Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 13
MOÍtGUNBLAJMÐ SUNNUDAGUJR-13; .JÖNÍ.1993 £1 13 irin vill hún styðja rekstur smáfýrir- tækja og hvetja fólk til frumkvæðis í viðskiptalífínu. Það sé „siðferðisleg skylda" stjómvalda að sjá til þess að allir hafi atvinnu. Einmitt þetta vilja flokksmenn heyra, og þeir vilja heyra þetta sagt af ein- mitt þessum sann- færingarkrafti sem er Kim Campbell svo eiginlegur. En gerðir henn- ar hafa ekki allar verið í samræmi við orðin. Eftir að hún varð varnarmála- ráðherra hefur hún hvergi hvikað frá þeirri ákvörðun að kaupa hernum 50 þyrlur fyrir jafnvirði um 30 millj- arða íslenskra króna. Og þrátt fyrir yfirlýsingar um breytta tíma hefur hún varið aðgerðir Mulroney- stjórnarinnar og gekk svo langt að segja að þeir sem hafa gagnrýnt efnahagsstefnu íhaldsflokksins séu „óvinir Kanadamanna." Það varð reyndar úr að hún baðst opinberlega afsökunar á þeim orðum. Þingkosningar í nánd Það sem kemur ef til vill til með að ráða úrslitum í formannskjörinu í dag, er að samkvæmt skoðana- könnunum nýtur Jean Charest meira fylgis en Campbell meðal þjóðarinnar. Sem er mikilvægt í ljósi þess að það eru þingkosningar fram- undan. (Væntanlega í september næstkomandi). Campbell sagði eitt sinn um pólitískan andstæðing sinn: „Innihaldslausir persónutöfrar eru hættulegir." Svo virðist sem ýmsir myndu vilja segja þetta um hana sjálfa. Blaðið Globe and Mail sagði nýverið í leiðara, að Campbell væri „brothætt" og „óáreiðanleg,“ í sam- anburði við yfirvegaðan Charest, og að kosningabarátta hans hefði verið mun innihaldsríkari. Annað dagblað sagði að Campbell hefði „óþægilega stuttan kveikiþráð." Á sinn hægláta hátt hefur Charest haldið nokkurri fjarlægð frá Mulr- oney, sem hlýtur að teljast ráðlegt, því samkvæmt skoðanakönnunum Jean Charest ásamt dóttur sinni. Hann hefur lagt á það ríka áherslu að hann sé fjöl- skyldumaður og fulltrúi hefð- bundinna gilda. er forsætisráðherr- ann fráfarandi nú óvinsælasti leiðtogi sem sögur fara af í Kanada. Þótt Charest sé ungur að árum hefur hann verið lengi í pólitík. Tuttugu og íjögurra ára gam- all varð hann þing- maður, og fjórum árum síðar varð hann ráðherra. Hann hefur yfir- bragð rólyndis og yfírvegunar, og er að því leyti ákaf- lega ólíkur Camp- bell. Móðir hans var írsk-kanadísk og faðir hans fransk-kanadískur, og þótt hann sé frá Quebec og franska sé hans móður- mál, þá er enskan hans með öllu lýtalaus og ekki vottur af frönskum hreim. Þetta er ákaflega mikilvægt þegar kemur að því að vinna traust þjóðarinnar í þingkosningum, ekki síst í ljósi þess að kjósendur í Que- bec hafa yfirleitt hneigst til að kjósa „landa sinn“, frekar en hugsjóna- bróður. Þar stendur Campbell aftur höllum fæti. Ekki nóg með að hún sé frá Vancouver, sem er ef til vill „bandarískasta" borg Kanada og áreiðanlega sú „ófranskasta", held- ur er franskan hennar ofan í kaupið dálítið bjöguð. Þess vegna eru marg- ir Quebec búar efins um hana. Char- est vann sig hins vegar mjög í áliti meðal enskumælandi Kanadamanna í sjónvarpskappræðum nýverið þeg- ar hann tók eindregna afstöðu í við- kvæmu deilumáli um lagalega stöðu enskunnar í Quebec. Samkvæmt fylkislögum var bannað að nota ensku opinberlega, en þeim Iögum var nýlega breytt, og enska er Iög- leg á ný. Charest hafði lagt áherslu á að það yrði gert, á meðan Camp- bell kom sér undan því að taka af- stöðu í málinu. Það liggur því fráleitt ljóst fyrir hvort það verður tannhvassa ,jámmadonnan“ eða yfírvegaði fjjöl- skyldumaðurinn sem íhaldsmenn á endanum ákveða að treysta til að taka við erfiðu búi af Brian Mulron- ey- H, vítt, gult, grænt, rautt, blátt edajafnvel fjólublátt? Þitt er að velja því hjá okkur færðu stórkostlegt úrval af leðursófasettum, hornsófum og sófum í mismunandi leðurgerðum, litum og tegundum. Við erum ódýrastir -hvað sem það kostar Húsgapahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVXK - SÍMI 91-681199 Fyrir falleg heimili munXlán Viljir þú heyra bíl hrósað, skaltu ræða við hbzdb eiganda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.