Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 29 Minning Ragnheiður Sverr isdóttir, Norðfirði Fædd 16. janúar 1909 Dáin 4. júní 1993 Uppistaðan í þessum minninga- brotum úr ævi Ragnheiðar Sverris- dóttur er ávarp sem flutt var í hófi sem haldið var henni til heiðurs á áttræðisafmælinu. Ég þekkti Ragnheiði ekki þegar hún var ung og falleg stúlka, ekki heldur á þeim árum sem voru henni sætust, þegar hún trúlofaðist, gift- ist og var að eignast börnin. Við hjónin kynntumst henni og eigin- manni hennar, Ásgeiri Bergssyni, sem látinn er fyrir allmörgum árum, í Hafnarfirði upp úr 1950. Er mér óhætt að fullyrða, í það minnsta hvað konu mína varðar, að einlæg vinátta myndaðist með þessu fólki. Það var gaman að vera þeim sam- tíða Röggu og Geira, það var aldrei nein lognmolla í kringum þau. Ævistarf Ragnheiðar er nátengt atvinnusögu Neskaupstaðar. Faðir hennar var formaður á litlum bát- um, verkaði fisk og hafði fólk í vinnu á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, svo að hún ólst upp á sjó- mannsheimili. Hennar annað heim- ili sem hún og eiginmaður hennar byggðu upp varð líka sjómanns- heimili og var í blóma á öðrum fjórð- ungi aldarinnar. Þá var einnig blómaskeið í atvinnusögu staðarins og mátti kalla furðu hvað fólkinu tókst að halda velli þó að á nefndu tímabili gengju yfir hin illræmdu kreppuár. Það voru komnir til sögu þilfarsbátar og útgerð öll umfangs- meiri. Ragnheiður var nú orðin kona útgerðarmanns og það var ekki heiglum hent á þessum árum, þegar húsbóndinn leit varla svo inn um dyrnar heima hjá sér að honum fylgdu ekki misjafnlega margir menn. Og oft varð að hafa sjómenn inni á heimilum útgerðarmanna um lengri eða skemmri tíma. Ragnheiður vann mikið á þessum árum. Tímafjölda á sólarhring leiði ég hjá mér að nefna. Sögu þessa tíma niður í smáatriði þýðir ekki að segja nokkrum manni, það trúir henni enginn. Hvað útgerðina sjálfa snertir var Ragga aldrei venjulegur áhorfandi. Hún var þátttakandi í velgengni hennar og hinn holli ráð- gjafi þegar verr gekk. Ragga átti sér fleiri áhugamál en útgerð og heimilisstörf, þar með talið barnauppeldi, sem gaf henni jafnframt bamalán. Hún var list- hneigð kona og kom undramiklu í verk á því sviði. Féllu listaverk hennar svo vel við hinn fallega heildarsvip heimilisins að öllum þótti eftirtektarvert sem inn litu. Ragnheiður Sverrisdóttir varð fyrir þeirri reynslu ung manneskja að missa föður sinn og tvo bræður í sjóinn með stuttu millibili. Það var á þeim tíma sem farkostur margra norðfirskra fískimanna hafði ekki tekið breytingum frá öndverðu og öryggisleysið algert, sem hinar gömlu sagnir um sjóferðabænina vitna best um. Þá missti Ragnheiður mann sinn, Ásgeir Bergsson, fyrir aldur fram. Sjúkdómar knúðu einnig dyra hjá henni sjálfri og voru viðvarandi seinni hluta ævinnar, en svo var fyrir að þakka hinum mikla sálar- styrk hennar að öllu þessu gat hún ýtt til hliðar og glaðst með afkom- endum og vinum. Ragnheiður hafði óvenju gott minni og fróðleiksbrunnurinn nán- ast ótæmandi. Hún varð áttatíu og fjögurra ára gömul og niðjahópur- inn fjölmennur, fólk sem allt hefur komist vel til manns jafnóðum og aldur hvers og eins hefur gefið til- efni til. Það er ályktun vina úr nokkurri fjarlægð, að Ragnheiður Sverris- dóttir hafi verið gæfumanneskja og ævikvöldið hafi hún oftar en ekki lifað sér til gleði. Blessuð sé minning mætrar konu. Júlíus Þórðarson. Auðbjörg Bjanm- dóttir — Minning Fædd 27. júlí 1915 Dáin 7. júní 1993 Að morgni mánudagsins 7. júní lést á Landspítalanum amma okk- ar, Auðbjörg Bjarnadóttir. Amma var fædd 27. júlí 1915 á Laxár- bakka í Miklaholtshreppi, dóttir Bjarna Ivarssonar og Magndísar Benediktsdóttur. Árið 1938 giftist hún afa okkar, Gísla Sigurgeirs- syni, sem býr í Reykjavík, en lengst af bjuggu þau í Hausthúsum á Snæfellsnesi. Við systkinin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp meðal afa og ömmu heima í Hausthúsum. Fyrstu árin fyrir vestan bjuggum við í gamla húsinu með afa og ömmu. Seinna fluttumst við yfir í nýja húsið, en stutt var að hlaupa yfir til afa og ömmu. Okkar fyrstu minningar eru tengdar ömmu. Hún var alltaf til staðar og tilbúin að hugga okkur ef þess þurfti. Ef eitt- hvað bjátaði á hjá okkur tók hún utan um okkur og nuddaði með hlýjum höndunum sínum. Það