Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 RAÐAUGi YSINGAR '//'SM V Útboð Seyðisfjarðarvegur, Miðhúsaá - Sæluhús Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í iagn- ingu 4,0 km kafla á Seyðisfjarðarvegi. Helstu magntölur: Fylling 40.000 rm, grjót- nám 20.000 rm, burðarlög 24.000 rm, mölun 6.000 rm og klæðning 24.000 fm. Verki skal að fullu lokið 15. júlí 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 15. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 28. júní 1993. Vegamálastjóri. Auglýsing eftir umsóknum um þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Grænumörk 5, Selfossi Byggingasjóður aidraðra í Selfosskaup- stað, f.h. Selfosskaupstaðar og félagsins Markar, auglýsir hér með eftir umsóknum vegna 12 þjónustuíbúða fyrir aldraða í Grænumörk 5 á Selfossi. Þær íbúðir sem um ræðir eru á vegum Selfosskaupstaðar, en að auki eru aðrar 12 íbúðir í húsinu á vegum Byggingafélags Alþýðusambands Suðurlands. Gert er ráð fyrir að allar íbúðirn- ar verði tilbúnar til afhendingar eigi síðar en 15. maí 1994. Af þeim 12 íbúðum, sem nú eru auglýstar lausar til umsóknar, eru 2 þriggja herþergja og 10 tveggja herþergja. Réttur til íbúða er háður eftirfarandi skilyrð- um: a) Að einstaklingur eða annað hjóna hafi náð 67 ára aldri. b) Að viðkomandi hafi lögheimili á Selfossi. Stjórn Byggingasjóðs aldraðra í Selfosskaup- stað fjallar um umsóknirnar og ákveður út- hlutanir. Við umfjöllun verða ýmsir þættir metnir vegna forgangsröðunar umsókna, s.s. lengd búsetu á Selfossi, núverandi hús- næðis- og heimilisaðstæður, heilsa, örorka og margt fleira, sem máli getur skipt við mat á þörf umsækjanda fyrir viðkomandi húsnæði. Heimilt er að veita undanþágur frá aldursmörkum telji stjórn sjóðsins ríkar ástæður til. íbúðirnar eru byggðar skv. kaupleigukerfi og eru úthlutanir háðar lögum og reglum þar um. Mögulegt er að úthluta 6 íbúðanna á grundvelli félagslegrar kaupleigu, en reglur um almennar kaupleiguíbúðir gilda að öðru leyti. Tekju- og eignamörk gilda einungis fyr- ir félagslegar kaupleiguíbúðir. Greiðslugeta umsækjenda verður metin í öllum tilvikum. A bæjarskrifstofum Seifossi, Austurvegi 10, liggja frammi umóknareyðublöð ásamt bæklingi með mjög ítarlegum upplýsingum um íbúðirnar og þá möguleika sem fyrir hendi eru. Nánari upplýsingar veitir undirritaður og bæjarritari á skrifstofutíma eða í síma 98-21977. Umsóknum skal skila á Bæjarskrifstofur Selfoss eigi síðar en 9. júlí 1993. Athugið! Byggingin í Grænumörk er nú u.þ.b. á fok- heldisstigi. Ákveðið hefur verið að sýna hana þeim, sem áhuga kynnu að hafa, 17. júní nk. frá kl. 10-15. Á staðnum verður fulltrúi verkkaupa til leiðbeiningar. Bæjarstjórinn á Selfossi. Útboð Frágangur gatna á Selfossi Selfossbær óskar eftir tilboðum í frágang og klæðningu nokkurra gatna bæjarins. Helstu verkþættir eru: Jöfnun: 11000 fm Klæðning: 25Ó00 fm, einfalt lag Útboðsgögn verða afhent á Bæjarskrifstofu Selfossbæjar frá og með þriðjudeginum 15. júní. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 24. júní kl. 11.00. Tæknideild Selfossbæjar. Frá bæjarskipulagi Kópavogs Engihjalli 6 - breytt deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 6 við Engihjalla auglýsist hér með skv. grein 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Breytingin felur í sér að í stað 3ja hæða verslunar- og þjónustuhúsnæðis verði byggt 2ja, 4ra og 5 hæða verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði ásamt bifreiðageymslu í kjall- ara á umræddri lóð. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum verða til sýnis á bæjarskipulagi Kópavogs, Fann- borg 2, 4. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga frá 14. júní-12. júlí 1993. Uppdrættirnir ásamt skýringarmyndunum verða einnig til sýnis í verslunarmiðstöðinni Engihjalla á opnunartíma. Athugasemdum eða ábendingum skal skilað skriflega til bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. Fiskbúð óskast Óska eftir að kaupa fiskbúð á góðum stað í bænum. Vinsamlega leggið nafn og símanúmer inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins, merkt: „Fiskbúð - 1321“, fyrir 20. júní. BYGGINGARSTAÐLARÁÐ Ráðstefna á Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins 21. júní 1993. EES - Stöðlun fyrir opinn evrópskan markað - staðan í dag Tæknilegur hluti - kl. 9:30-21.00 9:30 Innritun og kaffi/te. 10:00 Upphafsorð - EES og staölagerð - Odd Lyng, NMR. 10:30 Staðlagerð innan CEN og norræn áhrif - Göran Stensgárd, BST. 11:15 Gildistaka evrópskra staðla og þjóðarskjöl - Jörgen Jacob Jensen, DS. 12:00 Lok tæknilegs hluta - Matarhlé. Laga- og reglugerðahluti - kl. 12:30-15:45 12:30 Innritun nýrra þátttakenda. 12:50 Upphafsorð - Odd Lyng, NBR. 13:00 Mikilvægustu tilskipanir EB - Stutt yfirlit - Jprgen Riis-Jensen, DS. 13:30 Opinber innkaup á vörum og þjónustu - Hagsmunir seljenda og kaupenda - Martti Tiula, RTS. 14:00 Kröfur markaðar og yfirvalda um gögn - CE-merki og vottun - Odd Lyng, NBR. 14:30 Kaffi/te. 14:45 Norræn samvinna - Karl Johan Miemois, NMR. 15:00 Fyrirspumir og umræður. 15:30 Lokaorð - Odd Lyng, NBR. Þátttaka óskast tilkynnt í síma 676000 eigi síðar en 18. júní. BYGGINGARSTAÐLARÁÐ ER FAGRÁÐ Á VEGUM STAÐLARÁÐS ISLANDS Opna FÍPO-mótið á Sörlavöllum Opið íþróttamót á Sörlavöllum Hafnarfirði 19. og 20. júní. Keppnisgreinar: Fullorðnir, tölt, 4-gangur, 5-gangur, gæðingaskeið, 250 m skeið. Dagskrá hefst 19. júní kl. 13.00. Skráningargjald kr. 1.000 á grein. Skráning f síma 652919 15. og 16. júní frá kl. 20.00-22.00 ÍDS Ægisgata - til leigu Iðnaðarhúsnæði eða lagerhúsnæði á 1. hæð, alls 450 fm, er til leigu nú þegar. Lofthæð er góð. Skrifstofuaðstaða. Stórar og góðar innkeyrsludyr. Upplýsingar í síma 35139. Skrifstofuhúsnæði við Laugaveg Arkitektastofa leitar að samstarfsaðila um sameiginlegan rekstur skrifstofuhúsnæðis. í boði eru 8 skrifstofurými, alls um 180 fm, sem leigjast sér eða í heilu lagi. Upplýsingar verða veittar í síma 623015 mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. júnífrá kl. 9-17. JLhúsið-sýning Til leigu stórglæsilegt og nýstandsett skrif- stofuhúsnæði á 3. hæð í JL húsinu. Stærðir eftir þörfum hvers og eins. Frábært útsýni. Næg bílastæði. Tilbúið til notkunar strax. Verður til sýnis í dag frá kl. 13.00-18.00. Nánari upplýsingar veitir: FranzJezorski, lögfræðingur, sími 629091. Kaplahraun 1, Hafnarfirði Til sölu í þessu nýlega húsi mjög gott skrif- stofu- og lagerhúsnæði sem gæti t.d. hentað fyrir heildsölu, jarðvinnufyrirtæki og margs konar aðra starfsemi. Mögulegt er að selja húsið með góðum kjörum til tryggra aðila. Stærðir: Jarðhæð ca 340 fm 2. hæðca120fm Seljast saman eða í tvennu lagi. BÍGGÐAVERKHF. simi 54644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.