Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993
eftir Elínu Pólmodóttur
JON Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaróð-
herra, er að standa upp úr stólnum sem
hann hefur setið ó nærri sex ór. Enginn
róðherra annar hefur róðið svo lengi yfir
þessari skrifstofu í Arnarhvoli utan Gylfi
t>. Gíslason, sem var þar í 15 ór. Jón
segir að sér hafi liðið vel þarna. Væntan-
lego fer hann ekki longt eftir oð hann
hefur sagt af sér þingmennsku og róð-
herraembættinu ó ríkisróðsfundi ó mónu-
dag. Seðlabankahúsið blasir við handan
götunnar þegar litið er út um gluggann.
Þótt Jón segi að það sé ekki fugl í hendi,
þó kveðst hann ætla að sækja um stöðu
Seðlabankastjóra um leið og hann kveð-
ur. Þó hefur hann verið sex ór í pólitísku
starfi sem hann segir langan tíma. Hann
hafi óhuga ó að skipta um starf og telur
það lón að geta breytt til sjólfviljugur
og fús. Þó leiti menn eftir starfi þar sem
kraftarnir nýtist sem best. Starf Seðla-
bankastjóra er á vissan hótt framhald af
því sem hann hefur gert óður. Áður en
hann varð róðherra hafði hann m.a. verið
forstjóri Þjóðhagsstofnunar og róðunautur
ríkisstjórna í fjórmólum og erlendis full-
trúi Norðurlanda hjó Alþjóða gjaldeyris-
sjóðnum. Og fyrsta róðherraórið hans var
Hagstofan, sem var talið til róðuneyta, ó
hans könnu ósamt dóms- og kirkjumólum
og viðskiptamólum.
Jón Sigurðsson, frófarandi iðnaðar- og viðskiptaróðherra. Morgunbiaðið/Knstmn
Af alkunnu skammtímaminni blaðamanna var fyrsta
spumingin til ráðherrans, eftir að hafa hellt tei í
bolla, hvort honum þætti ekki slæmt að standa upp
án þess að hafa komið stóru málunum sínum í
gegn. Minnt í því sambandi á larigþráð álver, nýju
bankalögin ogjafnvel EES-samninginn. Erþað ekki óheppni
að hafa lent á svp erfiðum tímum? Jón Sigurðsson er aldeil-
is ekki á því. „Ég tel þetta ekki til óheppni. Það verður
að taka hlutunum eins og þeir eru og þá ber að. Þá þýðir
ekki að flengja sjóinn. Aldrei er mikilvægara en á erfiðleika-
tímum að undirbúa og endurnýja sig á öllum sviðum. Og
ekkert af því sem gert hefur verið er á glæ kastað. Þama
er ekki um að ræða skyndiákvarðanir sem varða eina ríkis-
stjórn.“ Varðandi þessi mál minnir Jón á að samningamir
um álverið bíði tilbúnir þegar betur árar, frá hendi Islend-
inga sé búið að ganga frá EES-samningunum og að nýja
bankafrumvarpið hafí verið lagt fram.
Jón segir að á þessum 6 áram hafí orðið mjög mikil
breyting á sviði viðskipta og einnig dómsmála. Að hann
sé mjög ánægður með að hafa fengið tækifæri til að leggja
þar hönd að. Meginviðfangsefnið í dómsmálunum var að
koma lagi á dómskerfíð. Hann flutti framvarp um aðskiln-
að dómsvalds og framkvæmdavalds, sem varð að lögum
1989, en þær breytingar mörkuðu tímamót. Fleira nefnir
hann á því sviði, svo sem iög sem bæta stjórnsýslu fangels-
anna og réttarstöðu fanga sem misbrestur var á og réttlæt-
ismál eins og að tryggja að maki gæti setið í óskiptu búi.
