Morgunblaðið - 19.10.1993, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1993
Stuðningsmenn Borís Jelts-
íns stofna stj órnmálaflokk
Moskvu. The Daily Telegraph.
HELSTU stuðningsmenn Borís Jeltsíns Rússlandsforseta stofnuðu
um helgina flokkinn Valkostur Rússlands, með það að markmiði að
ná hreinum meirihluta í þingkosningunum, sem haldnar verða í
desember. Stuðningsmenn forsetans urðu hins vegar fyrir vonbrigð-
um því að hann mætti ekki sjálfur á stofnfundinn þar sem veggir
höfðu verið skreyttir með myndum af Pétri mikla Rússlandskeisara.
Timman klúðr-
aði vinningnum
Jakarta. Reuter.
HOLLENDINGURINN Jan Timman klúðraði í gær kjörnu tækifæri
til að sigra Anatolíj Karpov og tapaði 14. skák þeirra í heimsmeist-
araeinvígi alþjóðaskáksambandsins FIDE.
Karpov jók þar með forystu sína
í éinvíginu og er með 8,5 vinninga
á móti 5,5. Hann þarf 12,5 vinninga
til að sigra í einvíginu. Næsta skák
verður tefld á morgun, miðvikudag,
og Timman verður þá með hvítt.
Timman getur aðeins kennt sjálf-
um sér um ósigurinn í gær. Hann
tefldi af mikilli grimmd strax frá
byrjun, fórnaði skiptamun í 13. leik
og náði mun betri stöðu. En í enda-
taflinu sást honum yfir vinnings-
leik, drap gagnslaust peð og Karpov
náði yfirhöndinni. Timman gaf
skákina eftir 53 leiki og tæplega
sex klukkustunda setu.
Timman virtist gráti nær þegar
hann gekk á brott og sagði ekki
orð við blaðamenn sem biðu hans.
„Sigurlíkur Timmans eru orðnar
mjög litlar," sagði aðstoðarmaður
hans, Yasser Seirawan.
Rússnesk einkafyrirtæki, sem
fer óðum fjölgandi, eru meðal
öflugustu bakhjarla framboðsins
og er búist við að Valkostur Rúss-
lands verði sá flokkur sem úr
mestu fjármagni mun hafa að spila
í kosningabaráttunni. Jegor Gajd-
ar, fyrrum forsætisráðherra, sagði
á stofnfundinum að ríkisstjórnin
gæti ekki lofað kjósendum miklu
vegna mikils halla á fjárlögum og
verðbólgu. „Við getum aftur á
móti lofað stöðugum gjaldmiðli,
stöðugri stjórnun og stöðugri lög-
gjöf til verndar einkaeign sem og
því að fjármunum ríkisins verði
varið til að aðstoða þá, sem þurfa
á því að halda,“ sagði Gajdar.
Helstu keppinautar framboðsins
í kosningunum verða að öllum lík-
indum flokkar, sem vilja hægari
breytingar. Ekki er búist við að
harðlínukommúnistar og þjóð-
ernissinnar muni verða mjög áber-
andi í kosningabaráttunni enda
ríkir mikil upplausn í þeirra röðum
eftir hina misheppnuðu valda-
ránstilraun fyrir tveimur vikum.
Neyðarlögum var aflétt í Moskvu
í gær en mörg dagblöð öfgamanna
hafa verið bönnuð og einnig eru
ijöldafundir enn bannaðir.
Meðal þeirra ráðherra, sem talið
er öruggt að muni styðja hann í
þingkosningunum má nefna An-
drei Kozyrev utanríkisráðherra,
Anatolíj Shubajs, ráðherra einka-
væðingar og Gajdar. Sergei
Shakrai, sem séð hefur um smíði
nýrrar stjórnarskrá, hefur hins
vegar stofnað sinn eigin flokk og
ekki er vitað hvern Viktor Tjernó-
myrdín forsætisráðherra mun
styðja.
Míkhaíl Gorbatsjov fyrrum Sov-
étforseti lýsti því yfir um helgina
að hann hygðist ekki bjóða sig
fram í kosningum.
ERLENT
Kemst Keiko heim til íslands?
