Morgunblaðið - 24.08.1993, Síða 25

Morgunblaðið - 24.08.1993, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 25 > ) ■ y I > * i i: Forseti þings Evrópuráðsins sækir íslendinga heim í fyrsta sinn íslenskra áhrifa gæt- ír nú meira í þínginu FORSETI þings Evrópuráðsins, Spánverjinn Miguel Angel Martinez, heimsækir Alþingi um þessar mundir. Er það í fyrsta sinn í 44 ára sögu Evrópuráðsins sem þingforseti þess kemur hingað til lands til viðræðna við íslenska ráðamenn. Hér á hann viðræður við forseta íslands, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, borgarstjóra Reykja- víkur, utanríkismálanefnd Alþingis og íslenska þingmenn sem sæti eiga á þingi Evrópuráðsins. Miguel Angel Martinez var kos- inn forseti þings Evrópuráðsins í fyrra til þriggja ára. Hann er þing- maður á spænska þinginu. Hann tók þátt í baráttu stúdenta gegn stjórn Francos einræðisherra á Spáni, var tvisvar fangelsaður þess vegna en komst úr landi 1962 og bjó í útlegð í Frakklandi þar til eft- ir dauða harðstjórans 1975. Martinez sagði að hlutverk Evr- ópuráðsins og samskipti aðildarríkj- anna á vettvangi þess hefðu aukist í seinni tíð. Vegna mikilla breytinga í Evrópu á undanfömum misserum stæðu hins vegar ráðið og stofnan- ir þess á krossgötum. Tugur ríkja úr Mið- og Austur-Evrópu, sem öðlast hefðu alveg nýja tilveru eftir hrun kommúnismans, sæktust eftir aðild og væri nú verið að skoða hvort og að hve miklu leyti þau uppfylltu forsendur, sem fyrir hendi þyrfu að vera, til þess að hljóta fulla aðild. Martinez sagði að framtíð ráðsins væri í mótun. „í fyrsta sinn í sögu ráðsins koma leiðtogar aðildarríkj- anna saman til fundar 8.-9. október í Vínarborg. Þangað verður einnig boðið leiðtogum ríkja sem knúið hafa að dyrum Evrópuráðsins. Gera má ráð fyrir að leiðtogarnir sam- þykki breytingar á stofnskrá ráðs- ins til að mæta breyttum aðstæðum í' Evrópu. í öðru lagi er við því að búast að þeir lýsi því yfir að gera verði mannréttindaeftirlit faglegra og skilvirkara." Hann sagðist einnig vonast til að samstaða næðist um viðauka við mannréttindasamþykkt ráðsins um sérstök réttindi minni- hlutahópa en andstaða væri þó við það í mörgum ríkjum. hélt því fram fyrir nokkrum dög- um, að Valentín Stepankov ríkis- saksóknari, hefði velt fyrir sér að myrða hann. Máli sínu til sönnun- ar lagði hann fram upptöku eða brot úr upptöku á símasamtali Stepankovs, sem er enginn vinur Jeltsíns, og Dmítríj Jakúbovskíj, fyrrverandi KGB-foringja, sem nú býr í Kanada. í viðtali við rúss- neska sjónvarpið um síðustu helgi viðurkenndi Stepankov, að samtal- ið hefði átt sér stað en neitaði, að umræðuefnið hefði verið morð. Skothríð í morgnnsárið Þrátt fyrir upplausn og erfið- leika í Rússlandi síðustu árin hefur verið merkilega lítið um ofbeldi. í dagrenningu sl. sunnudag splundruðust þó gluggarúður í húsi upplýsingamálaráðuneytisins og á skrifstofu Míkhaíls Poltoran- íns, ráðgjafa Jeltsíns. Fór ein kúl- an í gegnum skrifstofu Míkhaíls Fedotovs upplýsingaráðherra. Ekki er vitað hveijum kúlurnar voru ætlaðar. Fedotov, sem sagði af sér embætti í síðustu viku, eða eftirmanni hans? Harðlínumenn á þingi hafa fullan hug á að ná valdi á fjölmiðlunum. Jeltsín hefur heitið að skera upp herör gegn spillingunni áður en gengið verði til þingkosninga, sem hann vill, að verði í haust, en það er óvíst hve langt hann þorir að ganga án þess að grafa undan sjálfum sér. Spillingin, þessi arfur sovétkerfisins, sem blómstrað hef- ur í upplausnarástandinu, virðist ekki þekkja nein pólitísk landa- Forseti