Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 24
4- 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JUNI 1993 -I- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 25 JltargiiiiMflifetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 110 kr. eintakið. „Við verðum að hafa atvinnu í þessumbæ“ Sfldarvinnslan í Neskaupstað hefur samið um kaup á nýj- um togara frá Spáni, sem verður afhentur í júlí-ágúst næstkom- andi. Af því tilefni bauð fyrirtæk- ið út 115 milljóna króna hlutafé fyrir skömmu. Starfsfólk fyrir- tækisins hefur að undanförnu og af eigin frumkvæði sameinazt um að kaupa hluti í félaginu að því er fram kemur í frétt hér í blaðinu. Lágmarkskaup eru kr. 25.009 en ýmsir kaupa stærri hluti. í frétt Morgunblaðsins seg- ir: „Útgerðarstjóri fyrirtækisins segir að allir bæjarbúar taki þátt í að gera togarakaupin að veru- leika og starfsmennirnir hafi tugum saman keypt hlutabréf. Kaupverðið er dregið af launum starfsfólksins í skömmtum, eftir samkomulagi við hvem og'einn. Þetta hefur mjög góð áhrif á starfsandann og það er gott fyr- ir alla aðila að fínna að fólkið er með. Við verðum að hafa at- vinnu í þessum bæ.“ Sfldarvinnslan í Neskaupstað hefur opnað hlið sín fyrir hluta- fjárframlögum starfsfólks og bæjarbúa. Fyrirtækið hefur þok- azt í átt að almenningshlutafé- lagi. Sú stefnumörkun er athygl- isverð. Rekstrarform fyrirtækja í landinu er að vísu og af eðlileg- um ástæðum með ýmsu móti og aðstæður ráða hvern veg að er staðið. Mestu máli _ skiptir að reksturinn lúti lögmálum arð- semi og markaðar og standi und- ir eðlilegum kostnaði og þróun fyrirtækjanna, þar með töldum réttmætum launum. Meginmál er að tryggja hvort tveggja, rekstraröryggið og atvinnuör- yggíð- Fyrirtækjadauðinn og at- vinnuleysið síðustu fímm, sex árin sýna okkur- meðal annars, að fyrirhyggja hefur ekki nægj- anlega ráðið ferðinni í fjárfest- ingu eða rekstri í þjóðarbúskapn- um. Frá árinu 1987 hefur hag- vöxtur í helztu viðskiptalöndum okkar aukizt um 15% á sama tíma 0 g landsframleiðsla hér hef- ur minnkað um 3%. Þar hefur minnkandi fiskafli töluverð áhrif, með og ásamt ýmsu öðru, svo sem rangri fjáfestingu, fjárlaga- halla, skuldsetningu og hávöxt- um. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins voru 5.400 manns, 4,6% fólks á vinnualdri, atvinnulausir í aprílmánuði síð- astliðnum. Þjóðhagsstofnun spá- ir 5% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári. Starfsfólk Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og fleiri bæjarbúar hafa sameinazt um að kaupa hluti í fyrirtækinu í tilefni fyrir- hugaðra togarakaupa. Útgerðar- stjórinn segir að þetta hafí haft „mjög góð áhrif á starfsandann". Enginn vafí er á því að almenn hlutafjáreign fólks í atvinnu- rekstri eykur skilning þess á lög- málum atvinnu- og efnahagslífs- ins og rekstrarskilyrðum fyrir- tækjanna í landinu. Á þennan skilning hefur verulega skort, þótt þjóðsáttarsamningar 1990 og samskipti aðila vinnumarkað- arins síðan vitni um vaxandi al- menna þekkingu að þessu leyti. Eins og staðan er nú í sjávarút- vegi, meðal annars vegna minnk- andi þorskstofns, veltur á öllu að landsmenn tileinki sér og þroski með sér skilning af þessu tagi. Þetta er og kjörin leið til að auka eigið fé í fyrirtækjum, sem oftar en ekki er of lítið. Það er því af hinu góða að ýta undir almenn hlutabréfakaup með skattstýringu. Síðustu árin