Morgunblaðið - 28.10.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
27
Aftenposten
Gróðursetning í Ás
HINN fjögurra ára gamli Runar aðstoðaði forseta íslands við
gróðursetningana í gær.
Stjómsýsla prestssetra
færist til þjóðkirkjunnar
Lagt til að stofnaðir verði kirkjumálasjóður og prestssetrasjóður
STJÓRNSÝSLA prestssetra og tilsjón með þeim færist frá
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til þjóðkirkjunnar nái tillögur
24. kirkjuþings um stofnun sérstaks prestssetrasjóðs fram að
ganga. A kirkjuþingi í gær fór fram umræða um þingsálykt-
unartillögu um stofnun kirkjumálasjóðs og prestssetrasjóðs.
Lagt er til að í kirkjumájasjóð renni 11,3% af gjöldum er renna
til þjóðkirkjusafnaða. Úr kirkjumálasjóði skulu að minnsta
kosti 52 milljónir króna renna til prestssetrasjóðs en auk þess
er honum ætlað að standa straum af kostnaði við kirkjuþing,
kirkjuráð, prestastefnu, biskupsgarð o.fl.
í þingsályktunartillögu um
kirkjumálasjóð er gert ráð fyrir að
ríkissjóður skili sjóðnum af tekju-
skatti gjaldi er nemur 11,3% af
gjöldum sem renna til þjóðkirkju-
safnaða samkvæmt lögum um
sóknargjöld. Skal kirkjumálasjóður
skila á hveiju ári fjárhæð er rennur
til prestssetrasjóðs, eftir nánari
ákvörðun kirkjuráðs. Framlagið
skal eigi nema lægri fjárhæð en
52 milljónum króna. Auk þess skal
kirkjumálasjóður standa straum af
kostnaði við kirkjuþing, kirkjuráð
og prestastefnu, biskupsgarð, ráð-
gjöf í fjölskyldumálum, söngmála-
stjórn og tónlistarfræðslu, starfs-
þjálfun guðfræðikandídata o.fl.
Prestssetrasj óður
Tekjur prestssetrasjóðs auk hins
fasta framlágs úr kirkjumálasjóði
skulu verða leigutekjur af prests-
setrum, söluandvirði prestssetra og
framlög sem einstakar sóknir
kunna að veija til tiltekinna verk-
efna. Prestssetrasjóður skai kosta
nýbyggingar prestssetra, viðhald
prestssetra, lögboðnar vátrygging-
ar þeirra og fasteignagjöld. Auk
þess skal sjóðurinn standa straum
af kaupum og sölu prestssetra,
eignakaupum á prestssetursjörðum
og öðrum rekstri sem greiðist ekki
af presti.
A kirkjuþingi í gær gerði lö&u
gjafanefnd þingsins bókun þar sem
athygli Alþingis er vakin á því, að
þrátt fyrir vaxandi starf kirkjunnar
hafi framlag á fjárlögum til kirkju-
legra málefna farið hlutfallslega
minnkandi ár frá ári um alllangt
skeið.
Þá er minnt á að kirkjuþing hafí
frá upphafi mótmælt 20% skerð-
ingu á tekjum kirkjugarðanna og
ekki liggi ennþá fyrir hvernig görð-
unum verður bættur sá tekjumissir
sem þeir verða fyrir við niðurfell-
ingu aðstöðugjalda.
Kirkjuþing bendir einnig á, að
ekki liggur fyrir þinginu úttekt á
ásigkomulagi prestssetranna
hver ijárþörf þeirra er í raun.
Lögreglustj óri segir mál ungii stúlkunnar hafa veríð í höndum RLR
RLR segir stúlkuna ekkert
hafa viljað við lögreglu tala
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands
í opinberri heimsókn í Noregi
Námsmenn
nota tækifær-
ið til mótmæla
Ósló. Frá_ Jan Gunnor Furuly, frcttaritara Morgunblaðsins.
VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, fékk góða aðstoð
fjögurra ára drengs er hún gróðursetti eini við Rann-
sóknarstöð norsku skógræktarinnar við Ás í Noregi, en
hér er hún í opinberri heimsókn. Norskir stúdentar hafa
hótað að trufla heimsóknina með mótmælaaðgerðum í
dag.
BÖÐVAR Bragason Iögreglusljóri í Reykjavík segir að mál
stúlkunnar sem haldið var í fangaklefa lögreglunnar 23. septem-
ber sl. eftir að hún hafði kært nauðgun hafi í raun ekki verið
í höndum lögreglunnar nema í um eina klukkustund. Frá þessu
máli var greint í blaðinu í gær. Eftir að menn frá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins komu á lögreglustöðina var litið svo á að
málið væri í höndum RLR. Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu-
stjóri vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið í gær.
