Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1993 Heiður Baldursdóttír rithöfundur ogsér- kennari - Minning Hugsjónakonan Heiður Baldurs- dóttir, sérkennari og rithöfundur, er horfin sjónum okkar, en mynd hinnar aðsópsmiklu og hrífandi stúlku mun lifa með okkur alla tíð. Hún barðist hetjulega til hinstu stundar, en 28. maí sl. lét hún und- an hinum illvíga sjúkdómi sem fyrst varð vart við 1992 og hún virtist e.t.v. hafa sigrast á. En eftir sl. áramót kom hún fárveik skyndilega heim frá Bandaríkjunum, þar sem hún var við meistaranám í sér- kennslufræðum. Þótt mér væri ljóst að Heiður væri mikið veik, setur mann hljóðan við slíka harmafregn. Aðeins 20 dögum áður, laugardaginn 8. maí, hafði ég -hitt Heiði ásamt manni hennar Ómari á skólasýningu í Réttarholtsskóla. Þannig var hún með hugann við skólamálin til síð- ustu stundar. Ég frétti einnig af henni 19. apríl þar sem hún var að lesa upp úr handriti nýrrar bókar sinnar fyrir böm í Melaskóla. Þann- ig vann hún að ýmsum hugðarefn- . pm sínum meðan nokkrir kraftar Íeyfðu. Foreldrar Heiðar, þau Þórey Kol- beins og Baldur Ragnarsson, vom bæði bekkjarsystkini mín úr Menntaskólanum á Akureyri og góðir vinir. Ég hafði dvalið nokkur ár erlendis og sá því Heiði ekki fyrr en hún var nokkurra ára hnáta og ég minnist þess sérstaklega hvað mér fannst hún skýrt og gerðarlegt bam með þessi píra glettnislegu augu og glaðlegt fas. Heiður var ^alla tíð afburða námskona, hljóp yfir bekk til að ljúka landsprófi og lauk svo stúdentsprófí á tveimur og hálfu ári frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Á þessum árum tók Heiður mik- inn þátt í félagsmálum og félags- starfi og kom þá í ljós að hún var kröftugur málsvari lítilmagnans og vildi meiri jöfnuð í þjóðfélaginu eins og raunar alla tíð og ljóslega kemur fram í bókum hennar. Heiður hélt síðan til náms í KHÍ og lagði stund á kennslu um nokk- urt skeið m.a. í Safamýrarskóla. En hún lét ekki staðar numið held- ur fór áfram í framhaldsnám í sér- kennslufræðum og lauk BA prófi yorið 1990. Fór mikið orð af góðri frammistöðu hennar og forgöngu á þessum vettvangi. Heiður hélt síðan ásamt manni sínum, Ómari Harðar- syni stjórnmálafræðingi, og tveimur dætram til Bandaríkjanna til frek- ara framhaldsnáms í New Jersey. Það kvað mikið að Heiði hvar sem hún fór og hún vildi byggja skoðan- ir sínar á rökum, því var hún sí- fellt leitandi, vildi umræður um málefni eins og skólamál, varpaði fram athyglisverðum spumingum og vildi rannsóknir til að fá óyggj- andi svör. Það var gefandi þegar hún hringdi til að ræða skólamál sem lágu henni á hjarta. Hún þoldi ekki misrétti og ef maður hitti hana á fundum hafði hún alltaf eitthvað nýtt fram að færa. Það má með sanni segja að Heið- ur bjó yfir mikilli hugmyndaauðgi og var gædd sérstökum frásagnar- hæfileikum og ritfærni. Það hefur hún ekki langt að sækja því að báðir foreldrar hennar era auðug af þeim hæfíleikum. Samhliða námi og heimilisstörfum afrekaði Heiður að skrifa margar bækur á stuttum tíma en segja má að opinberlega uppgötvuðust fyrst rithöfundahæfí- leikar hennar er hún fékk bama- bókaverðlaun fyrir fyrstu bókina sína „Álagadalurinn" 1989 frá Vöku-Helgafelli. Síðan hafa þegar komið út þrjár bækur og sú fimmta er nú tilbúin í handriti og væntan- leg er