Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 11 annarra, Sterkur orðrómur er meðal bruggara um að löggæslumenn hafi eftirlit með „lykilstöðum“ þar sem aðfanga er aflað. Þess þekkj- ast dæmi að menn leigi sendibíla í nafni einhverra, sem oftast hafa ekki hugmynd um tiltækið, og noti þá til að afla hráefnis. Fyrirferðar- mesta hráefnið er sykur. Sumir bruggarar fara einfaldlega í stór- markaðinn og fylla innkaupavagn- inn af sykri. Einn orðaði það svo: „Ég fer í Bónus og set 120 kíló í körfuna, sykurinn er ódýrastur þar og maður verður að vera hagsýnn.“ Aðrir aka á milli stórmarkaða og kaupa minna magn í einu á hveijum stað. Ekki þykir ónýtt að hafa sam- bönd hjá aðilum sem nota mikið af sykri, syo sem brauðgerðarhúsum, og geta keypt sykurselýki af þeirra birgðum. Bruggarar forðast heild- verslanirnar, því þær krefja við- skiptavininn um kennitölu og heiti starfseminnar. Ger og bætiefni fást bæði í stórmörkuðum og sérverslun- um með bruggvörur. í sérverslunum fást einnig kol sem notuð eru til að sía óhreinindi og aukabragð úr miðinum eftir eimingu. Heildsala - smásala Bruggaramir afhenda sölumönn- um yfirleitt framleiðsluna á stórum kútum. Söluaðilinn sér síðan um að hella miðinum í „neytendaum- búðir“. Fyrirtækið Sigurplast fram- leiðir plastbrúsa, sem talsvert hafa verið notaðir undir brugg. Sigurður Bragi Guðmundsson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins sagðist hafa séð nær allar gerðir íláta frá fyrirtæk- inu á fréttamyndum þegar brugg- verksmiðjur hafa verið gerðar upp- tækar. Hann sagði þá Sigurplast- menn sjaldnast vita hvert fram- leiðsla fyrirtækisins fer eftir að hún yfirgefur verksmiðjuna. Eftir. að virðisaukaskattskerfið kom var far- ið að kreíja viðskiptavini um kenni- tölu þegar viðskipti fóru fram. „Við höfum séð undir iljarnar á mönnum þegar beðið er um kennitölu. Aðrir skálda upp kennitölu eða gefa upp kennitölu annars manns,“ sagði Sigurður Bragi. Hann sagði að verulega hefði dregið úr sölu plast- brúsa fll einstaklinga gegn stað- greiðslu eftir að nýja sölukerfið kom. Taldi hann líklegast að brugg- arar útveguðu sér umbúðir í gegn- um milliliði. Auk brúsanna frá Sig- urplasti er talsvert notað af plast- flöskum, svipuðum og hafðar eru undir áyaxtaþykkni og gosdrykki. Þessar flöskur hafa fengist hjá fyr- irtækjum í drykkjarvöruiðnaðinum. í fyrra lagði lögregl- an hald á 36 brugg- stöðvar á höfuð- borgarsvæðinu. í ár hafa 8 bruggverk- smiðjur verið tekn- ar. Þrátt fyrir færri verksmiðjur hefur meira verið hellt nið- ur af gambra það sem af er árinu en allt árið I fyrra. Þar sagði einn sölumaður að ýmsir keyptu flöskur, nefndi hann þar grasalækna og svo léki grunur á að eitthvað væri notað undir brugg. Kunnugir eru sammála um að mikil „vöruþróun“ hafi átt sér stað hjá bruggurum. Bruggarar hafa náð leikni við framleiðsluna og býðst landi af ýmsum styrkleika, allt upp í nær hreinan vínanda. Algengast er að notuð séu lágþrýst eimingartæki, knúin orku úr hita- veituvatni, við landasuðuna. Ef gætt hefur verið fýllsta hreinlætis og rétt staðið að ílögninni fæst vel markaðshæfur landi eftir fyrstu