Morgunblaðið - 13.06.1993, Side 6

Morgunblaðið - 13.06.1993, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir Guðmund Löve Könnun Sambands almennra lífeyrissjóða á lífeyrissjóðslánum Sjóðir tengdir hinu opin- bera með ódýrustu lánin en, framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs starfsmanna Reykjavíkur- borgar. Hann sagði auk þess að ekkert kæmi í veg fyrir að lánin, sem nú bera 5,5% vexti, væru notuð beiht til ávöxtunar, svo framarlega sem sjóðurinn fengi tilhlýðileg veð. Vel fylgst með í hvað peningarnir fara Sigtryggur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Eftirlaunasjóðs starfsmanna Landsbanka og Seðlabanka, sagði vexti sjóðsins breytilega, og háða ákvörðun sjóðsstjómar hvetju sinni. Að- spurður kvað hann þó ekki hafa verið mikið um vaxtabreytingar á undanförnum árum, en þrátt fyrir lágt vaxtastig miðað við ýmsa aðra sjóði væri raunávöxtun sjóðs- ins góð og það væri einmitt hluti af skýringunni á því hve lágir vextirnir væra. Lengsti lánstími lífeyrissjóðslána sjóðsins er 30 ár, og vextir era 5'/2%. Aðspurður sagði Sigtryggur eftirspurn eftir lánum frá sjóðnum hafa farið minnkandi, og engin ástæða væri til að ætla að fólk hefði tekið lán sem það hafi haft rétt á, eingöngu til að ávaxta þau með öðrum hætti. Stífar forsendur væru settar fyrir lántöku, og vel væri fylgst með í hvað peningarn- ir færu. LÁNAKÖNNUN Sambands almennra lífeyrissjóða (SAL) hefur leitt í ljós að mikill munur er á lánalqörum milli lífeyrissjóða hér á landi. Fjörutíu sjóðir hafa vexti hærri en 7%, og allt upp i 9,2%, sem eru meðalvextir verðtryggðra skuldabréfalána banka. Lægri vexti hafa hins vegar níu sjóðir, og eru flestir þeirra á tengdir ríki og bæjum, eða stofnana í ríkiseigu. Algengir vextir hjá þess- um sjóðum eru á bilinu 5-5'/2%. Alls nota fímmtán sjóðanna meðalvexti banka sem viðmiðun, en meðalvextir verðtryggðra lána voru 1. maí 9,2%. Sex sjóðir til viðbótar höfðu útlánsvexti hærri en 7%, en mælst hafði verið til þess af sjóðunum í upphafi þjóðar- sáttar að halda vöxtum í 7%. Nítj- án sjóðir höfðu 7% vexti, þeirra á meðal Lífeyrissjóður verslunar- manna sem er næststærsti sjóður- inn, og Samband almennra lífeyr- issjóða. Þá eru ótaldir þeir sjóðir sem héldu lægri útlánsvöxtum en 7%, en þeir vora níutalsins: Eftir- launasjóður starfsmanna Lands- banka og Seðlabanka, Eftirlauna- sjóður starfsmanna Búnaðar- bankans, Lífeyrissjóður Akranes- kaupstaðar, Lífeyrissjóður Aust- urlands, Lífeyrissjóður Neskaup- staðar, Lífeyrissjóður starfs- manna Akureyrarbæjar, Lífeyris- sjóður hjúkrunarkvenna, Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar. Af þessum sjóðum hafði stærsti lífeyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, 5,83% vexti í mars síðastliðnum. Ódýr lán hluti af kjörum Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að reynt væri að miða við að halda vöxtum Vi% undir nafnvöxtum spariskírteina ríkissjóðs. Sjóðsstjórn ákvæði þá vaxtabreytingar tvisvar á ári mið- að við hvað talin væri eðlileg ávöxtun af langtímalánum. Aðspurður um hvort stætt væri á því að hafa þetta lága vexti meðan sjóðurinn gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar sagði Haukur það engu skipta. „Þó svo vextimir væru hækkaðir upp í