Reiði stúdentanna beinist þó
ekki gegn hinum vinsæla ís-
lenska forseta, heldur mennta-
málaráðherranum Gudmund
Hernes og fjárlagatillögum hans.
Telja stúdentarnir að fjárframlög
til skólanna séu alltof lág og
hafa haft í frammi mótmæli víðs
vegar um Noreg að undanförnu.
I Osló fóru um 150.000 manns
í mótmælagöngu og kröfðust
afsagnar Hernes. Þá hóta nem-
endur í Þrándheimi að notfæra
sér heimsókn forseta íslands til
að mótmæla meðferð ríkisstjórn-
arinnar á háskólunum.
„Kóngurinn kemur - kemur
þú?“ segir á veggspjöldum sem
límd hafa verið upp víðs vegar
í Þrándheimi en Vigdís Finn-
bogadóttir verður einmitt sæmd
heiðursdoktorsnafnbót við há-
skólann í Þrándheimi.
Talsmenn mótmælenda segj-
ast mæla gegn því að nemendur
hafi sig í frammi við sjálfa at-
höfnina en útilokað sé að tryggja
það að einhveijir af þeim þús-
undum námsmanna sem mæti,
láti í sér heyra. NTB-fréttastofan
hafði það eftir öðrum náms-
manni að ekki væri nokkur
ástæða til að hlífa forseta ís-
lands og konungshjónunum við
mótmælunum.
Lögreglan í Þrándheimi hefur
gert sínar ráðstafanir og ræddi
meðal annars við leiðtoga náms-
manna. Hefur lögreglan litla trú
á því að mótmælaaðgerðirnar
verði miklar eða fari úr böndun-
um.
Niðarósskirkja skoðuð
í gær opnaði forsetinn sýn-
ingu á íslenskri nytjalist. Síðar
um daginn heimsótti hún ráðhús-
ið í Ósló ojg hélt að því búnu til
móttöku Islendingafélagsins. í
gærkvöldi var forsetinn við-
staddur leiksýningu í boði norsku
ríkjsstjórnarinnar.
I dag mun forsetinn skoða
Niðaróssdómkirkju, þar sem
haldnir verða stuttir tónleikar.
Frá Niðarósi verður svo haldið
til Óslóar þar sem forseti íslands
býður til hátíðarkvöldverðar á
Grand Hotel. Lýkur heimsókn-
inni í kvöld.
Stúlkan kom á miðborgarstöð
lögreglunnar ásamt vinkonu sinni
á sjöunda tímanum, að sögn Böð-
vars. „Þær voru illa á sig komnar
vegna ölvunar og annarra atriða.
Lögreglumanni sem var þarna á
vakt skildist að þær teldu sig hafa
verið misnotaðar kynferðislega.
Hann hafði samband við aðalvarð-
stjóra og þær voru fluttar á lög-
reglustöðina á Hverfisgötu til við-
ræðna. Það reyndist ákaflega erfitt
að tala við þær en mönnum verður
það ljóst að þetta mál sé þess eðlis
að rétt sé að Rannsóknarlögreglu
sé gert viðvart," sagði Böðvar.
Málið úr höndum lögreglu
Böðvar sagði að stúlkurnar hefðu
verið mjög ódælar og viljað yfirgefa
lögreglustöðina. Það hefði ekki þótt
heppilegt þeirra vegna, altént ekki
fyrr en þær hefðu rætt við Rann-
sóknarlögreglu. „Þær voru því sett-
ar hér í geymslu á meðan. Þær vildu
alls ekki að haft yrði samband við
heimili þeirra og það var ekki gert.
Ég tel að á innan við einni klukku-
stund frá því við fórum að sinna
þessu máli hafi starfsmaður Rann-
sóknarlögreglu verið kominn á lög-
reglustöðina við Hverfisgötu. Þar
með var þetta mál úr höndum lög-
reglunnar í Reykjavík samkvæmt
reglugerðum um starfaskiptingu
lögreglu á höfuðborgarsvæðinu,"
sagði Böðvar.
Hann sagði að það mætti hins
vegar deila um hvers vegna ekki
hefði verið farið _með stúlkunar á
slysavarðstofu. „Ég tel að þar liggi
fyrst og fremst að baki tvær ástæð-
ur. í fyrsta lagi ruglingslegur fram-
burður, ásakanir eru ýmist bornar
fram eða dregnar til baka. í öðru
Iagi sú staðreynd að aðalvarðstjóri
hafði strax samband við Rannsókn-
arlögreglu og starfsmaður kom
þaðan innan nokkurra mínútna og
tók þar með við málinu," sagði
Böðvar.