Hugmyndir eru um að verja 350 milljónum króna til að senda háhyrn-
ing úr kvikmyndinni Frelsum Willytil heilsubótar við íslandsstrendur
HÁHYRNINGURINN Keiko er mikið veikur og til að bjarga hon-
um hyggjast velunnarar hans flylja hann til heimahaganna við
ísland. Kostnaður við slíka flutninga nemur um 350 milljónum
króna en ólíklegt er að leyfi fáist fyrir þeim, samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins, af ótta við sýkingarhættu. í fyrra lagðist
yfirdýralæknir gegn sambærilei
Keiko hlaut heimsfrægð fyrir
leik sinn í kvikmyndinni Frelsum
Willy en hírist engu að síður í lít-
illi laug í Mexíkó-borg. Sýkingar
i húð og munni eiga greiða leið
að Keiko og verði honum ekki
bjargað, deyr hann.
Keiko var veiddur við íslands-
strendur fyrir rúmum áratug.
Hann var fyrst fluttur til Kanada
þar sem hann var hafður til sýnis
í sædýrasafni í nokkur ár. Því
næst var hann seldur til sædýra-
safns í Mexíkóborg, þar sem hann
hefur verið síðan. Keiko er um
sjö metra langur og er haldið í
laug sem er 30 metrar á lengd,
13'A metri á breidd og sjö metra-
djúp. Samkvæmt grein í nýjasta
hefti Bandaríska tímaritsins Life
er ljóst að honum líður illa í prí-
sundinni þar sem hann nagar
steinsteypta veggi laugarinnar og
því eru tennur hans illa farnar,
svo og húðin á trýninu. Sjórinn í
lauginni er allt að 26° heitur en
aðeins um 4° eða rúmlega það
hér við land, þaðan sem Keiko er.
Tveimur tonnum of léttur
Keiko er ætlað að sýna listir
sínar þrisvar sinnum á dag en
vegna hitans innbyrðir hann að-
eins um þriðjung þeirrar fæðu sem
hann myndi gera í sínu náttúru-
lega umhverfi og hefur því ho-
rast. Sjávarlíffræðingar segja
hann vera um tveimur tonnum of
léttan. Hreinsunarkerfí laugarinn-
ar er afleitt og nær engan veginn
að hreinsa saur og matarleifar.
Vegna bakteríugróðursins í laug-
inni er Keiko með slæma sýkingu
í húð og sagði einn sjávarlíffræð-
ingurinn sem skoðaði Keiko að
hann gæti drepist hvenær sem
væri. Eigendur Keikos hafa reynt
að finna betri stað fyrir hann en
önnur sædýrasöfn hafa jafnan
neitað að taka við honum þegar
þau hafa séð skýrslur um líkam-
legt ástand hans.
•i umsókn.
Björgum Keiko
Á síðasta ári hrundu framleið-
endur Frelsum Willy af stað söfn-
un til byggingar á rannsóknarstöð
þar sem ætlunin er að bæta líðan
Keikos og annarra háhyrninga,
sem sviðað er ástatt um. Þá hefur
sjávarlíffræðingurinn Ken
Balcomb sýnt Keiko mikinn áhuga
en hann hefur helgað sig rann-
sóknum á háhyrningum síðustu
átján árin. Balcomb fullyrðir að
háhyrningar sem eyða ævinni í
búrum, lifi að jafnaði um tíu ár
en við eðlilegar aðstæður séu líf-
slíkur dýranna frá þijátíu og upp
í fimmtíu ár. Ekki er vitað hvort
háhymingar sem hafa verið í laug
eða búri, spjari sig í náttúrulegum
heimkynnum og hyggst Balcomb
rannsaka það. Hann hefur gert
nokkrar áætlanir um hvernig
venja megi Keiko við frelsið og
ein þeirra felst í því að flytja hann
hingað til lands.
Fyrsta árið yrði hann í Mexíkó,
í endurbættri laug. Reynt yrði að
lækna húðsjúkdóminn og Keiko
yrði gefin íslensk síld til að hann
næði fullri þyngd. Að því búnu
yrði Keiko fluttur í rannsóknar-
stöð Balcombs í Bandaríkjunum.
Stöðin stendur við vík þar sem
Keiko myndi læra að veiða sér til
matar og læra samskipti við há-
hyrninga á íslandsmiðum. Spilað-
ar yrðu upptökur af hljóðum nor-
rænna háhyrninga, svo að Keiko
gæti lært „mállýsku" þeirra.