hefur vígstaða þjóðarinnar í lífsbárattu hennar versnað umtalsvert. Árið 1987 var ísland í 6. sæti meðal 24 OECD-ríkja á mælikvarða þjóð- artekna á mann. Árið 1990 var það komið niður í 16. sæti. í upplýsingabréfí fjármálaráð- herra í febrúarmánuði síðastliðn- um eru leiddar líkur að því að við verðum á þessum ári komnir niður í 18. til 19. sæti. Erlendar skuldir okkar hafa meir en tvö- faldazt frá 1980; voru 400 þús- und krónur á mann í árslok 1980 en 870 þúsund krónur í lok síð- asta árs. Atvinnuleysi er og meira en verið hefur lengi. Og langvinn efnahagslægð í um- heiminum og minnkandi sjávar- afli torvelda vegferðina út úr vandanum. Það er því mikilvægt að styrkja samstöðuna í þjóðfélag- inu; efna til samátaks um að rétta af þjóðarskútuna. Það þurfa öll þjóðfélagsöfl, allir landsmenn, að leggjast á átaks- árina. Fordæmið í Neskaupstað, þar sem starfsfólk Síldarvinnsl- unnar og bæjarbúar sameinast um hlutafjárkaup í atvinnu- rekstri er hressandi hvatning í öllum bölmóðnum. „Við verðum að hafa atvinnu í þessum bæ,“ sagði útgerðarstjórinn eystra. Það er mergurinn málsins. Við verðum að hafa atvinnu í þessu landi; virkja menntun og framtak fólksins sem það byggir. ÞÓRBSRGUR TALDI sig eitt sinn veita mér tímabæra áminningu þegar hann sagði ég væri atómskáld, hvortsem ég rímaði eða ekki(!) Hann gerði sér ékki grein fyrir því að ég tók þessa aðfinnslu sem hvatningu og uppörvandi hrós einsog á stóð en ekki niðursallandi gagnrýni, því atómskáldin reyndu að endurnýja og endurskoða hvortsem aðferð þeirra var öllum skiljaleg eða ekki, en það var umfram allt hugmyndin og tungutakið sem nauðsynlegt var að umskapa en ekki formið eitt; því féllu orð Þórbergs vel að hugmynd- um mínum um raunverulega endur- sköpun; að hún miðaði markvisst að endurlausn Ijóðmálsins. Ég hafði löngun til að vera fremur skáld atómhugmynda en formbyltingar einnar saman; semsagt atómhug- myndaskáld fremuren atómskáld, hvortsem það tókst nú eða ekki(!) Formið átti að falla að hugmynd- inni hvortsem búningurinn var nýr eða gamall en hugmyndin átti um- fram allt að vera óhefðbundin og nýstárleg. Þórbergur vissi semsagt ekki að atómskáld í hugsun var mér í senn eftirsóknarvert takmark og þókn- anlegt en hvorki ámæli né vond gagnrýni. Ég sagði honum þetta aðvísu en hann skildi það ekki. Nútímaskáldskapur var honum, að ég hygg, lokuð bók - og samt var hann að bauka við einskonar mód- HELGI spjall emisma! Hann var lesblindur á afstrakt- hugsun, og hann var ekki einn um það. Dymbilvaka (1949) var honum — og flest- um öðmm — jafn- framandi 0g páskakvæði á hebr- esku. En markmið hennar var mér íhugunarefni þótt Steinn varaði við svo sterkum áhrifum frá Eliot, en ég hef löngum efazt um þessi áhrif. Dymbilvaka Hannesar Sigfússonar var mér ungum í senn ærið umhugs- unarefni, spennandi nýsmíð, mynd- líkinganáma og ljóðræn reynsla. En hún er frekar í ætt við súrreal- isma en dæmigerðan atómskáld- skap, þótt hún byggi einsog hann ekkisízt á „hljómrænni notkun orða“, svoað vitnað sé í greinargerð Halldórs Laxness fyrir Unglingnum í skóginum (Eimreiðin 1925). Dymbilvaka er að sjálfsögðu í ætt við expressjónisma sem var lengi á leiðinni til Islands. Ingi Bogi Boga- son lýsir honum svo í ritgerð um Jóhann Jónsson, Til að mála yfir litleysi daganna, Skírnir, 1991: „Textinn er samhengislítill, hann er safn ógnvænlegra en jafnframt fáránlegra 0g