Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 43

Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 43 Norðmennirnir sem flugu yfir haf- ið til Islands og ætla síðan til Grænlands í skoð- unarferð. FERÐALÖG Sannir víkingar borða hvalkjöt Fimm norskir ferðalangar nýttu sér tveggja hreyfla flugvél til að komast til landsins nýlega undir stjórn flugstjórans Magne Nes- bakken. Nokkrir þeirra búa nálægt ólympíuþorpinu tilvonandi og fannst gott að komast í frið og ró í íslenskri náttúru. Héðan ætluðu þau að fljúga til Grænlands og skoða sig þar um. „Það gengur mikið á í ólympíu- þorpinu og fáir skilja hvað verður gert við allar hallimar eftir sam- komuna. Margir ætla að flytja í burtu á meðan keppnin stendur yfir og leigja þá húsin sín dým verði,“ sagði einn ferðlanganna, Eyvind Reinskou í samtali við Morgunblaðið. Með honum voru Sigfrid Grostad, Wenche Rasmus- sen og Vivi Klette, en sú síðast- nefnda hefur komið hér áður. Hún klæddist óvenjulegum bol, sem á stóð að sannir víkingar borðuðu hvalkjöt. „Það eru mjög skiptar skoðanir um hvalveiðar í okkar landi, en ég vil hvalkjötið, enda er það herramannsmatur. Þetta er stórmál fyrir þjóðarbú okkar og ég veit að Islendingar hafa verið í klemmu vegna hvalveiða líka.“ Hún bætti við að henni fyndist ísland fallegt land og náttúran ein- „Sannir víkingar borða hvalkjöt" var prentað á bolinn sem norska konan ber stolt hvert sem hún fer. stök. „Við ætlum að skoða okkur um á Suðurlandi, fara að jöklunum og halda svo til Grænlands á flug- vélinni. Það er spennandi að fljúga yfir hafið í lítilli vél. Við sitjum kappklædd í sérstökum flotgöllum eins og geimfarar," sagði Vivi Klette um leið og ferðalangarnir fóm að hugsa sér til hreyfings. Morgunblaðið/JI Örvar Jens, til vinstri, á Höfðatúninu, sinnir skyldustörfum ásamt vini sínum í sveitinni Ingvari Þór. Þeir félagarnir voru sammála um að heimalningarnir þyrftu góða næringu þar sem þeir munu ef að líkum lætur sjást á hvíta tjaldinu þegar farið verður að sýna Bíódaga. LIFERNI Leiklist, heimalningar og fótbolti * Ohætt er að segja að Örvar Jens Amarsson, 10 ára snáði úr Hafnarfirði, hafi haft í mörg horn að líta á síðustu vikum, en hann fer með eitt aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs Friðriksson- ar, Bíódögum, sem byggð er á æsku- minningum kvikmyndaleikstjórans. Síðustu þrjár vikur hafa tökur staðið yfir á bænum Höfða á Höfðaströnd þar sem Friðrik Þór var sjálfur í sveit á sínum yngri árum og á næstu í sveitinm dögum hefjast tökur í Reykjavík. Orvar Jens hefur aldrei leikið í kvikmyndum áður, en segist nokkr- um sinnum hafa leikið í frumsömdum skólaleikritum. Þó hann hafi heldur aldrei verið í sveit fyrr en nú, kunni hann vel við sig í Skagafírðinum og sá meðal annars um að gefa heimaln- ingunum mjólk úr pela auk þess sem hann iðkaði knattspyrnu af kappi þegar stundir gáfust frá leiklistinni. KNATTSPYRNUSKÓLINN Ökeypis knattspyrnunámskeið! Það verður fjör á FRAM-svæðinu dagana 9.-12. ágúst því við höfum enn fengið FRAM í lið með okkur og efnum til eldfjörugs knattspyrnunámskeiðs fyrir stráka og stelpur á aldrinum 7-11 ára. Og það geta allir verið með! Undirstöðuatriði knattspymunnar verða kennd í tvo tíma á dag, kl. 13.00 - 15.00 frá mánudegi til fimmtudags. Glímt verður við knattþrautir af ýmsu tagi og farið í spennandi leiki. Allir geta skraö sig I Keppni Á áfangastöðum okkar um alla Evrópu höfum við séð til margra ungra knattspymusnillinga meðal farþega. Við hlökkum til að verður haldin í vítakóngi, knattleikni o.fl. Margvísleg verðlaun eru í boði og allir fá frían SL-bol og húfu fyrir hitta þá aftur, en að sjálfsögðu em allir aðrir krakkar velkomnir! þátttökuna! < Kennararnir Grillveisla í lokin! o o Þeir eru ekki af lakari endanum: Ásgeir Elíasson landsliðs- þjálfari, Ásgeir Sigurvinsson, Bjami Jóhannsson, Vilhjálmur Sigurhjartarson, Steinar Guðgeirsson, Ágúst Ólafsson, Hafdís Guðjónsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Helgi Björgvinsson, Valdimar Kristófersson, Rúnar Sigmundsson, Guðmundur Páll Gíslason og Ómar Sigtryggsson. Frægir knattspyrnumenn Við eigum auk þess von á nokkrum af þekktustu knattspymu- mönnum landsins í heimsókn, m.a. þeim Guðmundi Steinssyni, Birki Kristinssyni, Atla Einarssyni, Ólafi Gottskálkssyni, Kristni R. Jónssyni, Helga Sigurðssyni, Rúnari Kristinssyni, Pétri Amþórssyni og Pétri Ormslev. Við höldum svo rokna grillveislu í lokin þar sem allir fá pylsur frá Goða eins og þeir geta í sig látið og skola þeim niður með ómældu kóki! Innritun verður í FRAM-heimilinu 3.-6. ágúst milli kl. 10.00 og 12.00. Símar 680342 og 680343. Skráið ykkur áður en allt fyllist! Allir fá frítt á hörkuleik í Getraunadeildinni, leik FRAM og ÍBK, fimmtudaginn 12. ágúst. QATLAS^ EUROCAHD Beykjavík: AusturetrætM 2 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Slmbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27 200 • Simbréf 96 - 1 10 35 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 - 1 34 90 SamviiMiilBrtiii' LanásU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.