Morgunblaðið - 13.06.1993, Side 30

Morgunblaðið - 13.06.1993, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 KVIKMYNDIR / f REGNBOGANUM er nú verið að sýna kvikmyndina Loaded Weapon 1, eða Tveir ýktir, með Emilio Estevez og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. r ' ' ------------------ I myndinni er gert grín að ýmsum þekktum spennumyndum síðari ára, og eru Lethal Weapon myndirnar ásamt Basic Instinct og Silence of the Lambs helstu skotmörkin. Við öllu búinn Jack Colt (Emilio Estevez) skrýðist nýjasta búnaði til hernaðar þegar hann leggur til atlögu við eiturlyfjasal- anna. síðari ára. Emilio Estevez kom fyrst fram í kvikmynd- inni Tex og síðan í mynd Francis Ford Coppola, The Outsiders, en fyrsta aðal- hlutverkið fékk hann í mynd- inni Repo Man þar sem hann lék á móti Harry Dean Stan- ton. Auk þess að leika í kvik- myndum hefur hann lagt fyrir sig leikstjórn og skrift- ir, t.d. í Men A Work þar sem hann lék aðalhlutverkið á móti bróður sínum Charlie. Meðal þekktra mynda sem hann hefur leikið í eru Stakeout, The breakfast Club, St Elmos Fire, Young Guns og Freejack. Að mati leikstjóra og eins handritshöfunda Loaded Weapon 1, Gene Quintano, er myndin mun gáfulegri en aðrar skopstælingar þar sem í henni séu ákveðnar skírskotanir fyrir áhorfend- ur. Þannig sé stuðst við ákveðin og þekkt atriði úr myndunum Lethal Weapon, Basic Instinct og Silence of the Lambs og snúið út úr þeim á gamansaman hátt. Þá hafi hann leitast við að skapa sömu spennu og fínna má í Lethal Weapon og Die Hard, og blanda síðan saman við það gríni og fáránleika á borð við það sem gerist í myndunum Naked Gun og Airplane. Quintano segir að lykillinn að vel heppnaðri skopstæl- ingu sé einfaldlega sá að láta aldrei eins og um grín- mynd sé að ræða. „í mynd- inni er brandari á 15 sek- úndna fresti, en leikararnir verða samt alltaf að láta eins og alllt sé í fullri alvöru. Þannig er atriði í myndinni þar sem stúlkan biður Jack Colt að blása í eyrað á sér, °g ^þegar hann gerir það slokknar á kerti sem er hin- um megin við höfuð hennar. Hvorugur leikarinn sýnir nein viðbrögð við þessu, og þetta er einmitt lykillinn. Ef áhorfendur koma í salinn á miðju þessu 15 sekúndna tímabili þá verða þeir að trúa því að þeir séu að horfa á raunverulega dramatíska spennumynd." tugi. Lengst af voru honum þó einungis falin smáhlut- verk í myndum eins og Ragt- ime og Coming to America, en meðal annarra mynda sem hann hefur leikið í eru Sea of Love með A1 Pacino í aðal- hlutverki, og Goodfellas sem Robert de Niro lék aðalhlut- verkið í. Þá fékk hann að reyna verulega á sig í nokkr- um myndum Spike Lee, t.d. Do the Right Thing (1989) og Mo’ Better Blues (1990), og svo að að sjálfsögðu í Jungle Fever. Jackson er ekki fyrsti leikarinn sem náð hefur frama í kvikmyndum eftir leik í myndum Spike Lee, en hann hefur reynst mörgum áður lítt þekktum nöfnum stökkpallur upp á stjörnuhimininn. Spenna í búningi fáránleikans REGNBOGINN hefur frumsýnt kvikmyndina National Lampoon’s Loaded Weapon 1 en í henni er gert stólpagrín að ýmsum þekktum spennum.yndum undanfarinna ára. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og hlaut hún mikla aðsókn til að byrja með, en eitthvað fataðist henni flugið þegar á leið og hafa áhorfendur orðið færri en búist var við í upphafi. Þekktir leikarar fara með aðalhlut- verkin í myndinni, en einnig bregður fyrir ýmsum kunnuglegum andlitum í aukahlutverk- um. Myndin hefst á því að Billie York (Whoopi Goldberg) er í óðaönn að pakka niður ýmsum nauð- synjum: skyrtum, sokkum, hnúajámum, bjóragildru, fölskum tönnum, pizzu, vatnsglasi og hvolpi. Það er greinilega einhver á hælun- um á henni, eða að minnsta kosti örfilmunni sem hún hefur i fórum sínum og verð- ur að fela. Þegar barið er að dyrum fær hún staðfestan þann grun sinn að hún viti of mikið og sé komin á hálan ís. Þegar hún fer til svo dyra og kíkir í gegnum gægjuga- tið á hurðinni sér hún sak- leysislega „stúlku“ að selja Óbyggðasmákökur, en „hún“ er reyndar með fimm daga skeggbrodda og bijóstahaldara sem er út- troðinn handþurrkum. „óbyggðastúlkan" er greini- lega komin í öðrum erinda- gjörðum en að selja smákök- umar sínar og reyndar