Morgunblaðið - 24.08.1993, Side 48

Morgunblaðið - 24.08.1993, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Með morgTjnkaffínu Ég var að prófa nýja hraðbankakortið og það virkar alveg eins og það á að gera ur HÖGNI HREKKVÍSI ÚTKASTARA. *' BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Þegar hvalirnir ganga á land... Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: í guðsótta sendir Árbjörg nokkur Ólafsdóttir okkur hvalavinum tón- inn hér í blaðinu 14. ágúst sl. Helst er á skrifum hennar að skilja að hvölunum fjölgi svo hratt í heims- höfunum í kjölfar smáhlés á helför þeirra frá okkur mönnunum, að hættu stafi af landgöngu þeirra og valdatöku í heimi hér. Þar á ofan séu illhvelin (orðalag frúarinnar) svo miklar skepnur þegar þau kremji þorskinn (sem hún vill hafa útaf fyrir sig með mörfloti úr blásak- lausri sauðkindinni) á milli tanna sér samviskulaust að ógn sé til að hugsa. Verst finnst frúnni samt hversu mikið hvalirnir skíti í hafið, „... og mikið verður sjórinn óhreinn og fjör- umar viðbjóðslegar, sem þessum stóru skepnum fjölgar ár frá ári“ hrekkur m.a. út úr guðsóttapenna frúarinnar. Enn meiri óhamingja í heimi hér blasi síðan við fái ekki hinn rétt borni höfðingi jarðarinnar maðurinn (frúin vitnar lystilega víða máli sínu til stuðnings í hina helgu bók) að stjórna því hvað hver dýrategund fái að borða og hve rausnarlegar máltíðimar eigi að vera fyrir hvern fyrir sig. En til þess þurfi að fækka hvölunum þar sem græðgi þeirra sé slík að þeir séu að eyða öllu lífi í höfunum með gleypugangi sinum. Rökstuðningur á borð við þennan er ekki nýr gegn okkur hvalavinum, þó hér sé Biblían líka notuð til að beija aðeins á okkur og siðleysi þeirra skoðana okkar að maðurinn eigi ekki að vera herra merkurinnar og gera hana og hin dýrin á jörð- inni sér undirgefin. - Þetta er hrein- skilni hjá frúnni sem er virðingar- verð og fleiri mættu tileinka sér í hinni dulbúnu viðleitni sinni í að reyna að sannfæra aðra einstak- linga um nauðsyn aðskilnaðarstefnu og skefjalauss yfirgangs mannsins gagnvart hinum dýranum í annars fremur rakafátækum málflutningi sínum gegn náttúru- og dýravernd- arsjónarmiðum okkar hvalavina. Ohjákvæmilegt er að leiðrétta tvær verstu rangfærslumar, um fæðu hvalanna, og ofurtrúna sem í greininni birtist á forsjá mannsins yfir öllu lífríkinu og möguleikum eða réttara sagt takmörkunum hennar. Að ógleymdum mannúðarsjónmið- um Sem ekki er rúm til að hamra á hér, en sem hver kristinn og kær- leiksríkur maður ætti ávallt að hafa til grandvallar skoðunum sínum á meðferð okkar mannanna á hinum ýmsu lítilmögnum heimsins. í fyrsta lagi borða skíðishvalateg- undir ekki físk. En allar helstu hvalategundirnar sem hér við land dvelja á sumrum era skíðishvalir. Hvalirnir lifa nánast eingöngu á dýrasvifi í sjónum. Það er ekki bara það að hvalirnir éti ekki þorsk held- ur gætu þeir það ekki þó þá lang- aði til. Hvorki meltingarvegur þeirra er gerður fyrir slíka fæðu, né hafa þeir tennur til að geta melt þannig físka með sæmilegu móti. Þannig að dramatískar lýsingar frúarinnar á kramningu þorsksins undir tönn- um hvalsins er algjört skot í myrkri hjá henni. í annan stað held ég að allir al- vöru vísindamenn séu sammála um að útilokað sé að tala um jafnvægi í hafdjúpunum sem byggist á því að þegar við mennirnir séum búnir að veiða of mikið af einni tegund- inni verði að veiða þá næstu og næstu og næstu til að röskunin bergmáli ekki upp og niður alla lífk- eðjuna. Með þessu er átt við að útilokað sé að hinni 3.600 ára milljóna ára gömlu þróun lífsins á jörðinni og í undirdjúpunum og hinu afar við- kvæma jafnvægi sem þar breytist mjög hægt geti verið stjórnað af mannlegum embættismönnum með uppbrettar ermar við skrifborð sín uppi á þurru landi. Að slíkar drama- tískar ákvarðanir s.s. um niðurskurð stofna, stækkun, minnkun eða út- rýmingu dýrategunda geti á nokk- urn ábyrgan hátt verið teknar af meðalilla upplýstu mannlegu valdi án þess að slík röskun hafi ófyrirsjá- anlegar afleiðingar og í flestum til- fellum stórskaðlegar og óafturkræf- ar i lífríkinu. Það er gangrýni á borð við þessa hugsun sem skýtur í kaf allar skýja- borgir um mögulega miðstýringu mannsins á allri náttúrunni sem af mjög svo takmarkaðri þekkingu sinni á flestum þáttum lífkeðjunnar, og enn takmarkaðra valdi hans til að lagfæra það sem hann hefur eyðilagt, sem rekur okkur hvalavini og aðra náttúruvini til gagnrýni á ofurhraðaröskun þeirri sem maður- inn ætlar sér í vistkerfínu, svipaðri þeirri og lesa má út úr málflutningi Árborgar. Og það þrátt fyrir það að hún hafi máli sínu til stuðnings allar Biblíur heimsins eða sjálftekinn rétt mannsins í heimi hér sem útilok- að er að vari lengi með sömu hegð- an hans áfram. