Morgunblaðið - 19.10.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.10.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993 19 Viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð varnarstöðvarinnar Islensk stjórnvöld lýsa óánægju með seinagang Utandagskrárumræða um utanríkismál á Alþingi í dag ÞORSTEINN Ingólfsson ráðuncytisstjóri utanríkisráðuneytisins og formaður viðræðunefndar islenskra stjórnvalda sem á í viðræðum við bandarísk stjórnvöld um framtíð varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli kallaði í gær starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Islandi á sinn fund, þar sem hann lýsti yfir óánægju íslenskra stjórnvalda með þann drátt sem á er orðinn í viðræðum Bandarikjamanna og Islendinga. Vísaði ráðuneytissljórinn m.a. til þess að Bandaríkjamenn hefðu í upphafi lagt áherslu á að hraða málinu. Jafnframt mun Þorsteinn hafa bent á að ef viðræðum yrði ekki hraðað, væru takmörk fyrir því hversu lengi yrði hægt að halda algjörum trúnaði um meginatriði viðræðnanna. Á fundi utanríkismálanefndar í gærmorgun, sem Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Ingólfs- son sóttu, kom fram ósk frá nefnd- armönnum um að þeim yrði greint nákvæmlega frá gangi viðræðnanna, tillögum Bandaríkjamanna og gagntillögum íslendinga. Utanríkis- ráðherra mun samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hafa neitað að verða við þessari ósk, á þeim for- sendum að samkomulag væri á milli viðræðuaðila að um viðræðurnar skyldi ríkja gagnkvæmur trúnaður. Svör ófullnægjandi Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sem á sæti í utanríkismálanefnd sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi þessi svör utanríkisráðherra ófullnægjandi. Hann hefði óskað eft- ir því að utanríkisráðherra flytti Alþingi skýrslu um gang og stöðu viðræðnanna, sem utanríkisráðherra hefði hafnað. Því hefði hann óskað eftir því við forseta Alþingis, Salome Þorkelsdóttur, að utandagskrárum- ræða færi fram um málið, og verður hún kl. 15 í dag. Björn Bjarnason, formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær að það sem fram færi á fundum nefnd- arinnar væri trúnaðarmál og því myndi hann ekki upplýsa efnislega hvað hefði komið fram á fundinum. „Það var farið almennt yfir stöðu utanríkismálanna og m.a. rætt um stöðuna í viðræðunum við Banda- ríkjamenn,“ sagði Björn. Enginn fundur verið boðaður Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, vildi í samtali við Morgunblaðið í gær ekki upplýsa um hvað hefði komið fram á fundi hans með utanríkismálanefnd. „Það er samkomulag um það á milli ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda að viðræðurnar fari fram í trúnaði, af þeirri einföldu ástæðu að frétta- flutningur á meðan á viðkvæmum samningum stendur getur mjög spillt málinu," sagði Jón Baldvin, „hitt er svo annað mál, að það var gert ráð fyrir að þetta tæki miklu skemmri tíma. Bandaríkjamenn ræddu í þeim efnum um 30 daga, eftir að þeir lögðu fram tillögur sín- ar 6. ágúst sl. og við lýstum því yfir að okkur væri ekkert að vanbún- aði í þeim efnum og lögðum fram greinargerð tveimur vikum síðar, eða þann 21. ágúst, og áttum síðan fund með þeirra viðræðunefnd í Washington þann 23. ágúst. Síðan hefur enginn fundur verið haldinn og það er enginn fundur boðaður." Aðspurður hvort ekki hefði staðið til að hafa viðræðufund í þessari viku, sagði utanríkisráðherra: „Bandaríkjamenn höfðu gefið það í skyn í fyrri viku, en það hefur ekki orðið úr.