Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 27
27L hún fimm bamabækur og mun hin síðasta þeirra koma út í haust hjá Vöku-Helgafelli. Þá skrifaði hún einnig handbók kennara, „Að lesa í umhverfið", sem Námsgagna- stofnun gaf út auk þess sem hún ritaði greinar um skólaþróun og kennslu þroskaheftra sem birtust í Nýjum menntamálum og tímaritinu Þroskahjálp. I bamabókum sínum leitaði hún fanga í hugmyndaheimi ævintýr- anna sem hún tengdi þeim raun- vemleika sem börnin búa við í dag. í ævintýrunum mæta söguhetjurnar oft vandamálum sem þær verða að takast á við áður en lengra er hald- ið. Þannig er það einnig í raunveru- leikanum. Sjálf var hún gott dæmi um slíka ævintýrahetju. Hún óx við hveija raun. Heiður bróðurdóttir mín er horfin yfir móðuna miklu. Við, sem þekkt- um hana allt frá barnæsku hennar, minnumst margra góðra stunda með henni í faðmi fjölskyldunnar og kveðjum hana með söknuði. Ég og fjölskylda mín vottum Ómari, eiginmanni hennar, dætrum þeirra, Brynhildi og Þóreyju, foreldrum hennar, systkinum, fjölskyldum þeirra og tengdafólki innilega sam- úð. Gyða Ragnarsdóttir. Elsku Heiður, stóra systir okkar, er dáin. Við tvíburarnir litum upp til stóru systur sem gat allt. Bern- skuminningar birtast, gönguferðir eftir hitaveitustokknum niður í Ell- iðaárdal, sest var niður í græna lautu og sungið. Heiður stjómaði söngnum eins og hennar var von og vísa, það voru ófá sönglögin sem við lærðum af henni. Svo skipu- lagði hún leiki, sviðsetti jafnvel ævintýri þar sem Lára fékk að leika Mjallhvíti og Halldór dvergana sjö. A jólunum naut hún sín sérstaklega vel, hún var svo mikið jólabam. Við sjáum hana fyrir okkur drífandi í jólabrauðsbakstrinum og öðm hvoru sungum við jólalög, Heiður raddaði. Ævintýrin vom Heiði alltaf hug- leikin. Enda varð ævintýralandið vettvangur sumra skáldsagna hennar. Þegar hún fékkst við rit- störf vann hún af mikilli nákvæmni og vandvirkni. Þannig var það reyndar með öll viðfangsefni sem Heiður tók sér fyrir hendur. Hún hafði þann eiginleika að geta sökkt sér niður í það sem hún var að fást við og vann af slíkum eldmóði að það var óskiljanlegt hvaðan öll þessi orka kom. Starf Heiðar sem sér- kennari var henni mjög mikilvægt. Hún léitaðist sífellt við að þróa sjálfa sig sem betri fagmanneskju. En fjölskyldan var henni líka mikil- væg. Ómar, eiginmaðurinn, var hennar besti vinur og hún var eink- ar umhyggjusöm móðir dætra sinna tveggja. Ekkert var Heiði óviðkom- andi, öllum vildi hún hjálpa og gefa góð ráð. Þess nutum við tvíburamir í ríkum mæli. Heiður systir okkar var einstök manneskja með óvenjulegan og sterkan persónuleika. Hugrökk, ákveðin, sjálfstæð og sterk en jafn- framt viðkvæm tilfinningavera. Heiður hafði mikla og sterka lífs- löngnn. Hún barðist af bjartsýni til lífs, aldrei heyrðist hún tala um að veikindi sín væru óréttlát né að hún óttaðist dauðann. í Skáldatali skrif- ar Heiður þessi orð: „Við erum öll hetjur í ævintýrinu um okkur sjálf. Njótum ævintýrisins! Beijumst gegn erfíðleikunum! Elskum náung- ann! Þannig látum við ævintýrið enda vel.“ Læknaþjónustan sem Heiður naut í veikindum sínum gerði henni kleift að vera trú sjálfri sér til hinstu stundar. Það langar engan til að deyja, sagði hún fyrir stuttu. Það er svo margt sem hún ætlaði sér að gera í framtíðinni. Við vorum fjögur systkinin, Ragnar stóri bróðir, Heiður stóra systir og við tvíburarnir. Við þijú stöndum nú þétt saman. Söknuður- inn eftir Heiði er sár, en minningin ljúf. Tvíburamir Halldór og Lára. Ástkær mágkona mín og vinkona Heiður Baldursóttir hefur kvatt þennan heim, eftir erfiða baráttu í MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 eitt og hálft ár við illvígan sjúkdóm. Á slíkri stundu verður maður harmi lostinn og fyllist jafnframt mikilli sorg og beiskju að svona ung og mikilhæf kona skuli vera tekin frá okkur í blóma lífsins. Heiður og Ómar bróðir minn giftu sig í desember 1977, en ég kynntist henni ekki fyrr en árið 1978, þegar ég kom heim að loknu námi erlendis. Satt að segja kveið mér fyrir því að hitta Heiði. Ég var líka dálítið afbrýðisöm, að einhver ókunnug kona skyldi vera búin að klófesta eldri bróður minn. En sá kvíði og sú afbrýðisemi hurfu fljótt þegar