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík Víkverji skrifar Víkveija hefur borizt eftirfar- andi athugasemd: „Ágæti penni. Eg finn mig knúinn til að rita þér línu í sambandi við skrif þín um útihátíðir um síðustu verslunar- mannahelgi og ummæli forráða- manna þeirra. Ég er 37 ára Eyjamaður og hef verið á öllum þjóðhátíðum nema tveimur frá fæðingu og í annað skiptið fór ég í Galtalæk eitt kvöld. Ég bragða aldrei áfengi og er fjöl- skyldumaður og get því dæmt um hvort umsögn mótshaldara hér í Eyjum sé rétt eða ekki. Ég verð að hryggja þig með því að það sem sagt var um hátíðina í ár var sann- leikur, hátíðin fór einfaldlega vel fram og var hátíðargestum til mik- ils sóma. Drykkja á næturna var eins og þegar íslendingar skemmta sér, skiptir þá ekki máli hvort sé um almenna skemmtun eða lokuð félagasamtök að ræða. Að vísu hljóp heldur mikill galsi í fólk undir morgun á mánudeginum, en ekki þannig að til vandræða væri. Gæsla á svæðinu sá fyrir því. Því sárnaði mér þegar fyrirsögn Morgunblaðs- ins um hátíðirnar var Hnífsstunga í Eyjum. Að draga út það eina at- riði af því það var nógu neikvætt sýnir að íslenskir fjölmiðlar eru fastir í neikvæðu spori. Að halda útihátíð með um eða yfir 10.000 manneskjum, þar sem 20-50 manna hópur getur sett allt á annan endann og láta hana tak- ast með þeim ágætum sem tókst í ár er virðingarvert og sýnir að fólk á öllum aldri getur skemmt sér saman í sátt og samlyndi svo allir geti ánægðir verið. Ég vildi óska að Víkveiji sjái sér fært að kíkja á Þjóðhátíð eða í Galtalækjarskóg til þess að sannfærast um að á þessum stöðum skemmtir öll fjölskyldan sér saman svo unun er af. Drögum upp það jákvæða, þínar upplýsingar eru rangar. JÓHANN JÓNSSON, Austurvegi 2, 200 Vestmannaeyjum, kt. 091256-2669.“ XXX egar farið er um sveitir lands- ins má alltof víða sjá merki hnignunar, sem er í sjálfu sér eðli- legt vegna þess mikla samdráttar, sem orðið hefur í landbúnaði á und- anförnum áram. Þess vegna er ánægjulegt að sjá, að enn er hægt að finna byggðir í sveitum, sem augljóslega blómstra. Þ.að á við um sumar sveitir Austur-Húnavatns- sýslu, Eyjafjörðinn og stór svæði á Suðurlandi. Víkveija kom engu að síður þægilega á óvart um helgina að sjá hvað landbúnaðurinn í Mýr- dalnum virðist öflugur. Þetta má bæði sjá á því svæði, sem næst ligg- ur Vík en einnig við Pétursey, svo að dæmi sé tekið, þar sem töluvert þéttbýli er komið og ekki ólíklegt að nokkrir tugir manna búi á þeim bæjum, sem þar eru nánast í hnapp. Fyrr á öldinni og væntanlega áður stunduðu bændur á þessum slóðum fiskveiðar jöfnum höndum. Sjálfsagt er lítið um það nú orðið en ekki fer á milli mála, að Mýrdal- urinn og nærliggjandi hérað búa yfir kostum, sem laða ferðamenn að, bæði innlenda og erlenda. Nú er hægt að fara á snjósleða á Sól- heimajökli og fjöll og jöklar freist- andi til gönguferða. Ströndin er stórkostlegt svæði til útivistar, fugl- inn, Ijaran, selir, stuðlabergið í námunda við Reynishverfíð, Dyr- hólaey, allt vekur þetta hrifningu þeirra, sem fara um. xxx Astæða er til að fagna því fram- taki Ríkisútvarpsins að senda út á laugardagskvöldum í vetur óperur frá Metropolitan-óperunni í New York. Þetta er ánægjuefni fyrir óperaunnendur en verður einn- ig til þess að fleiri kynnast óperu- músík og læra að njóta hennar. Vonandi verður þetta upphafíð að því, að meira verður um sígilda tónlist í Ríkisútvarpinu og jafnvel að sérstakri rás fyrir klassíska tón- list.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.