Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 KNATTSPYRNA Puskas sýn- ir ungum aðdáendum sínum og Real Madrid list- ir sýnar Tneðan hann var upp á sitt besta. Leikmaður með slíkan vinstri fót hefurekkert með þann hægri að gera, vareittsinn sagt um hann Nýleg mynd af Puskas í sýningar- leik; kílóun- um hefur fjölgað en vinstri fót- urinn gælir enn við knöttinn. Skopti Hallgrímsson tók samon. FERENC PUSKAS: dýrðarljóma stafar af nafninu í hugum margra knattspyrnuáhugamanna. Þessi ungverski töframaður er án efa einn sá allra snjallasti sem komið hef ur fram á sjónar- sviðið, en hann var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugn- um. Eftir glæsilegan feril með Honved og landsliðinu, bjuggust margir við að Puskas hyrfi af sjónarsviðinu eftir uppreisnina í heimalandi hans 1956. Hann var á keppnisferð í Suður Amer- íku með Honved er uppreisnin átti sér stað, og ákvað að snúa ekki heim. En hann var aldeilis ekki dauður úr öllum æðum; Puskas settist að á Spáni og lék snilldarlega með liði Real Madrid, sem m.a. varð einu sinni Evrópumeistari og Spánar- meistari fimm ár í röð. Hann varð spænskur ríkisborgari og lék þrívegis fyrir hönd þjóðarinnar. Áður átti hann að baki 84 lands- leiki fyrir Ungverjaland, og hafði skorað í þeim hvorki fleiri né færri en 83 mörk! Eftirfall kommúnismansfyrir nokkrum miss- erum snéri Puskas á ný til heimalandsins og eftir slakt gengi ungverska landsliðsins ífyrstu leikjum undanriðils heimsmeist- arakeppninnar var hann fenginn til að stjórna liðinu. Hann kem- ur því hingað til lands í kvöld, og stýrir liði sínu gegn því ís- lenska á Laugardalsvelli á miðvikudag. Ferenc Puskas fæddist í Búda- pest 2. apríl 1927 og er því nýorðinn 66 ára. Mörgum þótti satt að segja undarlegt á sínum tíma hversu snjall knattspyrnumaður hann var. Staðreyndin er nefnilega sú að hæfileikar hans voru talsverð- um takmörkunum háðir; hann þótti frekar í þyngra lagi og virkaði oft ekki í nægilega góðri æfingu, hann var lélegur skallamaður og notaði hægri fótinn helst ekki nema nauð- beygður! En sá vinstri; ja - líklega er best að segja að það hafí verið ótrúlegt hvað Puskas gat gert með vinstri fætinum. Einhvem tíma var sagt um hann að knattspymumaður með þvílíkan vinstri fót hefði akkúr- at ekkert með þann hægri að gera! Leikni vinstri fótarins, nákvæmni og skotkraftur, að viðbættu frá- bæm auga fyrir samleik, gerðu „valhoppandi herforingjann" eins og Puskas var kallaður, að einum dáðasta knattspyrnumanni allra tíma. Snilld vinstri fótarins má rekja til fátæktarinnar Puskas byrjaði að leika með ung- verska 1. deildarfélaginu Kispest 16 ára að aldri og hóf þegar að hrella markverði með þmmuskotum sínum. Og allt gerði hann með vinstri... Puskas var einhveiju sinni spurður að því hvers vegna hann notaði nánast aldrei hægri fótinn, þegar knötturinn væri annars veg- ar. Svarið var á þá leið að faðir hans hefði á sínum tíma ekki haft efni á því að kaupa nema eitt par af skóm handa sonum sínum tveim- ur. Einhverra hluta vegna notaði bróðirinn ætíð vinstri, skóinn og Puskas þann á hægri fótinn, og til að skemma ekki skóinn brúkaði hann aðeins vinstri fótinn þegar þeir léku sér í knattspyrnu — sem var auðvitað daglegt brauð. Hann varð því einn „einfættasti" knatt- spymumaður sem sögur fara af, en það skipti engu máli. Puskas lék fyrsta landsleikinn 1945. Þremur ámm síðar, 1948, varð hann markahæsti leikmaður ungversku 1. deildarinnar með 50 mörk. Árið eftir gripu stjómvöld í taumana; Kispest var gert að liði hersins, nafninu breytt í Honved og bestu leikmönnum landsins gert að ganga til liðs við félagið. Honved hafði vitaskuld á að skipa langbesta liði landsins og landslið Ungveija- lands var stórkostlegt. Puskas var fyrirliði þess er Ungveijar sóttu Englendinga heim á Wembley árið 1953; í leik sem skráður er á spjöld sögunnar. Englendingar