gróteskra mynda... Ljóðin eru lítið annað en samsafn tilviljunarkenndra augnablika." í Dymbilvöku má sjá slík „tilviljana- kennd augnablik" í draumkenndu, ljóðrænu flæði. En fingraför Eliots birtast í línum eins 0g Svona upp með þig, það er glas, en þessi áhrif eru einskonar tilviljun eins og ég kem að síðar og segja lítið sem ekkert um Dymbflvöku. En Steinn Steinarr hafði beðið Hannes Sigfús- son um að þýða The Waste Land. í marz 1955 birtist ritdómur eft- ir mig í Stefni um Ljóð ungra skálda sem komu út árið áður og þar vík ég að Dymbilvöku og segi: „í ljóðabálki hans (þ.a. Hannesar Sigfússonar) er nístandi kvöl vita- varðarins sem horfir á kynslóð sína sogast í brimskaflana, eðlislæg kvöl hins einskis megna, djúp og átakan- lega sönn. Hann veit að Bleikum lit bundin er dögun hver og dökkum kili... — og sér vinda veifa skikkju dauð- ans á trylltri öld. Fyrir augum hon- um birtast válegar myndir horfinna alda, þegar - - ...við riðum til Ásgarðs heim með höfuð vor á knjánum Og tómlát gleði rann úr öðru auga en óttaslegin spum á reiki í hinu. Svo sjáum við vitann rísa úr sæ, „þar sem auðnin ákallar dauðann" - og heyrum hrópað útúr myrkrinu; varið ykkur á ljósinu, það er ljós dauðans. Okkar kynslóð hefur oft þurft að vara sig á ljósinu, beðið skipbrot einmitt þar sem hún hugði sér óhætt. Um þessi örlög, hvort sem þau eru persónubundin eða saga heillar kynslóðar, fjallar skáld- ið af mikilli list, djúpum skilningi og átakanlegri kvöl...“ M (meira næsta sunnudag) EINKAVÆÐINGAR- átakið, sem ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks boðaði í hvítbók sinni, hefur þegar borið nokkurn árangur. Sementsverk- smiðju ríkisins og Síld- arverksmiðjunum hefur verið breytt í hlutafélög, án þess þó að ákvörðun hafí verið tekin um að selja hlutafé til einkaað- ila. Frumvarp um breytingu Lyfjaverslunar ríkisins í hlutafélag verður tekið fyrir á Alþingi í haust. Hins vegar hafa þegar verið seld hlutabréf í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, Ferðaskrifstofu íslands, ís- lenskri endurtryggingu, Þróunarfélagi ís- lands og Jarðborunum. Framleiðsludeild ÁTVR var einnig seld einkaaðilum. Bóka- útgáfa Menningarsjóðs var lögð niður og eignir hennar seldar, en söluandvirðið á að renna í nýjan menningarsjóð, sem gera á menningarátak í nýrri mynd. Huga mætti að breyttu og útvíkkuðu hlutverki menntamálaráðs, sem er gróin stofnun, í því sambandi. Skipaútgerð ríkisins var einnig lögð niður og eignir hennar seldar. Tekjur ríkisins af þessari einkavæðingu eru hins vegar ekki nema tæpar 800 millj- ónir, sem er miklu minna en þau 1-2% af ríkisútgjöldum, sem ríkisstjórnin hugðist afla með sölu ríkisfyrirtækja. Þótt árang- urinn sé nokkur, er hann mun minni en ætlað var. Ástæður þess að slegið hefur í baksegl einkavæðingarinnar eru nokkrar. í fyrsta lagi er almennt efnahagsástand slæmt og ekki heppilegur tími til að selja eignir. I öðru lagi hafa erfiðleikar bankanna vegna vanskila og gjaldþrota fyrirtækja, einkum ógöngur Landsbankans, orðið til þess að áformum um einkavæðingu ríkisbankanna hefur verið slegið á frest. í þriðja lagi ýtir þróunin á hlutabréfamarkaðnum, þar sem hlutabréf í mörgum stöndugustu fyrir- tækjum landsins hafa hrapað í verði, varla undir áhuga fjárfesta á að fjárfesta í nýj- um hlutafélögum. Loks má færa rök fyrir því að einkavæðingarátakið hafí ekki farið af stað með þeim