Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK mmmmtm. .rflNÍ 1993 Iri \ /^er sunnudagur 13. júní sem er 164. dagur ársins 1993.1 s. e. trínitatis. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 0.33 og síðdegisflóð kl. 13.13. Fjara er kl. 6.52 og kl. 19.22. Sólarupprás í Rvík er kl. 2.59 og sólar- lagkl. 23.58. Sól er í hádegisstað kl. 13.28 ogtungliðí suðri kl. 8.10. (Almanak Háskóla íslands.) Ég vona á Drottin, sál mín vonar, og hans orðs bíð ég. (Sálm. 130,5.). ÁRNAÐ HEILLA Völvufelíi 48, verður sjötíu og fímm ára á morgun, 14. júní. Hún tekur á móti gestum í dag, sunnudag, frá kl. 16-19 í kaffísal Fella- og Hólakirkju í Breiðholti. Eigin- maður hennar var Sigurður Guðmundsson. Hann lést árið 1977. málafrömuður í Vest- mannaeyjum, verður sextug- ur á morgun, 14. júní. Páll dvelur á afmælisdaginn á Honolulu Prince Hótel á Hawaii, ásamt bróður sínum Sigtryggi og heldur upp á afmælisdaginn með tilheyr- andi hátíðarhöldum og dansi þarlendra kvenna. FRÉTTIR/MANNAMÓT FRÉTTIR BRÚÐUBÍLLINN. Sýningar Brúðubílsins verða í dag í Húsdýragarðinum kl. 15 og á morgun kl 10 í Brekkuhúsi og kl. 14 í Árbæjarsafni. Sýnt verður leikverkið Nú gaman, gaman er. Nánari uppl. gefa Helga í s. 25098 og Sigríður í s. 21651. TANNSMIÐIR. Kaffíkvöld verður nk. þriðjudag kl. 20.30 í Komhlöðunni, Bankastræti. Mætum öll. FÉLAG eldri borgara Kópavogi. Spilað verður bingó í dag í Félagsmiðstöð- inni Gjábakka, Fannborg 8, kl. 15. Húsið er öllum opið. FÉLAG eldri borgara í Reykjavík. Brids, tvímenn- ingur kl. 13, félagsvist kl. 14 í Risinu. Dansað kl. 20 í Goð- heimum. Mánudag opið hús í Risinu kl. 13-17. Frjáls spila- mennska. FÉLAGSSTARF aldraðra Hafnarfirði. Sýning á mun- um sem eldri borgarar hafa unnið í vetur verður að Hjalla- braut 33 sunnud. og mánud. kl. 14-16. Allir velkomnir. KIRKJA SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. SELJAKIIÍKJA: Mömmu- morgunn. Hittumst í Fjöl- brautasundlauginni kl. 10 þriðjudagsmorgun. MINNINGARKORT MINNIN G ARKORT Líkn- arsjóðs Áslaugar K. P. Maack Kópavogi, eign Kvenfél. Kópavogs, eru seld í pósthúsinu Kópavogi, hjá Sigríði Gísladóttur Hamra- borg 14, s. 41286, Öglu Bjarnadóttur Urðarbraut 3, s. 41326 og hjá Helgu Þor- steinsdóttur Ljósheimum 12, Rvík. s. 33129. KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 mjög góða, 5 anda, 8 lands, 9 bárum, 11 trufla, 14 fæða, 15 dirfist, 16 nemur, 17 slæm, 19 skyld, 21 talið ósennilegt, 22 gisti, 25 keyra, 26 stefna, 27 ferskur. LÓÐRÉTT: 2 gljúfur, 3 spils, 4 vesælli, 5 dansleikur, 6 hæða, 7 ílát, 9 gefa upp alla von, 10 áfallið, 12 fótsporin, 13 ákveður, 18 auðvelt, 20 komast, 21 bókstafur, 23 líkams- hluti, 24 bardagi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 gómum, 5 skáli, 8 nefna, 9 haldi, 11 örkin, 14 nær, 15 feyra, 16 leggi, 17 róa, 19 ótal, 21 aðra, 22 sætindij 25 set, 26 ána, 27 rói. LÓÐRETT: 2 ósa, 3 und, 4 meinar, 5 snörla, 6 kar, 7 lúi, 9 hofmóðs, 10 leynast, 12 kúgaðir, 13 neitaðir, 18 ólin, 20 læ, 21 AD, 23 tá, 24 Na. Þið verðið þá að lofa því að hætta allri óþægð ormarnir ykkar . . . Kristniboðar sem starfa í Afríku í heimsókn í Stykkishólmi