Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 15 Eiður Guðnason frófarandi umhverfisróðherra. Morgunbiaðið/Einar Faiur eftir Elínu Pólmadóttur Eiður Guðnason hefur setið í umhverf- isróðuneytinu í rétt rúm tvö ár þegar hann segir lausu ráðherraembættinu á mánudag og verður óbreyttur þingmaður, eins og hann segir. Sem við göngum upp marmarastigann í gamla virðulega húsinu við Vonarstræti rifjast upp ummæli ráð- herrans í viðtali er hann tók við embætt- inu og sagði að þetta væri lítið ráðu- neyti að fermetrafjölda og mannafla en með heillandi viðfangefni. Úr því hefur sýnilega ræst. Eiður tekur undir það, seg- ir að aðstaðan hafi batnað til muna við að leigja þetta hús. Nú starfi í ráðuneyt- inu 17 manns, sumt að vísu verkefnaráð- ið og afleysingafólk í sumarleyfum. En í þessu ráðuneyti séu konur í meirihluta, 9 á móti 8, allir lögfræðingarnir þrír séu konur. í Ijósi framkominnar gagnrýni á flokkin hans þótti honum gaman að geta sagt frá því. En tók því vel og skellihlægj- andi þegar spurt var hvort það væri ástæð- an til þess að rétt þótti að taka nú karl fram yfir konu í ráðherraembættið. Ráðherrann var minntur á að við sama tækifæri sagði hann líka að í umhverfisráðuneytinu mundi hann hafa betra sóknarfæri en í öðrum ráðuneytum. „Já, sumt af því hefur ekki gengið eftir, sóknarfærið ekki nýst sem skyldi. Ég hefði viljað sjá fleiri lög samþykkt á Alþingi af þeim sem héðan fóru þangað,“ sagði Eiður. „Ég nefni lög um dýravernd, sem ekki er ágreiningur um. Frum- varp til laga um byggingar og skipulagsmál, mál sem þarf í sjálfu sér að leggja mikla vinnu í og búið að fá um margar umsagnir. Þar er verið að steypa saman byggingalögum og skipulagslögum. Frumvarp um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Af mörgu er að taka. En samþykkt var breyting á gildandi skipulagslögum, sem gerir fært að setja í gang sam- vinnu við sveitarfélögin sem eiga land að hálendinu. Búið að skipa nefnd með fulltrúum héraðsnefnda, svo það verður viðráð- anlegur vinnuhópur. Af því sem náðst hefur má nefna lög um upplýsingar um umhverfismál. Og samþykkt var fullgilding á samningum, sem íslendingar lágu undir ámæli fyrir að hafa ekki fullgilt. Þar með er Bernarsáttmálinn, sem er undirstaðan í þessum málaflokki. Líka sáttmáli um vernd ósonlagsins, al- þjóðasamningur um olíuóhöpp og Ríósamingurinn um loftslags- breytingar." Én hvað um friðunar og uppgræðslumálin sem skv. reglu- gerð áttu að ganga til umhverfisráðuneytis? Eiður segir að talað hafi verið um að þetta unga ráðuneyti fengi aukin verk- efni, en því miður hafi ekki fengist botn í verkaskiptamálin. „Kerfið er tregt og það er þungt og andsnúið breytingum. Ég hefi lagt fram tillögur að breytingum til flokksformanna stjórnarflokkanna. Mér fínnst það í hlutarins eðli að umhverfís- ráðuneytið sé eftirlits- og umsjónaraðili í þessum málum. Eitt kvöldið í vikunni horfðum við í sjónvarpinu á þar sem verið var að reka fé til beitar á blásinn og beran mel. Þegar ég er búinn að hafa góða samvinnu við iðnaðarráðherra um að ná farsælli lausn í Mývatnssveit, þar sem náttúran er látin njóta velvildar vafans, þá opnuðust þarna augu mín fyrir þessari skelfilegu mótsögn. Þegar sauðkindin á í hlut þá gildir allt annað. Það rifjaðist líka upp fyrir mér það sem sagt var frá á merkilegri ráðstefnu á Húsavík, en þar kom fram að Böðvar Jónsson bóndi á Gautlöndum er með allt sitt fé heima í girtum hólfum og það gefur meira af sér en fé sem rekið er á fjall. Jarðvegseyðingin og gróðureyðingin er okkar mesta vandamál og ekki hefur tekist að snúa vöm í sókn.