Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INIMLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 EFNI Yfirlýsing frá landlæknisembættinu Dáleiðsla aðeins á færi fagfólks Landlæknisembættíð varar í fréttatilkynningn almenning við leik- mönnum sem reyni að skapa sér faglega ímynd í því skyni að gefa og jafnvel kenna dáleiðslu. Friðrik Páll Ágústsson, dáleiðslumeð- ferðaraðili, ætlaði að hefja kennslu í dáleiðslu á mánudag. Hann segir að landlæknir fírri sig ábyrgð með því að nefna sig ekki á nafn í tilkynningunni. Um leið undrar hann sig á því að embættið skuli ekki hafa snúið sér beint til sín til þess að fá upplýsingar um starf- semina. Fúskarar Landlæknir segir í tilkynning- unni að embættið vilji að gefnu til- efni vekja athygli almennings á því að dáleiðsla og dáleiðslumeðferð hvers konar sé virk og vandmeðfar- in lækningameðferð og sé aðeins á færi fagfólks að veita hana. Þannig er minnt á að tilhlýðilega menntun þurfi til dáleiðslu og hún sé ekki fag ein út af fyrir sig heldur aðferð í meðferðartilgangi. „í allmörgum löndum hafa leikmenn sem engrar viðurkenndar menntunar hafa notið reynt að skapa sér faglega ímynd með óviðurkenndum titlum (oft í formi skammstafana) og jafnvel boðið upp á kennslu sem þeir hafa engan grundvöll til að veita og því um að ræða fúskara," segir m.a. í tilkynningunni. • • Ossur náði Rógburður verði kærður Friðrik Páll Ágústsson, dáleiðslu- meðferðaraðili, hefur stundað dá- leiðslu hér á landi í þrjú ár og ætl- aði að heija kennslu í greininni á mánudag. Hann segist hafa boðið landlækni að gefa honum upplýs- ingar um starfsemina þegar hann hafi orðið var við að leynilega væri verið að grafast fyrir um bakgrunn sinn. Embættið hefði hins vegar ekki haft samband við hann sjálfan heldur gefíð út áðumefnda fréttatil- kynningu og reynt að fírra 'sig ábyrgð með því að nefna hann hvergi á nafn. Friðrik sagðist ætla að fresta því að hefja dáleiðslu- kennslu uns málið kæmist á hreint og benti á að til greina kæmi að kæra rógburð í þessu sambandi. Aðspurður sagðist Friðrik hafa lært dáleiðslu í virtum skólum í Bandaríkjunum og væru þeir viður- kenndir af alþjóðlegum fagfélögum. Morgunblaðið/Bjami Elliðaá brúuð SLEGIÐ utanaf nýrri brú yfír Elliðaár fyrir neðan stífluna við Elliða- vatn. Brúin er hluti af fyrirhugaðri stofnbraut sem tengir Suðurlands- veg við Breiðholtsbraut. Nýjar stofnbrautir létta umferðarálag ekki kosn- ingní SÁÁ Á AÐALFUNDI Samtaka áhugafólks um áfengisvanda- málið, SÁÁ, í fyrrakvöld voru 12 menn kosnir í 36 manna stjóm samtakanna og hlutu allir sem framkvæmdastjóm gerði tillögu um kosningu nema Ossur Skarphéðinsson verðandi um- hverfísráðherra. Að sögn Þórar- ins Tyrfingssonar, formanns SÁÁ, munaði aðeins einu at- kvæði að Össur næði kosningu. Þórarinn sagði að aðalfundurinn hefði verið fjölmennur, en aðeins 52 hefðu verið á fundinum þegar til kosninga kom undir lok hans. Tveir gengu úr aðalstjóminni að eigin ósk og gerði framkvæmda- stjómin tillögu um Össur í stað annars þeirra. í aðalstjóm samtak- anna em 36 menn og em 12 kosn- ir til þriggja ára í senn. Aðalstjóm- in kýs formann samtakanna, sem jafnframt er formaður stjómarinn- ár, og einnig kýs aðalstjómin fram- kvæmdastjóm. Þórarinn Tyrfings- son var endurkjörinn formaður samtakanna til eins árs á aðalfund- inum. Þórarinn sagði að umræður um niðurskurð fjárveitinga til SÁÁ hefðu sett mark sitt á fundinn og óvissan um hvort meðferðarstöð- inni að Staðarfelli yrði lokað um næstu áramót. Það ræðst af fjár- lögum næsta árs. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við tvær nýjar stofnbrautir er tengja munu saman Suðurlandsveg og Vesturlandsveg annars vegar, og Vesturlandsveg og Breiðholts- braut hins vegar. Mun sú síðar- nefnda taka við umferð milli Suð- urlands og Breiðholts, Kópavogs, Garðabæjar og Suðurnesja. Tenging Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar mun hins veg- ar ætlað að létta álagi af gatna- mótum Bæjarháls og Höfða- bakka. Tenging Suðurlandsvegar við Breiðholtsbraut Að sögn Rögnvaldar Jónssonar, umdæmisverkfræðings hjá Vega- gerð ríkisins, styttir nýi vegurinn leiðina frá Suðurlandi til Hafnar- fjarðar um þijá kílómetra. Vegurinn verður um tveggja kílómetra langur, með eina akrein í hvora átt. „Við Jaðarsel koma stefnugreind gatnamót með umferðarljósum, og rétt þar fyrir austan koma undir- göng, því böm nota mikið skíða- svæðið sem þama er,“ sagði Rögn- valdur. „Svo er þetta bara þjóðvegur áfram að Elliðaánum, þar sem verið er að byggja 50 metra langa brú. Þar