höfðu aldr- ei tapað landsleik á heimavelli, en Ungveijar tóku þá hreinlega í kennslustund í þetta skipti. Sigmðu 6:3, Puskas fór á kostum og skor- aði tvívegis. Fyrra mark hans þótti með ólíkindum; hann fékk knöttinn í þröngri stöðu og snéri baki í mark- ið. Enski fyrirliðinn, hinn kunni Billy Wright, kom aðvífandi en Puskas plataði hann upp úr skón- um; dró knöttinn snöggt til baka með sólanum, og þmmaði í markið framhjá Merrick markverði — allt, að því er virtist, í einni eldsnöggri hreyfíngu! Menn áttu ekki orð. Og varla heldur yfír leik ungverska liðsins í heild; Englendingar höfðu aldrei séð annað eins. Ungverska liðið var talið það besta í heimi, og sýndi Englendingum fram á það, ári síðar á Nep-leikvanginum í Búdapest, að sigurinn á Wembley var engin tilviljun. Úrslitin á Nep, skömmu fyrir úrslitakeppni HM, urðu 7:1 og Puskas gerði aftur tvö mörk. Aðeins eitt tap, en... Ungverska liðið náði ótrúlegum árangri; það sigraði í 43 leikjum Stórhættulegur Puskas með knöttinn í landsleik. Hann gerði 83 mörk i 84 landsleikjum, sem er ótrúlegt afrek. Margir töldu hann ekki hafa yfir miklum hraða að ráða, en Puskas sagðst geta hlaupið „nógu“ hratt. Það sem skipti mestu máli væri að knötturinn gengi hratt á milli manna, — helst I einni snertingu — ekki hvað leikmennimir sjálfir væru fþ'ótir í förum. „En ef ég þarf að spretta ur spori þá geri ég það,“ var eitt sinn haft eftir honum. af 51 frá því í júní 1950 þar til í nóvember 1955. Liðið gerði 220 mörk gegn 58, skoraði í öllum leikj- unum og tapaði aðeins einum. En þessi eini var sá sem öllu máli skipti; úrslitaleikur heimsmeistarakeppn- innar í Sviss 1954. Ungveijar voru að sjálfsögðu taldir sigurstrangleg- astir, en Þjóðveijar — sem taldir voru líklegastir til að standa uppi i hárinu á „ungversku undrunum" eins og þeir voru gjaman nefndir — sigmðu í viðureign liðanna í úrslita- leiknum, 3:2 eftir að Ungveijar höfðu komist í 2:0 og Puskas gert fyrsta mark leiksins. Margir eru á því að ungverska liðið á þessum tíma sé það besta sem aldrei náði því að verða heimsmeistari. Liðin mættust í riðlakeppninni og Ungveijamir sigmðu þá 8:3. Puskas meiddist í þeim leik; varnar- maðurinn Wemer Liebrich braut illa á honum með þeim afleiðingum. Snillingurinn var þó með í úrslita- leiknum; krafðist þess sjálfur, þrátt fyrir að hann væri ekki orðinn full- komnlega góður af meiðslunum og margir landar hans kenndu Puskasi um tapið. Hann var nefnilega mjög umdeildur í heimalandinu á sínum tíma — almenningi þótti hann á stundum ekki koma vel fyrir inni á vellinum, hann átti það til að skamma samheijana meira en góðu hófí gegndi og oft var baulað á hann af áhorfendapöllunum af þeim sökum. En tíminn læknar öll sár og nú muna Ungveijar ekki eftir þessu... Undirritaður sannreyndi það í Ungveijalandi á síðasta ári að meðal knattspyrnuáhugamanna er hann í það minnsta í guðatölu. Örlögin gripu í taumana Puskas réði því sem hann vildi hjá Honved og landsliðinu á þessum árum. Hann virtist stundum ekki í nægilegra góðri æfíngu, sem fyrr segir, og það áttu knattspyrnuunn- endur erfítt með að fyrirgefa hon- um, þrátt fyrir allt. Hann átti það til að standa á miðjum vellinum og ausa skömmum yfír samheijana. Hann var kóngur í ríki sínu, og eftir vonbrigðin á HM í Sviss — er Puskas var 27 ára — óttuðust marg- ir að hann ætti ekki langan tíma eftir á toppnum. En örlögin gripu í taumana. Hann var erlendis í upp- reisninni 1956, og snéri ekki heim sem fyrr segir, þrátt fyrir að hafa átt talsverðar eignir þar, m.a. glæsi- legt hús í höfuðborginni. Margir eru á þeirri skoðun að hefði hann hald- ið áfram að leika heima fyrir hefði hann ekki náð lengra. Puskas reyndi að komast að á Ítalíu, en þarlendir töldu hann of gamlan og útbrunninn. Forráðamenn Real Madrid voru á öðru máli, greiddu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.