Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 33 AUGLYSINGAR Yfirvélstjóri Yfirvélstjóri, með full réttindi, óskast á loðnu- skip frá Vestmannaeyjum með 1.150 hest- afla vél. Upplýsingar hjá útgerðarstjóra í síma 98-11100. ísfélag Vestmannaeyja hf. Hjúkrunarfræðingar Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ólafs- firði, óskar eftir hjúkrunarforstjóra til starfa frá og með 1. ágúst 1993. Upplýsingar um starfið og starfskjör veita forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri í síma 96-62480. Skriflegar umsóknir berist fyrir 30. júní 1993. „Au pair“ í Þýskalandi íslensk-þýsk fjölskylda með 3 börn (18, 6, og 2ja ára) óskar eftir „au pair“ stúlku í byrjun ágúst til Bremen í Þýskalandi. Nánari upplýsingar hjá Brynju í síma 90 49 421 494685. Kennarar Kennara vantar við grunnskólann á Flateyri. Kennslugreinar m.a. íþróttir og almenn bekkjarkennsla. Umsóknarfrestur framlengist til 20. júní. Upplýsingar hjá formanni skólanefndar (Hinrik) í síma 94-7728 eða hjá skólastjóra (Björn) í síma 94-7862 eða 94-7670. Norræni Genbankinn „Au pair“ Dönsk fjölskylda, sem býr í Kaupmannahöfn, nálægt skógi og strönd, óskar eftir íslenskri stúlku til að dvelja hjá henni í eitt ár og gæta Idu 9 ára og Susie 8 ára og sjá um almenn heimilisstörf. í boði eru góð laun fyrir stúlku sem er 18 ára eða eldri og er með bílpróf. Skrifið til Tine Engell, Bloksbjerget 14, 2930 Klampenborg, Danmörku. Efnafræðingur íslenska saltfélagið hf. óskar að ráða starfs- mann í sumarafleysingar á rannsóknastofu fyrirtækisins sem allra fyrst. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af rannsókna- stofuvinnu. Við leitum að starfsmanni með menntun í efnafræði eða skyldum greinum en starfið gæti einnig hentað fyrir stúdenta í raungreinum. Starfssviðið er fyrst og fremst ólífrænar efnagreiningar auk annarra mæl- inga í tengslum við gæðaeftirlit við fram- leiðslu á heilsusalti í saltverksmiðju fyrirtæk- isins á Reykjanesi. Nánari upplýsingar í síma 92-16955. íslenska saltfélagið hf., pósthólf 174, 230 Keflavík. Kennarastaða í íslensku við Kaupmannahafnar- háskóla Matreiðslumeistari 30 ára matreiðslumeistari með góða reynslu óskar eftir framtíðarstarfi, dagvinnu. Margt annað enn matreiðsla kemurtil greina. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl., merkt: „M - 3829". Kennarastaða Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er laus kennarastaða næsta vetur. Kennslugreinar: Danska auk kennslu yngri barna. Upplýsingar gefur skólastjóri í vinnusíma 97-51224 og heimasíma 97-51159. Matreiðslumaður Manneskja, vön matreiðslu, óskast sem fyrst. Allar upplýsingar veittar á staðnum hjá Einari Gíslasyni. Veitingahúsið Duggan, Þorlákshöfn, sími 98-33915. Tónskóla- stjóri/kennari Tónskóli Patreksfjarðar óskar að ráða skóla- stjóra og kennara fyrir næsta skólaár, sem hefst 1. september 1993. Góð aðstaðaTyrir hendi á staðnum. Æskilegt er að viðkomandi geti jafnframt sinnt starfi organista/kórstjóra við Patreks- fjarðarkirkju. Allar nánari upplýsingar veita eftirtaldir: Sigurður Viggósson, formaður skólanefndar, sími 94-1389. Ólafur Arnfj., sveitarstjóri, sími 94-1221. Umsóknir um starfið sendist til ofangreindra í síðasta lagi fyrir 15. júlí nk. Skólanefnd. Þórshöfn Grunnskólakennarar íþróttakennsla og almenn kennsla. Leitað er að uppeldismenntuðu fólki. Húsnæði í boði og flutningsstyrkur greiddur. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 96-81164 og 96-81153. Skriflegum umsóknum skal skila til skóla- stjóra grunnskólans, Langanesvegi 20, 680 Þórshöfn. Leikskólastjóri Leitað er að fóstru, eða aðila með aðra upp- eldismenntun, til að veita leikskólanum Barnabóli forstöðu. Rúmlega þrjátíu börn eru í skólanum fyrir og eftir hádegi. Nánari upplýsingar gefa leikskólastjóri í sím- um 96-81223 og 96-81345 og sveitarstjóri í símum 96-81220 og 96-81221. Skriflegum umsóknum um starfið skal skila til sveitarstjóra Þórshafnarhrepps, Langanesvegi 16a, 680 Þórshöfn. Hjúkrunarforstjóri Leitað er að hjúkrunarfræðingi til að veita Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti for- stöðu. Rekstur heimilisins er í mótun og fyr- ir dyrum stendur stækkun á því. Hér er því verið að leita að aðila, sem er tilbúinn til að vinna að stefnumótun í málefnum heimilis- ins, ásamt stefnumótun í öldrunarmálum byggðarlagsins almennt í samráði við við- komandi sveitarstjórnir. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í símum 96-81220 og 96-81221. Skriflegum umsóknum um starfið skal skila til sveitarstjóra Þórshafnarhrepps, Langanesvegi 16a, 680 Þórshöfn. lausar stöður Norræni Genbankinn (NGB) er ein af stofnun- um Norðurlandaráðs, staðsettur á Skáni í Svíþjóð, skammt frá Malmö. Stofnunin auglýsir eftir umsóknum um tvær stöður á eftirtöldum sviðum: Skrifstofumaður Starfsmaður sér um fjármál og starfsmanna- hald, m.a. að greiða reikninga, bókhald og að reikna út laun. Hann fæst einnig við skrán- ingu gagna og ýmis ritarastörf. Krafist er stúdentsmenntunar eða samsvarandi menntunar, sem sé að nokkru á sviði skrif- stofuhalds og starfsmenntunar á því sviði. Gagnastjórnun Starfsmaður ber ábyrgð á gagnagrunni bank- ans, þróun gagnakerfis, tölvuvæðingu og tekur þátt í öðrum störfum stofnunarinnar. Hæfniskröfur: Gagnastjórnun: Háskóla- menntun í líffræði auk tölfræði og gagnameð- höndlun. Reynsla á sviði plöntukynbóta og/eða jarðræktar er kostur. Ráðið verður í stöðurnar til fjögurra ára og framlengja má ráðningarsamning um fjögur ár. Ríkisstarfsmenn í fastri stöðu eiga rétt á launalausu leyfi á ráðningartímanum. Launkjöreru einstaklingsbundin. Starfsmenn frá öðrum löndum en Svíþjóð fá uppbót, sem getur numið allt að 7.500 SEK á mánuði eft- ir fjölskylduaðstæðum og við ráðningu er greidd sérstök upphæð vegna kostnaðar við staðfestu á nýjum stað. Greiddur er kostnaður vegna flutninga til og frá Svíþjóð og við árleg- ar ferðir til heimalands á ráðningartímanum. Umsóknum skal skila á norsku, sænsku eða dönsku. ( Ráðningartími hefst á bilinu 1. júlí 1993 til 1. janúar 1994 eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur dr. Sigfús Bjarna- son, forstjóri NGB, sími +46-40-461790. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 30. júní nk. ( Utanáskrift: Norræni Genbankinn (NGB), Box 41, S-23053 Alnarp, SVERIGE Staða aðjúnkts/lektors í íslensku máli og bókmenntum við Stofnun Árna Magnússon- ar við Kaupmannahafnarháskóla er laus til umsóknar frá og með 1. september nk. Ráðning er til þriggja ára með möguleika á framlengingu til allt að þriggja ára í viðbót. í verkahring kennarans er að annast kennslu í íslensku nútímamáli og -bókmenntum ásamt kennslu sem lýtur að íslenskri menn- ingu og samfélagi. Umsækjendur skulu hafa lokið íslensku há- skólaprófi með íslenskt mál og/eða bók- menntir sem aðalgrein. Umsækjendur skulu hafa íslensku að móðurmáli og hafa búið á íslandi hin síðari ár. Til ráðningar í lektorsstöðu eru gerðar kröfur um rannsókna- og kennslureynslu sem svar- ar til fjögurra ára starfs aðjúnkts. Til ráðning- ar í stöðu aðjúnkts er krafist fræðilegrar hæfni sem samsvarar doktorsprófi (Ph.D.) Ef enginn umsækjandi uppfyllir kröfu um ráðningu í stöðu aðjúnkts gæti orðið um stöðu sendikennara (udenlandsk lektor) að ræða. Byrjunarlaun lektors eru 22.000 DKR, aðjúnkts 18.000 DKR og sendikennara 20.000 DKR. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar og staðfesting á námsferli og fræðastörfum. Umsóknum skulu einnig fylgja þrjú eintök af fræðilegum verkum ásamt skrá um inn- send verk. Ekki verður tekið við tölvugögn- um. Þar sem námsnefnd í dönsku fær tæki- færi til að tjá sig um kennsluhæfni umsækj- enda verða nauðsynlegar upplýsingar þar að lútandi að fylgja umsókn. Skipuð verður dómnefnd, sem umsækjendur fá tilkynningu um. Álit nefndarinnar verður birt öllum um- sækjendum í heild sinni. Nánari upplýsingar veitir Peter Springborg, lektor, Árnastofnun í Kaupmannahöfn, sími 31 54 22 11. Umsóknir skulu stílaðar á lektor Kaupmanna- hafnarháskóla og sendar til Det humanis- tiske Fakultet, Njalsgade 80, 2300 Kpben- havn S. og berist fyrir 1. júlí kl. 12.00 með tilvísun til j. nr. 04-221-243/93-4202. Stofnun Sigurðar Nordals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.