Eftir tvö ár í rannsóknarstöð-
inni er hugmyndin að senda Keiko
til íslands, þar sem hann yrði sett-
ur í kví, sem yrði smám saman
stækkuð og á endanum opnuð.
Vísindamennirnir myndu festa
sendi við Keiko og fylgjast með
honum í ár eftir að honum hefur
verið sleppt.
Spjarar Keiko sig?
Þrennt stendur þessari áætlun
Keiko
ygglir sig
Keiko nuddar
tönnunum við
steinsteypta
veggi laugar-
innar og eru
tennur hans illa
farnar.
Laugin
Hreinsunarút-
búnaði núver-
andi heimkynna
Keikos er veru-
lega áfátt.
fyrir þrifum; tennur Keikos eru
illa farnar og því ólíklegt að hann
geti veitt sér til matar, líkegt er
að hann hafi gleymt því hvernig
eigi að veiða og svo óttast menn
að hann kunni að smita aðra hvali
af húðsjúkdómnum. Islendingar
munu að öllum líkindum setja
sýkingarhættuna fyrir sig.
Balcomb var nýlega staddur hér
á landi, átti viðræður við íslensk
yfírvöld um flutningana á hvaln-
um, auk þess sem hann keypti
íslenska síld handa Keiko. Líkur
benda hins vegar til þess að nær
komist hann ekki heimahögunum.
Banna er-
lent gervi-
hnatta-
sjónvarp
STJÓRN kommúnista í Kína
hyggst banna landsmönnum að
taka á móti sendingum frá er-
lendum sjónvarpsstöðvum sem
senda um gervihnetti, þ. á m.
STAR-stöðinni sem fjölmiðla-
kóngurinn Rupert Murdoch
hefur nú keypt og sendir frá
Hong Kong. Talsmaður stjórn-
valda sagði að sendingarnar
ógnuðu fullveldi þjóðarinnar.
Atvinnuskap-
andi tillögum
vísað á bug
FINN Thorgrimson, forseti
danska alþýðusambandsins,
lagði fyrir helgina til að íjár-
lagahallinn yrði aukinn um 15
milljarða d. kr. til að draga úr
atvinnuleysinu. Mogens Lyk-
ketoft, fjármálaráðherra og
jafnaðarmaður, segir að þetta
komi ekki til greina því að af-
leiðingin yrði vaxtahækkun.
Þetta myndi verða til þess að
í stað nýju starfanna hyrfu
önnur, aðallega í einkageiran-
um.
Vinnuvikan
lengd
BÆJARALAND, fjölmennasta
sambandsríkið í Þýskalandi,
hefur nú riðið á vaðið og lengt
vinnuviku opinberra starfs-
manna úr 38 og hálfri stund í
40 stundir. Breytingin tekur
gildi frá áramótum og er gert
ráð fyrir að með þessu megi
fækka störfum um 600 næstu
tvö árin. Samtök opinberra
starfsmanna hafa þegar mót-
mælt ákvörðuninni.
Rússar
sökkva kjarn-
orkuúrgangi
RÚSSAR létu Alþjóðakjarn-
orkumálastofnunina í Vín,
IAEA, vita af því fyrir fram
að þeir hygðust fleygja geisla-
virkum kjarnorkuúrgangi í Jap-
anshaf, að sögn talsmanna
IAEA í gær. Geislavirkni efnis-
ins er svo lítil að ekki telst
vera um brot á alþjóðareglum
að ræða en Japanar hafa samt
mótmælt verknaðinum.
Mao týndur í
geimnum
KÍNVERSK stjórnvöld sögðu
frá því í gær að tilraunagervi-
hnöttur, sem skotið var á loft
8. október, hefði bilað og ekki
lent aftur á jörðu niðri eins og
ætlunin var. Héraðsblað skýrði
frá því að um borð hefði verið
demöntum skreytt orða með
mynd Mao Tse Tsungs og hefði
átt að selja hana á uppboði
eftir geimferðina.
Schengen-
samningur
taki gildi í
febrúar
RÁÐHERRAR frá níu ríkjum
í Evrópubandalaginu ákváðu í
gær að síðustu leifar eftirlits á
landamærum milli þeirra yrðu
aflagðar 1. febrúar nk., að sögn
franskra embættismanna.