Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 23 SeMar naöir að meðal- tali áíbúa í dpætti frá mars - nóvember 1993 (Dráttur 1-37) 1,51 Skipting seidna raða frámars-nóvember1993 (Dráttur 1-37) iSLAND2,8% Víkingalottó vinsælt meðal Islendinga Hlutfallslega mest selt hér ÍSLENDINGAR kaupa flestar raðir Norðurlandaþjóða eða 1,51 röð að meðaltali á íbúa í drætti í Víkingiottói. Þeir eru rúmlega 1% heildaríbúafjölda í þátttökulöndunum fimm. Hins vegar festa þeir kaup á um 2,8% seldra raða að jafnaði. Eins og í Svíþjóð og Finnlandi eru framlög hærri en vinningar um þessar mundir. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Islenskrar getspár, telur þó ekki ástæðu til að örvænta. Ekki sé spurning, hvort vinn- ingur komi til landsins heldur einungis hvenær og hversu hár. Staðan geti þá snöggglega breyst. „Víkingalottóið hefur gengið betur en við áttum von á og það virðist vera að sækja sig og festa sig í sessi,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Hann kvað ekki nokkra ástæðu til að örvænta þó hlutfall framlaga og vinninga, væri fremur óhagstætt okkur Islendingum um þessar mundir. „Tapið heldur áfram að verða hægt og sígandi þangað til við fáum annan vinning og staðan breytist snögglega. Hún er þá háð því hve vinningurinn er myndar- legur. Ég er heldur ekkert í vafa um að þessi vinningur kemur. Spurningin er aðeins hvenær eins og var um fyrsta vinninginn. Það var 17. mars og Islendingur var einn þriggja sem skiptu með sér 36 milljóna króna potti,“ sagði Vilhjálmur. Má í því sambandi geta þess að þó íslendingur hafi aðeins einu sinni fengið hluta af fyrsta vinn- ingi eru milljónamæringar í Vík- ingalottói á Islandi orðnir 12 þær 37 vikur sem lottóið hefur starfað. Fjöldi vinningshafa með 5 rétta og bónustölu er orðinn 25 og fjöldi vinningshafa með 5 rétta 272. Fjöldi vinningshafa með 4 rétta er 15.738 og fjöldi vinningshafa með þijá rétta og bónustölu er 54.797. Alls hafa selst raðir fyrir 289.432.080 kr. Af því hefur 91.125.057 kr. farið til íslenskra vinningshafa. Meðalsala hefur verið 7.822.489 kr. Laugardagslottó hefur áhrif Hvað sölu í hlutfalli við höfða- töiu varðaði minnti Vilhjálmur á að íbúar í þátttökulöndunum fímm væru samtals um 23 milljónir. „Af því erum við aðeins 260.000. Við erum þess vegna aðeins um 1% íbúanna. Hins vegar erum við að selja sem samsvarar 2,8% af heild- arsölunni. Áhuginn virðist þess vegna vera heldur meiri en annars staðar,“ sagði Vilhjálmur og gat sér þess til að tengja mætti skýr- inguna laugardagslottóinu. „Ég held að ástæðan fyrir meiri þátt- töku í Víkingalottóinu hér sé sú að í laugardagslottóinu hjá hinum er meiri möguleiki að fá mjög háa vinninga vegna hærri íbúatölu en hjá okkur. Eg held að það sé mun- urinn og stóri vinningurinn trekkir alltaf að,“ sagði Vilhjálmur. milljónlr kr. 800----------- Hvernig skiptist 1. vinningur Framlög og vinningar í löndunum Framlög Vinningar - MISMUNUR SVIÞJOÐ Hætt við skemmdum á gróðri í Mývatnssveit Björk, Mývatnssveit. KOMINN er töluverður jafnfallinn si\jór hér í Mývatnssveit eftir alveg snjólausan nóvemberinánuð. Að- eins sást þá snjóföl í hæstu fjölluin. Snjófarg á trjám 1. desember byrjaði að snjóa hér, þá var hitinn ofan við frostmark og því bleytuhríð. Síðan hefur snjóað meira og minna flesta daga. Ekkert hefur hvesst að ráði og er því mikið snjófarg á öllum tijám og runnum, þar sem ekki er hægt að hrista snjó- inn af. Hætt er við að verulegar skemmdir geti orðið ef ekki léttir þunganum fljótlega af. Undanfarna daga hefur þurft að ryðja snjó af vegum og blása hér í sveitinni. Enn er þó unnið við vega- gerð milli Skútustaða og Helluvaðs. Boðuð