra eru fátæklegar, en flóttamennirnir flytja reynslu sína og minningar Löggjöf fortíðar mótar nýja stjórnarskrá Rússa ÞEGAR mönnum blöskra erfiðleikar Rússa við að færa þjóðfélag sitt til nútímahorfs og tileinka sér ýmsar hugmyndir sem þykja sjálfsagð- ar á Vesturlöndum, er því oft borið við að í raun og veru þekki þjóð- in ekki lýðræði því hún hafi aldrei kynnst því af eigin raun. Og það sé bara ekki við neinu betra að búast þegar menn reyni að feta sig eftir þröngnm stigum lýðræðis, þeir hljóti ærið oft að renna til. En það er önnur hlið á málinu sem sjaldnar er bent á þótt það virðist eiga vel við nú þegar reynt er að koma saman stjórnarskrá og tryggja réttláta skiptingu valds og gæða auk þess að sameina rússneskt gildis- mat og vestræna virðingu fyrir einstaklingsbundnum réttindum. Hún er sú að Rússar kunni mætavel allt aðra siði, sem afneita vestrænum borgaralegum gildum og lagahefð. Valdabarátta Rúslan Khasbúlatov, forseti rússneska þingsins, í ræðustól en þeir Borís Jeltsín, forseti Rússlands og Víktor Tjsernomyrdín forsætisráð- herra fylgjast með. Á stjómlagaþinginu i Moskvu var í vikunni tekist á um drög þau sem fyrir liggja að nýrri stjórnaraskrá Rússlands en litlu er talið skipta hver endanlega útgáfan verður; áhrifin af so- véskri löggjöf á stjórnarskrána verði eftir sem áður greinileg. Þegar Sovétríkin voru stofnuð var Rússaveldi í orði kveðnu þurrkað út af yfírborði jarðar. Ríkið sem tók við átti að byggja á gerólíkum grundvallarviðhorfum og stjórnend- ur þess litu ekki á það sem arftaka Rússneska keisaradæmisins. Eitt augljósasta dæmið um grundvallar- mun á borgaralegum lögum og so- véskum má fínna í skilgreiningunni á glæp. Samkvæmt borgaralegum skilningi á lögum ná þau aðeins yfír verk manna. Enginn er dæmdur fyrir glæp sem hann hefur alls ekki framið: Að dæma mann saklausan er versta rang- læti sem hugs- ast getur sam- kvæmt vest- rænum skilningi. Þetta er dálítið öðruvísi samkvæmt sovéskum lög- um, því einstaklingsbundin sekt eða sakleysi eru þar ekki úrslitaatriði. Orsakir glæpa eru nefnilega ekki einstaklingsbundar heldur liggja þeir í þjóðfélagsafstæðum sem svo eru nefndar, efnahagslegu misrétti og öðru slíku. Þess vegna er ekkert vit í að refsa fátækum bónda sem fremur morð svo dæmi sé tekið. Óðalsbóndinn (kúlakkinn) er hins vegar eins og Pjotr Stútsjka, sem stundum var nefndur faðir sové- skrar löggjafar, orðaði það: „kúgari jafnvel þótt hann hafí ekki formlega framið neinn glæp og tilvera hans ein í sósíalísku þjóðfélagi er til bölv- unar og því næg ástæða til að setja hann í einangrun." Stéttir og félagsgerðir Stútsjka var ómyrkur í máli og þótt viðhorf hans segi ekki alla sög- una um sovéskt réttarfar lýsa þau grundvallarviðhorfunum: Rétti fólks til að vera dæmt af verkum sínum er í raun hafnað, ein- staklingar eru dæmdir samkvæmt hugmyndum vald- hafans um stéttir og félagsgerðir. Þetta höfuðatriði sovésks réttarfars var laganemum við Moskuvháskóla innprentað alveg fram á síðustu ár og af því markast hugarheimur þeirra sem nú takast á um nýja stjórnarskrá Rússlands, því margir þeirra eru einmitt lög- fræðingar. Þess vegna skyldi maður ekki vanmeta áhrifín af sovéskri löggjöf á stjómarskrána sem nú verður