Morgunblaðið - 28.10.1993, Síða 39

Morgunblaðið - 28.10.1993, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 39 Minning- Sigríður Láretta Tryggvadóttir Þriðjudaginn 12. október lést á Grensásdeild Borgarspítalans Sig- ríður Láretta Tryggvadóttir. Tengdamóðir mín, Lallý, var mjög óvenjuleg kona. Ég kynntist henni fyrst aðeins 17 ára gamall og fann þá strax, að þar hafði ég eignast góðan vin sem gott var að eiga að ekki síst þegar eitthvað bjátaði á. Þótt íbúðin á Vesturgötunni væri ekki stór þá áttum við krakkarnir hennar, börn og tengdabörn, þó öll heimili þar um lengri eða skemmri tíma í kjallaranum hjá Lallý og Jóa. Og þótt svo ætti að heita að við héldum þar sjálf heimili þá mæddi það heimilishald meira og minna á hennar herðum. Og ekki kom það ósjaldan fyrir að við krakk- arnir kæmum óvænt í mat til henn- ar og jafnvel með gesti með okkur. Alltaf þótti það jafn sjálfsagt, alltaf var til nógur matur og aldrei fann maður fyrir þrengslum í þessari litlu íbúð, því þar réði hjartahlýjan og gestrisnin ríkjum. Lallý var óvenjulega dugleg kona svo aldrei féll henni verk úr hendi meðan heilsan entist. Ekki minnist ég þess að hafa farið frá henni svo seint að kvöldi eða komið til hennar svo snemma morguns að hún væri ekki eitthvað að starfa. Samt hafði hún alltaf tíma til að spjalla og sinna gestum sem oft voru margir því Lallý var vinsæl kona. En enginn má sköpum renna. A hátindi lífsins aðeins 42 ára gömul bilaði heilsan. Aldrei hvarflaði það þó að Lallý að leggja árar í bát. Hún hélt áfram að hlúa að sínu heimili og fékk sér auk þess vinnu utan heimilis. Og í tímans rás tóku barnabörnin við að búa í kjallaran- um hjá ömmu sini og afa og þau eignuðust sömu vinina og við for- eldrarnir höfðum eignast 20 árum áður. Því þótt líkaminn hrörnaði þá var andinn síungur. Heilsu Lallýar hrakaði þó stöðugt og síðustu mánuði dvaldist hún á Grensásdeild Borgarspítalans. Aldrei heyrðist hún kvarta en hafði áhyggjur af heilsufari annarra, sín- um eigin veikindum tók hún með ótrúlegu jafnaðargeði. Að endingu vil ég þakka henni allt sem hún gerði fyrir okkur hjón- in og börnin okkar. Jóhannesi og fjölskyldunni votta ég innilega samúð. Sigurður Páll Ásólfsson. Nú er hún elsku amma dáin og hefur nú fengið hvíldina éftir langa og erfiða baráttu við MS sjúkdóm- inn. Það er erfitt að skilja hvers vegna það er lagt á eina mann- eskju að þurfa að stríða við svo erfið veikindi og gott að vita til þess að hún hefur fengið hvíldina þótt erfitt sé að sætta sig við þá staðreynd að geta aldrei oftar farið til ömmu og fundið fyrir þeirri hlýju og þeim styrk sem frá henni staf- aði og hún miðlaði öðrum af, þrátt fyrir erfið veikindi. En einmitt þannig var amma. Alltaf var hún að spyija eftir líðan annarra og sérstaklega þeim sem veikir voru. Það skipti hana miklu máli og oft fannst manni eins og það skipti hana meira máli hvernig öðrum liði heldur en henni sjálfri. Þær voru ófáar gleðistundirnar í æsku þegar amma og afi renndu í hlaðið fyrir austan á stóra fína bíln- um og þótti manni nú ekki verra að vita að alltaf komu þau með poka af nammi sem átti að endast okkur systkinunum í nokkrar vikur, eða þegar amma tók að sér inni- verkin, alltaf var hún reiðubúin að hjálpa þó svo að hún væri veik og veitti ekki af hvíldinni sjálfri. Eins var það þegar við fjölskyldan kom- um í bæinn þá sá hún alltaf um það að hafa til það sem okkur þótti gott og meira til. Alltaf hef ég átt meira og minna innangengt hjá afa og ömmu og man hvað það var gott að koma til þeirra. Það var alltaf svo mikil hlýja og kærleikur. Síðustu ár fékk ég svo að búa í kjallaranum hjá afa og ömmu og bý þar enn daginn í dag. Það var eiginlega þá sem ég kynntist ömmu mjög náið. Þó svo að hún væri svona miklu eldri en ég þá eignaðist ég góða vinkonu. Hún á alveg séstakan sess í hjarta mínu sem ég mun aldrei gleyma og mun minnast með hlýju. Það var eins og hún fyndi alltaf hvernig mér liði ef ég hafði ákveðið að tala ekki um það þá endaði alltaf með að ég sagði henni það og leið alltaf betur á eftir. Hún var alltaf svo ung í anda og fordómalaus og skildi mann oft svo vel. Það er sárt að geta ekki átt þær góðu spjallstund- ir í litla eldhúsinu á Vesturgötunni lengur. Alltaf var hún