Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SÚNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 43 honum tíu þúsund bandaríkjadali fyrir að koma og sáu svo sannar- lega ekki eftir því. Þetta var haust- ið 1958, Puskas hafði sem sagt ekki leikið í tvö ár, og í fyrstu virk- aði hann ekki sannfærandi með Real. En það átti eftir að breytast. Leikmaðurinn sem hagaði sér eins og honum sýndist heima fyrir hætti að skamma samheijana og segja þjálfaranum fyrir verkum. Tók at- vinnu sína alvarlega, einbeitti sér að verkefnunum og árangurinn lét ekki á sér standa. Fyrir hjá Real var argentínski snillingurinn Alf- redo di Stefano — sem var sannkall- aður kóngur þar á bæ, og honum lynti satt að segja ekki við hvern sem er, og illa við alla sem ógnuðu veldi hans. Alla nema Puskas. Þeir náðu vel saman og seinni kaflinn á ferli Ungveijans var enn glæsilegri en sá fyrri, þótt fyrirfram hefðu fáir trúað að það væri mögulegt. Snillingar Lið Real varð spænskur meistari fimm ár í röð, frá 1961 til 1965, og Evrópumeistari 1960. Liðið mætti Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi í einum sögulegasta úrslitaleik keppninnar. Liðin í keppninni þetta árið þóttu mörg hver frábær. Real Madrid lagði Barcelona í undanúrslitum, sigraði 3:1 bæði heima og að heiman og í hinni undanúrslitaviðureigninni sló Eintracht út lið Glasgow Rangers. Gjörsigraði skoska liðið fýrst á heimavelli, 6:1, og sigraði svo 6:3 í Skotlandi — samanlagt 12:4! Mót- heijar spænska liðsins í úrslitunum voru því engir aukvisar. En leik- mönnum Real héldu engin bönd; þeir sigruðu 7:3 þar sem Ungveijinn og Argentínumaðurinn fóru hrein- lega hamförum. Puskas gerði fjögur mörk og „maestro" di Stefano þijú. Leikurinn þótti ótrúleg knatt- spyrnusýning. Þýska liðið var sterkt, en átti enga möguleika að þessu sinni. Og 127.000 áhorfend- ur, sem voru saman komnir á Hampden Park í Glasgow, hylltu leikmenn spænska liðsins vel og lengi á eftir. Real lék aftur til úrslita í Evrópu- keppninni 1962 og 1964. Liðið tap- aði í fyrra skipti fyrir Benfica, þrátt fyrir að Puskas gerði þijú mörk, og í seinna skiptið var það ítalska liðið Inter sem hafði betur í viðureign- inni gegn Real. Puskas lagði keppnisskória á hill- una árið 1966, kominn fast að fer- tugu. Hann starfaði sem þjálfari á tímabili og kom gríska liðinu Panat- hinaikos t.d. í úrslit Evrópukeppn- innar árið 1971. Hann bjó í Ástral- íu um árabil, þjálfaði meistaralið landsins og var ráðgjafí hjá lands- liðinu Eftir að hann flutti heim á ný fór hann að vinna fyrir ung- verska knattspymusambandið, og þegar þjálfari landsliðsins var látinn fjúka vegna slakrar frammistöðu liðsins, var Puskas beðinn að taka við. Hann lét tilleiðast, en það á eftir að koma í ljós hvort hann nær að koma skútunni á réttan kjöl. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-ÚRSLIT Jordan frábær „Við lékum vel en Chicago enn betur og sýndi hvers vegna liðið er meistari," sagði Paul Westphal, þjálfari Phoenix. Phoenix byijaði nokkuð vel og Barkley gerði 12 stig í fyrsta leik- hluta og leiddi eftir hann, 29:28. Chicago tók leikinn í sínar hendur í öðrum leikhluta og hafði 14 stiga forskot í leikhléi, 43:57. Barkley hafði þá gert 25 stig og Jordan 19. Heimamenn komu ákvenir inn í þriðja leikhluta og gerðu 10 á móti tveimur stigum Bulls. Phoenix náði aðeins einu sinni að komast yfir eft- ir annan leikhluta, í stöðunni 91:89 í fjórða leikhluta. Leikurinn var í járnum þar til í stöðunni 95:96 að Jordan tók til sinna ráða og setti 10 stig í röð og gerði út um Ieikinn. „Ég held að sólin komi upp hjá okkur á morgun [í dag]. Ég ætla að horfa á hana koma upp. Þetta er ein af þeim nóttum sem þú getur ekki sofið,“ sagði Charles Barkley. „Það er alveg ljóst að við verðum að vinna næsta leik.