það sem hæst gerist hjá lífeyrissjóðun- um gæti sjóðurinn í sjálfu sér ekki staðið við skuldbindingar sín- ar. Það er heldur ekki ætlast til þess - lífeyrissjóðurinn er hluti af kjöram opinberra starfsmanna, og það er miðað við að launagreið- andi endurgreiði sjóðnum ákveð- inn hluta af lífeyrísgreiðslum, þannig að þessar endurgreiðslur era hluti af kjörunum," sagði hann. í sama streng tók Arent Claess- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Prautaganga HJÓNIN Sigríður Garðarsdóttir og Jóhannes Brynleifsson með Aron Rafn 7 ára og Pétur Frey þriggja ára. Dæmdar bætur vegna mistaka við fæðingu Staðfesting á því sem við töldum rétt Selfossi. „VIÐ ERUM auðvitað mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Með henni fáum við staðfestingu á því sem við töldum rétt,“ sagði Sigríður Garð- arsdóttir í Þorlákshöfn, en hún og maður hennar, Jóhannes Brynleifs- son, fengu í vikunni dæmdar 5,5 milljóna króna bætur frá Sjúkrahúsi Suðurlands. Sonur þeirra, Aron Rafn, fæddist á Sjúkrahúsi Suðurlands með varanlegan heilaskaða sem rakinn er til erfiðrar fæðingar og mis- taka á sjúkrahúsinu við fæðinguna. Aron Rafn er 100% öryrki. Þau tæplega sjö ár sem liðin eru frá fæðingu Arons Rafns hafa á margan hátt verið þrautaganga vegna drengsins. Tveimur árum eftir fæðinguna, að undangangnum mikl- um rannsóknum, ákváðu foreldrar Arons Rafns að höfða mál gegn sjúkrahúsinu. Það sem réð úrslitum um það var niðurstaða siðanefndar lækna um að mistök hefðu átt sér stað en nefndin kannaði málið að ósk landlæknis. „Þessi niðurstaða er mikill léttir því þetta hefur legið mjög þungt á okkur. Við erum sátt við niðurstöðuna en peningarnir skipta ekki máli í þessu efni heldur það að starfsfólk sjúkrahúsa og stjórnir þeirra átti sig á þeirri ábyrgð sem þau bera,“ sagði Jóhann. Þau hjónin sögðu að framundan væri sama baráttan. Aron Rafn hefði þroska þriggja mánaða bams og þyrfti áfram sína þjónustu. Hann dvelst á meðferðarheimilinu Lamb- haga á Selfossi og fær þar mjög góða þjónustu að sögn þeirra hjóna. Sig. Jóns. Nefnd samgönguráðherra um bætta samkeppnisstöðu kaupskipaútgerða Vilja lækka skatta farmanna 18851993 á kaupskipaflotanum 1988 -1993 Árið 1991 voru 17 kaupskip undir islenskum fána, en á aðeíns tveimur árum til ársins 1993 hefur þám fækkað niður í nfu. Kaupskipum alls á sama tfmabili hefur ennfremur fækkað um 11 og hafa skipin ekki verið færri frá 1980. Stöðugildum á íslenska kaupskipaflotanum hefur fækkað frá pví í maí 1988 úr rúmlega 500 i rúm 30Q í apríl á þessu ári. Síðustu þr|ú ár hefur fækkun stöðugilda hjá Islendingum og útlendingum verið svipuð. NEFND samgönguráðherra leggur til að stofnuð verði ís- lensk alþjóðleg skipaskrá fyrir kaupskip, felldir verði niður eða lækkaðir skattar af farmönnum og fleiri aðgerðir verði gerðar til að bæta samkeppnisaðstöðu íslenskra sjómanna og kaupskip- aútgerða gagnvart samkeppni erlendis frá. Útgerðarkostnaður hærri hér Samgönguráðherra skipaði í apríl 1991 nefnd fulltrúa stjóm- valda og hagsmunasamtaka til að endurskoða skráningarregíur ís- lenskra kaupskipa með það að markmiði að spornað yrði gegn skráningum íslenskra kaupskipa erlendis, svo og mönnun þeirra með erlendum áhöfnum. Nefndin skilaði nýlega tillögum til ráðherra