Búið í haginn
„í iðnaðarmálunum hefí ég frá því ég kom að þeim
1988 beitt mér fyrir ýmsum breytingum til þess að búa í
haginn fyrir framtíðina. Hvað varðar nýtt álver þá er samn-
ingaþættinum lokið. Ég tel að helsti ávinningurinn hafí
verið að endurvinna traust þeirra sem nota orkuna. Nú er
ekki byr, en sú tíð kemur að samningamir sanni gildi sitt.
Búið er að leysa kjamann í samningsgerðinni og ryðja
brautina fyrir önnur verk. Við höfum líka lagt okkur fram
um að reyna að laða að smærri fyrirtæki. Við höfum rætt
við og skrifað mörgum aðilum. Það er ekkert í hendi, en
vænlegir fuglar í skógi. Þetta lýtur sömu lögmálum eftir-
spumar og annað á markaðinum. Ljóst er að t.d. Grundar-
tangi með aðstöðunni sem þar er og Eyjafjörður og Reyðar-
fjörður hafa sína möguleika. Sæstrengsmálið lít ég á sem
undirbúning, en þar er í gangi könnun á því hvort sæstreng-
ur til Evrópu skilar okkur nægilegum arði og virkjanir
verða í sátt við landið.“ En eitt síðasta verk Jóns sem iðnað-
arráðherra var einmitt fyrir austan á föstudaginn þar sem
hann var að kynna Austfírðingum sæstrengsmálið.
Jón talar um nýja tækni sem við verðum að tileinka
okkur og bendir á að til að endumýjunar þurfum við á
ýmsan hátt að bæta okkar tæknimenntun. Að því hafí
þeir verið að huga í iðnaðarráðuneytinu. Þrátt fyrir sam-
dráttinn hafí einnig verið aukin framlög til þróunarstarfs.
Þá hafi mikið verið gert til að tryggja aðgang íslenskrar
framleiðslu að stærri markaði. „Næsta hagvaxtarskeið í
heiminum mun einmitt nýta nýja umhverfísvæna tækni.
Miazawa forsætisráðherra Japans hefur nýlega skýrt frá
því að á næsta fundi Sjöveldanna í Tókýó í júlí muni hann
leggja til að efnt verði til allsheijar alþjóðasamstarfs og
ég tel að okkar hreinu orkulindir verði þá í askana látnar.
Sérstaklega kemur þá til góða náttúra þessa lands. Við
verðum að mennta okkur til að taka þátt í slíku samstarfí."
Stefnuskráin hefur gengið eftir
Við færum okkur nær í tíma og að setu Jóns í ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar. Hann bendir á að býsna margt
af því sem var á stefnuskránni hafí gengið eftir á þessum
tveimur árum. „Við höfum samþykkt EES-samningana,
verðbólgan er lægri en hún hefur nokkurn tímann verið á
lýðveldistímanum og lægri en hún er í Evrópulöndum. Á
stefnuskránni var að ná þjóðarsátt og þótti sumum skrýtið
að setja það á blað. Það hefur tekist, sem reyndar hefur
gengið mörgum ríkisstjórnum úr greipum.
Vegna minnkandi fiskistofna er einmitt mikilvægt að
tryggja frelsi og aðgang að viðskipakerfi Evrópulandanna.
Þessi árangur er afar mikilvægur og hefur farið óþarflega
lágt í umræðum, að mér finnst," segir Jón og bætir við að
við getum lítið barmað okkur ef litið sé til landanna í kring
um okkur, sem ekki væra með atvinnuleysi upp á tveggja
stafa hundraðstölu ef auðvelt væri að ráða bót á því.„Eg
tel að landsstjórnarlistin hafi verið þreytt með ekki lakari
árangri hjá okkur en ýmsum nágrönnum okkar. Með þeim
orðum er ég ekki að gera lítið úr þeim vanda sem við er
að glíma,“ segir hann.