útkoma hennar með haust- inu. Auk þess var gefin út eftir hana hjá Námsgagnastofnun bókin „Að lesa umhverfíð" myndskreytt sf Halldóri bróður hennar. Það er mikill missir fyrir alla að slík mannkostastúlka falli frá á besta aldri. Kennarar hafa misst baráttukonu, en vilja nú minnast hennar með þátttöku í stofnun minningasjóðs sem vinna mun að rannsóknum í anda hennar. Börnin sem hefðu notið frásagnar hennar í kennslu og með lestri á fleiri góð- um bóka hennar fara mikils á mis. Sárastur er þó söknuður eigin- mannsins Ómars og ungu dætranna tveggja, þeirra Brynhildar og Þó- reyjar Mjallhvítar. Elsku Þórey, Baldur og fjölskyld- an öll, megi góður guð gefa ykkur styrk í þessum sára söknuði. í minningu Heiðar koma þessar ljóðlínur Tómasar Guðmundssonar í hugann: En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Áslaug Brynjólfsdóttir. Við erum staddar á Stóratjörnum í Ljósavatnsskarði, erum að klára sérkennslunámið. Upp úr hádeginu ræddum við um lokaverkefnið og ýmislegt því tengt. Umræðan sner- ist um skólamál, okkar reynslu. Við ræddum um þá sem við höfðum unnið með og hvað við höfðum lært af þeim. Ein var sú manneskja sem nefnd var og það var Heiður. Við ræddum um hana og starf hennar í Safamýrarskóla, hún hafði kennt okkur margt. Við ákváðum að heim- sækja hana strax að námi loknu í júníbyijun. Tveimur tímum síðar hringir síminn, Erla skólastjóri var að tilkynna okkur að Heiður væri dáinn, hún hafði dáið í hádeginu. Úti var skýjað, inni hjá okkur varð skyndilegt rökkur. Þung ský sorg- arinnar huldu okkur. Spurningar leituðu á hugann. Hafði Heiður sent okkur hugskeyti nokkram tímum áður? Af hveiju fékk hún ekki að vera lengur með okkur? Hún átti eftir að gera svo margt og hafði margs konar hugmyndir sem hún ætlaði að koma í framkvæmd. Heiður kom til starfa í Safamýr- arskóla haustið 1983. Strax í upp- hafí kom í ljós hversu mikil fag- manneskja hún var. Hún var mjög lifandi og virk í kennslunni og tók þátt í margskonar þróunarstarfí innan skólans. Hún var sífellt að fá nýjar hugmyndir um kennsluna og hún prófaði þær jafnóðum. Heið- ur var virk í félagsstarfi í KÍ og einnig í félagslífí kennara skólans, þar naut hún sín við gítarspil og söng. Heiður fór í sérkennslu í KHI og lauk þaðan 2ja ára sérkennslu- námi. Haustið 1990 tók fjölskyldan sig upp og fór til Bandaríkjanna, Ómar ætlaði í framhaldsnám og Heiður ætlaði að kanna hvaða möguleikar væra í boði fyrir hana til áframhaldandi náms. Heiður kom sér í áhugavert nám og stefndi á meistaragráðu í sérkennslu. Sam- hliða námi sínu og starfi skrifaði hún barnabækur og fyrir fyrstu bókina sína, Álagadalinn, fékk hún íslensku barnabókaverðlaunin 1989 í samkeppni verðlaunasjóðs ís- lenskra bamabóka. Í Bandaríkjunum veiktist hún af þeim illvíga sjúkdómi sem sigraði hana að lokum. Hún kom heim vorið 1992 og gekkst undir læknis- hendur. í júní hittumst við nokkrar vinkonur sem höfðum unnið saman í Safamýrarskóla og þá var Heiður nokkuð hress, hún var í lyfjameð- ferð sem lofaði góðu. Hún var upp- full af ýmiss konar hugmyndum um tjáskipti og heppilegum kennslu- aðferðum. Heiður talaði ekki um annað en það sem skipti máli og oftar en ekki snerist umræðan um kennslumál. Þetta var yndislegt kvöld sem við áttum saman. Við hittum Heiði annað slagið eða