Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 28
-28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 t Systir okkar, MAGNÝ GUÐRÚN BÁRÐARDÓTTIR, Buöulæk 2, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 15. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Jón H. Bárðarson, Salóme B. Bárðardóttir, Sigurður Ó. Bárðarson, Þorsteinn Sigurðsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ELÍN ÞORKELSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður Háteigsvegi 28, sem andaðist þann 8. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu þriðjudaginn 15. júní kl. 15.00. Þorkell Jóhannesson, Vera T ómasdóttir, Jóhanna J. Thorlacfus, Ólafur Thorlacfus, barnabörn og barnabarnabörn. Útför HEIÐAR BALDURSDÓTTUR sérkennara og rithöfundar, sem lést í Landspítalanum 28. maí sl., verður gerð frá Bústaða- kirkju mánudaginn 14. júní kl. 13.30. Ómar Sævar Harðarson, Brynhildur Ómarsdóttir, Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir, Þórey H. Kolbeins, Baldur Ragnarsson, Ragnar Þorsteinsson, Ragnar Baldursson, Lára Baldursdóttir, Halldór Baldurssonr Dagný Jónsdóttir, Hörður S. Óskarsson og fjölskyldur. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÓLAFSSON frá Vindheimum í Tálknafirði, sfðast bóndi á Kirkjubóli f Arnarfirði, til heimilis á Arnartanga 63, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 15. júní kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á félag nýrnasjúkra. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVEINN FINNSSON, lögfræðingur frá Hvilft, er lést þann 7. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. júní kl. 10.30. Herdís Sigurðardóttir, Guðlaug Sveinsdóttir, Benedikt Hauksson, Jóhann Sveinsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Herdfs Sveinsdóttir, Rolf E. Hansson, Finnur Sveinsson, Þórdís J. Hrafnkelsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR frá Hausthúsum, Glaðheimum 14, verður jarðsungin frá Áskirkju mánu- daginn 14. júní kl. 13.30. Gfsli Sigurgeirsson, Sigurgeir Gfslason, Sigríður Danfelsdóttir, Bjarnheiður Gísladóttir, Friðgeir Þorkelsson, Magnús Gíslason, Birna Jóhannsdóttir, Jóna Frfða Gfsladóttir, Sævar Garðarsson, Alda S. Gísladóttir, Jóhannes Bekk Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. lífssýn þeirra sömu gerðar. Dætrum sínum, Brynhildi og Þóreyju, var Heiður ástrík móðir og vinur. Miss- ir allra ástvina hennar er mikill. Sár söknuður. En minnumst þess að nýir dagar koma með nýtt ljós, ljóð og blóm. Ég votta Ómari, Brynhildi og Þóreyju, foreldrum Heiðar, systkin- um, vinum og ættingjum öllum, djúpa samúð. Hólmfríður Sigurðardóttir. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr ið sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Ástkær bróðurdóttir mín, Heiður Baldursdóttir, er látin iangt fyrir aldur fram. Þetta kvæði úr Háva- málum á svo sannarlega erindi í minningargrein um Heiði. Sá góði orðstír sem hún gat sér í lifanda lífí mun aldrei deyja. Þung sorg er í bijóstum okkar allra skyldmenna hennar á þessum fyrstu dögum sumars. Heiður lést aðeins þremur dögum fyrir 35 ára afmæli sitt, 31. maí — baráttu henn- ar við krabbameinið var lokið. Ég átti bágt með að trúa því að ævidög- um hennar væri senn að ljúka jafn stórkostlega sem hún bar sig og barðist sem hetja allt til enda. Heið- ur var hetja, en hetjur falla líka. Allt sem hún tók sér fyrir hendur meðan hún lifði, gekk henni undur vel. Hún var skarpgáfuð og mann- kostir hennar voru miklir. Henni létu ritstörf vel og bamabækumar hennar streymdu frá henni hver á fætur annarri. Handrit síðustu bók- ar hennar er komið í vinnslu í Vöku- Helgafelli en við það lauk hún eftir