Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 Morgunblaðið/Kristinn Anna og Peder la Cour hafa afsannað mel öilu að ellin sé leiðinleg eftir Kristínu Marju Baldursdóttur SEXTÍU ÁRA kvenstúdent steig á svið í Háskólabíói í lok maí síðastliðins og hélt svo góða og skemmtilega ræðu, að nýstúd- entar sem fylltu salinn vitnuðu í orð henn- ar lengi á eftir. Stúdentinn sem svo mikla athygli vakti er Anna la Cour, búsett í Danmörku, en hún kom til landsins til að halda upp á sextíu ára stúdentsafmæli með bekkjarsystkinum sínum sem útskrif- uðust með henni úr MR árið 1933. í um- ræddri ræðu sem hún hélt við útskrift nýstúdenta úr MR gaf hún unga fólkinu mörg góð ráð varðandi námsval, líkam- lega og andlega heilsu, og afneitaði því með öllu að ellin væri hrörleg eins og segir í stúdentasöngnum. Anna dansaði Hnetubrjótinn ásamt danskri vinkonu sinni á mikilli skemmt- un í Bakkehuset um síðustu jól. „Ahorfendur grenjuðu af hlátri," segir hún. Anna la Cour, fædd Claessen, hefur verið í heimsókn hér á landi ásamt eiginmanni sínum, Dananum Peder la Cour. í ræðu sinni í Háskólabíói sagðist Anna hafa orðið löggilt gamalmenni fyrir ellefu árum, verður 78 ára núna í júií, og hefði hún ekki sagt það þama opinberlega hefði ég aldr- ei trúað henni. Þau hjónin bæði eru svo vel á sig komin og lífsglöð, að maður fer hreinlega að hlakka til að verða löggilt gamalmenni. - Þú hefur líklega farið á þetta fræga jubilantaball sem eldri stúd- entar héldu þeim yngri núna um daginn? „Nei við Pétur fórum ekki,“ seg- ir hún og horfir á mann sinn. „Strákarnir í bekknum mínum nenntu ekki, en síðan héldum við nú annað gilli sextíu ára stúdentar og þar voru þeir nú eitthvað farnir að dilla sér.“ Af þeim 38 stúdentum sem út- skrifuðust 1933 erg nú 13 á lífí og af þeim sextíu árum sem liðin eru frá útskriftinni hefur Anna aðeins búið tvö’ár heima, en talar þrátt fyrir það lýtalausa og hreimlausa íslensku. Eg spyr hana hvernig það sé með þau hjónin, hvort þau tali saman á dönsku eða íslensku? „Pétur talar á dönsku og ég svara honum á íslensku,“ segir hún stutt og laggott. Sautján ára nýstúdent Anna er löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkurj starfar enn sem slík og hefur hugsað sér að gera áfram. Hún er dóttir Þórdísar Björnsdóttur húsfreyju og Gunnlaugs Claessen fyrsta röntgenlæknis á Islandi. Hún á eina systur sem einnig er búsett í Danmörku og gift besta vini þeirra hjóna. Tengsl Önnu við Menntaskólann í Reykjavík eru gömul og rótgróin. Langalangafi hennar Björn Gunn- laugsson kennari, fluttist með skól- anum frá BeSsastöðum til Reykja- víkur árið 1846, tengdasonur hans Jens Sigurðsson varð rektor við skólann og sonur hans Björn Jens- son, afi Ónnu, varð stærðfræði- kennari við skólann og hafði yfir- umsjón með nemendum. Björn bjó í skólanum ásamt konu sinni og sjö börnum, í íbúð þar sem nú eru kennarastofur, og þar ólst móðir Önnu upp. „í þá daga tóku menn inntöku- próf í menntaskólann og voru þar í ein sex ár,“ segir Anna. „Ég hljóp nú yfir eitthvað í barnaskóla og var því aðeins 17 ára gömul þegar ég útskrifaðist. Var sæmileg í öllum fögum nema stærðfræði og það þótti mömmu slæmt því faðir henn- ar var stærðfræðingur. Reyndar var ég sett í enskutíma átta ára gömul og í vélritunartíma fjórtán ára, og vann síðan sem læknaritari hjá pabba í nokkur sumur. Pabbi út- rýmdi sullaveikinni á íslandi og geitum úr hári fólks með því að beita röntgengeislum svo að hárið losnaði. Það var síðan pillað af með pinsettum og aðstoðaði ég hann við það. Sjúklingar hans fengu að gista hjá Hjálpræðishernum en þeir borð- uðu hjá okkur og því var ætíð fullt af sköllóttum geitnasjúklingum heima. Allir fengu hárið aftur." Lærði það næstbesta Átján ára gömul fór Anna til Danmerkur til að nema á Transla- törskólanum sem bauð upp á fjög- urra ára nám fyrir væntanlega skjalaþýðendur og dómtúlka. Ekki gátu menn tekið fullnaðarpróf fyrr en þeir voru orðnir 25 ára og því beið Anna í þijú ár eftir að útskrif- ast, bjó í millitíðinni í Englandi í eitt ár og tvö ár hér heima. í minnisstæðri ræðu Önnu ráð- lagði hún nýstúdentum að læra það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.