krafti, sem nauðsynlegur var til þess að hrífa almenning með og afla því stuðnings. Síðastnefnda atriðið er vert að skoða nánar. Reynslan frá öðrum löndum sýnir, að trú almennings á einkavæðingaráform- um er oft lítil í fyrstu, en þegar fyrstu fyrirtækin hafa verið gerð að almennings- hlutafélögum og seld með almennu hluta- fjárútboði, hefur viðmótið breyst. Almenn- ingur eignast smátt og smátt hlutabréf í arðvænlegum fyrirtækjum, fylgist af áhuga með gengi fyrirtækjanna og hefur jákvæðara viðhorf bæði til atvinnulífsins sem slíks og til einkavæðingarinnar. Þetta hefur til dæmis orðið raunin í Bretlandi, þar sem einkavæðingarátak ríkisstjórnar- innar, íhaldsflokksins, hefur gert fjórðung Breta að fyrirtækjaeigendum. Sala hlutabréfa á afsláttarverði til starfsmanna ríkisfyrirtækja, sem eru einkavædd, hefur einnig aflað einkavæð- ingunni fylgis. Fyrstu viðbrögð starfs- manna í ríkisfyrirtæki, sem áformað er að selja, eru oft ótti um laun, réttindi og atvinnuöryggi. Stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa því víða lagst gegn einkavæðingu. Þegar starfsmennirnir eru hins vegar sjálfír orðnir beinir hluthafar í fyrirtækinu sínu eru þeir yfirleitt bæði ánægðari með eigin stöðu og leggja meira á sig í þágu fyrirtækisins, sem kemur rekstri og þjónustu til góða. Það hefur enda sýnt sig að í Bretlandi hafa um 90% starfsmanna einkavæddra fyrirtækja þegið boð um að kaupa hlutafé, í trássi við vilja leiðtoga stéttarfélaga sinna. Þau ríkisfyrirtæki, sem seld hafa verið á þeim tveimur árum, sem ríkisstjórnin hefur setið, hafa ekki boðið upp á mögu- leika á mjög stóru og víðtæku hlutafjárút- boði. Eina fyrirtækið af þeim sem talin eru upp hér að framan, sem sett var á almennan hlutabréfamarkað, er Jarðbor- anir ríkisins. Hluthafar í Jarðborunum eru reyndar orðnir um fimm hundruð, og það RE YKJ AVIKU RBREF Laugardagur 12. júní verður að teljast nokkur árangur. Mark- mið einkavæðingar er ekki eingöngu að afla ríkinu tekna og gera rekstur ríkisins hagkvæmari, heldur líka að gera fleiri ís- lendinga að hlutafjáreigendum. Þess vegna hefði það haft jákvæð áhrif, ef hægt hefði verið að standa við áætlanir um að breyta til dæmis Búnaðarbankanum í hlutafélag, selja hann á almennum markaði og hvetja almenning til að fjárfesta. Því miður eru ekki forsendur nú fyrir slíkri einkavæðingu bankans, eins og áður hefur verið rætt á þessum vettvangi. Undirbúningur að sölu annarra stórra og arðvænlegra ríkisfyrir- tækja, til dæmis Pósts og síma eða Raf- magnsveitnanna, er ekki það vel á veg kominn að útlit sé fyrir að einkavæðing geti orðið að veruleika á kjörtímabili þess- arar ríkisstjómar. Margt bendir því til að vegna óhagstæðra aðstæðna verði ríkis- stjórnin að sætta sig við að vinna ekki stóra sigra í einkavæðingarmálum á þessu kjörtímabili. ENGIN ÁSTÆÐA er hins vegar til að hverfa frá þeim markmiðum, sem ríkisstjómin hefur sett sér, þótt ástæða kunni að vera til að fara sér Áfram stefnt að einkavæð- ingn hægar en að var stefnt. Reynslan hefur sýnt, nánast án undantekninga, að einka- fyrirtæki em betur rekin en ríkisfyrirtæki og þar er betur farið með fé. Ástæðan er auðvitað sú að önnur sjónarmið en við- skiptaleg ráða oft ferðinni í ríkisfyrirtækj- um. Ríkisbankarnir eru ef til vill skýrasta dæmið um þetta. Þar sem bankaráðin era kjörin pólitískri kosningu, hljóta pólitísk sjónarmið að minnsta kosti að