Morgunblaðið - 31.07.1993, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 31.07.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 31. JUU 1993 41 Rannveig Páls- dóttir — Minning Fædd 9. október 1942 Dáin 20. júlí 1993 Elsku móðir okkar, Rannveig Pálsdóttir, er látin á 51. aldursári eftir langvarandi veikindi. Móðir okkar fæddist í Reykjavík 1942. Hún var dóttir Huldu Björnsdóttur og Páls Arasonar. Voru þau systkinin tvö og er bróð- ir hennar Björn Pálsson, bóndi á Flögu í Hörgárdal. Móðir okkar ólst upp frá átta ára aldri hjá ömmu sinni og afa, Dýrleifu Páls- dóttur frá Möðrufelli í Eyjafirði og Ara Guðmundssyni frá Þúfna- völlum í Hörgárdal. Ung að árum kynntist hún Einari Má Magnús- syni. Bjuggu þau saman í nokkur ár og áttu tvö börn. Þau eru: Oddr- ún Hulda Einarsdóttir, fædd 18. janúar 1959, húsmóðir, og Ari már Einarsson, fæddur 4. mars 1960, tölvufræðingur. Seint á ár- inu 1963 kynnist hún Bandaríkja- manni, Tommy Joe Mosco að nafni, og flyst með hún með hon- um til Bandaríkjanna. Börn þeirra hjóna urðu þrjú. Þau eru: Robert Nick Mosco, fæddur 4. júlí 1964, sjómaður; Lucille Yvette Mosco, fædd 28. september 1965, deildar- stjóri; og Kelly Mosco fæddur 21. desember 1966, lögfræðinemi í bandaríska hemum. Slitu þau samvistir eftir átta ára hjónaband. Lífíð í Bandaríkjunum var ekki auðvelt fyrir einstæða móður og til að framfleyta sér vann hún hin ýmsu störf, til dæmis var hún bíl- stjóri og ráðskona á búgarði. Alla tíð var þó heimþráin sterk í henni og árið 1976, þegar henni gafst tækifæri til, fór hún heim með börnin. Lífsbaráttan hélt þó áfram, en þrátt fyrir ýmsa erfíð- leika var hún svo ánægð að vera komin heim, að allt virtist auðveld- ara. Stuttu eftir heimkomuna kynntist hún Sigurði Jonny og gengu þau í hjónaband. Slitu þau samvistir árið 1990. Sambýlismað- ur hennar síðustu æviárin var Guðmundur Ólafsson, vélstjóri. Reyndist hann henni vel í gegnum öll veikindi hennar fram til þess síðasta. Rannveig var myndarleg kona með mikið skap og persónuleika. Var hún hlý kona og alltaf tilbúin að hjálpa öllum er til hennar leit- uðu. Hún var vel gefin og víðlesin, með mikinn áhuga á ferðalögum LEGSTEINAR iTí — 720 Borgarfiröi eystra, sími 97-29977, fax 97-29877 bæði innanlands og utan. Síðustu tíu árin átti hún við mikil veikindi að stríða og var meira eða minna á spítala. Hún talaði alltaf um þá góðu meðferð og þá vináttu sem henni hlotnaðist á þessum tíma. Fyrir hennar hönd og hennar nánustu aðstandenda, viljum við þakka starfsfólki Landspítalans og þá fyrst og fremst starfsfólkinu á gjörgæslunni fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk. Barna- börnin hennar sakna hennar sárt og vilja þakka henni allar þær góðu stundir sem hún gaf þeim. Við, börnin hennar, viljum kveðja móður okkar með þökkum fyrir + Ástkær sonur minn, fafiir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI ELÍASSON, Garðavegi 13, Hafnarfirði, sem lést í Borgarspftalanum þann 24,'júlí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Blóm ofj kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Elías Kristjánsson, Eiias Helgason, Þorkell Helgason, Ingibjörg Helgadóttir, Þórður Einarsson, Valur Helgason, Ágústa G. Hilmarsdóttir, Helga Helgadóttir, Haukur H. Hauksson, Anna María Heigadóttir og barnabörn. alla þá ást og umhyggju sem hún sýndi okkur. Oddrún Hulda, Ari Már, Robert Nick, Lucille Yvette, Kelly Wayne og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN G. ÓLAFSSON, Vatnsstíg 11, lést á heimili sfnu 23. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir, Kristinn G. Kristjánsson, Vilmar Þór Kristinsson, Unnur I. Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, HELGI HJÁLMARSSON, rafvirki, Granaskjóli 36, er lést 26. júlí, verður jarðsunginn frá Neskirkju, miðvikudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Berglind Sigurðardóttir, Arnar Sigurður Helgason, fris Alda Helgadóttir, Helgi Steinar Helgason, Margrét Guðmundsdóttir, Hjálmar Gislason, Alda Jónsdóttir, Sigurður Gunnarsson, og systkini hins látna. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ANDRÉSDÓTTIR hjúkrunarkona, Kleppsvegi 48, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afbeðnir, en þeim, sem vildu minn- ast hinnar látnu, er bent á að láta Blindrafélagið njóta þess. Fríða Björnsdóttir, Bergsveinn Jóhannesson, Trausti Björnsson, Sigurlina Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR HJÖRTUR BJARNASON skipaskoðunarmaður, Skípholti 14, lést í Landspftalanum 30. júlí. Elísabet Guðmundsdóttir, Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, Katrfn Karlsdóttir, Helga Guðmundsdóttir Winter, Hlöðver Haraldsson, Bjarni Guðmundsson, Elísabet, Magnea, Katy Þóra, Margrét Malín, Guðmundur Þorlákur og Erla. + Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR ÁRNASON, Bakkaseli 14, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktar- og líknarsjóð oddfellowa. Brynja Hlfðar, Jóhann Hlíðar Harðarson, María Björg Klemensdóttir, Árni Harðarson, Anna Margrét Jónsdóttir, Hörður Harðarson, Guðrfður Matthfasdóttir, Brynjar Skjöldur Harðarson, Huld Kristmannsdóttir, Edda Árnadóttir, Ingunn Hlíðar og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls MARGRÉTAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Lokastíg 5. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B-4 á Borgarspítala. Guðjón Emilsson, Gunnar Emilsson, Emilía Emilsdóttir, Kristján Friðsteinsson, Gunnlaug Emilsdóttir, Sveinn Halldórsson og barnabörn. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma annað kvöld kl. 20.00. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Fjölskyldusamkoma é morgun kl. 11.00. Allir velkomnir. Sjónvarpsútsending á Omega kl. 14.30. VEGURINN Krístið samfélag Smiðjuvegi 6, Kópavogi Mót á Laugarvatni, öllum opið. Samkomurnar eru haldnar í fþróttahúsinu. Laugardag: Kl. 11:00 Samkoma og barna- kirkja. Kl. 14:00 (þróttamót fyrir alla aldursflokka. Grill að loknu íþróttamóti. Kl. 21:00 Samkoma. Kl. 23:30 Varðeldur og söngur. Sunnudagur: Kl. 11:00 Samkoma. Kl. 15:00 Fjölskylduhátíð. Kl. 21:00 Samkoma. Kl. 23:30 Varðeldur og söngur. Mánudagur: Kl. 11:00 Lokasamkoma - mótsslit. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- Kirkjuttrali 2 Sunnudagur: Hjálpræðissamkoma sunnudag kl. 20.00. Útisamkoma sunnu- dag kl. 16.00, ef veður leyfir. auglýsingar Kapteinn Miriam Óskarsdóttir stjórnar og talar. Verið velkomin! UTIVIST Hallveigarstig 1 • sírni 614330 Dagsferðir sunnud. 1. ágúst Kl. 10.30 Grindarskörð-Selvog- ur. Skemmtileg ganga um gamla þjóðleið. Reikna má með 5-6 klst. langri göngu. Verð kr. 1.500/1.700. Dagsferð mánud. 2. ágúst Kl. 10.30 Kaupstaðaferð. Farin verður leið sem ábúendur á Ártúni á Kjalarnesi hafa trúlega farið til Reykjavíkurkaupstaðar. Gengið verður frá Ártúni með Esjuhlíðum, síðan niður í Hofsvík og báti þaðan til Reykjavíkur með viðkomu í Engey. Verð kr. 1.500/1.700. Brottför í ferðirnar frá BSl bens- ínsölu, miðar við rútu. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Otivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS VÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 1. ágúst 1) Kl. 8 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.500. 2) Kl. 13 Stardalur - Tröllafoss. Ekið að Stardal og gengið þaðan niður með Leirvogsá að Trölla- fossi. Verð kr. 1.000. Mánudagur 2. ágúst 1) Kl. 8 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.500. 2) Kl. 13 Ármannsfell (768 m) norðan við Þingvelli. Verð kr. 1000. Miðvikudagur 4. ágúst Kl. 20 Húsafell - Kaldársel. Ekið að Kaldárseli suðaustur frá Hafnarfirði og gengið þaðan. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag fslands. Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina verður sem hér segir. Laugardagur 31. júlí: Opið hús ( Þríbúðum kl. 14—17. Lítiö inn og rabbið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könn- unni. Almennur söngur. Arin- björn Árnason leikur á píanó. Gunnbjörg Óiadóttir syngur ein- söng. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Sunnudagur 1. ágúst: Dorkas-samkoma í Þrfbúðum. Dorkas-konur annast samkom- una með söng og vitnisburðum. Gunnbjörg Óladóttir syngur ein- söng. Barnagæsla. Stjórnandi Ásta Jónsdóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir f Þrfbúðir, Hverfisgötu 42, um verslunar- mannahelgina. r— — KÍ\OS?I i i hJN Auðbrekka 2 . Kópavogur Samkomur falla niður um helgina. Sjáumst heil í guðs friði á þriðju- dagskvöld. Guð blessi ykkur. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.