Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 35 ATVINNUA UGL YSINGAR Sundþjálfari óskast Sundfélag Akraness óskar eftir að ráða sund- þjálfara frá 1. september nk. Nánari upplýsingar gefa Hafsteinn Baldurs- son, sími 93-12743 og Hugi Harðarson í símum 93-12204 og 93-11986. Sundfélag Akraness. Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða vélvirkja, plötusmiði og rafsuðumenn. Getum útvegað húsnæði. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri eða rekstrarstjóri í síma 93-11755. Sölumenn ÍM Gallup auglýsir eftir 3-4 sölumönnum til starfa í sérverkefni sem fyrst. Umsækjendur þurfa að hafa afburðagóða framkomu og reynslu ífaglegri sölumennsku. Umsækjendur skili umsóknum persónulega á skrifstofu ÍM Gallup, Skeifunni 11 b, milli kl. 9.15 og 10.00 virka daga. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma. Kennarastaða! Kennarastaða við Skógaskóla er laus til umsóknar. Kennslugreinar: Danska, íslenska, samskipti og tjáning. Umsóknarfrestur er til 30. júní. Upplýsingar í síma 98-78850. Skólastjóri. Lögregluþjónar Lausar eru tvær stöður lögregluþjóna við embætti sýslumannsins á ísafirði frá 1. sept- ember 1993 að telja. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi úr Lög- regluskóla ríkisins. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum ber að skila til undirritaðs, í Hafnarstræti 1 á ísafirði, eigi síðar en 30. júm'1993. ísafirði, 7. júní 1993. Sýslumaðurinn á ísafirði, Ólafur Helgi Kjartansson. Vélstjóri óskast Vélstjóra vantar á nýlegan frystitogara af minni gerðinni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir óskast sendar á auglýsinga- deild Mbl., merktar: „Vélstjóri óskast - 1322". Kennarar Okkur vantar kennara við grunnskólann í Tálknafirði í ýmsar kennslugreinar. Flutnings- og húsnæðisstyrkur. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 91-35415. Innheimtu- og skrifstofustarf Öflugt þjónustu- og innflutningsfyrirtæki á sviði tölvubúnaðar óskar eftir að ráða starfs- mann til innheimtu- og annarra skrifstofu- starfa. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða framkomu og bókhaldskunnáttu. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Tæknivals hf. fyrir 18. júní nk., merktar: „Innheimtustarf." Kennarar Kennara vantar að Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit. Kennslugreinar: Almenn kennsla og sérkennsla. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 96-31137 og 96-31230 og aðstoðarskólastjóri í síma 96-31137 og 96-31127. Svæfingahjúkrunar- fræðingar - Sjúkrahús Akraness Staða svæfingahjúkrunarfræðings á Sjúkra- húsi Akraness er laus frá 1. september nk. í eitt ár. Upplýsingar um stöðuna og launakjör gefur deildarstjóri, Guðrún M. Halldórsdóttir, í síma 93-12311. Rafmagns- verkfræðingur/ tæknifræðingur Auglýst er eftir rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi. Viðkomandi skal hafa a.m.k. 7 ára reynslu í starfi eftir nám, helst við hönnun og/eða byggingu háspennu- virkja. Æskilegur aldur umsækjanda er 30-45 ár. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi erlenda reynslu, við nám eða störf, sé góður íslenskumaður með gott vald á einu Norðurlandamáli og ensku og kunni helst einhverja þýsku. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa frumkvæði. Hann þarf að eiga auðvelt með samskipti við fólk. Vinnustaðurinn er reyklaus. Fyllsta trúnaðar um meðferð umsókna er heitið. Umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1993. Umsóknir skulu sendar til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „R - 10923". RIKISSPITALAR Landspítalinn Reyklaus vinnustaður RONTGEN-OG MYNDGREININGADEILD Sérfræðingur Staða sérfræðings í röntgen í myndgreiningu er laus við röntgen- og myndgreiningadeild Landspítalans frá 1. september 1993. Sérfræðingurinn skal hafa staðgóða þekk- ingu og reynslu á sviðum æðarannsókna, tölvusneiðmyndunar og segulómun. Þátttaka í kennslu og handleiðslu áskilin. Umsóknir, á þartil gerðum eyðublöðum, með upplýsingum um starfsferil og vísindastörf, skal senda stjórnarnefnd Ríkisspítala fyrir 16. júlí 1993. Upplýsingar um stöðuna veitirforstöðulækn- ir, Asmundur Brekkan, prófessor. GEÐDEILDIR Hjúkrunarstjóra á næturvaktir vantar til afleysinga í sumar. Starfshlutfall getur verið samkomulagsatriði. Hjúkrunarfræðinga vantar einnig í fastar stöður á móttökudeildir bæði á Landspítala- lóð og Kleppi. Möguleiki er á húsnæði fyrir hjúkrunarfræð- inga í 100% starfi. Vinsamlegast hafið samband og fáið frekari upplýsingar hjá Guðrúnu Guðnadóttur eða Margréti Sæmundsdóttur, hjúkrunarfram- kvæmdastjórum, í síma 602600. ELDHÚS Matartæknar Matartæknir óskast til starfa í eldhúsi Land- spítala eftir samkomulagi. Annars vegar er um að ræða nýja stöðu við vörumóttöku, vinnutími frá kl. 7.30-16.00. Hins vegar er um að ræða matartæknastarf í framleiðslueiningu, vinnutími frá kl. 7.00- 15.30 (vaktavinna). Upplýsingar gefur Olga Gunnarsdóttir í síma 601542. RÍKISSPÍT AL AR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og högkvæmni að leiðarljósi. Tæknival SKEIFAN17 Póstbólf8294 128 REYKJAVÍK SÍMI: 91 - 681665 FAX: 91-680664 Sölumenn athugið! Vegna aukinnar eftirspurnar vekjum við athygli á eftirfarandi störfum lausum til umsóknar: ★ Heildverslun: Ráðgjöf og sala á snyrtivöru. Um er að ræða vel þekkt vöru- merki. Starfið er fólgið í vitjunum í verslanir, kynningum, sölu og þjónustu. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með haldbæra reynslu af sambærilegu auk snyrtifræði- menntunar. Um er að ræða áhugavert starf þar sem reynir á sjálfstæði í vinnubrögðum. Fyrirtækið leggur til bifreið. ★ Framleiðslufyrirtæki: Sala á mat- vöru í háum gæðaflokki. íslensk framleiðsla. Heimsóknir í matvöruverslanir, veitingastaði auk annarra fyrirtækja í Reykjavík og ná- grenni. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu vel kynntir hjá ofangreindum markhóp auk þess að vera vanir sölumennsku. Æski- legt er að viðkomandi leggi til bifreið. ★ Heildverslun: Ráðgjöf og sala á rekstrarvörum og verkfærum til trésmiðja og til annarra iðnaðarmanna. Sjálfstæð sölu- mennska í Reykjavík og úti á landsbyggð- inni. Starfið er krefjandi og viðkomandi verð- ur að taka mikla ábyrgð. Áhersla er lögð á sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð auk dugn- aðar og eljusemi. Fyrirtækið leggur til bif- reið. Reyklaus vinnustaður. ★ Vantar einnig: Umsækjendur með reynslu af lagerstörfum á skrá. Ráðningar í ofangreind störf verða skv. nánara samkomulagi. Um er að ræða heils- dagsstörf. Einungis koma til greina aðilar með marktæka reynslu af sambærilegu. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA 8» Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hæð, 105 Reykjavik Simi 91-628488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.