togast á við viðskiptaleg í stjóm bankanna, þótt ekki sé þar með sagt að þau verði ævin- lega ofan á. Einkavæðing Skipaútgerðar- innar sýnir líka að hægt er að leggja nið- ur rekstur, sem kostaði skattgreiðendur hundrað milljóna króna árlega, án þess að það komi niður á þeirri þjónustu, sem fyrirtækið veitti. Einkaaðilar taka hana einfaldlega í sínar hendur. Bent hefur verið á að mörg opinber fyrirtæki hér á landi séu vel rekin, og það er eflaust rétt. Hins vegar er afkoma fyrir- tækisins ekki það eina, sem máli skiptir, heldur einnig hagsmunir neytendanna. Ríkisfyrirtækin skortir það aðhald, sem einkafyrirtæki í eðlilegu samkeppnis- umhverfi hafa. Þannig má til dæmis spyija hvort ýmis gjaldtaka Pósts og síma af sím- notendum vegna skráningar í símaskrá, færslu síma og annarra slíkra viðvika, sem oft þarf aðeins eina tölvufærslu til að fram- kvæma, sé í einhveiju raunverulegu sam- hengi við hinn raunveralega kostnað fyrir- tækisins af þjónustunni. Ein rök enn fyrir einkavæðingu ríkisfyr- irtækja eru þau, að reynslan hvarvetna sýnir að laun starfsmanna hins opinbera era ævinlega lægri en hjá þeim sem vinna sambærileg störf í einkageiranum. Þetta orsakast auðvitað af minni arðsemiskröf- um, sem gerðar era í ríkisfyrirtækjum, og meiri fastheldni við launataxta. Starfs- menn ríkisfyrirtækja fá sjaldnast greidd laun eftir frammistöðu, heldur starfsaldri og starfsheiti. Sala ríkisfyrirtækja - eða fyrirtækja í eigu sveitarfélaga á borð við Strætisvagna Reykjavíkur - er því ein leið til að hækka laun starfsfólksins og ætti að vera því hvatning að styðja og taka þátt í einkavæðingunni. Ríkisstjórnin ætti að halda sínu striki varðandi áform um að breyta ríkisfyrir- tækjum í hlutafélög, þótt beðið sé með að selja hlutabréfin. Slík breyting á rekstrar- formi ríkisfyrirtækja hefur í för með sér aukna ábyrgð stjórnendanna á rekstri og afköstum. Hún eykur jafnframt möguleika fyrirtækjanna á að haga starfsmannahaldi sínu á sem hagkvæmastan hátt, bæði hvað varðar mannval og launagreiðslur, og auð- veldar alla ákvarðanatöku vegna minni pólitískrar stýringar. Formbreytingin ein og sér getur því, ef rétt er á haldið, bætt enn meðferð opinbers fjár. V-/ Nútímavæð- ing ríkis- kerfisins EN ÞAÐ ER EKKI nóg að einblína á einkavæðingu ein- vörðungu til að draga úr útgjöldum ríkisins og auka hagkvæmni. í nútímaþjóðfélagi hefur hið opinbera ýmis verkefni undir höndum sem ekki er hægt að færa alfarið til einkaað- ila. Við viljum ekki lágmarksríki, sem veit- ir borgurunum einungis löggæslu og rétt- arkerfí. Hægrimenn alls staðar á Vestur- löndum era sammála um að ríkinu beri einnig að tryggja að ákveðin félagsleg þjónusta, s.s. á sviði heilbrigðismála og menntamála, sé öllum aðgengileg. Þó að þessi þjónusta verði ekki með góðu móti einkavædd þýðir það hins vegar ekki að hún eigi að vera undanskilin kröfum um gæði og hagkvæmni en margir vinstrimenn hafa fallið í þá gryfju að telja að fyrst ákveðin opinber þjónusta sé nauðsynleg megi ekki gagnrýna hvernig hún er veitt. Einn þingmanna breska Ihaldsflokksins, William Waldegrave, gerir þetta að umtals- efni í ritgerð sem hann nefnir „Opinber þjónusta og framtíðin“ og gefín var út af Conservative Political Centre fyrr á þessu ári. Þar segir Waldegrave að íhaldsmönn- um hafí ekki tekist að koma þeim boðskap sínum, að það sé sá sem njóti þjónustunn- ar sem skipti máli, almennilega