Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ , SUNNUDAGUR 13, JÚNÍ 1993 19 okkur: Mér finnst alltaf að Jón Leifs hafi „búið til“ íslensk þjóð- lög, en ekki öfugt. Rímnastemm- umar urðu allt öðruvísi eftir að Jón hafði farið höndum um þær. Við heyrum þjóðlögin okkar með eynim Jóns Leifs. Ég held að Söngur Sólveigar sé vinsælasta tónsmíð Griegs. (Það má ekki rugla honum saman við Vögguvísu Sólveigar, sem ég gat um hér að framan.) Þetta er merkilegt lag. Ég veit ekki dæmi þess að nokkm tónskáldi hafí tek- ist að sameina þjóðvísu og kólorat- óraríu jafn listilega, nema kannski Weber í Aríu Agötu í Töfraskytt- unni. En Grieg er lágværari en Weber og kannski áleitnari. Alla vega alþýðlegri, í bestu merkingu þessa orðs, sem keppst er við að misnota nú á dögum. Grieg fann ungur sinn persónu- lega stíl og breyttist lítið síðan. Að því leyti líkist hann Ravel. Hann var kornungur þegar hann fór til Þýskalands að læra tónlist. Hánn var afburðanemandi, og drakk í sig áhrif hinnar miklu tón- listarhefðar meginlandsins fyrir- hafnarlaust að því er virðist. En hann glataði ekki sjálfum sér og persónulegur stíll hans varð skarp- ari eftir því sem hann tileinkaði sér betur hið þýska handverk skól- ans í Leipzig. Ekkert norrænt tónskáld sam- einaði jafn áreynslulaust og eðli- lega uppruna sinn og Evrópuhefð eins og Grieg. Hjá mörgum öðram vár þetta vandamál, t.d. hjá Gade, Sinding, Sibeliusi, Carli Nielsen og Jóni Leifs. í þessari staðhæf- ingu felst enginn listrænn dómur, menn vora annaðhvort „norrænir" eða „evrópskir“, Grieg var hvort tveggja. Nú á tímum upplýsingaflóðs og Evrópusamrana er mér þetta nokkurt umhugsunarefni. Menn- ingarleg útnesjamennska, ein- angrunarstefna eða uppgerðar þjóðremba bjargar okkur ekki. Við verðum að ganga á hólm við Evr- ópumenninguna, með öllu því sem við höfum, eins og bestu listamenn okkar hafa ætíð gert allt frá Snor- ra Sturlusyni til Thors Vilhjálms- sonar. Þegar íslensk menning fijóvgast af heimsmenningunni glatar hún ekki sérkennum sínum heldur rís hvað hæst. En þessi vandamál leysti Grieg fyrirhafnarlaust og að því er virð- ist ómeðvitað. Hann hafði geysileg áhrif í Noregi allt fram á miðbik þessarar aldar. Næstu kynslóðir tónskálda á eftir honum nefndu menn „húskarla Griegs". fejjí'Ví; aíf.iiVas r úi $ p tf - f 3 | : , • ' * > ti * i L. : „xí': Uppkast af fyrstu síðu Strengjakvartetts í g-moll. Pjöllin í Vestur-Noregi draga mig til sín með ómótstæðilegum krafti,“ skrifar Grieg til Jónasar Lie árið 1888. Hér horfir hann yfir heimabæ sinn af einu fjallinu. Frá útförinni 9. september 1907. Til sölu er fallegur Benz 230E. Bíllinn er fluttur inn nýr af Raesi hf. og aðeins einn eigandi frá upphafi. Um er að ræða bíl af árgerð 1987, sem er ekinn aðeins 92 þús. km. Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði, m.a. Ijós leðursæti, sóllúga og litað gler. Þessi bíll á að seljast og fæst á góðu verði ef samið er strax. Til greina kemur að taka ódýrari bíl uppí. Upplýsingar gefurJóhann Másson í símum 671000 á dag- inn og 642107 á kvöldin. Fisléttar og fellanlegar úr grimmsterku glerfíberefni. Allar festingar fylgja. Mjög hagstætt verð. Allar festingar eru úr galvani- seruðu stáli. Stöngin er úr fis- léttu en grimmsterku glerfíber efni. Hún erfellanleg. Ryðfrí snúningsfesting kemur í veg fyrir að fáninn snúist upp á stöngina. Kúlan er úr plexigleri, gyllt að innan. Frágangur er til fyrirmyndar. Flagglínufestingin er úr varan- legu nylonefni með krómuðum koparskrúfum. Flagglínan fylgir. 6 metra kostar 24.900- 7 metra kostar 26.900- 8 metra kostar 28.900- 10mtr. kostar 39.900- ■ . XjKf-:- íslenski fáninn í öllum stæröum. Einnig fánaveifur (vimplar) sem má flagga allan sólarhringinn. aajMcmaa Verslun athafnamannsins Grandagarði 2, Rvík, s. 28855. Opnum kl.8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.