látin taka gildi, og þá skiptir í raun engu máli hvort hún líkist meir útgáfu Jeltsíns forseta eða Æðstaráðsins. Takmörkuð tilfinning Rússa fyrir lögum og því hvemig stjórnarskrá setur reglur um lagasetningu og innihald laga vekur enga furðu þeg- ar hugsað er til þess hvernig öllum hefðbundnum skilningi á lögum og réttarfari var snúið við í stjórnartíð bolsjevíka í Rússlandi. En í raun og veru rufu bolsjevíkar ekki rússneska lagahefð að öllu Ieyti þótt þeir af- neituðu hinni borgaralegu af- dráttarlaust. Rússar hafa aldrei látið praktísk- ar reglur, eins og þær sem er að fínna í stjómarskrám vestrænna ríkja, ráða lögum og lagasetningu. Vald Rússakeisara fyrir byltingu var algjört. Þegnar Rússakeisara nutu ekki borgararéttinda í vestrænum skilningi þess orðs. Lög og dóm- skerfí Rússaveldis vom fmmstæð og ekki bætti úr skák að umbóta- vilji var ákaflega takmarkaður. Þeir sem trúðu á byltinguna töldu um- bætur af hinu illa því þær mundu bara tefja fyrír byltingunni, stjómin var of íhaldssöm til þess að raun- verulegar umbætur á réttarfari næðu fram að ganga og þeir sem þó börðust fyrir þjóðfélagslegum umbótum töldu oft að margar gmndvallammbætur kynnu að verða vatn á myllu tiltekinna afla fremur en til bóta fyrir þjóðfélags- heildina. Og af því leiddi að stjórnar- skrá var aldrei baráttumál í Rúss- landi. Óbreytt skilgreining valdsins Þess vegna er það vissulega nýtt að stjómarskrá eigi að leysa úr póli- tískri flækju, eins og þeirri sem stjórnlaus valdabarátta síðustu tveggja ára hefur leitt til. Spurning- in um stjórnarskrá er hins vegar alls ekki ný. Það var talað um stjórnarskrá í Rússlandi alla 19. öldina og í Sovétríkjunum var vissu- Iega stjórnarskrá. Én stjórnarskrár í rússneskum skilningi áttu alltaf að tryggja ákveðin valdahlutföll eða festa vald tiltekinna afla í sessi. Þannig er stjórnarskrá sósíalísks ríkis skilgreind í Sovésku alfræði- orðabókinni sem grundvallarlög um völd hins vinanndi fólks öðm frem- ur. Skilgreining valdsins breyttist nefnilega furðu lítið í Rússlandi við hina miklu Októberbyltingu, eins og hún var lengi kölluð hér á landi. Alræðisvald keisarans varð á fáein- um ámm alræði öreiganna og aug- ljóslega lætur alvaldur ekki stjóm- arskrá takmarka vald sitt, hvort sem þar er keisari eða „öreigar" á ferð. Ráðaleysi Rússa yfír stjórnarskrá sinni á ábyggilega rætur að rekja til lítils skilnings á lýðræði. En það er ekki síður hægt að skýra það með alltof staðgóðri þekkingu á al- ræði. Eins og ýmsir sérfræðingar um lög og réttarfar hafa verið að benda á síðustu daga, eftir að stjórn- arskrársamkundan settist að störf- um hér í Moskvu, er í báðum stjórn- arskráruppköstum að finna allskon- ar vandræðalega kafla sem tæplega eiga heima í stjómarskrá, til dæmis áminning til foreldra um að hugsa vel um börn sín, fólk er hvatt til að svíkja ekki undan skatti og fleira i þeim dúr. Með öðrum orðum hún er full af siðferðilegum áminningum sem tengjast alls ekki lögum og við- urlögum. í báðum uppköstum er sömuleiðis kveðið á um nefndir og ráð sem eigi að tryggja réttlæti á ýmsum sviðum og öryggi borgar- anna gagnvart fjármálastofnunum, BAKSVID Jón Ólafsson skrifar frá Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.