á fram- færi fyrr en Borgarasáttmálinn (Citizen’s Charter) var gefínn út af John Major for- sætisráðherra árið 1991. Sáttmálanum var ætlað að vera hlekkurinn milli einstak- lingsins og þjónustu hins opinbera. Með Borgarasáttmálanum eru meðal annars settir ákveðnir gæðastaðlar varðandi opin- bera þjónustu. Þegar búið er að skilgreina hvað eigi að felast í þjónustunni er almenn- ingi gerð grein fyrir hvers hann eigi rétt á að krefjast. Með sáttmálanum er einnig reynt að tryggja að þjónusta sé veitt í samræmi við verð og að hún taki mið af þörfum almennings en ekki starfsmanna kerfísins. Þá er tekið skýrt fram að ef kerfínu verði á mistök eigi einstaklingurinn rétt á afsökun eða útskýringu. Major lýsti þessu þannig sjálfur í ræðu í janúar 1992: „Of oft er litið á almenna borgara sem heppna viðtakendur ókeypis þjónustu. En þeir era það ekki. Þeir borga fyrir þjón- ustuna með eigin fé, sem þeir eru skyldað- ir að greiða í skatta. Þeir eiga heimtingu á að komið sé fram við þá sem fullgilda viðskiptavini, sem hafa borgað fyrirfram.“ Það er ekki bara í Bretlandi, sem menn velta fyrir sér hvemig auka megi gæði og hagkvæmni þeirrar þjónustu sem ríkið veitir og mun óhjákvæmilega koma til með að veita í framtíðinni. Svipaðar hugmynd- ir hafa verið uppi á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Bandaríkjunum og á Nýja-Sjá- landi, svo nokkur ríki séu nefnd. Alls stað- ar eru menn að kasta fyrir róða gömlum kreddum á borð við þær að gæði þjónustu ráðist af því hve miklu fé sé.eytt og að almenningur verði að velja á milli lágra skatta eða góðrar þjónustu. Waldegrave bendir á að þriðju leiðina verði að finna til að binda enda á þá þversögn að almenn- ingur segist vera reiðubúinn að greiða meira fyrir góða þjónustu en greiði hins vegar ávallt atkvæði gegn þeim flokkum sem segjast vilja hækka skatta til að veita hana. Segir hann almenning þegar telja sig greiða nóg fyrir opinbera þjónustu. Hann vilji hins vegar fá meira fyrir pening- ana. Þetta á líklega við alls staðar á Vest- urlöndum. TIL AÐ NÁ ÞESSU markmiði er ekki nóg að ætla að bæta stjórnun og skilvirkni í hinu op- inbera kerfi. Hug- arfarsbreyting verður að eiga sér stað. Við verðum að endurmeta hlutverk hins opinbera og starfshætti þess. í fyrsta lagi verðum við að spyija okkur hvaða verkefn- um sé nauðsynlegt að hið opinbera sinni. Og ef ríkið hefur í dag einhver verkefni með höndum, sem era óþörf eða aðrir geta sinnt, á að losa þau frá ríkinu. Hugarfars- breyting og endurmat * !miÉm r> - ’ . '-!Æí %-ssfc "fy ■ . sæHHSKSRsí.; ■-' ■■;; .■.'•■■■■,':■ ú'^1%,:, - «' fi Til skamms tíma rak ríkið til dæmis ferðaskrifstofu, skipafélag og prentsmiðju. Þessi verkefni era nú í höndum einkaaðila og varla getur nokkur haldið því fram að það sé almenningi í óhag. Fjölmörg dæmi má finna til viðbótar um verkefni sem rík- ið sinnir í dag en ætti í raun ekki að sinna. Þegar búið er að skilgreina hvað ríkinu beri að gera munum við eftir sem áður standa uppi með umfangsmikið opinbert kerfí. Næsta verkefni hlýtur því að vera að reyna að draga úr því skrifræði og þeirri óhagkvæmni, sem oft einkennir opin- beran rekstur. Það verður að auka sam- keppni og kostnaðarvitund þegar rekstur hins opinbera er annars vegar. Við verðum að spyija hvort nauðsynlegt sé að ríkið veiti þjónustuna í öllum tilvikum þó að það tryggi að hún sé veitt. Þessa hugsun má einnig