Hjálparstarfið í Konsó hefur borið árangur Stykkishólmi. Kristniboð GUÐLAUGUR Gunnarsson segir frá kristniboðsstarfinu í Konsó. Morgunblaðið/Ámi Helgason KRISTNIBOÐARNIR Guðlaugur Gunnarsson og Skúli Svavarsson komu til Stykkishólms helgina 17. og 18. apríl sl. og héldu tvær sam- komur í kirkjunni, boð- uðu Guðs orð og sögðu frá kristniboði í Afríku. Á þessu ári eru liðin 40 ár síðan fyrstu kristniboð- arnir héldu til Eþíópíu. I tilefni þess spurði frétta- ritari þá um árangur o.fl. Guðlaugur og Skúli sögðu að starfið í Konsó hefði borið mikinn árangur. Það hefði t.d. enginn skóli verið eða sjúkraaðstaða, hvað þá annað, fóikið í helj- argreipum andatrúar og töframenn höfðu mikil völd. Nú væri þar stór söfnuður, 17 þúsund manns og skóli undir stjórn heimamanna. Skólastjóri og kennarar fengju fyrstu menntun í þessum skóla. Sama gilti um hjúkrun, þar væru inn- lendir að störfum og inn- lendur hjúkrunarfræðingur stjómaði heilsugæslustöð- inni í Konsó. Guðlaugur var inntur eftir hans vem meðal hinna innfæddu. Hann seg- ir: — Fyrir 5 árum fór ég ásamt fjölskyldu og nam land í Voitodalnum. Hann er í Suður-Afríku. Við urð- um að búa 6 mánuði í tjöld- um og síðan í strákofa í 3 ár. Allt var mjög fmm- stætt. Siðir fóiks og menn- ing er þama að mestu ósnortin Fólkið veit um ein- hvem guð, sem skapaði það, en telur hann hafa gleymt sér, eða sé svo íjar- lægur, að það þýði ekkert að biðja hann. Trúarbrögðin einkennast af ótta við anda forfeðranna. Hræðilegir siðir tengjast trú þeirra. Börn eru borin út, skilin eftir úti á víðavangi villidýr- um að bráð, ef rétt skilyrði em ekki fyrir hendi við fæðingu þeirra, o.s.frv. Og þetta er gert til að forðast hefnd og bölvun illu and- anna. Stundum er börnum varpað fyrir björg eða þeim kastað í fljótið til krókódíl- anna. Er móðurástin ekki meiri? spyr fréttaritari. — Jú, það vantar ekki að foreldrar elski bömin sín og þyki sárt að missa þau. En óttinn við hina ægilegu hefnd forfeðraandans eru öllu sterkari og það mótar líf fólksins. Ég hef rætt við fólkið um að lofa bömunum að lifa en það stoðar ekk- ert. Það eina sem hefir raunverulega getað leyst fólk undan óttanum við bölvun andans er trúin á frelsarann Jesúm Krist, og þeir sem hafa gefíst Jesú, hafa losnað og þetta vinnst með tíð og tíma. Hjálpar- starfíð og annað sem þarna hefír verið unnið hefir borið ótvíræðan árangur. Nokkrir öldungar hafa sagt við mig: „Áður var dauðinn daglegt brauð hérna, en nú deyr varla nokkur hjá okkur. Lít- ið á barnahópinn. Nú stækkar hópurinn sem fær að lifa.“ — Það er mikil fjölgun í kristilegu söfnuðum og inn- fæddir hafa þar næg verk- efni. Menningarlíf er vakn- að og Drottinn hefir blessað og varðveitt starfíð, segir Guðlaugur, og kristniboðið er að hjálpa jafnt í andlegri neyð á sama hátt og frelsar- inn gerði. Það er dásamiegt að taka þátt í þessari miklu vakningu og ég er þakklát- ur öllum þeim sem hafa lagt þessu máli lið. Ég sendi því velunnurum innilegar kveðjur og þakkir. Þetta voru seinustu orð sem Guðlaugur mælti við undirritaðan, sem óskar starfínu alls góðs. - Árni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.