Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 UNGLINGADRYKKJA, ÞRENGRI EFNAHAGUR OG HÁTT ÁFENGISVERÐ HEFUR SKAPAÐ BRUGGURUM MARKAÐ eftir Guðna Einarsson. Mynd eftir Július Sigurjónsson ÍSLENDINGAR hafa veriö eftirbátar íbúa annarra Norðurlanda í áfengisneyslu ef marka má opinberar tölur. Neysla áfengis náði hámarki árið 1989, þegar bjórinn kom, en hefur minnkað ár frá ári siðan. Neyslu- samdrátturinn kemur bæði fram í minnkandi sölu áfengs öls og sterkra vína, léttvínssalan dróst saman um fjórðung árið sem bjórinn kom og hefur ekki náð fyrra sölumagni. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er meðal þeirra ríkisfyrirtækja sem rætt er um að einka- væða og hefur vínframleiðslan þegar verið seld einkaað- ilum. Svo virðist sem talsverð einkavæðing hafi jafn- framt orðið í áfengisframleiöslu utan landamæra laga og réttar. Helsti markaður bruggara hefur verið skóla- fólk sem hefur ekki náð aldri til að kaupa áfengi með löglegum hætti. Einnig færist í vöxt að fullorðnir kaupi landa og mun þá verðið skipta höfuðmáli. Ifyrra lagði lögreglan haíd á 36 bruggverksmiðjur í Reykjavík og nágranna- byggðum. Það sem af er þessu ári hefur 8 bruggiðjum verið lokað. Þótt náðst hafí á þessu ári hlutfallslega færri verksmiðjur en í fyrra hefur meira bruggi verið hellt niður á þessu ári en allt árið í fyrra. Þetta bendir til þess að verksmiðjur séu að verða afkasta- meiri. Bruggmarkaðurinn er hluti af neðanjarðarhagkerfínu og því erfítt að henda nákvæmar reiður á upp- lýsingar. Heimildarmenn blaðsins, jafnt úr lögreglu og landafram- leiðslu, telja að nú séu 6 til 8 af- kastamiklar bruggiðjur við Faxafló- ann. Þá er talið að minnsta kosti ein verksmiðja sé á Suðurlandi og önnur norðan heiða. Þeir sem gerst þekkja til þessara mála nefna mjög ólíkar tölur um hve mikið af bruggi sem fer á markað. Stór bruggiðja með eitt eimingartæki getur auð- veldlega skilað 250 til 500 lítrum af landa á viku. Algengt er að not- uð séu tæki sem eima 200 til 300 lítra af gambra í einu. Úr 250 lítr- um af gambra fást uppundir 50 lítr- ar af 40% sterkum landa. Ef tækið er látið ganga dag og nótt nást tvær suður á sólarhring eða milli 90 og 100 lítrar af landa. Til viðbótar verksmiðjunum er Qöldi minni framleiðenda sem brugga og selja, þótt framleiðsla þeirra sé ekki reglubundin. Af ofan- greindu má vægt áætla að milli 10 og 20 þúsund lítrar af um 40% sterkum landa flæði á markað í hverjum mánuði. Sumir nefna enn hærri tölur. Bruggarar selja land- ann til sölumanna fyrir 800 til 1.000 krónur lítrann, þetta „heildsölu- verð“ miðast þá oftast við 25 lítra magneiningar. Algengt verð á landa til neytenda er um 1.500 krónur lítrinn í „neytendaumbúðum". Mis- munurinn lendir hjá sölumanninum, eða sölumönnum, eftir því hve flók- ið sölukerfið er. Lögreglumaður, sem rætt var við, taldi ekki óraun- hæft að ætla að ársvelta brugg- markaðarins lægi nærri 300 millj- ónum, sem svarar til 200 þúsund lítra á ári. Auk þeirra sem brugga með sölu í huga er fjöldi fólks sem leggur í og bruggar til eigin neyslu. Miðað við sölu víngerðarefna má áætla að hér séu gerðar milli 50 og 60 þúsund flöskur af léttu víni og eitt- hvað af bjór á hveiju ári, þótt bjór- bruggun hafí minnkað mikið eftir að bjórinn