ég fór að kynnast Heiði og hennar mannkostum. Það var ákaf- lega gaman að spjalla við hana, því hún bjó yfír svo miklum andlegum þroska og var svo opin fyrir öllu því sem var að gerast í kring um okkur. Þau hjónin eignuðust sitt fyrsta barn, Brynhildi, árið 1978. Árið 1980 eignuðust þau Þórey Mjallhvít og stuttu seinna byijaði Heiður nám við Kennaraháskóla íslands og með mikilli samheldni þeirra hjóna lauk hún námi þaðan með sóma. Ég hef aldrei skilið hvernig þau fóru að þessu, því fímm árum seinna hóf Heiður svo einnig nám í sérkennslu- fræðum við KHI sem hún lauk árið 1990. Síðsumars 1990 fóru þau Heiður, Ómar og dætur til Bandaríkjanna í meira nám. Það var alltaf sami krafturinn í þeim og áhugi fyrir að gera en betur í sínum sérfræðum, Heiður í sérkennslu og Ómar í stjórnmálafræði. Heiður var alltaf baráttumann- eskja og hafði mjög ákveðnar skoð- anir á lífinu og tilverunni. Fram til þess síðasta barðist hún við sjúk- dóminn, sem þó að lokum yfírbug- aði hennar baráttu- og viljaþrek. Sjaldan hef ég kynnst eins heil- steyptri persónu. Heiður gat alltaf gefið góð ráð og það var ótrúlegt, þrátt fyrir sín miklu veikindi, hvað hún veitti mér oft andlegan styrk, þegar ég heimsótti hana á Landspít- alann. Þá fór ég líka að sjá hversu oft óþarfa áhyggjur maður hefur af hinu og þessu í daglegu lífi, á meðan aðrir eru að beijast fyrir lífí sínu. Heiður opnaði augu mín fyrir því að lífið sjálft, en ekki einhveijir dauðir hlutir, er það dýrmætasta sem við eigum. Elsku Ómar, Binna, Þórey, for- eldrar og systkini, minningin um Heiði og hennar frábæru störf og verk veitir okkur styrk til að halda áfram í lífinu, eins og hún hefði viljað. Ég kveð þig elsku mágkona. Harpa Harðardóttir. Af fegurð blóms verður aldrei sagt aldrei sagt með orðum né þinni með neinum orðum (Stefán Hörður Grímsson) Barátta ungrar konu við illvígan sjúkdóm hefur verið til lykta leidd. Styrkur og kraftur hennar laut í lægra haldi fyrir ofureflinu. Við höfum nú kvatt drauminn um lengra líf henni til handa. Þögnin ein ræður. Hún hefur tekið höfn á annarri strönd — strönd hins ókunna. Mig langar til að minnast Heiðar Baldursdóttur vinkonu minnar og skólasystur örfáum orðum. Hún fæddist 31. maí 1958. Heiður var dóttir hjónanna Þóreyjar Kolbems yfirkennara Þroskaþjálfaskóla ís- lands og Baldurs Ragnarssonar menntaskólakennara. Heiður giftist eftirlifandi eiginmanni sinum Omari Sævari Harðarsyni stjórnmálafræð- ingi 1977. Þau eignuðust tvær dætur Brynhildi f. 31. ágúst 1978 og Þóreyju f. 25. ágúst 1980. Heið- ur átti þijú systkini Ragnar, Láru og Halldór. Tíu ár eru liðin síðan við útskrif- uðumst frá Kennaraháskóla ís- lands. Glaðar og reifar gengum við þrjár stöllur til starfa í Safamýrar- skóla, fullar áhuga. Auk kennslunn- ar í Safamýrarskóla notaði Heiður næstu ár til að mennta sig meira og lauk BA gráðu í sérkennslufræð- um 1990. Hún stundaði framhalds- nám við Temple University í Philad- elphía 1991-1992. En vegna veik- inda varð hún að hverfa frá námi. Heiður skrifaði fjórar barnabækur og hlaut íslensku bamabókaverð- launin 1989 fyrir bók sína Álaga- dalurinn. Hún hafði lokið við hand- rit að fímmtu barnabókinni og mun hún koma út á þessu ári. Heiður var afar víðsýn ung kona. Hún átti ríka menntunarþrá, alltaf reiðubúin að dýpka hugsun sína, auka þekkingu, fara nýjar leiðir, læra meira, lesa meira. Til þess hafði hún ótrúlega orku og dugnað. Eins og sjá má af þeim verkum sem hún lætur eftir sig bjó hún yfír ein- stakri færni til að hafa mörg jám í eldinum. En hún var ætíð gagn- rýnin á allt þáð sem hún las, ekk- ert var sjálfgefið í hennar huga. Heiður var gædd eðlislægri gagn- rýninni hugsun. Stundum þótti hún gagnrýna of ákaft en hún færði alltaf rök fyrir máli sínu. Hún hafði til að bera hugrekki og kjark til að standa við skoðanir sínar, tilbúin að fá andsvör við þeim og skýra afstöðu sína. Baráttuþrek og kjark- ur hennar var einstakur. Hún hafði að mínum dómi sérlega vel ígrund- aða lífssýn og glöggan skilning á samfélagslegum veruleika. Heiður sérmenntaði sig í kennslu þroskaheftra barna og unglinga. Sú kennsla fer hljótt og er lítt í umræðunni og of margir að mínu áliti, gera sér ekki grein fyrir að fatlaðir eigi