eimingu. Sumir bruggarar blanda bragðefnum í landann að ósk kaup- anda, bruggari, sem blaðamaður talaði við, bauð upp á landa með vodka, gin eða rommbragði! Flókin sölukerfi Bruggheimurinn líkist æ meir fíkniefnaheiminum hvað varðar skipulagningu sölukerfa. í mörgum tilvikum sér bruggarinn sjálfur um sölu, í öðrum er reynt að aðskilja framleiðslu og sölu sem mest. Milli bruggara og 1. sölumanns verður að ríkja gagnkvæmt trúnaðar- traust. Blaðamanni var sagt að margir bruggarar hafi gert sam- komulag við sölumann eða sölu- menn sína um að ef lögreglan góm- aði þá síðarnefndu, gyldi bruggar- inn fyrir þagmælsku þeirra með því að greiða sekt sölumannanna. „Þetta er spurning um hvort brugg- arinn lendir sjálfur í 400 þúsund króna sekt, eða borgar 40 þúsund fyrir sölumanninn," sagði einn við- mælandi. Algengt er að viðskiptum sé kom- ið á með hjálp símboða. Varkárir sölumenn velja sér viðskiptavini, „því það fá færri én vilja að kaupa“, sagði sölumaður við blaðamann. Ekki er tekið við nýjum kúnnum nema mælt sé með þeim af traust- um viðskiptavinum. Nýir viðskipta- menn fá aðgangsnúmer að sölu- kerfínu. Þegar þeir vilja kaupa hringja þeir í símboðatæki sölu- mannsins og slá inn símanúmer og viðskiptanúmer. Sölumaðurinn flettir upp hver viðskiptavinurinn er, hringir í númerið og spyr eftir honum með nafni. Ef viðskiptavin- urinn er ekki til svars er einfaldlega lagt á. Hringi ókunnur aðili og fal- ist eftir landa er slíkum beiðnum ekki ansað. Það er upp og ofan hvort sölu- maðurinn dreifir vörunni sjálfur eða er með sendla á sínum snærum. Sumir sölumenn hafa aðstoðar- menn við dreifinguna á annatímum, eins og um helgar. Eins var fullyrt við blaðamann að dæmi væru um að dreifíngaraðilar hefðu sendils- störf, til dæmis fyrir skyndibita- staði, að yfirvarpi fýrir raunveru- lega iðju sína. Þá var og fullyrt að bruggun og sala áfengis væri sam- ofín rekstri að minnsta kosti tveggja fýrirtækja í matvæla- og veitingabransanum. Væg viðurlög í mörgum tilvikum er verið að taka sömu menn aftur og aftur fýrir bruggun. Líklega ræður gróðavonin mestu, því þarna eru fljótteknir peningar ef ekki kemst upp um iðjuna. Viðurlög við brotum gegn áfengislögum eru varðhald eða fangelsi í allt að 6 ár. Við fyrstu brot er beitt fjársektum og miðast þær við hve mikið áfengi bruggar- inn eða sölumaðurinn hefur haft undir höndum. í sumum lögsagnar- umdæmum er einnig tekið tillit til hversu miklum gambra er hellt nið- ur. Tæki og hráefni eru að sjálf- sögðu gerð upptæk. Þegar menn hafa ítrekað brotið af sér er beitt fangelsisvist. Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðar yfirlögreglu- þjónn segir að nokkrir bruggarar séu „komnir á þröskuldinn" og á þá við að þeir megi vænta fangelsis- dóma ef þeir nást oftar við bruggun eða sölu. Hver er ástæðan? Þegar leitað er ástæðna fyrir auknu einkabruggi nefna menn helst tvennt: Áfengisneyslu ungl- inga og hátt áfengisverð. Landasala til unglinga hefur markað sér fastan farveg og nú er svo komið að landi er sá vímugjafi sem ung- lingar eiga auðveldast með að afla sér. Sölumennirnir eru á líku reki og neytendurnir og hafa