heyrðum í henni í síma. Hún var lítið að ræða veikindi sín, hún ræddi fremur nýjar hugmyndir í kennslu- málum. Svona var Heiður. Hún kom í Safamýrarskóla 18. desember til að borða ,jólahangi- kjötið" með fyrram félögum sínum, hún var bjartsýn, meðferðin virtist hafa gengið vel og hún var á leið til Bandaríkjanna til fjölskyldu sinn- ar. En skömmu eftir áramót frétt- um við að hún væri komin heim, hún hafði veikst aftur. Hún hringdi í aðra okkar rétt fyrir páska og var þá að velta fyrir sér tjáskiptaleið fyrir mikið veika konu sem lá með henni á sjúkrahúsinu og var með margskonar hugmyndir. Við rædd- um málin fram og til baka og hún sagði m.a. að nú tæki hún aðeins einn dag fyrir í einu, lífið væri svo hverfult og þar réðum við svo litlu. 17. maí þegar við voram að fagna 10 ára afmæli skólans fréttum við að Heiður væri mikið veik. Það kom á okkur, af hveiju var ekki hægt að gera eitthvað? En við vissum að hún myndi beijast, hún var baráttu- kona. En þessi illvígi sjúkdómur hefur sigrað einu sinni enn. Við sjáum á bak stórkostlegri mann- eskju og góðum félaga sem hafði kennt okkur margt og var ætíð full baráttuvilja. Oftar en ekki veitti hún okkur nýja eða víðari sýn á viðfangsefni sem við glímdum við. Og ég sem vil gefa þér gjöf gefa þér sýn Inn til mín þar sem ég dvel í Ijósi og flugi og kyrrð ljósinu sem lykur um allt sem er (Snorri Hjartarson) Minningin um ljúfa vinkonu og mikinn fagmann lifír. Það er margs að minnast og við eigum öragglega oft eftir að vitna í ýmislegt sem Heiður hefur sagt okkur. Við kveðj- um þig kæra vinkona. Elsku Ómar, Brynhildur og Þórey Mjallhvít, þið sjáið á bak yndislegri eiginkonu og móður, en minningin lifir. Við biðj- um Guð að styrkja ykkur í sorginni. Björk Jónsdóttir og Sigríður Bragadóttir Það var mikil birta yfír Heiði. Mér fannst stafa frá henni frum- orku og ef til vill var það þess vegna sem mér fundust samskipti við hana krefjandi. Andrúmsloftið á kenn- arastofu Þroskaþjálfaskóla íslands þegar Heiður var að kenna þar var hlaðið jákvæðu rafmagni. Hún krafðist virkrar þátttöku af þeim sem getuna höfðu hvort sem var í samræðum eða til athafna. Hinir sem höfðu á ýmsan hátt skerta getu, einkum getu til tjáskipta vegna ýmissa fatlana áttu hug hennar og hjarta og hún hugðist veija frekari námstíma sínum vest- an hafs til að fínna leiðir til að hjálpa þeim að ná fæmi í tjáskipt- um. Hún sem lék sér að orðum og raðaði þeim öðram betur saman, hafði brennandi löngum að veita öðrum hlutdeild í gleði málsins, gleði orðanna. Pabbi hennar orti til hennar þegar hún var lítil stúlka: Sestu hjá mér sólskinsbam sumar hjá þér dvelur. Meðan haustsins gráa gam grösin jarðar felur. Sumarið dvaldi allt of stutt. Heiður var orðin veik, komin með illskeytt krabbamein. Fjölskyldan barðist með Heiði þar til leiðir hlaut að skilja. Henni var mikið gefið, bæði af eðlislægum gáfum og bar- áttuþreki. Hin góða fjölskylda hennar hlúði að eðlislægum gáfum hennar og studdi hana til mikils þroska. Sjálf vissi Heiður vel um hlut móður sinnar og þakkaði henni fallega á hátíðarstundu síðastliðið sumar. Við erum öll fátækari af því að Heiður er dáin. Samfélag okkar missir fjársjóð þegar svo hæf dóttir deyr. Kæra fjölskylda Heiðar! Megi góðar minningar og sólarbirta um- lykja minningu