rétt á og fái faglega kennslu eins og aðrir grunnskóla- nemendur. Það var ef til vill ekki tilviljunin ein sem réði því að hún valdi þessa braut vegna þess að kennsla fatlaðra einstaklinga er hluti mannréttindabaráttu síðustu áratuga. Mannréttindi, í hvaða mynd sem er, vora einatt áhugamál Heiðar. Heiður var öguð í hugsun til hinstu stundar. Hún lét aldrei hug- fallast í hinni erfiðu baráttu og æðraðist ekki. Samt þráði hún að fá að iifa. Heiður var afbragðsgóður kenn- ari, bar einatt hag nemenda sinna fyrir bijósti. Hún var vinnusöm og leysti því starf sitt vel af hendi. I kennslunni kunni hún þá list að vekja gleði og áhuga hjá nemendum sínum af því að innra með henni sjálfri bjó gleði og áhugi. Hún sýndi þeim ákveðni en jafnframt blíðu og mildi. Heiður var góður starfsfé- lagi. Á góðum stundum var hún hrókur alls fagnaðar. Undirhyggju átti hún ekki til. Ef henni þótti hafði hún hugrekki til að segja skoðun sína umbúðalaust. Svo eðlis- lægur var heiðarleiki hennar. I hugskoti mínu býr björt og fal- leg mynd af Heiði, síðasta minning mín um hana sem bjó yfir undra- verðum styrk baráttumanneskjunn- ar. Stutt er síðan við fóram tvær vinkonur til hennar þar sem hún lá á Landspítalanum. Það var okkar síðasti fundur og ég held að við höfum allar gert okkur það ljóst. Ég velti því fyrir mér hvort við sem þekktum hana og þótti vænt um hana gætum lifað með þeim sökn- uði sem fráfall hennar ylli. í rúminu lá hún, hafði nýlega fengið sinn skapadóm. Þögull svipur þjáningar- innar hvíldi yfir henni en hún átti samt enn þann styrk sem til þurfti. Ef til vill var það af því að hún var bæði æðralaus og skynsöm að bar- áttumaðurinn í henni vék til hliðar og horfðist í augu við ofureflið. Hún talaði um erfiðan bita að kyngja, bað fyrir kveðju til vina, vottur af brosi og augu hennar full af blóm- um, þessi augu sem enginn gleymir sem í þau leit. Þau lifa alltaf eins og verk hennar, gjafir hennar og orð. Á kveðjustundum verður fátt um orð, vináttu lýkur ekki, minning um hetju sem barðist til síðustu stundar, gaf af hjarta sínu, og kvaddi með reisn, lifír áfram — allt- af _söm. í einkalífi var Heiður hamingju- söm. Hún átti góða foreldra sem ætíð stóðu við hlið hennar í blíðu og stríðu. Elskuð var hún af eigin- manni sínum Ómari Harðarsyni. Þau vora einstaklega samhent hjón, SJÁNÆSTU SÍÐU t Ástkær eiginkona mín, RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR, Kambaseli 30, lést í Borgarspítalanum 11. júnf. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Sætran. t KRISTJÁN ÞORLEIFSSON húsgagnabólstrari, Hátúni 6, Reykjavík, lést 2. júní.' Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd ættingja, Jóhanna Þorleifsdóttir, Kristín Þorleifsdóttir. t Elskuleg móðir mfn, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Fornhaga 15, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 3. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helgi Bergmann Ingólfsson, Bergljót Guðjónsdóttir, Ólafur Ragnar Helgason. t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, INGA ÞÓRARINSSON, sem lést á heimili sínu 7. júní, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju þriðjudaginn 15. júní kl. 13.30. Snjólaug Sigurðardóttir, Friðleifur Jóhannsson, Sven Þ. Sigurðsson, Mary S. Bache, Jóhann Sveinn Friðleifsson, Sigurður Ingi Friðleifsson, Aileen Soffía Svensdóttir, Stefán Andrew Svensson. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR, fyrrv. bankastarfsmaður verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavfk þriðjudaginn 15. júní kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast lóti Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra njóta þess. Sveinn Áki Lúðvíksson, Sigrún Jörundsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN BJARNASON, Hamarsstíg 26, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 16. júní kl. 13.30. Axelfna Stefánsdsóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Hjallaseli 51, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hóla- kirkju þriðjudaginn 15. júní kl. 15.00. Hilmar Guðmundsson, Gíslína Jónsdóttir, Heiðrún Guðmundsdóttir, Gunnar Þorbjarnarson, Inga Dóra Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.