Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 48
W*/ Reghibundinn M/• sparmiður Landsbanki íslands FORGANGSPÓSTUR UPPLYSINGASÍMI 63 71 90 -------k--------------- MORGUNBLAÐJÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, POSTHÓLF 1566 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Flutningar fyrir varnarliðið Undantekningarreglur EB varðandi sameiginlegan vinnumarkað Sótt um imdanþágu vegna sérstæðs veðurs hérlendis AÐ KRÖFU Alþýðusambands íslands hefur félagsmálaráðuneytið farið fram á undan- þágu frá tilskipun Evrópubandalagsins varð- andi sameiginlegan vinnumarkað og gert er ráð fyrir að verði hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið við frekari þróun hans. Að siign Halldórs Grönvolds, skrifstofu- stjóra ASI, er um að ræða undantekningar- reglur við tilskipun EB um viðurkenningu á prófum og starfsréttindum annarra en lang- skólagenginna. ASI vill varanlega undan- þágu frá þessum reglum og snýr það fyrst og fremst að byggingar- og málmiðnaðar- greinum. Félagsmálaráðuneytið hefur byggt kröfu sína á rökum um séreinkenni íslenskr- ar náttúru, og bent á að veðurfar krefjist vandaðri frágangs bygginga hér á landi en inars staðar á EES svæðinu þar sem sér- 'pekkingu á þessu sviði skorti. Að sög^n Halldórs Grönvolds er gagnkvæm viðurkenning á prófum og réttindum hluti af því sem snýr að sameiginlegum vinnumarkaði EES. Annars vegar er um að ræða reglu frá 1989 sem gildir fyrir langskólagengið fólk og háskólaborgara, en hins vegar umrædda tilskip- un sem samþykkt var innan EB í fyrra, sem ekki er enn hluti af samningnum um EES. Gamlar undantekningarreglur „Það virðist hafa gerst þegar þessi seinni al- menna regla um gagnkvæma viðurkenningu var samþykkt í Evrópubandalaginu að látnar voru fljóta með gamlar undantekningarreglur sem á sinum tíma voru settar varðandi sjálfstætt starf- andi aðila, og þær jafnframt fluttar yfir á laun- þega líka. Við teljum að í þessu sé veikari eftir- litsþáttur og á það getur ASÍ ekki fallist. Þess vegna höfum við lýst því yfir við félagsmálaráðu- neytið að við munum að öllu óbreyttu leggjast gegn því að þessi tilskipun með þessum ann- marka verði hluti af samningnum um EES,“ sagði Halldór. Krafa EFTA Hann sagði kröfu ASÍ gagnvart félagsmála- ráðuneytinu fyrst og fremst vera menningarpóli- tíska og vinnumarkaðslega, en félagsmálaráðu- neytið hefði hins vegar ekki treýst sér til að fara með þann rökstuðning í samskipti sín við EB, heldur fyrst og fremst reynt að byggja á efnislegum rökum um sérstakt íslenskt náttúruf- ar. Halldór sagði aðrar EFTA-þjóðir fyrir sitt leyti hafa fallist á kröfur íslendinga og þar með væri þetta í raun og veru orðin krafa EFTA sem íslensku fulltrúamir í viðræðum um EES fæm með. Stal bíl og farþegum UNGUR maður sem talinn er hafa verið undir áhrifum vímuefna settist undir stýri á Mercedes Benz sem öku- maður hafði skilið við í gangi á Akranesi í fyrrinótt og ók af stað. Farþegar voru í bíln- um. Ökuferðinni lauk á ljósa- staur skömmu síðar. Engan sakaði. Ökumaðurinn brá sér út úr bílnum við Akratorg um klukk- an fimm í gærmorgun og skildi vélina eftir í gangi. Á meðan farþegamir biðu ökumannsins kom að 22 ára gamall maður, settist undir stýri og ók af stað. Hann fór