verður hægt að ganga og ríða undir brúna sitt hvorum megin við ána. Þá verður vegurinn tengdur Rafstöðvarvegi, sem liggur að hest- húsunum og Dýraspítalanum, og Elliðavatnsvegi, sem liggur upp í Vatnsendahverfið." Tenging Suðuriandsvegar við Vesturlandsveg Nýr vegur verður lagður frá Rauða- vatni og inn á Vesturlandsveg rétt vestan við Grafarholt, og tengir þar með Suðurlandsveg og Vesturlands- veg án þess að aka þurfí inn í Árbæ- inn. „Við Grafarholt fer vegurinn aðeins inn á golfvöllinn, en við höfum komist að samkomulagi við golf- menn um að færa fimmtánda teig,“ sagði Rögnvaldur. „Á þessum kafla, sem er hátt í tveir kílómetrar, verða tvenn undirgöng. Göng fyrir gang- andi vegfarandur verða við Rauða- vatn og göng fyrir bíla, gangandi og ríðandi verða nálægt golfvellin- um. Við munum tengja Suðurlands- veginn við Vesturlandsveginn með bráðabirgðagatnamótum, en í fram- tíðinni munu verða þama mislæg gatnamót." Vesturlands vegor tvöfaldur á Höfðabakka í tengslum við þetta er unnið að framkvæmdum við Vesturlandsveg á Höfðabakka. Þar stendur til að leggja tvöfalda akbraut allt frá nú- verandi gatnamótum á Höfðabakka austur fyrir ný gatnamót. Verða þá tvær akreinar í hvora átt á þeim kafla. Velta brug’giðjanna 300 millj.? Rannsóknarlögreglan i Hafnarfírði stöðvaði í fyrrinótt starfsemi öflugrar bruggiðju við Reykja- vikurveg í Hafnarfirði og lagði hald á 120 lítra af landa, 100 litra af gambra og bruggtæki. Mað- ur var handtekinn á staðnum og annar, meintur eigandi framleiðslunnar, var handtekinn í Reykja- vik i gærmorgun. Þetta er niunda stóra bruggiðj- an sem lögreglan hefur stöðvað starfsemi hjá á árinu og sjaldan eða aldrei hefur verið lagt hald á jafnmikið af landa í einni húsleit. Áætlað er að allt að 10-20 þúsund lítrar af 40% landa flæði á markað hér á landi á hveijum mánuði. Lögreglumaður áætlar í samtali við Morgunblaðið að landamarkaðurinn velti allt að 300 milljónum króna á ári og heildarsalan sé þá um 200 þúsund lítrar. í grein um hinn ört vaxandi landaiðnað í blaðinu í dag lýsir Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, efa- semdum um opinbera verðlagningarstefnu í áfengis- sölumálum hér á landi. Allt árið í fyrra stöðvaði iögreglan starfsemi í 36 bruggiðjum en frá áramótum til dagsins í dag hefur meira magni af bruggi verið hellt niður en allt árið 1992. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er landi orðinn útbreiddasti vímugjafí unglinga og sá sem auðveldast er fyrir þá að nálgast. Einnig hefur færst mjög í vöxt að fullorðnir sækist eftir landa enda er hann ódýrari en löglegt áfengi og talinn kosta um 1.500 krónur lítrinn að jafnaði. Sjá: „Brugg“ á bls. 10. ► 1-48 Brugg ►Þrengri efnahagur almennings, hátt áfengisverð og unglinga- drykkja hafa skapað markað fyrir landabrugg./lO Járnmadonnan eða fjölskyldumaðurinn ►íhaldsflokkurinn í Kanada kýs nýjan leiðtoga og arftaka forsætis- ráðherra í dag./12 Ráðherrar á förum ►Rætt við Jón Sigðurðsson og Eið Guðnason, sem senn standa upp úr ráðherrastólum sínum og hverfa til annarra starfa./ 14 Hve glöð er vor elli ►Anna og Peder la Cour hafa afsannað að elli sé hrörleg./16 Edvard Grieg ►Um þessar mundir eru liðin 150 ár frá fæðingu norska tónskáldsins Edvards Griegs./ 18 B ► l-32 Penlngar Papanna ►Elsti manngerði hluturinn sem fundist hefur hér á landi er róm- verskur koparpeningur, sem fannst á Skansinum í Vestmanna- eyjum árið 1991. Ragnar Borg myntfræðingur hefur ritað grein þar sem segir meðal annars að fundur þeirra fímm peninga, sem hér hafa fundist, sanni að papar hafi verið hér fyrir landnám nor- rænnavíkinga./l Að útbreiða fagnaðar- erindi djassins ►Sigurður Flosason hefur blásið djass hálfa ævina enda í fremstu víglínu íslenskra djassleikara./lO Úr gjörgœslu á söng- pall ►Þorbjörg Magnúsdóttir læknir vatt sér í söngnám eftir ævistarf við svæfíngar og gjörgæslu og lauk því nýverið með einsöngstónleik- um./12 Einn á báti ►Áhugi á kajakróðri hefur vaknað ánýhérálandi././16 Sænsk vandamál og íslensk minnimáttar- kennd ►Rætt við Ylvu Hellerud, sendi- kennara í sænsku við Háskóla ís- lands/18 FASTIR ÞÆTTIR Fréttír 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 14b Kvikmyndahúsin 22 Kvikmyndir 15b Leiðari 24 Fólk í fréttum 22b Helgispjall 24 Myndasögur 24b Reykjavíkurbréf 24 Brids 24b Minningar 26 Stjömuspá 24b íþróttir 42 Skák 24b Útvarp/sjónvarp 44 Bíó/dans 25b Gárur 47 Bréf til blaðsins 28b Idag 6b Vclvakandi 28b Mannlífsstr. 8b Samsafnið 30b INNLENDAR FE .ÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.