sólarbarnsins Heið- ar. Bryndís Víglundsdóttir. Þungur harmur fyllir hugi okkar er við kveðjum Heiði frænku. Við höfðum þekkst alveg frá barnæsku þar sem mæður okkar eru systur og samgangur mikill á milli heimil- anna. Við báram alltaf svo mikla virð- ingu fyrir því hvað Heiður talaði af miklum eldmóð um það sem henni var hugleikið og hversu sann- færð hún alltaf var. Hún hafði brennandi áhuga fyrir umhverfi sínu og því sem hún var að gera. Hún vildi ræða málin út í ystu æsar og gaf ekkert eftir, krafðist þess að við hefðum skoðun og rök- ræddum. Heiður var alltaf boðin og búin að hjálpa og öll vandamál vildi hún hjálpa til við að leysa. Hún var alltaf svo jákvæð og glöð. Hana langaði svo til að allir gætu lært og lagði sig alla fram við að hjálpa þeim sem gekk erfiðlega al- veg frá því að hún var krakki. Það kom því ekki á óvart að hún varð kennari. Og auðvitað gat Heiður skrifað bók. Hún sem var svo vel máli far- in, hafði svo gott vald á íslenskri tungu og óþijótandi hugmyndaflug. Við áttum kannski alveg eins von á því að það yrði bók fyrir fullorðna en þar kom hún okkur skemmtilega á óvart. Hún skrifaði bók fyrir börn, fékk verðlaun sem gáfu henni byr undir báða vængi. í kjölfarið fylgdi hver bókin á fætur annarri og síð- ust þeirra bíður prentunar. Elsku Þórey systir og frænka, Baldur, Ómar, Brynhildur, Þórey Mjallhvít, Ragnar, Lára og Halldór. Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Fjarlægðir hurfu, og grunnt í gagnsæju vatni hvílir andlit hvers dags að kvöldi - aldrei í skyggðum hyl (Hannes Pétursson) Gott er að eiga góðs að minnast. Erna frænka, Halldór, Ragnheiður, Lára, Ásthild- ur Gyða og Erna. Heiður, með hugsjónirnar, áhug- ann og kraftinn. Það er svo ótrúlega stutt síðan hún Heiður lagði upp í Bandaríkja- ferðina með fjölskyldu sinni. Þar átti að nýta tímann vel bæði til skrifta og frekara náms. Svo ætlaði hún auðvitað að miðla mér af kynn- um sínum af bandarískum veruleika og ekki stóð á því þegar hún kom heim alvarlega veik fyrir rúmu ári. Mér fannst hún Heiður alltaf í miðju verkefni því áætlanir náðu langt fram í tímann. Við Heiður sátum saman síðasta veturinn í sér- kennslunáminu og fyrir mer eru skoðanaskiptin og vangavelturnar með Heiði einn eftirminnilegasti þáttur sérkennslunámsins. Hún leiddi mig inn í heim líkamlega og andlega fatlaðra barna frekar en nokkur annar og sýndi mínum nem- endahópi áhuga umfram aðra. Virð- ingin sem hún bar fyrir nemendum sínum og kennarastarfinu var-heil og ósvikin. Við Heiður áttum fleira sameig- inlegt en áhuga á kennslumálum. Við vorum alltaf sammála ef ann- arri okkar fannst fyrirlestur lítið áhugaverður og notuðum þá tímann til að tala saman um bömin okkar. Fyrir utan kennslustundir ræddum við baráttumálin. Leiðir okkar lágu saman í Rauðsokkahreyfingunni forðum, við gistum saman í friðar- búðum hjá Miðnesheiði með þá bjartsýnu von í bijósti að ísland yrði herlaust land áður en langt um liði. Sameiginlega reyndum við að miðla þeirri sannfæringu okkar til félaganna í Kennarasambandinu um árið, að sameinuð stæðum við opinberir starfsmenn og annað launafólk sterkari í kjarabaráttunni heldur en ef við létum undan þeim öflum sem vildu tvístra okkur. Ég mun sakna sannfæringar- kraftsins og stöðugs áhuga Heiðar á því að leita frekari