Stefna frjálsræðis
„Daginn sem ég tók við embætti viðskiptaráðherra fyrir
tæpum sex árum sagði ég í viðtölum við fjölmiðla að ég
vildi taka upp þráðinn frá þeirri stefnu frjálsræðis í við-
skiptum sem innleidd var með viðreisninni í byijun sjöunda
áratugarins með fríverslun með vörur og varning,“ sagði
Jón þegar við víkjum talinu að störfum hans á því sviði.
Og þegar rifjað er upp hvernig miðað hefur í þá átt í lög-
gjöf á þessum tíma er það býsna margt, sem ekki er rúm
til að telja upp hér. En Jón segir: „Lokið er endurskoðun
allrar löggjafar um fjármagnsmarkað og viðskipti og færa
í fijálsræðisátt. Þar hafa verið settar nýjar og fijálslegri
reglur.“ Hann nefnir lög um banka og sparisjóði og ný lög
um gjaldeyrismál, þar sem frelsi í gjaldeyrisviðskiptum er
gert að meginreglu hér á landi, en þau höfðu lítið breyst
um langan tíma. Samkeppnislögin nýju sem líka séu merk-
ur áfangi. Og hann bendir á að tekist hafí að hagræða í
bankakerfínu, sem hafði verið til umræðu í 20 ár án þess
að nokkuð gerðist. Bankar vora sameinaðir og í fyrsta
skipti í sögu bankanna hefur fækkað þar fasteignum og
fólki. Og Jón bætir við: „Lengi var yfir því kvartað að
bankarnir þendust út, nú er því snúið við og þá er það líka
vont. Þannig er pólitíkin."
Mannréttindi
Menn spyija um gildi frelsis og samkeppni,“ segir Jón.
„Afnám hafta er ekki bara spurning um hagkvæmni held-
ur einnig um athafnafrelsi og mannréttindi, þegar öllum
er heimilað það sem áður voru forréttindi fárra útvalinna.
Margir sem reka lítil fyrirtæki hafa komið til mín og sagt:
Þú hefur heimilað okkur að taka erlend lán á eigin ábyrgð
og gera hlutina sjálfír.
Til að hafa betri tök á streymi fjármagns til og frá land-
inu við skilyrði frelsis vantar enn stjórntæki sem Seðlabank-
inn getur beitt. Þessvegna þarf ný Seðlabankalög."
Að lokum drepum við aðeins á mál sem Jón kveðst hafa
lagt sérstaka alúð við og þyki vænt um að hafa getað leyst,
námaleyfíð fyrir Kísiliðjuna við Mývatn. Þar náðist sátt
milli iðnaðar og náttúruvemdar.
Jón Sigurðsson kvaðs hafa ákveðið að segja af sér bæði
þingmennsku og ráðherrastarfi á mánudag, því hann sé
þeirrar skoðunar að bankaráðið eigi ekki að hafa neitt
undir hann að sækja. Ákvörðunina um að sækja um banka-
stjórastöðu í Seðlabankanum hafi hann tekið fyrir tíu dög-
um.
RÁBHEMg Kim
Á ríkisráósfundi á mánu-
dag segja tveir ráðherrar
upp störfum og hverfa úr
ríkisstjórninni. A miðju kjör-
tímabili ríkisstjórnar Davíðs
Oddssonar ákvað Alþýóu-
flokkurinn að gera breyt-
ingar á ráðherraliði sínu.
Þá standa upp af stólum
sínum Jón Sigurðsson, iðn-
aðar- og viðskiptaráð-
herra, eftir að hafa setið í
ríkistjórnum samfellt í nærri
sex ár, og Eiður Guðnason
umhverfisráðherra, sem
fyrir tveimur árum tók við
yngsta ráðuneytinu. Jón
Sigurðsson hverfur jafn-
framt af þingi, en Eiður
verður óbreyttur þingmað-
ur. Af því tilefni birtast hér
á síðunni viðtöl blaðsins
við þessa fráfarandi ráð-
herra, Jón Sigurðsson og
Eið Guðnason.