áramót er hún kom aftur heim frá Bandaríkjunum, sárþjáð. Ég minnist atviks frá unglingsár- um Heiðar. Ég tók að mér að klippa síða fallega hárið hennar eftir ferm- inguna. Þegar klippingunni lauk þá varð eftir gullfallegur hrokkinkollur, svo mjög hrökk jarprauða hárið hennar í liði við það að vera klippt. Elsku Ómar og dætumar tvær, Brynhildur og Þórey, guð gefí ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Elsku pabbi minn, sárt er fyrir þig að sjá á eftir bamabaminu þínu. Við skul- um hugga okkur við að hennar bíði ennþá stærra hlutverk hinum megin og amma Sigríður, Lára amma og Halldór afí hafí vafíð hana örmum þegar hún fór yfír landamæri lífs og dauða. Ég get ekki lokið þessari minn- ingargrein án þess að minnast sér- staklega á elskulega mágkonu mína, Þóreyju, sem stóð eins og klettur við hlið dóttur sinnar í hennar erfíðu veikindum og vék vart frá rúmi hennar síðustu dagana sem hún lifði. Elsku Baldur minn og Þórey, erf- iðum tíma er lokið, styrkur var ykk- ur gefínn meðan á honum stóð. Systkinum Heiðar, þeifn Ragnari, Halldóri, Lám, fjölskyldum þeirra og aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Með þessum orðum kveð ég elsku Heiði frænku mína, með þökk fyrir þann gleðigjafa sem hún var okkur Blömastofa Friðfinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öll kvöld tilkl. 22,- einnig um helgar. öllum, með þökk fyrir fallegu minn- ingargreinina sem hún skrifaði um Sigríði ömmu sína í haust og hressi- leikann sem hún ávallt bar með sér. Minningin um hana Heiði mun ávallt lifa. Nanna Ragnarsdóttir. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Þessi orð eru brot úr ljóðinu „Þú gekkst mér við hlið“. Orð að sönnu fyrir okkur sem vorum svo lánsöm að starfa með Heiði og eiga hann að vini. Þessa stórbrotnu konu sem einkenndist af orku, eljusemi og brennandi áhuga. Hún hafði svo sannarlega sterk áhrif, áhrif á okk- ur starfsfélagana, á skólann, á nem- enduma og ekki síst á faglegu hlið málanna. Hún átti neistann sem til þurfti. Ekkert var ómögulegt að hennar áliti, alltaf til leið. Hennar þurfti bara að leita, bæta hana og breyta. Hún gafst aldrei upp og með hennar fijóu vangaveltum varð hvert daglegt starf að markvissu rannsóknarstarfi. Virðing hennar fyrir hveijum nemanda sem einstaklingi endur- speglaðist meðal annars í því að hún leitaði stöðugt að því besta. Það var upplifun að fylgjast með Heiði í kennslunni. Hún aflaði sér allra mögulegra upplýsinga um það sem að gagni gæti komið. Hún hreif nemenduma með sér, því hjá henni átti kennslustundin að vera skemmtilegur leikur. Heiður er okkur líka ógleyman- legur félagi og áttum við margar gleðistundir saman: Fræðslu- og skemmtiferðir utan bæjar og innan, þar sem hún m.a. reyndi af eldmóði að kenna okkur hinum á gítar. Heimspekilegar umræður á rabb- kvöldum. Söngur við gítarleik og kertaljós, þar sem sungnir voru verkalýðs- og baráttusöngvar, hug- ljúf tónlist og skólalög. Aldrei lauk svo samkomu að ekki væri sungin Maístjaman og minnumst við Heið- ar sem okkar Maístjömu. Það var mikil eftirsjá að Heiði þegar hún hætti við skólann til að mennta sig enn frekar á sviði sér- kennsku. En tengsl okkar héldust - bæði fagleg og félagsleg. Við hlökk- uðum til að fá hana aftur til lands- ins til að taka þátt í þróun sérkennsl- unnar á íslandi. En Heiður starfar ekki lengur með okkur. Hinsvegar vann hún af slíkum ofurkrafti á sinni alltof stuttu ævi og kom svo miklu í verk að við munum njóta þess um ókomna tíð." Að leiðarlokum þökkum við Heiði samfylgdina og vottum ástvinum hennar samúð okkar. Samstarfsfólk úr Safamýrarskóla. Snemma dags föstudaginn fjórða júní síðastliðinn lá ég upp í rúmi hjá