hring um bæinn en ökuferðinni lauk á ljósastaur við Bárugötu, skammt frá hótelinu. Bíllinn er stórskemmdur að sögn lögreglu, sem grunar pilt- in um að hafa verið undir áhrif- um áfengis og kannabisefna en hass fannst í fórum hans við handtöku. Minni líkur á að fá reynslulausn MEÐ nýlegri reglugerð um fullnustu refsidóma hafa verið skertir veru- lega möguleikar síbrotamanna á að hljóta reynslulausn á hluta refsi- vistar hvað eftir annað og skilyrði reynslulausnar á allt að hehningi dæmdrar refsivistar hafa verið hert. Slíkt dregur mest úr reynslulausn- um til þeirra sem afplána dóma fyrir hin alvarlegri brot. Þetta kemur fram í skýrslu Fangelsismálastofnunar fyrir árið 1992. Þar kemur einn- ig fram að á undanförnum árum hafi frestir sem veittir hafi verið á að hefja afplánun styst verulega og að skilvirkni refsifullnustu verði vart aukin frá því sem nú er. Um áramótin 1992 og 1993 voru einungis 60 dómþolar sem biðu af- plánunar og segir í skýrslunni að sú stefna fangelsismálastofnunar að hraða afplánun manna eftir megni hafi skilað verulegum árangri. Þegar stofnunin tók til starfa í ársbyijun 1989 biðu 155 dómþolar afplánunar og hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðan. Styttri dómum fækkar Þá kemur fram að dæmdur heild- arrefsitími á árinu 1992 hafi ekki verið lægri síðan árið 1987 og fjöldi óskilorðsbundinna dóma hafi ekki verið svo lítill frá árinu 1984. Um er að ræða fækkun í dómum þar sem dæmt er styttra fangelsi en 6 mánuð- ir en lengri dómunum hefur fjölgað nokkuð. I skýrslu Fangelsismálastofnunar kemur fram að á vegum stofnunar- innar sé unnið að sálfræðirannsókn með þátttöku flestra fanga sem hófu afplánun í fyrra. M.a er er áfengis- og vímuefnaneysla könnuð og einnig ástæður játninga við yfirheyrslur hjá lögreglu. Eimskíp var með lægsta tilboðið EIMSKIP V£ir með lægsta tilboð í flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli og mun félagið annast flutningana næstu 12 mánuði frá 1. júlí að teþ'a. Islenski hlutinn nemur 65% flutninganna, en flutningadeild Bandaríkjahers hefur ekki tilkynnt hvaða bandarískt skipafélag mun annast flutninga á afgangnum. Samningurinn við Eimskip hljóðar upp á 230 miHjónir króna, en flutningsmagnið er áætlað 2.500 gámaeiningar. Tilkynning um að Eimskip hefði verið með lægsta tilboð í flutningana fyrir vamarliðið barst félaginu í fyrrakvöld. Að sögn Þórðar Sverr- issonar framkvæmdastjóra flutn- ingasviðs Eimskips hefur flutninga- deild Bandaríkjahers heimild til að framlengja samninginn við Eimskip um 12 mánuði, þannig að Eimskip gæti því hugsanlega annast flutning- ana næstu tvö ár. Samskip hefur annast íslenska hluta flutninganna síðastliðið ár, en þar áður annaðist Eimskip flutningana í mörg ár. Samkvæmt útboðsgögnum mun Eimskip annast flutningana landleið- ina til Keflavíkurflugvallar, en hing- að til hafa þeir flutningar verið á vegum Suðurleiðar sf. Að sögn Ólafs Ólafssonar framkvæmdastjóra Suð- urleiðar mun þetta hafa í för með sér fækkun fiutningabíla úr 16 í 4 hjá Vörubílastöð Keflavíkur, sem er 50% eigandi Suðurleiðar og hefur annast flutningana, og því allar líkur á að stöðin verði lögð niður. > Morgunblaðið/Kristinn FEGRAÐ I BORGINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.