ásamt drögum að frumvarpi um íslenska alþjóðlega alþjóðlega skipaskrá. I nefndarálitinu kemur fram að ýmis kostnaður útgerða við skrán- ingu kaupskipa á Islandi er hærri en víða erlendis og það sé ein meginástæða svonefndrar útflögg- unar. Nefnir nefndin í því sam- bandi laun skipveija, mönnunar- reglur, opinbera gjaldtöku, sérá- kvæði kjarasamninga og vinnutil- högun um borð, reglur um há- marksaldur innfluttra skipa, ís- lenskar reglur um fjármögnun skipakaupa, þjónustu hins opinbera og íslenskar sérreglur um búnað og byggingu skipa. Tillögur nefnd- arinnr miða að því að koma tii móts við þessi atriði eftir því sem kostur er. Fyrsta atriðið í tillögum nefndar- innar er stofnun íslenskrar alþjóð- legrar skipaskrár (IAS) sem starf- rækt verði samhliða almennu skipaskránni. Lagafrumvarp sem nefndin hefur gert er að miklu leyti sniðið að donskum og norskum lög- um um alþjóðlega skipaskrá. Skip sem skráð eru í IAS mega ekki stunda frumflutning á vörum eða farþegum milli íslenskra hafna. Gert er ráð fyrir því að sérstakir kjarasamningar verði gerðir um störf um borð í þessum skipum. Lagt er til að frumvarp til laga um skattamál skipveija og útgerða í íslensku alþjóðlegu skipaskránni verði lagt fram á Alþingi og er vísað í því efni til danskra reglna. Danska leiðin er þannig að í stað þess að danskir sjómenn á kaup- skipum í dönsku alþjóðlegu skipa- skránni greiði skatt, þá borgar út- gerðin þeim svokölluð nettólaun. Þannig greiðir útgerðin því lægri upphæð í laun sem nemur þeirri fjárhæð sem skattar sjómannsins hefðu ella verið og lækkar áhafnar- kostnaður danskra skipa veralega við þetta. Auk þessa leggur nefndin til að felld verði niður stimpilgjöld vegna íslenskra kaupskipa í IAS. Mönn- unarreglum íslenskra kaupskipa verði breytt til samræmis við fram- kvæmd alþjóðlegrar samþykktar um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna. Þá verði fyrirkomulagi á skoðun kaupskipa í íslenskri al- þjóðlegri skipaskrá breytt til sam- ræmis við það sem tíðkast í öðram alþjóðlegum skipaskrám, þannig að flokkunarfélög geti séð um stærri hluta skoðunar en nú tíðk- ast. Lítill fórnarkostnaður Nefndarmenn era sammála um að með ofangreindum aðgerðum Sráningaplönd „ístenskra kaupskipa" í apríl 1993 9 hafi íslensk stjómvöld gripið til ráðstafana til að tryggja, eins og unnt er, að íslensk kaupskip í eigu og á vegum íslensku kaupskipaút- gerðanna sigli undir íslenskum fána og hafí jafnframt skapað for- sendur fyrir atvinnuöryggi far- manna að minnsta kosti að því marki sem stjómvöld í nágranna- löndunum hafa þegar framkvæmt eða eru að undirbúa. Með hliðsjón af fenginni reynslu nágrannalandanna telja nefndar- menn ennfremur vera ljóst að sam- hliða fyrrgrendum aðgerðum stjórnvalda verði hagsmunaaðilar knúnir til að leggja sitt af mörkum til að tryggja atvinnuöryggi ís- lenskra farmanna með hagkvæm- ari vinnutilhögun á skipunum og við að nýta reynsiu og þekkingu íslenskra farmanna á staðháttum á siglingaleiðum íslenskra kaup- skipa. Vekja þeir athygli á því að fórnarkostnaður stjómvalda vegna aðgerðanna yrði sennilega lítill ef markmið þeirra nást, enda verði ríkissjóður af tekjum við það að útgerðir skrá skip sín erlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.