“ Heimavandi og utanaðkomandi „Þessi vandi skiptist í tvennt,“ heldur hann áfram. „Annars vegar era það okkar eigin vandamál, þar sem lausnir eru kunnar en spurningin bara um forgangsröðun og fjármagn. Hins vegar utanaðkomandi vandi, það sem berst okkur í lofti og sjó. Þau vandamál leysum við ekki nema í samvinnu við aðra. Hún skiptir okkur gífurlega miklu og þar höfum við lát- ið að okkur kveða. Ég tel það stóran áfanga að við fengum sæti í aðalnefnd Sameinuðu þjóðanna sem á að fylgja eftir Ríósam- þykktinni. Um þetta sæti var mikill slagur, þar sem ísland fékk mjög góða kosningu. Norðurlöndin fengu tvo fulltrúa, þar af Island annan. Við verðum í þessari nefnd fyrstu þrjú árin og það er mjög mikilvægt að vera mótunarárin með í þessu starfi," segir Eiður. En til landsins voru einmitt að koma fulltrúar frá Norðurlöndum til samráðs um undirbúning fyrir fyrsta fund þessarar nefndar í New York í næstu viku. í lok fundarins er gert ráð fýrir að ráðherrar landanna hittist og hafði Eiður ætlað til New York, sem nú verður ekki af, þar sem hann verður ekki lengur ráðherra. Umhverfisráðuneytið hefur gefíð út í skýrslu stefnu og fram- kvæmdir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í um- hverfismálum undir heitinu „A leið til sjálfbærrar þróunar", sem mikil vinna hefur sýnilega verið lögð í undir forastu Magnúsar Jóhannessonar ráðuneytisstjóra. Segir Eiður Guðnason að búið sé að samþykkja hana í ríkisstjóm sem meginstefnu. Ætlunin að útfæra hana svo með breiðri aðild ýmissra aðila. Þá er verið að endurskoða stjórnunarþátt náttúruverndarlag- anna undir formennsku Höskuldar Jónssonar og kvaðst Eiður hafa fengið fyrstu tillögur nefndarinnar nú í vikunni. „Þar er breytinga þörf, en margt sem þarf að taka tillit til,“ segir Eiður. Hann kvaðst ekki vilja seilast til mikilla áhrifa, en kannski ætti að stefna að því að gera öll ráðuneyti að umhverf- isráðuneytum, Óbreyttur þingmaður Eiður segir að persónulega hafi sér fundist þessi tvö ár í umhverfisráðuneytinu mjög ánægjulegur tími og gaman að kljást við þessi mál. Hann segir skilning sveitarstjórna á um- hverfísmálum fara mjög vaxandi. í samvinnu við sveitarstjórn- armenn var gerð úttekt á því hvemig skynsamlegast væri að leysa sorpmálin í Vesturlandskjördæmi. Nýbúið er að skrifa undir samning við Vestfirðinga um samskonar úttekt og síðan muni koma að að Norðuriandi vestra og Austfjörðum. En af hverju er hann þá að hætta eftir svona stuttan tíma? „Þegar ég kom fýrst á þing 1978 var ég spurður hve lengi ég ætlaði að vera og talaði um 12-14 ár. Nú eru þau orðin 15. Ég tók þá ákvörðun fyrir kosningarnar 1991 að ég ætlaði ekki oftar í framboð, en nefndi það ekki við neinn nema konu mína. Þegar farið var að ræða um uppstokkun í ríkisstjórninni á miðju kjörtímabili sagði ég formanni Alþýðuflokksins þetta. Þessvegna væri mér ekkert fast í hendi. Eg væri reiðubúinn til þess að vera kyrr eða taka að mér önnur verk og væri til viðræðu um að hætta fyrr. Þetta varð úr.“ Aðspurður hvort maður hitti hann næst sem sendiherra í einhverju sendiráðinu, svarar hann því til að tíminn leiði það í ljós. Slíkt sé alveg óráðið á þessari stundu. Hann muni áfram gegna sinni þingmennsku og sjá svo til hvað verði þegar henni lýkur. Örfá sæti laus 23. júní og 14. júlí Tryggðu þér og fjölskyldunni ógleymanlegar sólskinsvikur á sólarströnd Spánar Benal Beach - Benalmadena Costa Eitt glæsilegasta íbúðahótelið á Costa del Sol. Verð frá J á mann í þrjár vikur í tveggja herberga íbúð. Laus sæti í brottför 23. júní og 14. júlí. Costa Lago - Torremolinos Afar góð gisting á einstöku verði. URVAL UTSYN stmi 699 300, vió Austurvöll: sími 2 69 00, Verð frá kr.* á mann í þrjár vikur í tveggja herbergja íbúð. Laus sæti í brottför 14. júlí. Uppselt í brottför 23. júní. 1 Hafnarfiröi: sírni 65 23 66, við Ráðbústorg á Akureyri: sími 2 50 00 - og hjá umboðstnönnutn um land allt. * Heildarverd á mann m.v. staðgreiðslu, 2 fullorðna og 2 börn, 2ja - 11 ára. Skattar innifaldir. rjzzfé,!£!£2^* EURQCARD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.