íslands sæmdur heiðursorðu Evrópuráðsins Á blaðamannafundi í gær skýrði Miguel Angel Martinez að Evrópur- áðið hefði ákveðið að sæma forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, æðstu heiðursorðu ráðsins. Frú Vig- dís mun ávarpa þingið í Strasbourg í næsta mánuði. Þá fór Martinez nokkrum orðum um þátttöku íslensku þingmann- anna, sem sæti eiga á þingi ráðs- ins, í störfum þess. „í seinni tíð hefur verið tekið meira tillit til af- stöðu smáþjóða en áður. íslensku þingmennirnir undir forystu Björns Bjamasonar alþingismanns hafa með störfum sínum og framlagi minnt okkur betur á ísland en áður og áhrif íslendinga á vettvangi þess eru meiri fyrir vikið. Eigum ekki að fara í stríð við íslendinga um EES-samkomulagið Miguel Angel Martinez á sæti á spænska þinginu og var sem slíkur spurður hvernig mál stæðu varð- andi staðfestingu EES-samkomu- lagsins. „Umræðum um EES-samkomu- lagið var lokið þegar Svisslendingar felldu það í þjóðaratkvæði. Brottför þeirra kallaði á nýja umræðu, um það hvort það jafngilti því að við værum í grundvallaratriðum með nýja samninga milli handa. Þeirri » umræðu var ólokið þegar þingið var leyst upp á Spáni og efnt til kosn- inga.“ „Það er skoðun mín að við stað- festum EES-samkomulagið fyrir áramót eins og það liggur fyrir og Eiginkona Quinns vill ekki skilnað New York. The Daily Telegraph. EIGINKONA leikarans Anthonys Quínns ætlar ekki að skilja við mann sinn, sem er 78 ára, þótt hann hafi eignast barn með einkaritara sínum, sem er á fer- tugsaldri. Segist hún ekki vilja gera barnsmóðurinni það til geðs. Iolanda Quinn ráðgerir að fara með lækni og lögmann sér til full- tingis til að útkljá málið. Heimtar hún að bóndi sinn gangist undir DNA-rannsókn til að úr því fáist skorið hvort hann sé í raun faðirinn. „Ég ætla ekki að skilja við Tony,“ hefur dagblaðið New York Post eftir Iolöndu. „Haldið þið að ég ætli að vera gift honum í 32 ár og láta svo aðra konu ná honum — og peningunum hans?“ Sagði hún að einkaritarinn vildi skilnað og hún hefði eignast barnið af ásettu ráði. „Það er viðbjóðslegt að hugsa sér að hann myndi nokkurn tímann snerta þennan.. .þennan.. .einkarit- ara,“ sagði Iolanda Quinn. „Ég hef alið manni mínum þijá mannvæn- lega drengi. Hörðum höndum byggði ég upp ímynd hinnar góðu fjölskyldu. Það er svo mikill lág- stéttarbragur yfir þessu.“ Anthony Quinn sjálfur segist ánægður með að eiginkonan ætli ekki að skilja við hann. „En ég er fullorðinn maður. Og hún getur ekki sagt mér fyrir verkum." ég mun styðja það. Ef á einhveiju strandar er ég þeirrar skoðunar að stranda muni á öðrum málum en þeim sem varða ísland sérstaklega. Alla vega er ég þeirrar skoðunar að við eigum ekki að fara í átök við þjóð eins og íslendinga, sem við höfum átt góð samskipti við, um mál sem varða þá miklu en hafa minni þýðingu fyrir heildarhags- muni Spánveija," sagði Miguel Angel Martinez að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingforseti í heimsókn FORSETI þings Evrópuráðsins, Miguel Angel Martinez, (t.v.) er staddur hér á landi til viðræðna við íslenska ráðamenn. Myndin var tekin á blaðamannafundi hans í gær en til hægri er Björn Bjarna- son alþingismaður. GULA BÓKIN L/-J / * 7 ^Fula bókin er ómissandi uppflettirit fyrir alla sem þurfa á upplýsingum og þjónustu að halda. Bókinni er dreift í 130 þúsund eintökum og fer hún inn á öll heimili í landinu og ennfremur til allra fyrirtækja og farsímanotenda. Upplagseftirlit verður í höndum Verslunar- ráðs Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.