fínna í stjómar- sáttmálanum þar sem segir m.a. að „stefnt [sé] að því að aðskilja . .. rekstrarlega ábyrgð annars vegar og útgjöld hins opin- bera hins vegar“. Einnig segir að ríkis- stjómin muni beita sér fyrir því að fram- kvæmdir og rekstur verði boðin út í aukn- um mæli og að útboðin nái til fleiri þátta en verið hefur. í síðasta mánuði sam- þykkti svo ríkisstjórnin tillögur Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra um umbæt- ur og nýskipan í ríkisrekstri, sem hafa það að markmiði að dreifa valdi, auka ábyrgð og flytja ákvarðanir sem næst vettvangi. Eru hugmyndir fjármálaráðuneytisins mjög í anda þeirrar stefnu seni tekin hef- ur verið upp í Bretlandi og fleiri löndum. Talið er að einkavæðing og útboðsstefna hafi þegar sparað íslenska ríkinu um tólf milljarða króna. Sjö milljarða vegna þess að ekki hefur þurft að greiða áfram styrki til ríkisstofnana sem voru einkavæddar og fímm milljarða vegna útboða Innkaupa- stofnunar ríkisins og Vegagerðar ríkisins á síðustu sex áram. 1 erindi, sem ungur hagfræðingur, Þór Sigfússon, flutti á ráðstefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna lim nútímavæð- ingu ríkisreksturs í síðasta mánuði, sagði hann að þótt búið væri að stíga mörg veigamikil skref í átt til aukinnar hagræð- ingar í ríkisrekstri með einkavæðingu, nið- urlagningu stofnana, útboðum, endur- skipulagningu einstakra stofnana, vinnu við útreikninga á einingakostnaði í þjón- ustu ríkisins og fleiru, skorti samræmingu, þ.e. að allar þessar aðgerðir væra þáttur í einni stefnu þar sem markmiðið væri nútímalegri ríkisrekstur. Þór skýrði þetta frekar: Útbúa þarf heildarstefnu um hvernig færa megi ríkisreksturinn í nú- tímalegt horf. Vel framsett stefna gerir vilja stjómvalda til að bæta lífsgæði með endurskipulagningu ríkisins trúverðugri en ella. Slík heildarstefna getur orðið til að eyða því viðhorfi að „fijálslyndir flokk- ar“ eða „fijálslyndar ríkisstjórnir“ séu al- mennt neikvæð í garð ríkisrekstrar og að „niðurskurður" sé lausnarorðið. Með stefnu af þessu tagi er sýnt fram á að „uppbyggilegri“ viðhorf eru ríkjandi á þessum vettvangi, sem taka mið af raun- veruleikanum í sambandi við verksvið rík- isins, og þar sem leitað er hagkvæmra lausna til að gera ríkisreksturinn einfald- ari og betri um leið og valfrelsi og vald- dreifíng í þjóðfélaginu er aukin.“ Hér skal tekið undir þessi orð. Mikil- vægt er að sá vilji og geta, sem fyrir hendi er innan stjórnarflokkanna til að bæta meðferð almannafjár og gera ríkiskerfið ódýrara og meðfærilegra, strandi ekki á erfíðum aðstæðum til einkavæðingar. Rík- isstjórnin ætti nú að snúa sér af fullum krafti að nútímavæðingu ríkisrekstrarins. Slíkt átak mun til lengri tíma litið skila miklu meiri árangri en flatur niðurskurð- ur, sem ávallt hlýtur að vera skammtíma- lausn. Morgunblaðið/Þorkell „Hægrimenn alls staðar á Vestur- löndum eru sam- mála um að ríkinu beri einnig að tryggja að ákveð- in félagsleg þjón- usta, s.s. á sviði heilbrigðismála og menntamála, sé öllum aðgengi- ieg. Þó að þessi þjónusta verði ekki með góðu móti einkavædd þýðir það hins vegar ekki að hún eigi að vera und- anskilin kröfum um gæði og hag- kvæmni en marg- ir vinstrimenn hafa fallið í þá gryfju að telja að fyrst ákveðin op- inber þjónusta sé nauðsynleg megi ekki gagnrýna hvernig hún er veitt.“ -h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.