“ Algjörlega haldið í myrkri „Því miður þá er það ennþá óbreytt að utanríkisráðherrann neit- aði að skýra utanríkismálanefnd frá því, bæði hveijar hafa verið tillögur Bandaríkjanna og hveijar hafa verið tillögur íslensku viðræðunefndarinn- ar,“ sagði Ólafur Ragnar. „ Þótt Bandaríkin biðji um trúnað gagnvart sínum tillögum, þá er það á engan hátt eðlilegt að þær tillögur sem viðræðunefnd íslensku ráðherranna hefur lagt fram séu leyndarmál gagnvart utanríkismálanefnd. Lög- um samkvæmt á ríkisstjórn að hafa samráð við utanríkismálanefnd um alla stefnumótun í utanríkismálum. Tillögugerð af íslands háifu í stór- máli af þessu tagi er tvímælalaust stefnumótun í utanríkismálum." Ólafur Ragnar sagði að þess vegna hefði hann ítrekað þá gagnrýni sína, að ekki væri hægt að líða að þeirri stofnun sem ætti að hafa þetta hlut- verk með höndum, þ.e. utanríkis- málanefnd Alþingis væri algjörlega haldið í myrkri. „Ég hef verið ánægður með það að formaður utanríkismálanefndar, Björn Bjarnason, hefur lýst þeirri skoðun í nokkrar vikur, að áður en næsti viðræðufundur yrði, hlyti ut- anríkismálanefnd að verða greint frá málum. Það tel ég vera mikilvæga yfirlýsingu frá formarini utanríkis- málanefndar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Utanríkisráðuneytið um viðræðurnar við Bandaríkjamenn Engar breytingar á vörnum nema í fullu samráði beggja aðila MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu. „í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun um íslensk öryggis- og varnarmál und- anfarna daga vill utanríkisráðuneyt- ið taka fram: Síðastliðið rúmt ár hafa farið fram samráð íslenskra og bandarískra stjórnvalda um fyrirkomulag örygg- is- og varnarmála landsins í tengsl- um við þær breytingar sem orðið hafa í umheiminum. Viðræður þessar hafa farið fram á grundvelli varnarsamnings Islands og Bandaríkjanna. Hafa stjórnvöld beggja ríkja áréttað mikilvægi samningsins. Á engu stigi málsins hefur komið til tals í viðræðunum að varnarsamningnum yrði sagt upp eða að varnarliðið hverfi úr landi. Viðræðuaðilar hafa verið sam- mála um að engaf breytingar verði gerðar á vörnum landsins nema í fullu samráði beggja aðila. Hvergi Fjögur skip með loðnuafla FJÖGUR loðnuskip, Víkingur, Bjarni Ólafsson, Súlan og Sig- urður, lönduðu sl. sunnudag alls 3.270 tonnum af loðnu. Samtals hafa veiðst 422.728 tonn af loðnu á haustvertíð en heildarloðnukvóti á vertíðinni er 702 þúsund tonn. Helga 2 var væntanleg til hafnar í Siglufirði með 620 tonn og grænlenski loðnubáturinn Ammasat til Eski- fjarðar með 400 tonn. hefur komið fram að íslensk stjórn- völd myndu samþykkja að hernað- arlegt mat á viðbúnaði varnarstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli yrði alfarið í höndum Bandaríkjahers. Þátttaka annarra aðildarríkja NATO í rekstri varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur ekki ver- ið á dagskrá. Aðalhlutverk í Prag KOLBEINN Ketilsson tenórsöngvari í hlutverki Florestans á frum- sýningu óperunnar Leonore eftir Beethoven hjá Óperunni í Prag. Með honum er Magdalenu Hajóssyová sem syngur titilhlutverkið. Kolbeinn Ketilsson syngur í Prag „Hæstánægður með viðtökurnar“ „ÉG ER hæstánægður með viðtökur áhorfenda og samstarfsmanna, þær voru vægast sagt hlýjar,“ segir Kolbeinn Ketilsson tenórsöngv- ari en hann söng fyrir rúmri viku aðalkarlhlutverk óperunnar Leo- nore eftir Beethoven við Óperuna í Prag. Húsfyllir var, eða um 1.100 áhorfendur, og gerðu á annan tug íslendinga sér ferð frá Vínarborg til að beija Kolbein augum. Kolbeinn söng hlutverk Florest- verk Pinkertons í Madame Butt- ans í Leonore og segir Kolbeinn að stjórnandi Óperunnar í Prag og hljómsveitarstjórinn, sem er ítalsk- ur, hafi komið eftir sýningu og lýst yfir ánægju með frammistöðu hans. „Söngkennarinn, sem ég er búinn að læra hjá í rúm fimm ár, var líka viðstaddur þarna og var mjög ánægður," segir Kolbeinn. „Hann er mjög kröfuharður og strangur og þegar hann hann gerir engar athugasemdir var þetta ör- ugglega allt í lagi.