mömmu og hélt um heita hönd hennar og grét. Mér þótti þá, og þykir enn, allt of snemmt farið. Tveir áratugir í viðbót, þó ekki væri meira, hefðu verið tveir ára- tugir námskeiðs í andlegum þroska og lífsvisku. Hún mamma hafði nefnilega svo gott auga fyrir því sem er „satt“, hinu eina sanna í lífínu. Hún var svo nösk á að sjá hvað ætti betur við en annað. Hún var eins og listaverk sem maður upplifir sem „satt“; hárrétt í sam- hengi sínu, listaverk sem gefur manni gleði og fyllir mann þakk- læti. Einvern daginn í veikindum sín- um segir mamma við mig: „Æ, Orri minn, segðu mér eitthvað, ég er svo ónóg sjálfri mér núna.“ Þetta er lýsandi fyrir hennar per- sónuleika. Meiri hógværð er ekki Lauffallið ristir rauðar rúnir í þokuna hljóð orð leita hvfldar angist og ást leita einskis og alls hjá þér móðir eilíf og söm hvert lauf hvert ljóð. (Snorri Hjartarson) Þegar við vorum að undirbúa 10 ára útskriftarafmæli okkar frá Kennaraháskóla íslands bárust þau sorglegu tíðindi að bekkjarsystir okkar, Heiður, væri látin. Kynni okkar af Heiði hófust þeg- ar við byijuðum í Kennó haustið 1980. Eftir að við höfðum setið á skólabekknum í mánuð birtist Heið- ur eins og stormsveipur með ný- fædda dóttur sína, Þóreyju Mjall- hvíti, í fanginu. Einnig áttum við eftir að kynnast eldri dóttur henn- ar, Brynhildi, sem þá var tveggja ára. Við dáðumst að þessari korn- ungu tveggja bama móður sem gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og stundaði námið af fullri alvöru. I umræðutímum og samvinnu- verkefnum komu hæfíleikar hennar vel í ljós. Hún var skarpgreind, víð- sýn og hafði brennandi áhuga á viðfangsefninu. Heiður var skemmtilega gagnrýnin, kom með áleitnar spumingar og var alltaf tilbúin að skoða málin frá fleiri en einu sjónarhomi. Það ríkti engin lognmolla í C-bekknum. Heiður fór ekki auðveldustu Ieið- ir í verkefnavali. Hún átti auðvelt með að tengja fræðin við sitt nán- asta umhverfi. Kennsluritgerð Heiðar fjallaði um máltöku barna og vann hún að henni öll þijú náms- árin og byggði hana á eigin athug- unum á máltöku dótturinnar Þór- eyjar. Ævintýrin vom henni hug- leikin. Hún' leitaðist við að kanna gildi þeirra og áhrif á böm. Heiður bjó yfír mikilli frásagnargleði og notaði eigin sögur og ævintýri mik- ið í uppeldi dætra sinna og starfí sínu sem kennari. Það kom okkur því ekki á óvart að Heiður sendi frá sér sína fyrstu bók, Álagadalinn, þar sem sögusviðið er heimur ævin- týranna. Að námi loknu skildu leiðir en Heiður hvarf okkur aldrei vegna verka sinna sem kennari og seinna sem rithöfundur. Þegar við fögnuð- um 10 ára kennaraafmælinu sökn- uðum við Heiðar. Við minnumst kraftmikillar konu sem lét engan ósnortinn. Ómar, Brynhildur, Þórey Mjall- hvít og aðrir ástvinir. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar úr KHÍ. Fleiri minningargreinar um Heiði Baldursdóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. hægt að hugsa sér. Þótt sárþjáð væri var það yfírleitt hún sem gaf. Alltaf geislaði hún af hlýju og innileik sama hvað á bjátaði. Sá andlegi styrkur sem hún bjó yfir var með ólíkindum. í fólki eins og henni birtist fegurð heimsins, fóki eins og Naní, systur hennar, sem leiddi mömmu síðasta spölinn og gaf henni af skæru ljósi sínu. Og Rósu, sem í gæsku sinni gerði allt sem hún mátti til þess að fækk- andi dagar hennar yrðu sem best- ir. Vinum og vandamönnum þakka ég samúð í okkar garð, svo og því yndislega fólki sem starfar hjá Heimahlynningu Krabbameinsfé- lagsins. Það eru mikil forréttindi að fá að vera sonur konu eins og henn- ar, og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. Margrét Bjöms- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.