Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 19 Þingsálykt- unartillaga um alþjóð- lega skrán- ingu skipa LÖGÐ hefur verið fram á Al- þingi tillaga til þingsályktunar um alþjóðlega skráningu skipa, en í henni er m.a. gert ráð fyr- ir að leyfð verði alþjóðleg skráning fiskiskipa sem úrelt hafa verið úr íslenska fiski- skipaflotanum. Flutningsmenn tillögunnar eru Steingrímur J. Sigfússon og Jóhann Arsælsson. Samkvæmt þingsályktunartil- lögunni er ríkisstjórninni falið að undirbúa hið fyrsta nauðsynlegar aðgerðir svo koma megi á alþjóð- legri skráningu skipa hér á landi. Samið verði og lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga þar sem opnað verði fyrir alþjóðlega skráningu kaupskipa með sambærilegum hætti og tíðkast í Danmörku og að leyfð verði alþjóðleg skráning fiskiskipa sem úrelt hafa verið úr íslenska fiskiskipaflotanum eða keypt eru erlendis frá án þess að hafa veiðileyfi í íslenskri lögsögu. Selir björguðu lambi Þrír smalar lausir úr álögum? ÞRIR selir stungu hausnum upp úr sjónum og stöðvuðu með því sund lambs út á sjó frá Kjalarnesi á dögunum. Eigandi lambsins, Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli í Kjós, segir að selirnir hafi bjargað lambinu. Hann segir að einhvern tímann hefði þetta þótt gott efni í þjóðsögu, sem gæti verið um þrjá smala sem lo- snuðu úr álögum við það að bjarga þrílembu. Dr. Þorkell Þór Guðmundsson Borgey á Kiðafell er mikil metær, undan Aroni frá Hesti og afi hennar er Gámur frá Oddgeirshólum. Hún er sjálf þrílemba og var þrílembd í vor. Sigurbjörn segir að hún sé ein- fari og sé gjarnan ein í þeim högum sem hún finni sér. Hún sé oft á Doktor í rafmagns- og tölvunarverkfræði FYRIR skömmu lauk Þorkell Þór Guðmundsson doktorsprófi í raf- magns- og tölvunarverkfræði frá Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð hans fjallar um tölulegar aðferðir til þess að leysa ýmis stærðfræðileg vandamál sem flest eru tengd kerfísverkfræði á einn eða annan hátt. Sífellt aukið umfang þeirrar greinar á síðustu árum hefur kallað á nýjar og hagkvæmar reikn- iaðferðir og geta niðurstöður Þorkels t.d. komið að notum við hönnun risa- vaxinna geimstöðva eða hraðfleygra og lipurra flugvéla. Þorkell varði ritgerð sína í Santa Barbara í október 1992 og vann við rannóknir við verkfræði- og stærð- fræðideildir háskólans þar fram í byrjun september. Foreldrar Þorkels eru Guðrnundur Þorsteinsson þýð- andi og Ásthildur Þorkelsdóttir. Þor- kell er kvæntur Maríu Kjartansdóttur hagfræðingi og eiga þau tvo syni. Kjalarnesi og meðfram vegum með tilheyrandi vandræðum fyrir umferð. Hann segist hafa vitað af henni við veginn um miðjan ágúst en síðan hafi hann lengi spurst fyrir um hana án árangurs þar til nú að hún fannst fyrir neðan sjávarbakka við Dals- mynni á Kjalarnesi. „Ég ætlaði að skjótast eftir henni um kvöldið og fékk með mér tvo menn með þjálfaða ijárhunda. Við náðum hrútlambi en Borgey náði að snúa sig út úr þessu með tvö lömb og við misstum hana niður af sjávar- bakkanum. Ég sendi mennina á næsta bæ og ætlaði að reka kindina þangað. Lömbin og ærin voru skelfd, orðin hrædd við hundana og annað lambið hljóp út á klettasnös við sjó- inn. Þegar ég ætlaði að koma því aftur upp stökk það út í sjó og synti út víkina. Ég sá bara á eftir því og gat ekkert gert. Þá gerðist það að þrír selir stungu upp hausnum og þegar lambið var komið 20-30 metra út sá lambið þá og sneri við. Lambið lónaði eftirjiað í víkinni en synti ekki í land. Ég ákvað þá að fara heim á leið, ætlaði að treysta á Guð og lukkuna og ekki síst að selirnir myndu bjarga lambinu fyrir mig. Ég fór að gá að fénu eftir mjaltir morguninn eftir og þá var lambið komið upp í ijöruna og var þar rólegt með móður sinni og syst- ur.“ Smalar í álögum? Sigurbjörn sagði að í gamla daga hefði þetta atvik þótt gott efni í þjóð- sögu. Það hefði áreiðanlega verið lagt út þannig að þarna hafi verið þrír smalar í álögum. Þeir myndu ekki bjargast fyrr en þeir næðu að bjarga þrílembu. „Ég hef reyndar ekki heyrt að sést hafi til ferða þriggja smala á Kjalarnesi en það veitti áreiðanlega ekki af þremur smölum þar,“ sagði Sigurbjörn á Kiðafelli. ♦ ♦ ♦------- ■ III. RAÐ ITC á íslandi heldur fyrsta ráðsfund starfsársins laugar- daginn 30. október nk. kl. 10 árdeg- is á Hótel Sögu, A-sal. ITC-deildin Eik, Reykjavík, skipuleggur fund- inn sem er öllum opinn. A dagskrá er m.a. athyglisverð kynning á nýrri tækni, Alexanderstækni. Forseti III. Ráðs starfsárið 1993-1994 er Jónína Þ. Stefánsdóttir ITC Fífu og í III. Ráði eru starfandi sex deildir. Skelltu þér í helgarferð með SAS! Fargjöldin gilda til 31. mars 1994 Keflavík - Kaupmannahöfn.......27.500 Keflavík - Osló.............. 27.500 Keflavík - Stavanger...........29.140 Keflavík - Bergen..............29.140 Keflavík - Kristiansand........29.140 Keflavík - Stokkhólmur.........27.500 Keflavík - Gautaborg...........27.500 Keflavík - Malmö...............29.140 Keflavlk - Norrköping..........32.520 Keflavík - Jönköping...........32.520 Keflavík - Kalmar.................32.520 Keflavík - Váxjö.................32.520 Keflavík - Vesterás...............32.520 Keflavík - Örebro.................32.520 Keflavík - Helsinki..............33.190* Keflavík - Tampere...............33.190* Keflavík - Turku............... 33.190* Keflavík - Hamborg................29.140 Keflavík - Frankfurt..............29.140 Keflavík - París.................29.140 Lágmarksdvöl aðfararnótt sunnudags, hámarksdvöl 4 nætur. *Hámarksdvöl 4 dagar. Börn og unglingar frá 2ja til 12 ára fá 50% afslátt. m Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. SAS á Islandi - valfrelsi í flugi! Laugavegl 172 Síml 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.