“ Næstu þrír leikir fara fram í Chicago og þurfa meistararnir að vinna tvo þeirra til að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð. MICHAEL Jordan gerði 42 stig og sýndi enn einn stórleikinn í fyrrinótt er meistarar Chicago Bulls unnu Phoenix Suns 111:108 í öðrum leik liðanna í úrsiitum um NBA-titilinn. Chicago hefur því unnið báða leikina í Phoenix og fer nú heim með tvo vinninga og getur tryggt sér „heimsmeistaratitiiinn11 þriðja árið í röð aðfara- nótt fimmtudags. Þriðji leikur liðanna verður í kvöld og hefst kl. 23.00. sá eini í heimaliðinu sem eitthvað hvað að. Jordan var óumdeilanlega „kóngurinn" á vellinum og var hreint út sagt stórkostlegur. „Þetta var yndislegur sigur fyrir okkur. Leikurinn var eins góður og þeir gerast bestir — frábær leikur,“ sagði Phil Jackson, þjálfari Chicago. „Það var eins og leikurinn snérist okkur alltaf í hag er þeir voru að nálgast." „Við áttum möguleika," sagði Paul Westphal, þjálfari Phoenix. „Okkar strákar höfðu mikið fyrir þessu, en það var eins og heilladísirn- ar væru ekki á okkar bandi. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir þennan leik. Við lékum vel en Chicago enn betur og sýndi hvers vegna liðið er meistari." Kevin Johnson náði sér ekki á strik í þessum leik frekar en þeim fyrri og munar um minna. Hann hitti að- eins úr tveimur skotum af átta. B.J. Armstrong fékk það hlutverk að gæta hans og gerði það með mikilli prýði. Horace Grant og Scottie Pip- pen léku einnig mjög vel fyrir meist- arana. Grant gerði 24 stig, Pippen 15 og tók auk þess 12 fráköst eins og Jordan og átti 12 stoðsendingar. Danny Ainge gerði 20 stig fyrir Phoenix, þar af þijár þriggja stiga körfur og Dan Majerle gerði 13. Reuter Táknrænt fyrir leik liðanna í gær. Charles Barkley missir hér boltann og Michael Jordan fylgist með eins og gammur yfir hræi. Chicago gerði það sem engu liði hefur tekist áður í sögu NBA- deildarinnar að vinna tvo fyrstu úti- leikina í úrslitum. Charles Barkley var besti leikmaður Phoenix og gerði 42 stig eins og Jordan og tók auk þess 13 fráköst. Hann var reyndar Michael Jordan lék eins sá sem valdið hefur. Hér skorar hann án þess að Kevin Johnson og Charles Barkley koma nokkrum vömum við. Scottie Plppen átti mjög góðan leik fýrir Chicago Bulls. Hann náði „þrennu“ — gerði 15 stig, tók 12 fráköst og átti 12 stoðsendingar. Til Kaupmannahafnar Daglega* * kl. 08:30 og kl. 13:35 *laugardaga eilt flug kl. 08:30 Til Hamborgar Daglega* kl. 08:30 og kl. 13:35 *laugardaga ehtjlug kl. 08:30 Frá Hamborg Daglega* kl. 08:50 og kl. 17:40 *sunnudaga eitt flug kl. 17:40 Frá Kaupmannahöfn Daglega* kl. 10:30 og kl. 19:30 *sunnudaga eitt flug kl. 19:30 Flogið er til og frá Hamborg með við- komu í Kaupmannahöfn. í Kaupmanna- höfn býðst tengiflug með SAS úl annarra borga á Norðurlöndum, til annan a Evrópulanda og til Asíu. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrif- stofumar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18.) FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.