komið sér upp dreifingaleiðum gegnum kunn- ingjahópa og tengsl við skólafélaga. Hátt áfengisverð á sinn þátt í að afla landanum markaðar. Eins og komið hefur fram er landalítrinn seldur á 1.500 krónur, til saman- burðar má nefna að einn lítri af brennivíni kostar 2.610 krónur og Tindavodka 2.950 krónur. Höskuld- ur Jónsson forstjóri ÁTVR víkur að efnahagsástandi og áfengissölu í nýjustu ársskýrslu fyrirtækisins. Þar segir meðal annars: „Sú kenn- ing er býsna lífseig að brennivín verði aldrei svo dýrt, að það sé ekki sinna peninga virði. Er þá lát- ið að því liggja að úr margs konar neyslu megi draga áður en bágur efnahagur bitni á áfengiskaupum. Jafnvel heyrist sú skoðun að áfeng- isdrykkja aukist í slæmu árferði og sé þá eins konar líkn við þraut. “Síðan rekur forstjórinn sam- drátt í áfengissölu árið 1992 miðað við árið 1991 og kemst að þeirri niðurstöðu að kenningin um áfengisdrykkju og efnahagsástand sé röng. Nam samdráttur í magni hreins vínanda 6,92%, sala sterkra vína var 8,57% minni en árið áður og bjórsalan minnkaði um 7,23%. Árið 1989 var metár í áfengis- sölu ÁTVR. Þann 1. mars það ár var leyfð sala áfengs öls og tók heildaráfengissalan kipp við þau tímamót. Sú aukning skrifast ein- göngu á reikning bjórsins, því þetta sama ár dróst sala sterkra drykkja saman um tæp 20% og sala léttvína um rúm 24% í lítrum talið. Síðan hefur áfengissala minnkað ár frá ári. Bjórsalan hefur dregist saman um nær 8% á ári, léttvínssalan hef- ur heldur minnkað nema árið 1991, þegar hún jókst um 5,70%. Sala sterkra drykkja minnkaði lítillega eða stóð í stað frá 1990 þar til í fyrra að hún minnkaði um 9,49%. Höskuldur var spurður út í hug- leiðingu sína í ársreikningnum. „Eg er bara að gefa í skyn að hátt verð breytir því magni sem neytandinn kaupir," sagði Höskuldur. „Menn héldu því fram, kannski meira í gamni en alvöru, að ef ríkissjóð vantaði peninga mætti bara og ætti að hækka áfengið. Ég er að halda því fram að þetta sé ekki rétt. Þetta leiðir til þess að fólk leitar að ódýrari lausnum. Það er ekki alveg gefíð að menn drekki minna, heldur reyna þeir að ná í svipað magn fyrir minni pening.“ Höskuldur vildi ekki tjá sig um hvort brugg hefði bein áhrif á sölu áfengis hjá ÁTVR, en sagði fjölda aðila hafa talað um það við sig að mun einfaldara væri að ná í brugg en smyglað áfengi. „Jafnvel hefur maður heyrt að mannfagnaðir, svo sem stórafmæli, væru vökvaðir með heimabruggi í klæðningi bollu eða öðru slíku. Við leggjum trúnað á það að bruggiðja fari vaxandi.“ Höskuldur sagði að skattlagning ÁTVR væri mjög mikil miðað við ráðstöfunartekjur fólks. „Markmið okkar eru mótsagnakennd, að ríkið hámarki ágóða sinn og fólk drekki eins lítið og hægt er. Þessi mark- mið duga ekki neinum ef svona hliðarstarfsemi er í gangi. Það má ekki líta á þetta sem áróður fyrir áfengi, því það er enginn bættari með það að neyslan færist frá okk- ar framleiðslu til heimabruggs, nema þá bruggaramir og þeir sem selja fyrir þá.“ Bn 1, sem þ úþa rft v; irla að h [UgSÍ tum, en er t sífellt a ð hu igsa um i hve frábær ham i er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.