send- ir hún Billie York í ferðalag sem hún á ekki afturkvæmt úr. Flestir lögreglumenn myndu vafalaust nota síð- ustu dagana áður en þeir fara á eftirlaun til þess að létta sér störfin svo sem Flagð undir fögru skeggi Sölukona Óbyggða- smákakanna er í raun hinn hrottafengni Mr. Jigsaw (Tim Curry) sem klæðst hefur þessu dulargervi til þess að vekja ekki á sér óþarfa at- hygli. mögulegt er og venja sig að lífsháttum óbreytts borgara. Wes Luger (Samuel L. Jack- son) fær hins vegar ekki að njóta svo auðveldra um- skipta í lífi sínu. Eftir langan og farsælan starfsferil hjá lögreglunni í Los Angeles á Luger aðeins tvo daga eftir í starfi þar til hann kemst S eftirlaun en hann áformar að eyða því sem eftir er ævinnar við sportveiðar. Þegar honum berst tilkynn- ing um að Billie York hafi „framið sjálfsmorð", þá telur hann sig skuldbundinn þess- um fyrrum félaga sínum til langs tíma í lögreglunni að rannsaka málið. Til þess fær hann 48 klukkustunda frest, og jafnframt fær hann nýjan félaga, Jack Colt (Emilio Estevez), háspenntan lög- reglumann sem er svo miður sín vegna skyndilegs dauða hunds síns að hann telur eig- ið líf nánast orðið tilgangs- laust. Colt hafði áður unnið við rannsókn á máli sem tengist dauða Billie York, en hann heldur að bæði dauði hennar og morðið á hundin- um hans ástkæra hafi verið Upp með hendur Emilio Estevez, Samuel L. Jackson og Erik Estrada í hlutverkum lögreglumannanna við undirbúning hand- töku í Loaaded Weapon 1. verknaður meðlima sama eiturlyfjahringsins. Þekkt andlit Loaded Weapon 1 er hraðsoðin skopstæling á ýmsum kvikmyndum sem slegið hafa í gegn undanfar- in ár, og má þar nefna myndir á borð við „Lethal Weapon", „Basic Instinct", „Waynes World“ og „Silence of the Lambs“. í myndinni fá áhorfendur til dæmis að kynnast Hannibal Leacher (F. Murrey Abraham), sadista sem haldinn er persónuleikatruflun sem brýst út í andfélagslegri afstöðu og siðblindu, upp- Ijóstraranum Becker (Jon Lovitz), sem símalandi skýt- ur upp kollinum við ólíkleg- ustu aðstæður, Destiny Demeanor (Kathy Ireland), keðjureykjandi „femme fat- ale“ sem getur ekki gert það upp við sig hvort hún á að krossleggja fæturnar og því síður getur hún tekið afstöðu til þess með hveijum hún á að halda, og síðan eru það félagamir General Curts Mortars (William Shatner) og Mr. Jigsaw (Tim Curry), höfuðpauramir í eiturlyfjahringnum sem notast við hinar sakleysis- legu Óbyggðasmákökur við dreifíngu kókaíns um gjör- völl Bandaríkin. Það er þó ekki þessi skrautlegi hópur sem er helsta ógnunin við það að Wes Luger nái að komast á hin efttirsóttu eft- irlaun, heldur er það ekki síður hinn taugaspennti nýi félagi hans, sem þrátt fyrir sífelldar yfírlýsingar um hið gagnstæða neitar að trúa því að „allt verði að gera samkvæmt settum reglum". Lögreglumanninn yfir- spennta í myndinni leikur Emilio Estevez, og leynir sér ekki að fyrirmyndin er að miklu leyti sótt til persón- unnar sem Mel Gibson hefur leikið í Lethal Weapon myndunum. Estevez er bróð- ir Charlie Sheen sem leikur í Hot Shots 2 sem frumsýnd verður síðar í sumar, en sú mynd er einnig skopstæling á ýmsum spennumyndum Á hraðferð tíl stjamanna SAMUEL L. Jackson leikur lögreglumanninn Wes Luger í kvikmyndinni Loaded Weapon 1, en lausleg fyrirmynd Lugers er persónan sem Danny Glover leikur í Lethal Weapon myndun- um. Jackson er enginn nýgræðingur í kvik- myndaleik, en hann sló þó ekkl í gegn fyrr en með snilldarleik sínum í mynd Spike Lee, Jungle árið 1991, en í henni lék hann eiturlyfja- neytandann Gator. Prir það hlutverk voru honum veitt verð- Iaun á kvikmyndahátíð- inni í Cannes sem besti leikari í aukahlutverki, en það var í fyrsta sinn sem þessi verðlaun voru veitt. Skömmu eftir að hann lék í Jungle Fever lék Jack- son eitt aðalhlutverkanna á móti Harrison Ford í Patriot Games (1992), og sama ár lék hann FBI lög- reglumann í White Sands. Næsta stórmynd sem hann leikur í er Jurassic Park sem Steven Spielberg leikstýrir, en hún verður frumsýnd síð- ar í sumar. Jackson er 44 ára gamall og á meðan hann var í leik- listamámi hóf hann kvik- myndaleik þannig að ferill hans spannar um tvo ára-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.