Morgunblaðið - 31.07.1993, Page 16

Morgunblaðið - 31.07.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JUU 1993 Kyrrsetumaður á skíðauám- skeiði í Kerlingarfj öllum Sumir eru vanir skíðamenn sem hafa komið nokkrum sinnum áður og hafa jafnvel verið á skíðum í Austurríki eða Colorado, aðrir eru að stíga á skíði í fyrsta skipti á ævinni og vita varla hvað snýr fram og aftur á skíðum, enn aðr- ir eru einhvers staðar þar á milli. Sumir eru í fínum skíðagöllum, aðrir í regnfötum eða íþróttagöll- um, hinir innvígðu hafa sumir skíðin með sér og sólarvörn og hvíta varasalva, byijendur koma sumir allslausir hvað það varðar og verða eins og soðnir humrar á litinn eftir fyrstu tímana. En að loknum fyrsta degi, þeg- ar þátttakendurjiafa safnast sam- an í heitu pottunum, eru allir jafn- ir og allir álíka lerkaðir eftir átök- in við brekkumar, þótt sum skíða- svæðin standi varla undir nafni sem brekkur - en það skilja byrj- endumar ekki fyrr en daginn eft- ir þegar þeir eru útskrifaðir í raunverulega brekku. Þá sýnast byijendabrekkurnar ekki sá vett- vangur stórra átaka sem þær höfðu verið daginn áður. Sjö ára í andanum Það em líka allir jafnir á kvöld- vökunum sem haldnar em í stóra skálanum fljótlega eftir kvöldmat. Þar leiða sönginn tveir skíðakenn- arar með gítara og allur hópurinn syngur dúvaggí-dúvaggí eins og lífið eigi að leysa. Þátttakendur í námskeiðunum skiptast á um að leggja til skemmtiatriði á kvöld- vökunum og þau em að mestu hefðbundin: „sjálfboðaliðar" em skikkaðir til að borða epli upp úr vaskafötum fullum af vatni eða láta spil ganga frá munni til munns eða fara i akróbatík- æfingar með kústskaft án þess að sleppa nokkum tíma af því takinu. Þetta er eins og barnaaf- mæli og fólk á öllum aldri samein- ast, sjö ára í andanum, skríkjandi af ánægju og hamingju yfir afrek- um dagsins og sameiningu fjöl- skyldunnar undir jökli. Og svo skreiðist maður ofan í pokann sinn fyrir klukkan ellefu um kvöldið, dásamlega þreyttur, uppfullur af heilnæmu fjallalofti og með kakóbragð í munninum. Um morguninn er ekki laust við að maður finni fyrir harðsperrum í hnjám og læmm - en það gera fleiri, það leynir sér ekki á göngu- lagi samferðarfólksins upp stig- ann á leið í morgunmat. Þar svigna matborðin undan heilnæmum kræsingum og starfs- fólk Skíðaskólans í Kerlingarfjöll- um bendir manni á að nauðsyn- legt sé að borða vel og mikið til að vera búinn undir átök morg- unsins. Kennaramir og annað starfsfólk virðist raunar vera sam- safn af geðslegasta fólki á ís- landi. Það er hreystin og hollustan uppmáluð - enda borðar það soðna hafra í morgunmat! - spilar á gítar og syngur dúvaggí á kvöld- vökum eins og atvinnumenn (enda er allt að því skilyrði fyrir því að fá vinnu við skíðakennslu að kunna á gítar og halda lagi!) og tekst að auki að kenna stirðu kyrrsetufólki að þeysast niður brekkur með stíl á öðmm og þriðja degi. Jæja, kannski vantar eitt- hvað upp á stílinn - en ánægjan er sú sama. Bremsað með slaufu og stæl Ég hafði satt að segja miklar efasemdir um að ég myndi hafa gaman af því að fara á skíðanám- skeið í Kerlingarfjöllum. Ég hafði aldrei stigið á skíði, ég á ekki skíðagalla, gleraugun geta dottið af mér og brotnað, annar fóturinn er stærri og passar áreiðanlega ekki í neina skíðaskó - og hvað ef