Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 36
Yfi36 • MORGUNBIAÐIÐ AivmtmmmsMmwmDAGm ;13. ;IÖNÍ> Í993 ATVINNUAUGÍ YSINGAR Bókari 50% Vanur bókari óskast í hlutastarf hjá félaga- samtökum. Þarf að geta hafið störf strax. Skriflegar umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. júní 1993 merktar: „Vanur - 13013“. IÐUNN • VANDAÐAR BÆKXJR í 45 ÁR • Sölumenn óskast Bókaútgáfan Iðunn vill ráða sölumenn til fjölbreyttra verkefna. Vinnutími samkomulag. Góðir tekjumöguleikar. Mjög spennandi verkefni í góðu starfsum- hverfi fyrir kraftmikið og lifandi fólk. Upplýsingar í síma 28787 í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 16. Markaðsfulltrúi á rafeindabúnaði Öflugt, deildaskipt innflutnings- og þjónustu- fyrirtæki óskar eftir að ráða verkfræðing, tæknifræðing, rafiðnfræðing eða rafeinda- virkja með starfsreynslu. Krafist er góðrar reynslu, traustvekjandi framkomu og áhuga á sölumennsku. Starfið er fólgið í sölu og ráðgjöf til kröfu- harðra viðskiptavina um land allt með tilheyr- andi ferðalögum innanlands. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Tæknivals hf. fyrir þriðjudaginn 22. júní nk., merktar: „Iðnstýrideild." Tæknival SKEIFAN17 Pisliólf 1294 128 REYKJAVÍK SlMIs 91 - Í8I66S FAX: 91-680664 • </> O z * G I N 0N O Q. Verslunarstjóri Stærsta pizzuheimsendingarfyrirtæki í heimi óskar eftir að ráða verslunarstjóra til starfa á fyrsta Domino’s pizzastað íslands. í starfinu felst stjórnun á öllu starfsfólki, gæðaeftirlit og þjónusta við viðskiptavini. Umsækjandi þarf að hafa þekkingu á stjórn- un, yfirsýn og gífurlegan áhuga á starfinu. Heiðarleiki, snyrtimennska og góð framkoma algert skilyrði. í boði er mjög krefjandi framtíðarstarf hjá einu elsta og reyndasta pizzufyrirtæki heims. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 19. júní merktar: „30 mínútur". Kennarar óskast Kennara vantar í grunnskólann á Suðureyri. Ýmis hlunnindi í boði. Upplýsingar gefa formaður skólanefndar í hs: 94-6250 og skólastjóri í hs: 91-653862. Sölustörf Ef þig vantar vinnu, þá þurfum við fólk sem er tilbúið til að vinna með okkur að spenn- andi og krefjandi söluverkefni sem við erum að setja í gang. Góðir tekjumöguleikar fyrir gott fólk. Vinsamlegast hafið samband við Daða Frið- riksson í síma 91-688300 milli kl. 9 og 13. <j> VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6, sími 688300 DALVIKURBÆR Fóstrur Leikskólastjóra vantar á leikskólann Krílakot á Dalvík frá og með 1. september 1993. Einnig vantar fóstrur á deild. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. Nánari upplýsingar gefa leikskólastjóri í síma 96-61372 og félagsmálastjóri í síma 96-61370. Félagsmálastjóri Dalvíkur. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast í föst störf og til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða fóstru, þroskaþjálfa eða sérmenntaðan starfsmann til stuðnings- starfa við skóladagheimilið Langholt. Um er að ræða 50% stöðu. Einnig óskast fóstra til starfa á almennri deild. Nánari upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 31105. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. IÐNSKÚUNN f REYKJAVfK Bakari Iðnskólinn í Reykjavík óskar eftir bakara- meistara til kennslustarfa í hálft starf. Upplýsingar veitir kennslustjóri Sigurður Örn Kristjánsson í síma 26240 kl. 9.00-12.00. Umsóknarfrestur er til 21. júní 1993. Leikskólar Reykjavfkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á eftirtalda leikskóla: Vesturborg v/Hagamel, s. 22438. Brekkuborg v/Hlíðarhús, s. 679380. Fífuborg v/Fffurima, s. 684515. Völvuborg v/Völvufell, s. 73040. Einnig vantar yfirfóstru á Sunnuborg v/Sól- heima, s. 36385. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. íslenska sálfræðibókin Þar sem ekkert lát er á sölu íslensku sál- fræðibókarinnar og að nú fer í hönd lokaátak söluherferðarinnar, viljum við bæta við nokkrum sölumönnum í síma- og farandssölu. Farandssölumenn þurfa að hafa bíl til um- ráða. Umtalsverðir tekjumöguleikar. Upplýsingar í síma 677 611 mánudag og þriðjudag frá kl. 10-12 og 14-16. MáliMlogmenning Matvælasérfræð- ingurá Akureyri Iðntæknistofnun vill ráða starfsmann með aðsetur á Akureyri. í starfinu felast rannsóknir og ráðgjöf auk kennslu við Háskólann á Akureyri. Umsækjandi þarf að hafa sérþekkingu á sviði matvæla, vera verkfræðingur eða með sam- bærilega menntun. Nauðsynlegt er að starfs- maðurinn sýni frumkvæði í starfi og eigi auð- velt með að vinna með öðrum. Honum er ætlað að byggja upp tengsl við fyrirtæki á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu. Starfsað- staða verður í Háskólaum á Akureyri. Hvatt er til að jafnt konur sem karla sæki um stöðuna. Öllum umsóknum verður svarað. Hallgrímur Jónasson, forstjóri, veitir allar nánari upplýsingar í síma 687000. Umsóknum, ásamt staðfestingu um nám og fyrri störf, sendist til Iðntæknistofnunar fyrir 1. júlf 1993, merktar: „Akureyri." n lóntæknistof nun I Keldnaholti, 112 Reykjavík, sími 687000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.