“ Hlutverk Pinkertons næst Stjórnandi Óperunnar í Prag staðfesti að lokinni sýningu tilboð þess efnis að Kolbeinn syngi hlut- erfly eftir Puccini í desember og Carvadossi í Toscu síðar á leikár- inu. Kolbeinn byijar æfingar á hlut- verki Pinkertons eftir rúma viku. Hann mun syngja sex til sjö sýningar af Leonore í vetur og syngur næst 11. og 20. nóvember, auk þess sem til greina kemur að hann syngi einnig 26. október nk. Kolbeinn kveðst álíta afar mik- ilvægt að syngja hjá Óperunni í Prag vegna þess hversu virt hún er. „Þar fæ ég tækifæri til að syngja góð og erfið hlutverk undir stjórn þekktra fagmanna sem skil- ar sér síðar meir þegar semja þarf um hlutverk annars staðar í heim- inum,“ segir Kolbeinn. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar um tillögur Ragnars Árnasonar prófessors Óskynsamlegt að auka enn á hallarekstur ríkissjóðs JÓN Sigurðsson seðlabankastjóri segir að í raun hafi verið unnið eftir meginatriðunum sem fejist í tillögum sem Ragnar Árnason, hagfræði- prófessor við Háskóla íslands, hefur bent á til að koma þjóðinni út úr yfirstandandi efnahagskreppu, en Jón segir að það sé þó gert innan þeirra marka sem ytri skilyrði setji þjóðarbúinu. „Ég held að það sé enginn ágreiningur um að þetta sé rétt stefna en inér finnst eins og honum hafi yfirsést að eftir henni er farið og kannski geri hann of mikið úr möguleikum innlendra hagstjórnaraðila til að gjörbreyta þró- un efnahagsmála. Þeir geta haft jákvæð áhrif í rétta átt og ég tel að þeir hafi það nú, en hins vegar móta ytri skilyrðin árferðið," sagði Jón. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segist telja óskynsamlegt að auka hallann á rík- issjóði meira en fyrirhugað sé í íjár- lagafrumvapinu en segir skynsam- legt að skoða þann kost að draga úr aðhaldi í peningamálum á sama tíma og haldið sé óbreyttri stefnu í ríkisfjármálum og leitast við að ná verulega niður raunvöxtum. Ragnar hefur lagt til að raunvext- ir verði lækkaðir um 3-5% með skuldabréfakaupum Seðlabankans, sem fjármögnuð yrðu með seðla- prentun, að opinberar framkvæmdir verði auknar um allt að 10 milljarða og gripið verði til viðeigandi lækkun- ar gengis. Þessar ráðstafanir verði að styðja hver aðra. „Ég held að það séu hugsanlega forsendur fyrir því að slaka á taum- haldinu í peningamálum og stuðla að eða knýja frain lækkun raun- vaxta. Ég tel skynsamlegt að íhuga gaumgæfilega að ná þeim árangri með því að slaka á taumhaldi í peng- ingamálum. Hliðarskilyrði þess hlýt- ur þó að vera að menn sjái fram á að ríkisfjármálin verði í viðunandi horfi á næstu misserum," segir Þórð- ur. „Ég tel að það séu engin rök fyr- ir lækkun á gengi krónunnar um þessar mundir. Raungengið er mjög lágt í sögulegu samhengi og sömu- leiðis er hallinn á viðskiptum við önnur lönd lítill og við þær aðstæður virðast breytingar á gengi krónunnar ekki að vera á dagskrá," sagði hann. Hver á að fjármagna útgjaldaaukann? Jón Sigurðsson sagði ástæðu til að spyija hvort væri innbyrðis sam- ræmi í tillögugerð Ragnars, að gef- inni stöðu ríkisfjármála. Hvort það- gæti gerst að menn ykju fram- kvæmdir um 10 milljarða, tækju ekki erlend lán og hvort Seðlabank- anum væri þá ætlað að fjármagna bæði mikil verðbréfakaup og fjárfest- ingaraukninguna. Þá væri hætt við að annað hvort myndi vaxtastigið láta undan eða verðbólgan færi af stað að nýju. „Það er auðvelt að fallast á að það væri æskilegt að raunvextirnir lækk- uðu. Hefur Seðlabankinn unnið að því með því að beita áhrifum á fjár- magnsmarkaðinum, með kaupum á skuldabréfum og með því að gera vaxtaskiptasamning við bankanna og nú síðast með verulegri lækkun á vöxtum Seðlabankans í viðskiptum við innlánsstofnanir," sagði Jón. „Eins og Ragnar bendir á þá er ekki skynsamlegt að reyna að fram- kalla vaxtabreytinguna með öðrum hætti en markaðsaðgerðum. En þá verða menn að sætta sig við að þeir geta ekki náð ákveðnum tölusettum markmiðum á fyrirfram ákveðnum tíma eins og virðist vaka í tillögum Ragnars," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.