vinnustöðvun Sjómannafélags Reykjavíkur talin ólögmæt Akveðið í vikunni hvort gripið verður til aðgerða FÉLAGSDÓMUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að vinnu- stöðvun sú sem Sjómannafélag Reykjavíkur hafði boðað hjá Eimskipafélaginu frá og með mánudeginum hafi verið ólög- mæt, en Vinnuveitendasam- band Islands kærði hina boð- uðu vinnustöðvun til Félags- dóms á þeirri forsendu að hún væri ólögleg. Jónas Garðarson framkvæmdastjóri Sjómanna- félags Reykjavíkur sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja Ijá sig um hver viðbrögð félagsins yrðu í kjölfar niður- stöðu Félagsdóms, en ákvörðun um það hvort gripið yrði til frekari aðgerða af hálfu fé- lagsins yrði tekin á stjórnar- fundi nú í vikunni. Kjarasamningar Sjómannafé- lags Reykjavíkur við Vinnuveit- endasamband íslands og Vinnu- málasamband samvinnufélagana hafa verið lausir síðan um síðustu áramót, og að tilhlutan VSÍ og VMS var kjaradeilu milli þessara aðila vísað til ríkissáttasemjara 30. apríl síðastliðinn. í niðurstöðu Fé- lagsdóms kemur fram að í kröfu- gerð Sjómannafélags Reykjavíkur sem sett var fram 6. maí hafi m.a. verið settar fram þær kröfur að skip í eigu íslenskra útgerða verði mönnuð íslenskum sjómönn- um, að grunnlaun hækki um 3% og uppsagnarfrestur verði þrír mánuðir. A samningafundi hjá rík- issáttasemjara 17. maí hafi kröf- urnar verið ræddar milli deiluaðila, en fundinum hafi lokið án sam- komulags og ekki verið óskað eft- ir frekari fundahöldum í bráð. Engar formlegar viðræður Fram kemur að engar formlegar viðræður milli aðila hafi átt sér stað eftir þennan fund, en 25. nóvember síðastliðinn hafi verið haldinn fundur með fulltrúum Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Eim- skipafélags íslands. Svo virðist sem á þeim fundi hafi einungis verið rætt um það hvernig mönnun væri háttað á leiguskipinu Europe Feeder, sem mannað er erlendri áhöfn. Síðla sama dag hafi svo á fundi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs Sjómannafélags Reykjavíkur verið samþykkt samhljóða að boða verkfall á skipum í rekstri Eim- skipafélagsins sem hefjast skyldi kl. 18 mánudaginn 6. desember til að framfylgja fyrirliggjandi kröfugerð félagsins. í niðurstöðu Félagsdóms segir að ljóst sé að hin raunverulega ákvörðunarástæða verkfalls- boðunarinnar hafi verið sú að leiguskipið Europe Feeder hafi ekki verið mannað íslenskum há- setum, og til verkfallsins hafi því verið boðað til að framfylgja kröfu um að skipið skyldi mannað ís- lenskum hásetum. Fyrir liggi að Eimskipafélagið hafi gert tímale- igusamning til tíu mánaða um skip þetta og af því leiði að félag- ið hafi engan íhlutunarrétt um ráðningu skipvetja. Um greinda kröfu verði ekki samið í kjarsamn- ingi aðila og verði henni því ekki framfylgt með verkfalli. Því beri að taka til greina þá kröfu stefn- anda að vinnustöðvun sú sem til- kynnt var Eimskipafélaginu og VSI af Sjómannafélagi Reykjavík- ur 26. nóvember sé ólögmæt. VSI fór fram á að Sjómannafélag Reykjavíkur yrði dæmt til greiðslu sektar og málskostnaðar, en Fé- lagsdómur taldi ekki þykja efni til að dæma félagið til greiðslu sekt- ar. Hins vegar taldi dómurinn rétt að það greiddi stefnanda 70 þús- und kr. í málskostnað. Dóminn kváðu upp þau Eggert Óskarsson, Björn'Helgason, Ingi- björg Benediktsdóttir og Valgeir Pálsson, en Jón Þorsteinsson skil- aði sératkvæði. Komst hann að þeirri niðurstöðu að líta yrði svo á að Sjómannafélag Reykjavíkur hefði boðað lögmætt verkfall og því beri að sýkna félagið af öllum kröfum stefnanda. Gullfallegt úraval 'eonazd BREITLI 1884 N BORGARKRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.