Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 EDVARD GRIEG eftir Atla Heimi Sveinsson HINN 15. júní næstkomandi eru 150 ár liðin frá fæð- ingn norska tónskáldsins Edvards Griegs. Hann er eitt vinsælasta tónskáid, sem uppi var á 19. öld, ámóta eins og Gershwin á þeirri 20. Hann var í lifanda lífi mjög vinsæll um alla Evrópu og í Rússlandi og ekki hvað síst í Þýskalandi. Það hjálpaði til að verk hans, einkum Lýrísku stykkin — smálögin fyrir píanó — voru uppáhaldsmúsík keisarafjölskyldunnar. Hann var óhemju vinsæll í Englandi. Kannski fundu menn þar eitthvað „enskt“ í tónlist hans, en að nokkru leyti var hann skoskur að uppruna. Nafnið Grieg var upp- runalega MacGreg eða MacGregor. Hann var af dönskum, skoskum en aðallega norskum ættum. Að margra áliti er hann einn mesti listamað- ur Norðurlanda, er nefndur í sömu andrá og Ibsen, Strindberg, H.C. Andersen, Edward Munch, Hamsun og margir fleiri. Hann var sterkur persónuleiki, Ú'ölmenntaður heimsmaður. Hann var prýðilega ritfær og góður ræðumaður. Menn líktu honum við Björnstjeme Bjömson. Hann fann tií í stormum sinnar tíðar og tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Noregs. Og í þjóðmálum var hann fijálslyndur framfarasinni. Hann var þjóðlegur í anda og samdi sín bestu sönglög — Haugtussa-lögin við ljóð Ams Garborgs — á lands- máli. En dómar manna um hið raun- vemlega gildi verka hans eru ærið misjafnir. Því hefur verið haldið fram að hann væri stórlega ofmet- inn, væri í rauninni væminn mani- eristi og innihaldslaus nostrari. Eða í hæsta lagi þokkalegur „Kleinmeister“, yfirborðslegur hagyrðingur, fremur en djúp- þenkjandi stórskáld. Franz Liszt sagði um hann að hann væri bestur í hinum smáu formum, en innan þeirra væri hann stór. Þetta er vel sagt og eitt er víst að gildi listaverka ræðst ekki af umfangi þeirra. Sjálfur sagði Grieg: „Listamenn á borð við Bach og Beethoven reistu kirkjur og musteri í upphæðum. Það sem ég vii er það sama, sem Ibsen segir í síðustu leikritum sínum: byggja hús þar sem fólk getur átt heima og fundið hamingjuna." Kannski var hann meistari hins örsmáa forms, hinna fíngerðustu blæbrigða. En svo einfalt er það heldur ekki. Þegar honum tókst best upp samdi hann stórverk á borð við hina stærstu meistara. Þar má nefna Píanókonsertinn sem hér var nýlega glæsilega flutt- ur af undramanninum Leif Ove Andsnes og Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Þá eru óneitanlega Strengjakvartettinn í g-moll op. 27 og Fiðlusónatan í c-moll op. 45 frábær verk, sem hver tónjöfur gæti verið fullsæmdur af. Hann kunni vel til verka í leik- húsi eins og tónlistin við Pétur Gaut sýnir. Uppáhaldsatriði mitt úr því verki er lokaatriðið: Sofðu, hjarkæri sveinninn minn. Fyrst syngur Sólveig hægt og lágt og síðan hærra í dagsbjarmanum. Og svo rís tónlistin hæst í eftirspilinu, sem er örstutt, en þeim mun áhrifameira — og þar með Iýkur leiknum. Áhrifin eru ekki síðri en hjá Wagner þegar hann lýkur Ragnarrökum, risaverkinu um Niflungahringinn. En hjá Grieg gerist hið sama „en miniature". Því verður ekki neitað að verk Griegs eru ákaflega misjöf að gæðum. Hann virðist hafa verið óöruggur með sjálfan sig og vond- ur dómari á eigin verk. Stundum eru verk hans ótrúlega hversdags- leg, meðalmennskumoð í klæðum uppgerðarþunglyndis. Rislág lag- lína og frumstæðir hljómasekvens- ar. Andagiftin og innblásturinn virðast hafa yfirgefið hann á sum- um æviskeiðum. Hann gerði sér grein fyrir því sjálfur og leið mikl- ar sálarkvalir af þeim völdum. En kannski var hann umfram allt bamatónskáldið mikla, ásamt Bach og Bartók. Einhvem tíma minntist ég á Grieg við John Cage. Augu hans ljómuðu og hann sagði: „Grieg var mín fyrsta upplifun í tónlist." Og þá minnist ég þeirrar gleði sem gagntók mig þegar ég, kannski ellefu ára, var að spila Ambumblatt og valsana góðu úr fyrsta og öðru hefti Lýrísku lag- anna. Þar er að finna virtúósítet fyrir smáar hendur og mér fannst UM ÞESSAR MUNDIR ERU LIÐIN 150 ÁR FRÁ FÆÐ- INGU NORSKA TÓNSKÁLDSINS EDVARDS GRIEGS ég vera staddur á glæstasta kon- sertpalli heimsins. Margir hafa sömu sögu að segja. Grieg var óvenjunæmur og fundvís á fíngerð og frumleg blæ- brigði hljóma. Þar var hann braut- ryðjandi og hafði mikil áhrif á frönsku impressionistana þótt þeir vildu ekki viðurkenna það í fyrstu. Debussy skrifaði illyrmislega um Grieg eins og marga fleiri. Sagði að tónlist hans væri eins og bleik- ur sleikjubijóstsykur fylltur með snjó. En kannski var ástæðan fyr- ir þessum dómi fremur pólitískur en listrænn: Grieg var Dreyfus- sinni en Debussy þjóðrembuaftur- hald. Grieg var ekki framúrstefnut- ónskáld. En í Sláttunum op. 72, sem hann spinnur úr norskum þjóðlögum, er hann mjög langt á undan sínum tíma. Þar er að finna margt það sem Bartók gerði löngu síðar. Bartók var enginn kjáni og ég er viss um að hann hefur gjör- þekkt þetta sérkennilega verk og orðið fyrir áhrifum af því. Ég spurði einu sinni vin minn, prófessor Schjelderup-Ebbe, sem er helsti sérfræðingur heimsins í ævi Griegs og tónlist, ásamt Finn Benestad, hvort Grieg væri norsk- ur og þjóðlegur. Ég fékk gott svar: „Kannski eru norsk þjóðlög „Griegsk“.“ Þetta er eins og hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.