Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 17

Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 17 Ósvífni og valdníðsla undanþágunefndar eftirMarinó G. Njálsson Miðvikudaginn 21. júlí sl. þurfti Iðnskólinn í Reykjavík, að kröfu undanþágunefndar framhalds- skóla, að auglýsa lausar til um- sóknar tuttugu kennarastöður við skólann. Fjórar af þessum stöðum standa mér mjög nærri, þar sem síðast liðið eitt og hálft ár hef ég gegnt einni þeirra. Þetta eru fjórar stöður kennara í tölvufræðum. Við Iðnskólann í Reylqavík er boðið upp á sérstakt nám í tölvu- fræðum. Þetta er þriggja ára nám annars vegar á hugbúnaðarsviði og hins vegar forritunarsviði. Námið hefur þróast mjög hratt og hefur fjöldi nemenda sótt í það. A síðustu önn voru t.d. meira en 150 nemendur skráðir á þessar tvær brautir eða um 10% nemenda. Fyrri störf skipta engu máli „Leiðbeinendurnir" fjórir, sem undanþágunefnd hafnaði nema stöður þeirra væru auglýstar í þriðja sinn, hafa borið megin þunga af kennslunni á tölvubraut- unum. Tveir þeirra eru, auk þess, deildarstjórar tölvubrautanna, þar af er annar umsjónarmaður tölvu- nets skólans, einn er gæðastjóri skólans og sá ijórði, þ.e. greinar- höfundur, er skipulagsstjóri skól- ans. Skipulagsstjóri hefur m.a. yf- irumsjón með tölvubúnaði skólans, tölvuvinnslu nemendabókhalds og töflugerð og situr í kennslustjóm og gæðaráði. Allir höfum við, þann stutta tíma sem við höfum verið hjá skólanum, unnið ötullega að þróun kennslu á tölvubrautunum. Að því var ekki spurt þegar undanþágunefnd ákvað að hafna að svo stöddu umsókn okkar um áframhaldandi starf. Fagleg kennsla er nær alfar- ið í okkar höndum. Þetta eru byrj- enda- og framhaldsáfangar í Pasc- al, áfangi um tölvunet og -sam- skipti, áfangi um tölvuvæðingu, byrjenda- og framhaldsáfangi í gagnasafnsfræðum, lokaverkefn- isáfangi og svona mætti lengi telja. Ég fæ ekki séð hvaða hagsmun- um það þjónar að krefjast þess að stöður okkar séu auglýstar í þriðja sinn. A.m.k. hvorki skólans né nemenda. Hvar er sá kennara- menntaði einstaklingur sem treyst- ir sér til að taka við þessum fjórum stöðum? Hve margir kennara- menntaðir einstaklingar hafa fag- lega þekkingu á tölvunetum, tölvu- væðingu, gagnasafnsfræði, Pascal eða uppbyggingu lokaverkefna á tölvusviði? Að mínu áliti hefur undanþágu- nefndin gert sig seka um grófa valdníðslu. Hún blandar sér með þessu ekki bara inn í þróun tölvu- brautar Iðnskólans, heldur einnig margt annað skipulagt starf skól- ans, þ.e. deildarstjórn tölvubrauta, umsjón tölvunets, starf gæðastjóra og starf skipulagsstjóra. Ég held að undanþágunefnd hafi túlkað ákvæði laga full stíft og ekki kynnt sér nægjanlega vel önnur störf umsækjenda fyrir skólann. Hverfí þessir fjórir einstaklingar frá skólanum, er alveg eins hægt að leggja tölvubrautina niður. Ekki bara það. Skólinn þyrfti að þjálfa kennararmenntaða einstaklinga til að taka við umsjón tölvukerfis skólans og tölvuvinnslu nemenda- bókhalds. Og nauðsynlegt yrði að ráða gæðastjórann til að ljúka sín- um verkefnum, sem eru í fullum gangi. Forkastanleg framkoma Hingað til hef ég bara litið á þær afleiðingar sem höfnun und- anþágunefndar hefur haft á skól- ann. En hún hefur líka áhrif á „Ég fæ ekki séð hvaða hagsmunum það þjónar að krefjast þess að stöð- ur okkar séu auglýstar í þriðja sinn. A.m.k. hvorki skólans né nem- enda.“ okkur sem einstaklinga. Nefndin gefur okkur langt nef og segir að brautryðjendastörf okkar innan skólans séu einskis metin. Hún stefnir fjárhagslegu öryggi okkar í hættu með því að bíða svo lengi með ákvörðun sína eða draga það á langinn að til- kynna skólanum hana. Af þeim sökum er vandséð að við fáum útborguð laun 1. ágúst næstkom- andi miðað við núverandi stöðu. Þetta er ósvífni og valdníðsla af verstu gerð. Við höfum ekkert tækifæri til að bæta okkur upp þennan fyrirvaralitla launamissi og ekki mun ríkið eða undanþágu- nefndin greiða útgjöld okkar um mánaðamótin. Kaldhæðnin í þessu öllu er sú að það er vandséð að það fáist kennaramenntaðir einstaklingar sem skólanefnd Iðnskólans (hvað þá ég) telur hæfari til að gegna umræddum stöðum. Þess vegna er nær öruggt að stöðumar verði eins mannaðar hér eftir sem hing- að til. Höfundur er skipulagsijóri og „leiðbeinandi“ við Iðnskólann í Reykjavík. Hann er með BSpróf í tölvunarfræði frá Háskóia Isiands. Marinó G. Njálsson Hótel Valliöll, Þingvöllum, sunnudaginn 1. águst. Dagskrá: Kl. 17.30-18.45 Gestir safnast saman og lyfta glösum. Staður: Sumarhús Ingólfs (eftir veðri,annars í Hótel Valhöll). Kl. 19.00-23.00 Veisla í HótelValhöll,þríréttaður kvöldverður,tónlist og dans. Ferðafélagar t heimsreisum alltfrá 1980 til ársins í ár - allir velkomnir meðan rúm leyfir. Haldið vináttutengslunum við, hittumst og gleðjumst saman, Suður-Ameríkufarar, Afríkufarar, Ástralíufarar, Karíbahafskönnuðir, ítaliufarar, Japansfarar, Kinafarar, Malaysiu- og Thailandsfarar, Hnattfarar Athugið takmarkað sætarými og pantið strax. Pantanir hjá Heimsklúbbi Ingólfs, sími 620400 eða Hótel Valhöll fyrir laugardag. HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTRÆTI17,4. hæð 101 REYKJAVIK*SIMI 620400-FAX 626564

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.