Yfirlýsing RLR
Eftirfarandi yfírlýsing vegna
málsins barst frá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins í gær:
Vegna fréttar fréttastofu Stöðv-
ar 2, Bylgjunnar og Morgunblaðs-
ins um mál 16 árá stúlku sem vist-
uð var í fangageymslu lögreglunnar
í Reykjavík vill Rannsóknarlögregla
ríkisins taka fram:
Að morgni miðvikudagsins 22.
september sl. kl. 6.30, barst RLR
tilkynning frá lögreglunni í Reykja-
vík um að á lögreglustöðinni, Hverf-
isgötu 113, væri ung stúlka sem
vildi kæra nauðgun. Rannsóknar-
lögreglumaður fór þegar á lög-
reglustöðina til þess að ræða við
stúlkuna, sem þá hafði verið vistuð
í fangaklefa og var sofandi. Hann
vakti stúlkuna en hún vildi ekkert
við hann tala eða eiga frekari sam-
skipti við lögregluna. í ljósi þess
að ekki var til meðferðar kærumál,
sem ætti undir RLR, hefði stúlkan
í raun og veru mátt fara. Hins veg-
ar var það samdóma álit lögreglu-
mannanna sem unnu að málinu að
ekki væri forsvaranlegt vegna ölv-
unarástands stúlkunnar og ungs
aldurs að sleppa henni út á götuna.
Ekki var vitað með vissu á þeirri
stundu um dvalarstað stúlkunnar
eða aðstandendur og var því af
hálfu RLR haft samband við Fé-
lagsmálastofnun Reykjavíkurborg-
ar og tilkynnt um veru stúlkunnar
í fangageymslu lögreglunnar og
þess óskað að fulltrúi þaðan kynnti
sér mál hennar. Fulltrúi félags-
málastofnunar hafði samband við
vakthafandi varðstjóra hjá lögregl-
unni í Reykjavík og boðaði komu
sína á lögreglustöð eftir kl. 13.
Lauk þar með afskiptum RLR af
stúlkunni að sinni.
Síðar sama dag, um kl. 17,
hringdi hjúkrunarfræðingur af
Neyðarmóttöku til RLR, tilkynnti
að stúlkan væri þar, hefði gengist
undir læknisskoðun og vildi kæra
nauðgun. Málið var tekið til rann-
sóknar og voru rannsóknargögn
send ríkissaksóknara til meðferðar
þann 7. þ.m.
í skýrslu lögreglunnar í Reykja-
vík dagsettri 22. september sl. seg-
ir svo m.a.:
„Vorum sendir af Stjórnstöð lög-
reglunnar að lögreglustöðinni í
Tryggvagötu. Þar hittum við fyrir
..., lögreglumann. Hjá honum voivíi
málsaðilar. Voru þær allt að því
ósjálfbjarga vegna ölvunar og
annarlegs ástand. Þær virtust einn-
ig vera eitthvað miður sín ... tjáði
okkur að þær hefðu komið á lög-
reglustöðina þá skömmu áður og
skildist honum að alla vegana ann-
arri stúlkunni, X, hefði verið nauðg-
að eða húh misnotuð kynferðislega.
Fluttum við stúlkurnar á lögreglu-
stöðina við Hverfisgötu og þar fyr-
ir ... varðstjóra. Þær vildu þó ekki
koma með okkur, vildu ekki gera
mikið úr þessu og kváðust vilja
fara í eitthvert hús að Klapparstíg
þar sem þær kváðust geta fengið
að leggja sig.
Eins og áður hefur komið fram
þá voru þær í heldur slæmu ástandi
og því erfitt að ræða við þær. Var
t.d. nokkuð erfitt að fá hjá þeim
heimilisfang sem mark væri tak-
andi á.
Attum við orðið fullt í fangi með
að halda stúlkunum rólegum þar
sem þær vildu fara út en ekki var
vegur að leyfa þeim að fara þar sem
þær voru nánast ósjálfbjarga. Tók
því varðstjórinn ákvörðun um
geymslu þeirra þar til að maður
kæmi frá RLR.“ <
Það er í andstöðu við stefnu
Rannsóknarlögreglu ríkisins að
fjalla um einstök mál, eða málefni
einstakra þolenda kynferðisafbrota,
enda standa lög til þess að rann-
sókn slíkra sakarefna fari fram
fyrir luktum dyrum. Fréttir af máli
ungu stúlkunnar hafa knúið RLR
til að víkja frá markaðri stefnu að
þessu sinni.