maður hrasar á þijú hundmð kílómetra hraða niður snarbrattan jökul og hálsbrýtur sig? Og var þetta ekki líka fokdýrt? Þetta reyndist allt saman rangt og í fyrsta skipti í manna minnum kvíði ég ekki vetrinum, vetri fylg- ir snjór og í snjónum er hægt að renna sér á skíðum í Skálafelli eða Bláfjöllum. Mig hafði lengi grunað að það hlyti að vera gam- an að renna sér niður brekku og ráða nokkurn veginn hvernig maður færi og hvar ferðinni lyki. Það reyndist rétt. Ég þurfti ekki skíðagalla (um tíma lá meira að segja við að maður þyrfti engin föt, slík var veðurblíðan), gleraug- un duttu ekki af mér, skíðaskóm- ir pössuðu og ég komst aldrei á 300 kílómetra hraða niður jökul- inn til að hálsbijóta mig. Við vorum nokkur saman sem LJósm.: Ómar Valdimarsson Önnur kynslóð fjallamanna er að taka við í Kerlingarfjöllum. Hér eru bræðrasynimir og nafnamir Örnólfur Þorvarðarson og Örn- ólfur Valdimarsson. Ljósm.: Ómar Valdimarsson Heitt kakó og smurt brauð í hádeginu er vel þegið. aldrei höfðum stigið á skíði og vorum leidd áfram, hægt en ákveðið, inn í leyndardóma skíða- íþróttarinnar, allt frá því að standa á skíðum á jafnsléttu og til þess að bremsa með slaufu og stæl við diskalyftuna neðst í brekkunni. Aðrir, sem lengra voru komnir, voru ofar í brekkunni og þurftu ekki að læra grundvallar- atriðin, heldur vörðu tíma sínum í að slípa stílinn. Og einn daginn kom sólbrenndur skíðakennari á snjótroðara, hengdi þá innvígðu aftan í sig og silaðist upp á Snæ- koll í nærri 1.500 metra hæð yfír sjávarmáli. Þar renndu ofurhug- amir sér niður nær snarbrattar hlíðamar og komu beint í kakó og smurt brauð í glampandi sól- skini og hita. Meira að segja ungl- ingspiltar, sem alla jafna em of töff til að blanda geði við venju- legt fólk, komu úr þessari ferð brosandi út að eyrum með ævin- týraglampa í augum og sögðu að hætti síns tíma: Jess! Svo bentu þeir upp á þverhnípta kletta Loð- mundar, sem skagar upp í himin- hvolfið ofan við skíðasvæðið, og sögðu: Sjáðu snjóröndina sem liggur þarna niður? Þarna fer ég næst. Engir arabar á útimarkaði Já, já, gott og vel, sagði Gunna frænka þegar hún hafði hlustað á ferðasöguna og skoðað myndir af mismunandi bröttum brekkum og bæklingum með myndum af skíðum og skíðaskóm, en eitthvað kostar svo öll dýrðin. Jú, en ekki nærri eins mikið og sólarlandaferðin þín í fyrra sem þú komst heim úr bæði staurblönk og langtimbruð. Ef þú ferð á eig- in bíl á fjögurra daga námskeið - þú getur líka verið í tvo daga eða fimm - kostar þetta þig 18.700 krónur. Fyrir það færðu gistingu, fjórar máltíðir á dag, skíðakennslu, skíði og skíðaskó, rútuferðir upp í fjall og til baka og lyftupassa og lærir óteijandi dúvaggí-lög á kvöldvökunum. Fyrir Stínu litlu kostaði námskeið- ið 9.850 krónur. Ef þið farið með rútu úr bænum kostar það fjögur þúsund kall fram og til baka fyrir þig og tvö þúsund kall fyrir Stínu. Og svo máttu ekki gleyma því að þegar þú ert kominn upp í fjöllin er engin hætta á að arabi á útimarkaði plati þig til að kaupa leðuijakka eða trommusett fyrir þijátíuþúsund peseta. Við ætlum aftur síðar. Til að slípa stílinn. TEXTI OG MYNDIR: Ómar Valdimarsson. É FINNST ÞÉR GAMAN AÐ FERÐAST? FINNST ÞÉR GAMAN AÐ UMGANGAST ÚTLENDINGA? GETU/?^ CQ Q LEIÐSOGUNAM Leiðsöguskóli íslands hefst 8. sept. nk., ef næg þátttaka fæst. Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Umsóknareyðublöð liggja frammi í skólanum 3.-6. ágúst frá kl. 17.00 - 19.00. Upplýsingar verða gefnar í síma 643033 á sama tíma. Æskitegt er að umsækjendur hafi: 1. Stúdentspróf og gott vald á erlendum tungumálum (auk ensku t.d. þýsku, frönsku, Norðurlandamálum, hollensku, spænsku, ítölsku eða japönsku). 2. Reynslu í ferðamennsku og þekkingu á íslandi. 3. Aðstæður til að vinna óreglubundna sumarvinnu. 4. Gott skap og jákvæðan hugsunarhátt. 5. Náð 21 árs aldri þegar námið hefst. o= 5S ft; 5 o 3 zn ZX2 FS Umsóknarfrestur rennur út 10. ágúst nk. LEIÐSÖGUSKÓLI ÍSLANDS § ^//i iQNVTSi nn Diawi nrasAHNB GvisvaaBi naand3H íonvisi wn inva a^a um inmv#' Bændur hlynntir nýju GATT-samkomulagi FORYSTUMENN samtaka bænda innan Evrópubandalagsins og á Norð- urlöndum ítrekuðu á fundi sínum í Reykjavík stuðning við að gert verði nýtt GATT-samkomulag, samkomulag sem tekur fyllsta tillit til mismunandi sjónarmiða og hagsmuna aðildarríkjanna, eins og nefnt er í Punta del Este-yfirlýsingunni. Þar er lögð áhersla á að sköpuð verði bætt skilyrði fyrir alþjóðleg viðskipti með búvörur og matvæli með bættu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar og auknum verðstöðug- leika á heimsmarkaði. Á hinn bóginn Iýstu fundarmenn yfír áhyggjum vegna þróunar GATT- viðræðnanna að undanfömu sem hefur verið á skjön við ofangreind markmið. Voru þau stjómvöld sem aðild eiga að viðræðunum því ein- dregið hvött til að veita landabúnað- arhluta þeirra aukinn forgang og vinna að honum samhliða hinum hlutum viðræðnanna svo tryggja megi að nýtt samkomulag verði ásættanlegt öllum aðildarríkjum GATT. Fundurinn var haldinn 23.-24. júlí í Reykjavík. í frétt frá bænda- samtökum sem héldu fund segir að fundarmenn hafí samþykkt að til eftirfarandi atriða yrði að taka tillit til í yfirstandandi viðræðum: 1. Hið fjölbreytta hlutverk sem land- búnaður og landbúnaðarstefna gegn- ir í Evrópu. Af þeim sökum verða aðildarríki að hafa innan nýs GATT- samkomulags svigrúm til að fylgja eigin landbúnaðarstefnu, sem sé í samræmi við þarfír hvers þeirra. 2. Aðildarríkin verða að geta fram- fylgt með tilteknum aðgerðum, s.s. innflutningstakmörkunum eða breytilegum gjöldum þeim verðstöð- ugleika á heimamarkaði sem fram- leiðslukostnaður innan hvers þeirra gerir nauðsynlegan. 3. Taka verður tillit til fæðuöryggis einstakra þjóða og heimsins í heild þegar landbúnaðarstefna er mótuð í GATT-viðræðunum. 4. Gera verður kröfu til þess að al- þjóðlegar reglur um heilbrigði plantna og dýra veiti raunverulega neytendavemd. Styrkir veittir til útgáfu og rannsókna STYRKIR hafa verið veittir úr Minningarsjóði Ársæls Sigurðssonar og Sigurbjarg- ar Pálsdóttur. Þessir hlutu styrk: 1. Gunnar Á. Gunnarsson, Vatnskarðshólum í Mýrdal. Kr. 200.000, til að rannsaka byggðarþróun í Dyrhólahverfí í Mýrdal. Áhrif efnahagsgerðar og landkosta á þróun mannlífs og félagsgerðar frá upphafí byggðar til okkar tíma. 2. Dynskógaútgáfan, Kirkju- bæjarklaustri. Kr. 100.000, til þess að ljúka við útgáfu Versl- unarsögu Vestur-Skaftfellinga, III. bindi. 3. Sigurður Ragnarsson, Vest- urgötu 38, Keflavík. Kr. 50.000, til þess að rannsaka og skrá æviferil Austur-Skaft- fellinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.