dugði, allur sársauki var horfinn. Hún hafði stórt hjarta og hlýjar hendur og tókst henni að lina allan sársauka með sinni einstöku hlýju. Þegar við vorum lítil og grétum þá tók amma undir iljarnar á okkur og huldi þær í lófa sínum. Það dugði, við hættum að gráta. Hún hafði lækningahendur sem sást best á því hvernig hún hlúði að dýrunum. Amma hafði gaman af tónlist. Oft söng hún fyrir okkur, á meðan hún gerði handavinnuna sína, og kenndi okkur lögin um leið. Og það var amma sem kenndi okkur að fara með bænir. Ámma var einstaklega handlagin kona. Hún var með listamanns- hendur og gat búið til ótrúlegustu hluti úr nánast engu. Hún var mjög nýtin og geymdi allt enda gat hún notað alla hluti og búið til eitthvað fallegt úr þeim. Amma var alla tíð mjög vinnusöm. Hún sat aldrei að- gerðarlaus. Alltaf var hún með eitt- hvað í höndunum, hvort sem það voru pijónarnir eða eitthvað annað. Þegar við hlupum fyrir til afa og ömmu átti amma alltaf til nammi sem hún laumaði að okkur. Okkur er minnisstæðar þær stundir sem við spiluðum við afa og ömmu. Amma tók það alltaf nærri sér að þurfa að taka frá okk- ur slagina. Hún vildi að við krakk- arnir ynnum. Þetta þykir okkur sýna vel hvernig persóna hún var. Hjartahlý og góð, sérstaklega við þá sem áttu bágt, hvort sem það voru menn eða dýr. Fyrir nokkrum árum hættu amma og afi búskap og fluttust til Reykjavíkur. Eftir það hefur gamla húsið í Hausthúsum verið autt og tómlegt um að litast þar, en innra með okkur búa margar góðar minn- ingar sem tengjast því húsi og ömmu. Við munum minnast ömmu sér- staklega fyrir það hvað hún hugs- aði vel um aðra en síðast um sjálfa sig. Síðustu mánuði var amma mjög veik. Á þessu ári greindist hún með taugalömunarsjúkdóminn MND. Læknavísindin eru ráðalaus gagn- vart þessum sjúkdómi. Endalokin voru óumflýjanleg. Söknuðurinn er sár. Við huggum okkur við það og erum þess fullviss að vel hefur ver- ið tekið á móti henni þar sem hún er nú og vitum að þjáningum henn- ar er lokið. Við biðjum Guð að styrkja afa okkar í sorginni. Við þökkum fyrir að hafa kynnst ömmu. Blessuð sé minning hennar. Sigrún, Gísli, Daníel Brandur, Kristín og Davíð Sigurgeirsbörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HEIÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Laufási 4a, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 15. júní kl. 13.30. Guðlaug Helga Eggertsdóttir, Völundur Þorgilsson, Fríður Eggertsdóttir, Hjalti Franzson, Helgi Már Eggertsson, Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Björgvin Örn Eggertsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför elskulegrar móður okkar, UNU PÉTURSDÓTTUR húsmóður, frá Sauðárkróki, Kambsvegi 3. Unnur Ragna Benediktsdóttir, Jón Valgeir Guðmundsson, Olga de Lange, Hulda Levdahl, Gunnar Gunnarsson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu, langömmu og langa- langömmu, BIRNU GUÐNADÓTTUR, dvalarheimilinu Hlfð, Akureyri. Rannveig Eiðsdóttir, Hildur Eiðsdóttir, Eiður Eiðsson, Sigríður Guðnadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Laufey Kristinsdóttir, t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ELÍNUSSONAR, frá Heydal, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Land spítalans á deild 11 -E, síðustu vikurnar. Þóra S. Guðmundsdóttir, Ólöf S. Guðmundsdóttir, Einar E. Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Guðmundur R. Guðmundsson, Ragna K. Guðmundsdóttir, Hilmar Antonsson, Gunnar Þ. Jónsson, Jóna Gunnarsdóttir, Guðni Guðlaugsson, Karólina Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför EINARS B. INGVARSSONAR, sendum við innilegt þakklæti. Herdfs E. Jónsdóttir, Ingvar Einarsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Eirikur Jónsson, Friðjón Einarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Herdís R. Einarsdóttir, Guðlaugur Óskar Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og heiðr- uðu minningu ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÉTU SIGURBORGAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Reynimel 90. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og afa, KRISTINS H. GUÐBJÖRNSSONAR, Glaðheimum 6. Agnes Marinósdóttir, Marinó Kristinsson, Helga Kristinsdóttir, Flosi Sigurðsson og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.