sannleika. Ég finn að minningin um Heiði getur orðið mér leiðarljós í þeirri viðleitni að leita stöðugt leiða til að koma nemendum mínum áleiðs og tapa ekki sýn á hugsjónunum. Ómari, Binnu, Þóreyju og fjöl- skyldu votta ég mína dýpstu samúð. Guðlaug Teitsdóttir. Hún heilsaði lífinu í maí og hún kvaddi það í maí rétt þijátíu og fimm ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbameinið sem að lokum lagði hana að velli. Þetta rúma ár sem hún barðist við sjúk- dóminn sýndi hún fádæma kjark og viljastyrk sem meðal annars kom fram í því að þegar stund gafst milli stríða vann hún ötullega að síðustu barnabók sinni. Eftir að henni varð ljóst hve tími hennar var orðinn skammur neytti hún síðustu krafta við að ljúka henni og búa hana í hendur útgefanda. Þannig var Heiður. Hún hafði sterka skap- gerð sem einkenndist af krafti og viljastyrk, en einnig af heitum til- finningum og ríkri réttlætiskennd. Hugtökin jöfnuður og jafnrétti vora henni hugstæð, enda bar hún hag þeirra sem minna mega sín í þjóðfé- laginu mjög fyrir brjósti. Má segja að val hennar á sérgrein eftir að hún lauk kennaraprófi hafi endur- speglað þessa afstöðu. Frá 1983- 1989 var hún kennari fjölfatlaðra barna við Safamýrarskóla í Reykja- vík, en 1985 hóf hún nám í sér- kennslufræðum við Kennarahá- skóla Islands og lauk fyrri hluta þess ásamt starfsleikninámi 1987. Árið 1989 hóf hún nám í síðari hluta og lauk BA-gráðu 1990. Heiður var frábær námsmaður og lauk öllu námi með ágætiseinkunn. Haustið 1990 hélt hún ásamt eiginmanni sínum, Ómari Harðar- syni, og dætrum þeirra, Biynhildi og Þóreyju, til Bandaríkjanna þar sem hún hóf nokkru seinna meist- aranám í sérkennslufræðum við Temple University í Philadelpiu, en Ómar hóf framhaldsnám í skipu- lagsfræði við Rutgers University í New Brunswick. Framtíðin virtist björt. Snemma árs 1992 dró ský fyrir sólu er Heiður veiktist skyndi- lega. í ljós kom að um illkynja sjúk- dóm var að ræða. Þegar slíka vá ber að höndum reynir mjög á and- legan styrk sjúklingsins og fjöl- skyldu hans. Áður hefur verið minnst á þann kjark og viljastyrk sem Heiður sýndi við þessar að- stæður. Hún lét ekki bugast. Sama máli gegndi um fjölskyldu hennar alla sem umvafði hana ást og um- hyggju þar til yfir lauk. Heiður var næstelst fjögurra barna hjónanna Þóreyjar Halldórs- dóttur Kolbeins yfírkennara við Þroskaþjálfaskóla Islands og Bald- urs Ragnarssonar íslenskukennara við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hjá þeim átti hún og fjölskylda hennar öruggt athvarf eftir heim- komuna og reyndist þeim það ómet- anlegur styrkur við erfiðar aðstæð- ur. Þrátt fyrir miklar annir við nám og störf tók Heiður mikinn þátt í félagsstörfum, bæði í verkalýðsmál- um og á sviði kennslumála. Hún var í trúnaðarmannaráði Starfs- mannafélagsins Sóknar 1978- 1979, í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur 1985-1986, í mennta- málanefnd Þroskahjálpar 1987- 1989 og í skólamálaráði Kennara- sambands íslands 1987-1990. Rithöfundarferil sinn hóf hún með því að hljóta íslensku barna- bókaverðlaunin fyrir fyrstu bók sína Álagadalinn sem Vaka-Helgafell gaf út árið 1989. Verðlaunin urðu henni hvatning til að halda áfram á rithöfundarbrautinni. Alls skrifaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.