var leyfður. Eimingatæki tU sölu Ef vilji og áhugi er fyrir hendi er næsta einfalt mál að setja upp bruggverksmiðju og fjárfestingin tiltölulega lítil. Að sögn bruggara er erfitt að finna hentugt húsnæði á góðum stað. Lagt hefur verið hald á bruggtæki í íbúðarhúsnæði af öllu tagi, jafnt fjölbýlis- sem ein- býlishúsum, bílskúrum, iðnaðarhús- næði og á sveitabæjum. Tækjabún- aður er hitunartæki, ílát fyrir gambra, vatnslásar, síur og eiming- artæki. Þeir sem eru stórtækir, eða vilja létta sér erfíðið, eru með dælu- búnað til að flytja vökvann á milli framleiðslustiga. Margir hafa lagt stund á smíði eimingartækja og öðru hvoru sjást slík tæki auglýst til sölu í dagblöð- um. Það varðar ekki við lög að smíða eimingartæki og getur sú starfsemi því farið fram fyrir opn- um tjöldum. Blaðamaður talaði við tvo menn sem hafa smíðað eiming- artæki, annar er iðnaðarmaður, orð- inn gamall í hettunni, og hefur smíðað eimingartæki í fjölda ára. Hinn er tiltölulega nýbyijaður og hefur auglýst þjónustu sína í dag- blaði. Sá sagðist hafa fengið fj'ölda fyrirspurna í kjölfar auglýsinganna og selt nokkur tæki, en flestir sem hringdu hefðu einfaldlega verið að forvitnast. Iðnaðarmaðurinn sagði áhugann á eimingartækjum ganga í bylgjum. Fyrir nokkrum árum hefði hann smíðað tæki af ýmsum stærðum, svo datt eftirspurnin nið- ur og var ekkert smíðað í nokkur ár. „I fyrra var svo farið að spyrja um þetta aftur og augljóslega tals- verður áhugi fyrir þessu,“ sagði iðnaðarmaðurinn. Fjöldi aðila víða um land fæst við smíði eimingar- tækja og hægt er að fá lítil eiming- artæki „til heimilisnota" í sérversl- unum. Sérsmíðuðu tækin kosta frá 60 þúsund og upp undir 200 þúsund krónur. Tækin eru úr ryðfríu stáli og í ýmsum stærðum, algengt er að hægt sé að sjóða frá 50 og upp í 300 lítra af gambra í einu. Heildar- kostnaður við afkastamikla brugg- verksmiðju, með öllum tækjabúnaði og öðru tilheyrandi, getur numið allt að 800 þúsund krónum. Pukrast við innkaup Þegar búið er að afla tækjanna og koma upp aðstöðu þarf að út- vega hráefnin í lögunina. Bruggar- ar, sem talað var við, bentu á að öll hráefni sem þyrfti til starfsem- innar fengjust með löglegum hætti. Hertar aðgerðir gegn bruggun og sölu áfengis hafa orðið til þess að bruggarar eru orðnir varari um sig en áður. Stafar það af árvekni lög- reglunnar, ekki síst Breiðholtsdeild- arinnar. Einn sem var gómaður orðaði það svo: „Ef Breiðholtslögg- an væri ekki, væri enginn þröskuld- ur í veginum!" Einn bruggari, sem talað var við, sagði mikið líkamlegt og andlegt álag fylgja bruggun- inni. Það má ekki líta af verksmiðj- unni meðan framleiðsla er í gangi. Óttinn við uppljóstrun er alltaf ná- lægur, bruggarinn var með gægju- göt á verksmiðjunni og sífellt á varðbergi. „Það fylgir þessu mikil spenna, maður sækir í hana.“ Eftir lýsingum að dæma úr bruggheimin- um, ofurgætni við sölumennsku og margfaldar varúðarráðstafanir get- ur utanaðkomandi ekki varist þeirri hugsun að bruggarar séu vægt smitaðir af ofsóknaræði. Þetta er harður heimur og fáum að treysta. Menn leggja sig í framkróka við að hylja allar slóðir. Gjaldmiðillinn er reiðufé, menn nota helst ekki ávísanir og framselja ekki ávísanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.