tilbúin með matinn sama hvað hún var veik. Hún vildi sem minnst gera úr veik- indum sínum, alltaf var hún að bjástra eitthvað og meira að segja síðasta árið sem hún var heima þá lét hún aldrei deigan síga þó svo að hún væri þá orðin mjög veik og ætti að vera rúmföst. Samt gat amma verið ströng og hreinskilin var hún svo að mér gat sárnað. En hún sat fast við sinn keip svo ekki varð haggað og nánast alltaf sá ég að hún hafði rétt fyrir sér. Það var einnig grunnt á kímnigáf- una hjá henni og hafði hún oft ein- stakt lag á að gera grátlegustu hluti hlægilega. Svartsýni var ekki að hennar skapi, og þrátt fyrir að vera rúmföst tókst henni að halda þess- ari óbilandi trú á góðu hlutina í til- verunni allt til enda. Mikinn styrk fékk hún frá honum afa sem var hjá henni öllum stundum. Með söknuði kveð ég elsku ömmu mína og vona að guð varðveiti hana vel og styrki afa í sorg sinni. Ragnheiður Björk Sigurðardóttir. Móðir okkar, t VIKTORÍA KETILSDÓTTIR frá Kaðlastöðum, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 30. október kl. 14.00. Bjarnfríður Símonardóttir, Ketill Símonarson. t Eiginmaður minn, HJÖRTUR MAGNÚSSON fyrrv. vagnstjóri hjá SVR, sem lést þann 19. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 29. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Arnbjörg Sigurðardóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og vinur, HAUKUR KRISTINSSON, Böðvarsgötu 10, Borgarnesi, andaðist í Landspítalanum þann 26. október 1993. Sigurður J. Hauksson, Guðfinna Valdimarsdóttir, Halldór J. Hauksson, Steinunn Ólafsdóttir, Sigriður Jónsdóttir. t Fósturbróðir okkar og frændi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON frá Erpsstöðum, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. október kl. 13.30. Fostursystur og systrabörn hins látna. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTI'N VIGFÚSDÓTTIR fyrrverandi Ijósmóðir frá Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 28. október, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Guðrún Guðmundsdóttir, Gunnar Jóhannesson, Gunnar Gunnarsson, Steinar Gunnarsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, KARL ÞORKELSSON frá Arngeirsstöðum, Stóragerði 1a, Hvolsvelli, lést aðfaranótt 26. október í Sjúkrahúsi Suðurlands. Hulda Hjartardóttir, Hjörtur Heiðdal, Sigríður Karlsdóttir, Gunnar Þór Karlsson Eiginmaður minn, KRISTINN BERG PÉTURSSON frá Rannveigarstöðum í Álftarfirði, Hjallavegi 1c, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 29. október kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Vilborg Björnsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMÚNDURH. SIGURJÓNSSON brunavörður, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 29. október kl. 15.00. Hörður Guðmundsson, Jónína Guðmundsdóttir, Sveinn Pálmi Guðmundsson, Hulda Valdimarsdóttir, Guðmundur Geir Ludwigsson og barnabörn. t Elskulegur fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og mágur, KETILL ÓLAFSSON frá Kalmannstjörn, verður jarðsunginn frá Kirkjuvogskirkju, Höfnum, föstudaginn 29. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á dvalarheimili aldraðra, Garðvangi, Gerðahreppi. - Lúlla Kristín Nikulásdóttir, Jósef Borgarsson, Elfn Sigríður Jósefsdóttir, Snæbjörn Guðbjörnsson, Ketill Guðjón Jósefsson, Karen Valdimarsdóttir, Jenný Þuriður Jósefsdóttir, Alan Matske, Baldur Jósef Jósefsson, Ásta Huld Jónsdóttir, barnabarnabörn, Ragnheiður Jóhannesdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KARL ÖGMUNDSSON, Þórustig 5, Njarðvík, sem andaðist 19. þessa mánaðar, verð- ur jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 30. október kl. 14.00. Guðbjörg Waage, Óskar Karlsson, Drifa Sigfúsdóttir, Elísabet Karlsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR, Másstöðum, Innri-Akraneshreppi, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Saurbæ föstudaginn 29. október kl. 13.30. Jarðsett verður að Görðumj Akranesi. Gunnar Nikulásson, Guðmundur Ágúst Gunnarsson, Úrsúla Árnadóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sigurður Jónsson, Gísli Rúnar Már Gunnarsson, Lára Sverrisdóttir, Helga Gisladóttir, Ketill Bjarnason, Margrét Gísladóttir, Axel Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.